Helgarpósturinn - 22.03.1984, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 22.03.1984, Blaðsíða 10
HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaðamenn: Egill Helgason og Sigmundur Emir Rúnarsson Útlit: Björgvin Ólafsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Hildur Finnsdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Jóhannesson Auglýsingar: Áslaug G. Nielsen Skrifstofustjóri: Ingvar Halldórsson Innheimta: Jóhanna Hilmarsdóttir Afgreiðsla: Þóra Nielsen Lausasöluverð kr. 30. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11. Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprenth/f Tölvur hins opinbera Þróun tölvutækninnar æöir áfram meö ógnar- hraða. íslendingar hafa góöu heilli ekki misst af strætisvagninum í þessum efnum heldur fylgt þróuninni eftir. Hérlendis hefur þegar risið upp öflugur nýiðnaður á rafeindasviðinu sem erlík- legur til enn frekari átaka. Helgarpósturinn skýrir í dag frá stærsta tölvuútboði ríkisins til þessa. Ríkið hyggst kaupa nokkur hundr- uð svonefndar einkatölvur handa framhaldsskólum, ráðuneytum og ríkisstofn- unum. Ekki er vonum seinna að ríkið leggi þessa áherslu á tölvuvæðingu stofnana sinna. í tölvuútboði ríkisins eru fjölmargir innlendir tölvu- seljendur um hituna, allt frá hinum stærsta - IBM - niður í íslenska tölvuframleiðand- ann Atlantis, sem hóf fram- leiðslu á öflugri og nýtísku- legri einkatölvu á síðasta ári. Gæði þessarar innlendu framleiðslu eru ekki sögð minni en hjá erlendum keppinautum. Atlantis-tölv- an íslenska er þó ekki al- gjörlega afrakstur íslensks hugvits, því hlutar hennar eru framleiddir erlendis en settir saman hér á landi. Engu að síður er rík ástæða fyrir ríkið til að styðja við bakið á þessari framleiðslu með því að kaupa hana til eigin þarfa. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði m.a. í áramótaávarpi sínu: „Hug- vitssemi þeirra sem haslað hafa sér völl á ýmsum svið- um rafeindaiðnaðarins, er aðdáunarverð... Égersann- færður um að í þekkingunni liggur okkar mesti vaxtar- broddur.“ í útboðum ríkisins á tölvukaupum gefst ágætis tækifæri til að sjá hvort for- sætisráðherra meinti eitt- hvað með þessum orðum sínum í ávarpi sínu til þjóð-' arinnar á nýársdag. Forstjóri Innkaupastofn- unar ríkisins segir í samtali við Helgarpóstinn að engin skilgreining sé fyrir hendi á því hvað sé íslenskt í tölvu- framleiðslunni. Þetta eru furðuleg ummæli og sýna glögglegafram áað þörf erá opinberri innkaupastefnu í þessari grein. í yfirheyrslu í HP í dag segir svo Sverrir Hermanns- son iðnaðarráðherra að framtakið vanti hjá innlend- um framleiðendum í raf- eindaiðnaði. Um leið og það framtak sýni sig, skuli hann styðja við bakið á því. Iðnað- arráðherra ætti að líta betur í kringum sig. Annars gæti hann sjálfurmisst afstrætis- vagninum. BREF TIL RITSTJORNAR Loksins — loksins! Loksins kom ábyrgur maður í heilbrigðisstéttinni út úr skelinni og hikaði ekki við að segja sann- leikann um tilgangsleysi „geð- læknéistefnuncu'" gegn drykkju- skap. Tilefnið var iífleg og hlutlaus frásögn blaðamanns Helgarpósts- ins af sólarhrings dvöl að Vogi - Sjúkrastöð SÁÁ. Það var sjálfur landlæknir sem hélt á pennanum, en um síðustu helgi prjónaði hann við frásögn biaðamannsins frá helginni áður. Tilgangur landlæknis með kveðju sinni til Helgarpóstsins virðist vera sá, að undirstrika fallvaltleik sjúkrameðferðar alkóhólista innan stofncma og hvetja tii utan-stofn- ana-meðferðar, en jafnframt legg- ur hann áherslu á nauðsyn þess að auka þurfi til muna tengsl geð- lækna og SÁÁ-stofnananna. Orðrétt segir landlæknir: „Ég tel að auka þurfi til muna tengsl geð- lækna og SÁÁ-stofnana, ekki síst vegna þess að kannabisneytend- um hefur f jölgað mjög á SÁÁ-stofn- unum.“ En þama varð landlækni á í messunni. Hér kom ekki bara fram misskilningur landlæknis á eðli alkóhólisma heldur líka stór- hættuleg afstaða ráðandi embætt- ismanns, sem vafalaust vill þjóð sinni vel, en sparkar þama í hana svo um getur munað. Greinilegt er að landlæknir þekkir ekki ferii geðlæknastefn- unnar á íslandi síðasta aldcirfjórð- unginn. Hann veit sennilega ekki að „geðlæknastefnan" kæfði „raunsæisstefnu" Bláa-bandsins við sjúkrastöðina að Flókagötu 29- 31 með hrikalegum afleiðingum. Og sennilega veit landlæknir ekki heldur að í Víðinesi em enn sjúkl- ingar sem tilbúnir vom út á al- mennan vinnumairkað þegar „Kleppsvaldinu" tókst fyrir 20 ámm að stöðva það frjóa starf sem þar fór fram. Örlagavaldurinn var pillufarganið sem sett var af stað af þessum blindu sérfræðingum, sem ennþá virðast ekki geta lært af mis- tökum sínum. Menn vom rændir sjálfsbjargarviðieitninni eins og um sjálfsagða læknisaðgerð væri að ræða. Vafalaust er uppihald þessara manna búið að vera þung- ur baggi á Tryggingunum þessa tvo áratugi - en sálarmorðin verða ekki metin til fjár. E.t.v. finnst landlækni ég kafa nokkuð djúpt til að leita að líkum fyrir ásökunum mínum á hendur Kleppsvaldinu, en ég þarf ekki að fara svona langt. Þótt Víðinesið sé nú orðið fyrirmyndar elliheimili og ekkert út á það að setja lengur er ósóminn sem kyrkti mannræktar- starfið þar enn í gangi. En ég tel rétt að gefa landlækni sjálfum tækifæri til að afhjúpa hann. Samt skal ég gefa honum þá ábendingu, að stysta leiðin er spölurinn suður að Vífilstöðum. Þar er botn ófyrir- leitninnar að finna núna. Menn sem þar stjórna hljóta að vita bet- ur en fram kemur í verkum þeirra. Margur svokallaður: „geðsjúki- ingur“, merktur Kleppi, hefur leit- að til SÁÁ og fengið bata sem tryggði honum eðlilega aðstöðu launamannsins í atvinnulífinu. En því miður þá er engu líkara en til séu menn sem reyna að gera geð- sjúklinga úr heilbrigðum mönnum, og komið hefur fyrir að leikmenn sem ofdrykkjuvamir stunda hafa orðið að stela „geðsjúklingum“ frá kerfinu og sanna á þeim að þar fóru heilbrigðir menn, þótt þeir hafi auðvitað verið alkóhólistar eftir sem áður. En alkóhólismi þeirra truflaði þá ekki lengur, þeim var kennt að mæta honum. En landlæknir virðist standa í þeirri trú, að aðstöðu til að sinna þeim sjúkiingum sem geðveldið telur sína, sé ekki að finna á stofn- unum SÁA. Þama kemur greinilega í ljós, að ranghugmynda um eðli alkóhólisma er ekki bara að leita meðal almúgans. Ég á þá ósk heitasta að ritsmíð landlælúiis í Helgcupóstinum megi verða til þess að íslenskir geð- læknar, með landlækni í broddi fylkingar, geri opinberlega grein fyrir mistökum sínum í málum ís- lenskra alkóhólista ailt frá því er Kleppslæknar kæfðu mannræktar- starf Bláa-bandsins fyrir u.þ.b. aid- cirfjórðungi. Með því móti gæti ís- land lagt sinn skerf til þeirra rann- sókna sem landlæknir vitncir til í „Quarterly Joumal of Studies on Alcoholism.“ Mikið vatn hefur til sjávar mnn- ið síðan þessar hartnær 10 ára gömlu niðurstöður vísindalegra rannsókna sem landlæknir vísar í vom birtar, og margar og merki- legar rannsóknir á þróun og eðli alkóhólisma hafa verði gerðar á þeim tíma, sem síðan er liðinn. En eitt verðum við að hafa hugfast, og það er það, að langt er frá því að hægt sé að byggja ályktanir um heildarárangur endurhæfingar frá alkóhólisma á sérfræðiritum eins og The Quarterly Joumal, því árangur félagslegrar endurhæfing- ar nær yfirleitt ekki inn á ritstjóm vísindaritanna. Öðm máli gegnir um árangur geðlæknastefnunnar - og gleðilegt er, að landlæknir skuli í athugasemdum sínum og ábend- ingum benda á hina hörmulegu út- reið þeirrar stefnu, sem á íslandi er búin að sanna ónýti sitt um árarað- ir. MAÐUR TIL MEÐFERÐ/ Sólarhringur blaðamanns á sjúkrastöð Þótt einhverjum kunni að þykja fréttnæmar tilvitnanir landlæknis í hinar amerísku rannsóknirer langt frá því að ég sé í þeirra hópi. í þessum málum hafa íslendingar ekki allir sofið, og furðulegt er að vita til þess að læknirinn skuli ekki hafa orðið þess var að um þetta risavaxna heilbrigðisvandamál hefur verið kvsikað hér á landi cJlt frá því er hann tók við sínu mikil- væga embætti, og lengur. í 5 ár samfleytt sendi ég á 2ja mánaða fresti út um allt land lítinn bleðil, sem ég kcdlaði SNEPIL, en þar vcir geðlæknastefnan umfjölluð í ljósi hins neikvæða árangurs sem hún stöðugt sannaði á sig. Reikna ég fastlega með því, að mjög stutt sé orðið í það, að SNEPILL fari aftur cif stað. Ótaldar eru líka ábendingar mínar í Morgunblaðsgreinum síð- ast liðin 20 ár, en mig vantaði við- urkenndan stimpil lærdóms- mannsins svo mark yrði á mér tek- ið innan þeirra raða sem völdin höfðu, en skorti þekkingu. Landlækni er fyrirgefið tómlæt- ið, en ég þakka honum samt þá drenglund sem hann sýndi með opinskárri hreinskilni sinni í Helg- arpóstinum. Eg leyni því ekki að greinarstúf- ur iandlæknis var mér kærkom- inn. I fyrsta skipti sé ég því opin- berlega haldið fram af ábyrgum embættismanni, að á íslandi séu ráðandi tvær ólíkar meðferðar- stefnur gegn alkóhólisma. Önn- ur: „læknismeðferð stjómað af geðlækni" (geðlæknastefnan). Hin: ,3ÁÁ og AA- meðferðin" (raunsæisstefnan). Að fá þessa undirstöðustaðreynd loksins vottaða opinberlega af sjálfum lcindlækni er okkur leikmönnum mjög mikils virði og vonandi getur þetta orðið upphaf þess að opinberir aðilar hætti að mgla þessum tveimur stefnum scim- an. En í grein lcindlæknis kemur sú sorglega skoðun fram, að auka þurfi til muna tengsl geðlækna og stofncina SÁÁ. Mér liggur við gráti vegna blindu míns kæra lcindlækn- is. Geðlæknastefnan og raunsæis- stefnan geta ekki unnið saman því geðlæknastefnan drepur raun- sæisstefnuna í slíku sambýli. Önn- ur miðar að því að lækna alkóhól- istann af alkóhólisma sínum og notar til þess bæði blekkingar og lyf geðlæknisins og heilaþvott sál- fræðingsins. Hin miðar að því að vekja alkóhólistann til sjálfsbjarg- ar, og af því hún býr ekki yfir neinni tækni annarri en hreinskilni og nöktum kærleikanum verður hún undir í viðureign augnabliksins, þótt hún sigri á-tíma ef hún fær frið. En í sambýli við geðlæknastefnuna fær hún ekki frið - það gera lyfin. Undirstaða þess að hægt sé að að- stoða alkóhólista er sú, að hann sé algáður dögum og vikum saman og að hann geri sér ljóst að vandræði hans em heimatilbúin, en ekki upprunnin í uppeldi eða erfðum. Þessu getur geðlæknastefnan ekki kyngt, sem skiljanlegt er þegar haft er í huga að geðlæknirinn er lang- skólaður rökhyggjumaður sem vinnur á beinhörðum vísindcileg- um gmnni og hafnar öllu ,Joikli“ sem ekki verður þreifað á. En samt hafa þúsundir geðlækna á Vestur- löndum hafnað hinni vísindalegu lausn og aðhyllst þá huglægu stefnu sem oftast er kölluð raun- sæisstefnan. Það ætti að nægjahér að nefna þá dr. Carl Gustaf Jung (á meginlandinu), dr. Lincoln Willi- ams (á Bretlandseyjum) og sjálfan dr. Jellinek (fyrir vestan). Sambýli geðlœknastefnunnar og raunsœisstefnunnar er óhugsan- legt. Um allan heim hefur í upphafi uerið stólað á geðlœknastefnuna, en allsstaðar hefur hún brugðist. Er ekki mál til komið að uiðíslend- ingar huetjum heilbrigðisyfiruöld okkar til að taka bindið frá augun- um? Viijandi hef ég ekki vitnað í allra nýjustu fréttir á sviði lækningatil- rauna á alkóhólisma í Bandaríkj- unum, því ég geri ekki ráð fyrir að landlækni hafi unnist tími til að lesa nýútkomna bók dr. Georges Vaillant, geðlæknis frá Harvard, þar sem fjallað er um niðurstöður af 40 ára skipulögðum tilraunum sem Harvard háskólinn er að skila af sér, en dr. Vaillant hefur stjómað þeim síðustu 16 árin, auk þess sem þessi 48 ára gamli vísindamaður hefur helgað starfsævi sína því sem hér er nefnt: Geðlæknastefnan (gegn alkóhólisma). Hann segist hafa starfað við full- komnasta skipulag sem heimurinn hefur upp á að bjóða gegn alkóhól- isma, með þeim sorglega árangri að hann telur sig hafa koniist að raun um að læknar þeirrar stofn- unar sem hann helgaði starf sitt hefðu betur látið alkóhólista cif- skiptalausa. Hann viðurkennir mikilvægi sjúkrastofnana við af- vötnun og fyigikvilla, en að öðrumj leyti telur hann að læknisfræðin ætti að láta alkóhólista cifskipta- lausa. Dr. Vaillant telur AA hafa sannað getu sína og telur að heil- brigðisyfirvöld ættu að láta AA um framhaldið. Lykilinn að tækni AA telur dr. Vaillant geta legið í því, að þeir viti hvemig reka á óttann á flótta. Ekki get ég lokið þessari grein minni svo, að ég minnist ekki að- eins á fyrirbærið SÁÁ. Það getur verið hættulegt að vera stór, sérstaklega þegar maður sjálfur vill láta á því bera. SÁÁ óx úr grasi umvafið kærleika og velvilja íslensku þjóðcirinnar og kveikti von í brjóstum margra og því verð- ur ekki í móti mælt að SAÁ hefur staðið sig með ágætum á velflest- um sviðum ofdrykkjuvama. En ekki öllum. SÁÁ hefur tekið á sig skyldur, miklar skyldur og kvaðir. En í heimanmund hafði SÁÁ ekki bara fengið traust þjóðarinnar, heldur líka raunsæisstefnu AA-samtak- anna óbrenglaða. Með því að fara út af þeirri stefnu (samanber: „Toronto-samþykktina") svíkur SÁÁ upphaf sitt, og að svíkja sjálfan sig getur aldrei leitt nema til bölv- unar. Ég held að nú sé kominn tími til að SAÁ staldri við og taki sjálft sig til gaumgæfilegrar skoðuncir. AA þurfti á SÁA að halda ekki síður en þjóðin. AA stóð þjóðinni til boða, en þeir íslendingar sem mest þurftu á aðstoðinni að halda vissu ekki að þeir þurftu á aðstoð að halda. Þarna kom SÁÁ inn. Opna þurfti aðstöðu til þess að hægt væri að hýsa drykkjumanninn í nokkrar nætur (samanber: Bláa- bandið forðum) og beina honum svo algáðum inn í AA-samtökin. Þetta var veigamesta hlutverk SÁÁ, en þessu hlutverki hefur SÁÁ bmgðist. Löngunin til að hjálpa of mörg- um ofmikið ofoft ógnar sjálfstœði SÁÁ. ÞeirsemfjármálumTrygging- anna ráða fara eflaust að spyrja: „Hvert ætla þeir?“ Hinir, sem eign- uðust vonina þegar SÁÁ hóf göngu sína, kvaka: ,JJvar er afvötnunar- stöðin? Hvar er skyndihjálpin sem okkur var lofað?“ Ötrúlegt en satt: afvötnunarstöð í þess orðs merk- ingu er engin til. Draumur AA var (og er) að geta komið einstakling- um og fjölskyldum til hjálpar með því að fjarlægja fullikallinn og fá hann afvatnaðan. En þetta er ekki hægt. VOGUR er stíflaður. ,T>að verður hringt í þig þegar pláss losnar", heyrist ef hringt er í síma 81615. Og algengasta biðin er tíu, en getur líka orðið þrjátíu dagar. Nú orðið vildi ég heldur að mér væri sagt að halda kjafti við fyrsta kvak mitt um hjálp. Sjálfur tel ég að hina stöðugu stíflun Silungapolls, og nú Vogs, megi skrifa hjá mannalátum, sjálfumgleði og skipulagsleysi þeirra sem þar ráðum ráða. Þá loka ég þessu tilskrifi mínu, en gaman væri að fá tækifæri til að fá að taka þátt í að skipuleggja hin- ar bráðnauðsynlegu og fjármagns- sparandi aðgerðir sem felast í þeirri utanstofnanaþjónustu sem landlæknir minnist á í margtilvitn- uðum greinarstúf, en ég fæ ekki betur séð en að einmitt í slíkri til- högun gæti legið lausnin á bráða- vandamálinu sem við búum við í dag. Með bestu kveðjum, Steinar Guðmundsson. Stýrum þróun tungunnar Agætu Helgarpóstsmenn Hafið þökk fyrir grein ykkar um móðurmálið í síðasta Helgarpósti (ósköp er það nú miklu skemmti- legra nafn en HP). öll umræða um þjóðtunguna er góð og þörf þvf að annars fljóta menn sofandi að feigðarósi eða vakna upp stein- dauðir einn morguninn eins og kunningi minn sagði. Á meðan áhugi manna er jafn mikill og ég þykist hafa fengið staðfest á því hálfa ári sem ég talaði um daglegt mál í útvcupið mun íslensk tunga lifa. Stundum er alið á fordómum og þeir sem vilja hamla á móti straumi samtíðar taldir nátttröll sem senn hljóti að daga uppi. Það er eðli máls að breytast segja menn og gegn siíku þýði ekkert að spoma. Vissulega er það rétt að tunga hlýtur að breytast með breyttum tímum, nýjum atvinnu- háttum og menningarmiðlun. En ég held það sé rangt að tungan breytist af sjálfri sér og án nokk- urra ytri áhrifa eins og sumir virð- 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.