Helgarpósturinn - 22.03.1984, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 22.03.1984, Blaðsíða 17
USTAPOSTURINN Leikmyndin sem hvarf spjallað við Jón Hermannsson um tökur á tveimur nœstu myndum kvikmyndafélagsins Nýs lífs ,Ansans snjóinn tók upp. Og þar eð þessi mynd á að gerast í miklu fannfergi og drunga, vorum við nauðbeygðir til að hætta tökum og halda heim. En þetta er sem betur fer eitthvað að batna þama fyrir vestan. Mér skilst það sé farið að snjóa aftur...“ Jón Hermannsson segir þetta, hálf greunur út í tíðarfarið að undanförnu. Hlákuna, sem allir aðrir en forráðamenn Nýs lífs dá- saima. Þetta kvikmyndafirma þeirra Jóns og Þráins Bertelssonar var að Ijúka tökum á næstu mynd þeirra, ,3kammdegi“ sem gerist að nær öllu leyti á eyðijörðinni Reykjafirði við Amarfjörð, þegar ósköpin dundu yfir. Aðeins vika eftir við útitökur, j>egar hin eðla leikmynd hvarf, snjórinn. „Við vorum búnir að vera að þarna fyrir vestan frá sjöunda febrúar með talsverðcui mannafla og tækjakost," segir Jón og minnist þess að þeir neyttu allra bragða síðustu hlákudagcuia til að geta haldið áfram tökum. „Við bmgðum til dæmis á það ráð að fá leigðan traktor með hey- blásara sem við létum þyrla upp þeim litla snjó sem eftir var. Og þannig mátti frcunkalla þá hríð sem þurfti við í útitökunum." En það er sem sagt aftur farið að snóa fyrir vestan, blessunau-lega, og félagsmenn Nýs lífs halda aftur í Arnarfjörðinn á morgun þar sem lokið verður þeim tökum sem frá þurfti að hvería. ,3kammdegi, eins konar þriller," eins og Jón lýsir þessari mynd, verður svo frum- sýnd fimmtánda september næsta haust. Dýr mynd? „Þetta er nú svo relatívt hugtak," svarar Jón í fyrstu. >rJú, myndin er aðeins í dýrari kantinum. Hún á Scunt að geta skiiað sér á okkar markaði, sem er vonandi, því hún er ekki framleidd fyrir aðra en ís- lendinga. ,3kammdegi“ er ekki ætlað út fyrir landsteinana." Ekki er ástæða til að fara út í efni myndarinnar að svo stöddu, en helstu leikarar hennar eru Ragn- heiður Arnardóttir, Eggert Þor- leifsson, Hallmar Sigurðsson, María Sigurðardóttir og Tómas Zoéga. En það eru fleiri jám í eldinum hjá kvikmyndafirmanu Nýju lífi. Þeir Jón og Þráinn eru að sigla inn í gerð annars verks nú í maí. Þá hef j- ast tökur á myndinni ,JJa!alíf“. „Ef menn passa sig á að yfirspenna ekki bogcUin í kvikmyndagerðinni, þá er ekkert því til fyrirstöðu að vera með nokkrar myndir í gangi á sama tíma,“ segir Jón Hermanns- Ari Kristinsson festir aðaileik- konuna í Skammdegi, Ragnheiði Arnardóttur, áfilmu. son. ,Af því hlýst reyndar dálagleg hagkvæmni hvað varðar tækjakost og leikara." Dalalíf er framhcddsmynd Nýs lífs, sem var fyrsta verk kvik- myndafirmans Nýs lífs, svo sem menn muna. „Þetta verður gleðimynd sem gerist á sveitabæ," segir Jón og ennfremur: „Þeir Eggert og Karl Ágúst verða áfram í aðalrullunum og munu gera létt og saklaust grín að landbúnaðinum, svona til mót- vægis við sjávarútveginn úr fyrri myndinni." Dsdcilíf verður tekin í nágrenni Reykjavíkur og hcda staðið yfir við- ræður milii ábúendcuina að Hálsi í Kjós og kvikmyndafyrirtækisins um tökustaðinn. Reiknað er með að Dalalíf verði frumsýnd fyrir næstu jól. -SER. með hliðrun í merkingu þess hugtaks. Þessi kona er flókin og henni verður ekki lýst með einföidum hætti. Líf konunnar er líf í ótta, en sem betur fer sælist höfundur ekki til að gefa ofureinfald- Vorkonur Alþýðu- leikhússins sýna Undir teppinu hennar ömmu - margræðni textans er fylgt skemmtilega eftir í túlkun leikaranna, segir Heimir m.a. í umsögn sinni. Nína BjörkÁrnadóttir. UNDIR TEPPINU HENNAR ÖMMU. FUGL ÓTTANS. -Leikrit. Alþýðuleikhúsið. Vorkonur. -HótelLoft- leiðir. Leikstjóri: Inga Bjarnason. Leikmynd og búningar: GuðrúnSvava Svavarsdóttir. Tónskáld: Mist Þorkelsdóttir. Flytjendur tónlistar: Guðrún Birgisdóttir (flauta) og Hákon Leifsson (harmonika). Ljós: Arni Baldvinsson. Hljóð: Hákon Leifsson. Leikarar: Sigurjóna Sverrisdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, SigurveigJónsdóttir, Sól- veig Halldórdóttir, AnnaS. Einarsdóttir, MargrétÁkadóttir ogKristín Bjarnadóttir. - Karlaraddir: Hákon Leifsson, Guðmundur Ólafsson og ÞórhallurSigurðsson. Nína Björk Ámadóttir er iöngu komin í hóp merkustu Ijóðskálda á okkar tungu og smáljóð hennar Fugl óttans er í tölu bestu ljóða hennar að mínu viti. Það er þetta ljóð sem myndar undirtitil við heiti nýs leikrits hennar, Undir teppinu hennar ömmu, sem vorkonur Alþýðuleikhússins frumsýndu á þriðjudaginn var, og er texti reyndar að hluta unninn úr 1 jóðabókinni Svartur hestur í myrkrinu. Það má gjama segja það strax að mér þykir þessi sýning við fyrstu skoðun hafa mcirga góða kosti. Þar kemur bæði til áleit- inn og ljóðrænn texti Nínu Bjarkar, hug- kvæm og markviss sviðsetning Ingu Bjama- son og ágætur leikur þeirra sjö kvenna sem bera sýninguna uppi. Leikritið er hins vegar flóknara en svo að mér detti í hug að ég hafi tekið eftir nærri öllu sem lesið yrði út úr verki vorkvenna og má vera að öðrum þyki eitthvað annað skipta meira máli en það sem hér verður lögð áhersla á. Það er löng leið frá raunsæilegri boð- skaparsýningu til þessa verks Nínu Bjarkar og túlkun áhorfanda er nauðsynleg í mörg- um stöðum. Margræðni textans er fylgt skemmtilega eftir í túlkun leikaranna og skoðandi finnur að hann er skilinn eftir með mörg vandamál óleyst. Þetta er einmitt aðalsmerki góðrar listar og mega aðstand- endur vel við una. Tvennt ber hæst eftir fyrstu skoðun verksins. Annað er ÓTTINN (með áherslu á ótta kvennanna) hitt er KONAN, hin eilífa kona (en ekki þar með án takmarks og til- gangs heldur í leit að takmcu-ki og tilgangi). Sígildi konunnar er undirstrikað með tíma- Ieysi verksins: eina stundina er hún vinnu- kona á fyrri öldum, aðra stundina húsmóðir í nútíð, nú Gunnhiidur kóngamóðir en næstu stund lítil og óttaslegin telpa. Allt er þetta ein kona .Jcvenmynd eilífðarinnar" LEIKLIST Fugl óttans er stór aðar skýringæ á honum heldur Ieitar í tákn- myndir ljóðsins sem um var getið í upphafi. þannig kemur ekki upp sú tí'skugróna og einfeldningslega niðurstaða að karlmenn séu skepnur (það eru þeir að vísu bæði í þessum leik og raunveruleiknum, en þeir eru guðsélof margt fleira). Óttinn er vissu- lega stundum réttmæt hræðsla konunnar við karldýrið, en hann er líka stundum sjálf- skapaður. Og hann getur stafað af bama- legum sjálfsásökunum, öryggisleysi, menntunarskorti eða flóknum aðstæðum. Fugl óttans er stór, segir Nína Björk íijóði sínu, en á sama stað er hann einnig lítill og flýgur inn í brjóstið. Báðcir hliðar koma ágætavel fram í öguðum og fallegum leik þeirra Sigurjónu Sverrisdóttur og Sigrúnar Eddu Björnsdóttur. Verk þeirra gefur góðar vonir um framtíð þeirra á íslensku leiksviði. Áfengissýki er snar þáttur í umræðu verksins og söguþræði. Á stundum minnir það ofurlitið á Mártu Tikkcinen ogÁstarsögu aldarinnar - og er ekki leiðum að líkjast. Önnur norræn skáldkona sem stundum kom upp í huga mér var Kerstin Ekman, einkum nýjasta bók hennar, En stad av Ijus (1983). Hvorug tengslin voru nema til góðs - ef þau eru annars staðar en í hugarheimi þessa áhorfanda. Táknsæi og leikur að hugmyndum eru meginstyrkur sýningarinnar. Sum táknin eru að vísu dálítið óljós fyrir mér, t.d. þvæl- ist fyrir mér hlutverk manneskjunnar og er spum hvort ekki sé verið að reyna að koma of miklu fyrir í einni persónu eða einu tákni. A pörtum reyndist það Kristínu Bjamadótt- ur erfitt í túlkun. Leikurinn er annars, eins og áður sagði, til sóma. Auk þeirra Sigurjónu og Sigrúnar Eddu skal þess eins getið að Sólveig Hall- dórsdóttir á glymjandi spretti í hlutverki ömmunnar. Leikmynd Guðrúnar Svövu og tónlist Mistar Þorkelsdóttur féllu skínandi vel að verki Nínu Bjarkar og glöddu bæði augu og eym. Söguþráður verður ekki rcikinn hér. Leik- hússgestir eiga að fá að hafa hann í friði. Til forvitnisauka skal aðeins sagt að undir teppinu hennar ömmu leynist fleira en flesta mun gmna. Alþýðuleikhúsinu óska ég til hamingju með góða sýningu og snjallar vorkonur - og hvet alla unnendur leikhúss og bókmennta til að eyða kvöldstund í ráðstefnusal Hótel Loftleiða á næstunni. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.