Helgarpósturinn - 22.03.1984, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 22.03.1984, Blaðsíða 26
HELGARDAGSKRAIN Föstudagur 23. mars ft I 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 1 't 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dagskrá. I 20.40 Á döfinni. I 20.55 Skonrokk. lí 21.25 Kastljós. 22.30 Sjá heillum horfiðer það land... (III Fares the Land). Bresk sjón- varpsmynd frá 1982. Sankti Kilda er óbyggður eyjaklasi undan vesturströnd Skotlands. Síðustu 36 íbúarnir voru fluttir þaðan árið 1930, og liðu þar með undir lok lífshættir sem verið höfðu litt breyttir um aldir. í myndinni er rakin aðdragandi þess að Sankti Kilda lagðist i eyði og hvernig eyjarskeggjum reiddi af. 00.15 Fréttir i dagskrárlok. Laugardagur 24. mars 16.15 Fólk á vörnum vegi. 19. 16.30 (þróttir. 18.30 Háspennugengið. Lokaþáttur. 18.55 Enska knattspyrnan. 19.45 Fréttirátáknmáli. 20.00 Fréttir og veður. j 20.25 Auglýsingar og dagskrá. ? 20.35 Við feðginin. Sjötti þáttur. 21.05 Stórstjörnukvöld. Skemmtiþátt- ur frá vestur-þýska sjónvarpinu. 22.35 Kona ársins. (Woman of the Year). Bandarísk biómynd frá 1942. Leikstjóri George Stevens. Aðalhlutverk: Spencer Tracy og Katharine Hepburn. íþróttafrétta- ritari og blaðakona, sem skrifar um erlend málefni, rugla saman reytum sínum en ólik áhugamál valda ýmsum árekstrum í sam- búðinni. Ekki missa af þessari klassísku gamanmynd með því óviðjafnanlega pari Hepburn og Tracy. 3 stjörnur. 00.30 Dagskrárlok. Sunnudagur 25. mars. 13.15 Enska knattspyrnan. 13.25 Everton - Liverpool. Úrslitaleik- urinn um Mjólkurbikarinn. Bein útsending frá Wembley 15.30 Hlé. 18.00 Sunnudagshugvekja. 18.10 Stundin okkar. Umsjónarmenn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þor- steinn Marelsson. 19.05 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttirog veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Sjónvarp næstu viku. 20.50 Tökum lagið. Þriðji þáttur. Kór Langholtskirkju ásamt húsfylli gesta i Gamla bíói syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar. 21.30 Jack Nickleby. Nýr flokkur - Fyrsti þáttur. Leikrit í níu þáttum gert eftir samnefndri sögu Charl- es Dickens. Leikritið var tekið upp fyrir sjónvarp I Old Vic leikhúsinu í Lundúnum þar sem Shakespeare-leikflokkurinn sýndi verkið þrjú leikár samfleytt. Leikstjóri Trevor Nunn. Leikend- ur: Roger Rees, Emily Richard, Jane Downs, John Woodwine, Edward Petherbridge, Rose Hill, Alun Armstrong, Lila Kaye, David Threlfall o.fl. Nikulás Nickleby ereitt þekktasta verk Charles Dickens. Það gerist í Lundúnum og víðar upp úr 1830 og segir frá æskuárum Nikulásar Nicklebys og ýmsum þrengingum sem hann verður að þola ásamt móður sinni og systur áður en gæfan brosir loks víð þeim. 22.25 Þar sem Jesús lifði og dó. Þýsk heimildamynd um fornleifarann- soknir í israel sem varpa nokkru Ijósi á ýmsa þætti varðandi líf og dauða Jesú Krists. 23.15 Dagskrárlok. wmmmmmm 0 Föstudagur 23. mars 14.00 „Eplin i Eden“ eftir Óskar Aðalstein. 14.30 Miðdegistónleikar. 14.45 Nýtt undir nálinni. 16.00 Fréttir. 16.20 Kristófer Kólumbus. 16.40 Síðdegistónleikar. 17.30 Síðdegisvakan. j18.00 Tónleikar. Tilkynningar. ytl8.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. |§ 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn. 20.00 Lög unga fólksins. 20.40 Kvöldvaka. 21.10 Hljómskáiamúsík. 21.40 Störf kvenna við Eyjafjörð. 1. þáttur af fjórum. Komið við á Dal- vík og Ólafsfirði. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Lestur Passíusálma (29). 22.40 Traðir. Umsjón Gunnlaugur Yngvi Sigfússon. 23.20 Kvöldgestir - þáttur Jónasar Jónassonar. 00.55 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá RÁS 2 hefst með veðurfregnum kl. 01.00 og lýkurkl. 03.00. Val Lárusar Ingólfssonar ,3jónvarps- og útvarpsdagskráin um helgina hentar mér mjög vel því ef hún væri eitthvað betri yrði ég bundnari yfir henni og ég hef ekki tíma til þess að horfa og hlusta á ríkisfjölmiðlana allan daginn," segir Lárus Ingólfsson kennari. „Ég reyni cilltaf þegar ég get að fylgjzist með fréttum í sjónvarpi og á föstudag er einnig ómissandi þáttur þ.e. Skonrokk og svo reyni ég að sjá fyrri bíómyndina. Á iaugardag er hinn stórgóði gaman- myndaflokkur Við feðginin og þýskur skemmtiþáttur. Á sunnudaginn er nýr framhaldsflokkur að byrja sem ekki er hægt að dæma fyrirfram. Á föstudag hlusta ég á fréttir í útvarpinu en annars er ég að vinna þann dag þar til sjónvarpsdagskráin byrjar kl. 20. Á laugardag eftir hádegi hlusta ég á miðdegisdagskrána með öðru eyranu við vinnuna. Um helgar horfi ég mest á sjónvarp og reyni að taíca út minn skammt fyrir vikuna." Laugardagur 24. mars. 14.00 Listalif. Umsjón Sigmar B. Hauksson. : 15.10 Listapopp. 16.00 Fréttir. 16.20 (slenskt mál. Guðrún Kvaran sér um þáttinn. 16.30 Nýjustu fréttir af Njálu. Umsjón Einar Karl Haraldsson. 17.00 Frá tónlistarhátiðinni i Schw- etzingen i fyrravor. 18.00 Ungir pennar. Stjórnandi Dóm- hildur Sigurðardóttir (RÚVAK). J8.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. * 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 „Köld stendur sólin“. Franz Gíslason talar um Wolfgang Schiffer og les þýðingar sinar á Ijóðum hans ásamt Sigrúnu Val- bergsdóttur. 20.20 Útvarpssaga barnanna: „Benni og ég“ eftri Robert Lawson. 20.40 Fyrir minnihlutann. Umsjón:] Árni Björnsson. 21.15 Á sveitalínunni. 22.00 „Skóarinn litli frá Villefranche- Sur-Mer“. Klemenz Jónsson les smásögu eftir Davíð Þorvalds- son. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.40 Harmonikuþáttur. Umsjón: Högni Jónsson. A 23.10 Létt sígild tónlist. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 25. mars 10.25 Út og suður. 11.00 Messa í Dómkirkjunni. Hádegistonleikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Vikan sem var. 14.10 Utangarðsskáldin - 15.15 í dagurlandi. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Um visindi og fræði. 17.00 Siðdegistónleikar. 18.00 Um fiska og fugla, hunda og ketti og fleiri jslendinga. j18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. ii 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. ‘ 19.35 Bókvit. 19.50 „Þú sem hlustar". 20.00 Útvarp unga fólksins. 20.45 Úrslitakeppni 1. deildar karla í handknattleik. 21.10 Hljómplöturabb 21.40 „Syndin er lævis og lipur“ eftir Jónas Árnason. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Úrslitakeppni 1. deildar karla í handknattleik. 23.05 Djassþáttur. Jón Múli Árnason. m Föstudagur 23. mars. 10.00-12.00 Morgunþáttur. Stjórnend- ur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ólafsson. 14.00-16.00 Pósthólfið. Stjórnendur: Hróbjartur Jónatansson og Val- dís Gunnarsdóttir. 16.00-17.00 17.00-18.00 23.15-03.00 Næturvakt á Rás 2. Stjórnandi Ólafur Þórðarson. Laugardagur 24. mars. 24.00-00.50 Listapopp (endurtekinn þáttur frá Rás 1). Stjórnandi Gunnar Salvarsson. 00.50-03.00 Á næturvaktinni. SJONVARP Fíknarefni Senn líður að því að yfirstandandi hryðju Dallas-þátta tekur að slota, og eins og vænta mátti leita þeir forföllnu á náðir Velvakanda í Morgunblaðinu og heimta að fá áfram sinn vikulega skammt af sálardópinu. Sérstaklega fróðlegt andvarp leið frá Dallatssólgnu brjósti í Velvakanda síðast- liðinn laugcu'dag. Ástæður sínar til að kveina á meira DaJlas setti bréfritari fram á þessa leið: „Ég er orðin fullorðin kona og kemst lítið út, og hef ég mjög gaman af þessum þætti. Það er auðvitað margt gott í sjón- J.R. Ewing - gælt við erfðasyndina. varpinu en mér finnst Dallas svo heim- ilislegur og skemmtilegur þáttur, sem sýnir manni ýmsar hliðar á mannlífinu - það má segja að þar sé svo margt eins og gengur og gerist á heimilum." Við ýmsu má búast af þeim sem hafa Velvakanda fyrir skriftaföður, en myndin af gömlu konunni, þar sem hún situr með bamabömin í kringum sig og beinir þeim með vel völdum athugasemdum, en ekki alltof áberandi, á braut heimilis- hátta eins og þeir gerast hjá Ewing-fjöl- skyidunni, hún er á svo háu stigi fárán- leika að mann sundlar. Formúluþættir, þar sem nægir að horfa á tvær fyrstu mínútumar til að vita fyrir söguþráðinn tæpan klukkutíma út í gegn, eru mér óþolandi, svo hér er frekar rætt um Dallas cif afspum en nánum kynnum. En aðdráttarafl Ewing-hyskis- ins vitnar um að höfundcir hcifa komist í sambcmd við gildan þátt í því sem Jung kallaði sameiginlega dulvitund. Mér varð þetta ljóst eftir að vinur minn einn skýrði frá því, að af og til legði hann það á sig að horfa á obbann af Dallas- þætti, og eftir þá raun liði sér ævinlega eins og skvett hefði verið framan í sig úr skolpfötu. Hér á í hlut hreinhjcirtaður maður, sem hefur alla tíð búið að sinni barnatrú. Reynslan hans færir mér heim sann- inn um að máttur Dallas-höfunda er í því fólginn, að þeir hafa komist upp á lag með að gera gælur við erfðasyndina á þann hátt sem skírskotar til duldra eðlis- þátta. Þurfi frekar vitna við er nóg að kanna í kunningjahóp sínum, hversu margfalt fleiri konur en karlar eru forfallnir Dallas-neytendur. Skyldi það vera þrátt fyrir það, eða einmitt vegna þess, að meðal Ewinga er konum jafnan skipað í svipað hlutverk og konan gegnir í þriðja kafla Fyrstu Mósebókar? UTVARP Slæmt málfar Að undanfömu hafa orðið nokkrar umræður vegna málfars í útvarpinu og þá hefur Rás 2 sérstaklega verið tekin til bæna. Ég hef eitthvað vikið að þessu áður, en langar nú að leggja áðeins fleiri orð til viðbótar í þann mikla belg. Það virðist ekki vera sama, hver fer með slæmt mál í útvarpi. Þulir eru skammaðir fyrir að leiðrétta hcindrit fréttamanna og breyta jafnvel orðcilagi þeirra. Staðreyndin er sú, að orðfærið hjá þeim ágætu mönnum er stundum svo lélegt, að undrum sætir, hvemig þeir geta látið annað eins út úr sér. Sennilega er skýringin sú, að tímaleysi verður þess valdandi, að fréttamennimir geta hrein- lega ekki leiðrétt handrit sín og gert þau Jón Múli - smekkmaður á íslenskt mál. úr garði eins vel og unnt er. Svo er vafa- laust um einhverja Vcinkunnáttu í ís- lensku máli að ræða. Hana er hægt að bæta með góðum vilja. Útvarpsráð blandaðist inn í þessa um- ræðu á dögunum, þegar það gerði at- hugasemd við það háttcdag þulcinna að leiðrétta handrit fréttamanna. Mér þykir útvarpsráð heldur dómhart í þessum sökum og ekki er það í fyrsta sinn, sem það hreytir ónotum í þulina. Muna má, þegar ráðið gerði athugasemd við morg- unrabb þeirra Jóns Múla og Péturs Pét- urssonar, þegar þeir vom að lýsa veðr- inu á sinn sérstaica og persónulega hátt, sem áreiðanlega fáum er lagið. Hvað þá félaga snertir, þá held ég, að flestir séu sammála um að þeir séu smekkmenn á íslenskt mál, og að Pétri ólöstuðum ber þó sérstaklega að nefna Jón Múla. Kynn- ingar hans em ofur eðlilegar og engu orði ofaukið. Hann er einn þeirra mcinna, sem hafa haft hvað víðtækust áhrif á framkomu útvarpsmanna við hljóðnem- ann. En fleiri koma við sögu, þegar rætt er um málfar í útvcirpi. Hafið þið hlustað á þær tvær framhaldssögur, sem nú er ver- ið að lesa í útvarpið? Aðra les og þýðir Haukur Sigurðsson kennari og gerir það ágætlega. Hina .JCönnuður í 5 heimsálf- um“ les og þýðir séra Gísli Kolbeins. Ég hef hlustað stöku sinnum á þá sögu og þykir efnið áhugavert. Hins vegar mætti lesturinn vera miklu betri. Ræskingar, nokkuð sem ekki ætti að heyrast í út- varpi, em nokkuð ábercindi, og svo virð- ist Gísli ekki hafa vandað til þýðingar sinnar sem skyldi. Er það miður, þegar svo ágætir menn sem séra Gísli Kolbeins spilla fyrir sér með lélegu verki. Sjálfsagt væri hægt að tína miklu fleira til um slæmt málfar í útvarpinu, en það virðist tíska að hafa einungis fréttamenn og starfsfólk á Rás 2 sem skotspæni í þess- um efnum. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.