Helgarpósturinn - 22.03.1984, Blaðsíða 27
ÍÍPétta- og fræðsludeild sjón-
Vcupsins hefur mörg áform á
prjónunum á næstunni. M.a. er
verið að vinn.a að þremur stórum
þáttum. Fyrst er að geta heimilda-
kvikmyndar sem nefnist Viðey við
Sundin sem þeirSigurður Lindal,
séra Bjami Sigurðsson og Ör-
lygur Hálfdánarson útgefandi
hafa skrifað handrit að. Mun mynd-
in fjalla um klausturtímann, lands-
höfðingjatímabilið og aldamóta-
sögu eyjunnar. Þá hafa þeir Ómar
Ragnarsson og Magnús Bjam-
freðssón gert heimildakvikmynd í
tilefni af því að 200 ár eru liðin frá
Skaftáreldum. Verður myndin
væntanlega sýnd á föstudaginn
langa. í þriðja lagi er um að ræða
þáttaröð um íslenska menningu
sem HP hefur áður sagt frá en þeim
þáttum munu þeir Hörður Erl-
ingsson og dr. Jonas Kristjáns-
son stjóma. Þetta verða yfirlits-
þættir um íslenska menningu og
stærsta þáttaröð sem íslenska
sjónvcupið hefur framléitt. Þá hef-
ur deildin í huga að gera annáls-
þátt um 40 ára afmæli lýðveldisins
og ráðgert að sjónvarpa þættinum
þ. 17. júní. Tíminn er því orðinn
knappur...
ÍlEnn fær HP fregnir af nýjum
blöðum. Atvinnulífsblaðið sem út-
gáfufyrirtækið Fjölnir mun gefa út
á næstunni og getið var um í síð-
asta HP, verður á sviði byggingar-
iðnaðarins. Það heitir Bygginga-
maðurinn og verður fyrsta upplag
6000 eintök; þæ af verður 4000 ein-
tökum dreift ókeypis til aðila innan
Sambands byggingamanna og
Meistarasambands bygginga-
manna. í blaðinu verður afhliða
þjónusta og fróðleikur fyrir bæði
fagmenn og hinn almenna hús-
byggjanda. Fyrsta tölublaðið af
Byggingamanninum, sem Anders
Hansen ritstýrir, kemur út eftir
mánaðamótin, en ráðgerð eru sex
tölublöð á ári...
Bin um framhaldssöguna:
Leikarastéttin og leikhúsin gegn
leiklistcirumfjöllun Páls Baldvins
Baldvinssonar í Listalífi Sigmars
B. Haukssonar í Útvarpinu. Ekki
eru öll leikhús landsins undir
sömu „sökina” seld í þessu efni.
Eftir að frétt HP birtist, þæ sem
vitnað var til bréfs Gísla Alfreðs-
sonar þjóðleikhússtjóra til Ragn-
hildar Helgadóttur menntamála-
ráðherra sem sent var til að mót-
mæla fyrmefndri gagnrýni, mun
menntcimálaráðherra hafa borist
annað bréf þar sem kveður við
nokkuð annan tón. Það er frá Sig-
nýju Pálsdóttur, leikhússtjóra
Leikfélags Akureyrar, og segir þcir
á þá leið að LA muni ekki nú frekar
en hingað til hafa á móti óvæginni
gagnrýni á ieikhús í fyrmefndum
útvcupsþætti...
D
HlPúist er almennt við frjálsu
útvarpi í kjölfar afgreiðslu nýrra
útvcupslaga. Hafa ýmsir aðilar sett
sig í stellingar varðandi fyrirhug-
aðcm útvarpsrekstur. Við höfum
heyrt að þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins hafi gefið ákveðnum
einkaaðilum loforð um að frjálst
útvarp sé í sjónmáii. Sömu aðilar
hafi síðan pantað fullkomin tæki
til útvarpsreksturs frá útlöndum
með loforð sjálfstæðismanna sem
rekstrartryggingu ...
SKÁKÞRAUT
39. úr tefldu tafli
1. Rg5+ Kh8 2. Rg6+ Kg8 3.
De6+ Hf7 4. Hc8+ og mátar.
1. - hxg5 2. Dxg5 Hf6 3. Hh4+
Hh6 4. Dg6+ Kh8 5. Hxh6+ og
mát í næsta leik.
40. Mott-Smith
1. Rf2 (hótun: De4 mát)
1. — Be5.2. Da2mát.
1. — Bd42. c4mát.
Þvottavélin ALDA
þvær og þurrkar vel
Þetta eV þvottavél sem hentar íslenskum heimilum, hefur
innbygdðan þurrkara og tekur inn á sig heitt og kalt vatn.
Verðfe er mjög hagkvæmt, hringdu í síma32107 og
^ynntu þér verðið, við borgum símtalið.
Þvottavélin tekur 4-5 kg at þurrum þvotti,
tromlan snýst fram og til baka og hurðin er
með öryggislæsingu. Vinduhraði allt að 800
snúningar á mín. Purrkarann er hægt að stilla
á mikinn eða litinn hita og kaldur blástur er á
síðustu mín. til að minnka krumpur. Með einu
handtaki er hjólum hleypt undir vélina sem
auðveldar allan flutning.
Þvottakerfin eru 16 og mjög mismunandi,
með þeim er hægt að sjóða, skola og vinda,
leggja í bleyti, þvo viðkvæman þvott og
blanda mýkingarefni í þvott eða skolun.
PYNGD 78 kg HÆÐ 85 CM ÐREIDD 60 CM DÝPT 54 CM ÞVOTTAM AGN 4-5 KG
ÞURRKMAGN 2-2.5 KG VATNSMAGN 15/18 I OG 19/25 I VINDA 450-800
SNÚN. MlN. RAFMAGN 220 VA. C. 13 AMP. MAX/ÉLEMENT 1350 VðTT
PURRKMÓTOR 50 VÖTT
Staðgreiðsluverð kr. 15.990.-
m
nLOA
©
Vörumarkaðurinn hf.
RAFTÆKJADEILD - SÍMI 86117
Ekkert shampoo jafnast
EL’VITAL
frá
L’ORÉAL
Svínakjöt
á útsölu
1 /2 skrokkar á 129 kr. pr. kg.
Úrbeining, pökkun og merking
Opið alla daga kl.
8-19
laugardaga kl. 8-16
Verið
velkomin
HELGARPÓSTURINN 27