Helgarpósturinn - 22.03.1984, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 22.03.1984, Blaðsíða 23
HRINGBORÐIÐ Andleg örbirgð h.f. I dag skrifar Jón Baldvin Hannibalsson Ætli frægasti brandarinn af Bemard Shaw sé ekki svarið til leikkonunnar sem bað hans.Hún skírskotaði til þess hvflík afburða börn þau mundu af sér geta, ef bömin fengju að erfðum fegurð hennar og gáfur hans. - „En ef þetta snerist nú við og þau sætu uppi með útlit mitt og gáfumar yðar?“ - svaraði skáldið. Það varð víst ekkert cif þessu hjóna- bandi. Trúlega á leikskáldið og orð- hákurinn írski sér enn trygga að- dáendur - jafnvel meðal vor. Hitt vita færri að Shaw var í tæp 100 ár stjómarmaður í Fabianfélaginu brezka, þessum makalausa hug- myndabanka brezkra krata, og missti aldrei cif stjómarfundi (sem vom tvisvar í viku) frá 1884- 1950. Geri aðrir betur. En því kemur mér Shaw í hug, að nýlega datt ég niður á dýrlega bók, sem er saga Fabianfélagsins og gáfna- ljósanna í kringum það í heila öld. A einum stað í þessari sögu segir frá því, að Shaw hélt lærðan og leiftrandi fyrirlestur," sem hans var vandi, um afstöðu jafnaðar- manna til eignarréttar og þjóð- nýtingar. Þetta var fjölmennur fundur og blaðamenn frá helztu stórblöðum Lundúna vom mætt- ir á fremsta bekk. Shaw talaði langt mál og snjallt, en allan tím- ann bærðu blaðamenn ekki á sér og hreyfðu ekki pænna. Allt í einu gekk fyrirlesarinn fremst fram á sviðið og æpti: ,JEf hinn marg- höfða þurs auðvaldsins hefði að- eins einn háls, myndi ég ekki hika við að bregða hnífsblaðinu". - Allt í einu vöknuðu blaðamenn upp með andfælum og skrifuðu niður í ofboði. - „Sjáiði! sagði Shaw.,)V1eðan ég talaði cif Iist og viti fundu þeir ekkert fréttnæmt. En um leið og ég þykist ganga af göflunum og tala tóma dellu, þá rjúka þeir upp til handa og fóta. Vitið þið hvemig fyrirsagnimar verða hjá þeim á morgun? Ég skal segja ykkur það: Ærægur rithöf- undur hvetur til pólitískra morða". - Það reyndist orð að sönnu. Fréttamat í fjölmiðla- heimi hefur ekkert breytzt í 100 ár. Þessar eilífðarspumingar um fólk og fjölmiðla leituðu á hug- ann þegar ég vsir nokkra daga í London um daginn. Þástóðu fyrir dymm aukakosningar í Sheffield. Frambjóðcuidi Verkamcinna- flokksins var Anthony Wedge- wood Benn.sem ásamt jámfrúnni er einn umdeildasti stjómmála- maður Breta. Anthony er af aðalsættum, þriðja kynslóð há- pólitískrar fjölskyldu (faðir hans m.a. þekktur Fabian) og varð fyrst frægur í fjölmiðlum þegar hann afsalaði sér lávcirðstign. Hann gegndi ráðherraembættum í ríkisstjómum Wilsons og Callaghans. Seinni árin hefur Tony komið mjög við sögu í því hugmyndafræðistríði sem lykt- aði með klofningi Verkamanna- flokksins og stofnun Bandadags jafnaðcirmcinna þcir í landi undir forystu fjórmenningciklíkunnar (Owens, Jenkins, Williams og F<odgers).Niðurstaðan varð hmn Verkamannaflokksins í sein- ustu kosningum. Klofningurinn tryggði járnfrúnni nýtt valda- tímabil með 40% atkvæða. Þegar brezka pressan var lesin mátti ætla að þjóðhættulegur glæpamaður gengi laus í Shef- field. Hann er á móti EBE, hann er á móti NATO, hann situr á svik- ráðum við samherja sína, þetta var rauði þráðurinn í blöðunum. Skoðaníikanncinir spáðu honum síminnkandi fylgi í ömggu verka- mannaflokkskjördæmi. Eftir ys og eril stórborgarinnar fleygði maður sér svo upp í sófa á hótelherberginu og svissaði á sjónvarp. Það fyrsta sem ég sá, af hreinni tilviljun, var ítarlegur þáttur um stjómmálaferil Benns, helztu bcU'áttumál hans, stjóm- málaskrif og hugmyndir. Mjög Vcindaður þáttur að allri gerð, hlutlægur, gcignrýninn og upp- lýsandi. Allt önnur mynd en fyrir- sagnir og fréttir blaðanna drógu upp. Eftir þetta sat ég mig ekki úr færi um að fylgjast með sjón- varpsumfjöllun af Jjessari kosn- ingabaráttu. Ég var búinn að gleyma því, hversu afbragðs gott brezka sjónvarpið er, en var nú rækilega minntur á það. Um það bil 90% af brezku pressunni fylgir íhaldsflokknum að málum ieynt og ljóst - rétt eins og á íslandi. Þeim mun merkilegra var að kynnast því, hvemig ríkisfjöl- miðlarnir líta á hlutverk sitt, út- varp og sjónvarp. Þar í landi em fréttamenn og fréttaskýrendur og þáttagerðarmenn ekki cfldeilis framlenging á talfærum ráðherra og þrýstihópatalsmanna. Þessi eina aukakosning fékk allt að þriggja klukkutíma umfjöllun á degi hverjum. Sjónvarpsmynda- vélarnar fylgdust með frambjóð- endum á vígvellinum, á vinnu- stöðum, í heimsóknum, í kapp- ræðu; viðtöl vom flutt við máls- metandi heimamenn, úttekt var gerð á atvinnu- og félagslegum vandamálum í Sheffield og ná- grenni. Forystumenn flokka vom kvaddir til umræðna. Að úrslitum fengnum var tveggja tíma þáttur (til kl. 2 um nóttina) þar sem úr- slitin vom greind, úttekt gerð á skoðanakönnunum og-hönnun- um, helztu málefni kosningabar- . áttunnar rifjuð upp, og fulltrúar flokka og fjölmiðla lögðu mat á áhrif úrslitanna á forystu Verka- mannaflokksins, o.s. frv. Það sem mér fannst lærdóms- ríkt af þessu öllu saman var aðal- lega tvennt: Það vcir ríkisfjölmið- illinn sem tók að sér það hlutverk að gegna upplýsingaskyldu við kjósendur, koma á framfæri við þá málabúnaði og pærsónuleika frambjóðendanna og skýra í stóm og smáu, um hvað kosning- arnar snemst. í öðm lagi: Fram- bjóðandi, sem var ofsóttur í pressunni, fékk að njóta jafnrétt- is í ríkisfjölmiðlunum. Þannig leiðrétti ríkisfjölmiðllinn þá hlut- drægni, sem var ríkjandi í press- unni. Og pólitíkin vcir tekin alvar- lega, sem lýðræði í framkvæmd, en ekki fyrirlitlegt streð ómerki- legra manna. ,3á sem er leiður á London er leiður á lífinu", sagði dr. Johnson. Og má mikið vera ef Jjetta er ekki rétt enn í dag um þessi 100 sveitaþorp, sem mynda höfuð- borg hins hmnda heimsveldis. Ég hef bara minnzt á pólitíkina og lýðræðið og sleppt öllu hinu: Fjölskrúðugri þáttagerð sem endurspeglar gróskumikið and- legt líf. Eftir svona trakteringar fer ekki hjá því að manni renni til rifja andlegur dauði íslenzka sjónvarpsins. Þá er ég ekki að tala um þá staðreynd, að það heyri til undantekninga ef venjuleg frétta- útsending kemst klcflddaust til skila. Það virðcist bara engar hug- myndir vera lengur uppi um til- raunir, um sjálfstæða þáttagerð, um upplýsingu, umræðu um hlutskipti manns í þessu mann- félagi. Annaðhvort er þessi ríkis- fjölmiðill rétt spegilmynd af and- legu lífi þjóðarinnar - og þá er hún eyðimörk - eða það er eitt- hvað mikið að miðlinum. Fátækt fólk þarf ekki endilega að vera heimskt - stundum er því öfugt farið. Ftiddari Hringborðsins Pét- ur Gunnarsson leggur til að við stofnum mannsæmandi líf sf., í seinasta pistli. Ég tek undir það. En mannsæmandi líf kviknar seint af andlegri örbirgð - heldur öfugt. Aukín þjónusta FUNDIR EINKASAMKVÆMI Auk hinnar margrómuðu þjónustu, sem ásamt hlýlegu umhverfi og fjölbreYttum matseðli hafa aflað veitingahúsinu svo mikílla vinsælda, eykur Amarhóll enn víð umsvif sín. Við hinn almenna veitingarekstur hefur berlega komíð í Ijós að margir af viðskiptavinum Arnarhóls hafa brýna þörf fyrir aðstöðu tíl Iokaðra funda og samkvæma. Til þess að koma til móts víð þessar þarfir gesta sinna hafa aðstandendur Amarhóls ákveðið að veita þessa þjónustu og eins og alltaf þegar Arnarhóll er annars vegar situr fjölbreYtnin í fyrirrúmi. Að aflokinni hagræðingu á salarkYnnum veitingastaðarins getur Amarhóll nú boðið fjöIbreYttum hópi viðskiptavína sinna margvíslega þjónustu. KLUBBAR FELAGAS AMT OK FYRIRTÆKI Amarhóll býður ykkur aðstöðu til fastra hádegisverðafunda jafnt sem einstakra og einnig einkasamkvæma. ARNARHÓLL BÝÐUR AÐSTÖÐU FYRIR: Smærri hópa (frá 10 manns) hádegi og kvöld alla virka daga(í koníakssal). EINKASAMKVÆMI ~ Stórar veíslur jafnt sem smáar. Sama hvert tilefnið er, brúðkaup, afmæli, fermingar, próflok, Arriarhóll annar öllu._ ARNARHÓLL BÝÐUR AÐSTÖÐU FYRIR: Stærri samkvæmi (allt að 100 manna matarveislur og 200 manna hanastél til kl. 18.00) hádegi laugardaga og sunnudaga. Gestír utan af landi - Ópera-Leikhús ArnarhóII tekur á móti hóppöntunum óperu- og leikhúsgesta utan af landi. Óskað er eftir blaðamönnum í hlutastarf (free-lance). Umsóknir sendist Helgarpóstinum Ármúla 36 (Selmúlamegin) merktar „Blaðamenn“ fyrir 1. apríl næstkom- andi og fylgi umsóknum greinargerð um fyrri störf, tiltekin sérsvið ef einhver eru, og aðrar þær upplýsingar sem umsækjendur telja að að gagni mættu koma. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.