Helgarpósturinn - 22.03.1984, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 22.03.1984, Blaðsíða 24
BARÁTTAN RÍKISTÖLVURNAR Ríkið hefur boðið út kaup sín á einkatölvum fyrir framhaldsskóla og ráðuneyti og stofnanir sínar. Nú slást tölvuseljendur um þessi viðskipti og samkeppnin er harðari en nokkru sinni fyrr. Á næstunni verður gengið frá einhverjum umfangsmestu tölvu- kaupum sem gerð hafa verið hér á landi. Kaupandinn er ríkið. Þessi kaup voru nýlega boðin út í tveim- ur áföngum á vegum Innkaupa- stofnunar ríkisins. I fyrri áfangan- um er verið að fara yfir þau 18 til- boð sem bárust, en í seinni áfemg- ann eru enn að berst tilboð frá hin- um fjölmörgu seljendum tölvu- búnaðar sem berjast um þessi við- skipti. Síðara útboðið er stærsta útboð ríkisins á tölvubúnaði til þessa. Bciráttcm er hörð um þessa samninga, og skal engan undra; þessi viðskipti gætu numið tugum milljóna króna á næstu árum. í fyrsta lagi hyggst ríkið kaupa tölv- ur fyrir framhaldsskólana og tilboð í þær voru opnuð hjá Innkaupa- stofnun í síðasta mánuði. Síðara útboðið snýst um tölvur fyrir ráðu- neyti og stofnanir ríkisins. Þau til- boð verða opnuð 30. mars. Gert er ráð fyrir að hér á landi séu starfandi um 40 fyrirtæki sem versla með tölvur og tölvubúnað. Fyrirtækin eru af ýmsum stærðum, allt frá IBM, hinu alþjóðlega tölvu- trölli sem ræður lögum og lofum á heimsmarkaðinum, niður í eina innlenda tölvuframleiðandann, At- lantis hf., sem hefur selt 25 tölvur síðan fyrirtækið hóf starfsemi sína í janúar á þessu ári. Utboð Innkaupastofnunar ríkis- ins á tölvum handa framhaldsskól- um hljóðaði upp á 40, 80 eða 120 litlar tölvur. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um: það hve marg- ar tölvur verða endanlega keyptar fyrir framhaldsskólana. Sumir þeirra hafa verið að kaupa sér tölvubúnað af ýmsu tagi að undan- förnu, en með útboðinu nú er meiningin að skapa samræmi í þessum búnaði um leið og ríkið vonast til að ná verðinu niður. Með því að kaupa sams konar vélar má einnig spara í menntun þeirra kennara sem koma til með að kenna framhaldsskólanemum á tölvurnar. Útboðslýsingin fyrir þessi tölvukaup framhcildsskól- anna var samin að höfðu samráði við helstu framhaldsskóla lcmdsins og búist er við að minni einkatölv- ur verði fyrir valinu, tölvur sem kosta um 40-60.000 krónur út úr búð. Enn sem komið er hafa kaup á tölvum fyrir grunnskólastigið ekki verið á dagskrá. Komi slíkt ein- hvem tíma til, þykir nokkuð ljóst að þá verði um að ræða kaup á tölvum í þúsundatali. Tölvurnar em til, segja seljendur, en skólam- ir em ekki reiðubúnir. Kennara- menntunin hefur verið veiki hlekk- urinn. Hingað til hcifa kennarar hlotið takmarkaða menntun í tölvumálum í Kennaraháskóla ís- lands og það sem hefur einkum háð tölvukennslunni þar er skort- ur á tölvubúnaði. Fjárveitingar til kaupa á búnaðinum vom skomar niður ár eftir ár. Nýlega vænkaðist hagur skólans í þessum efnum vemlega en þó ekki fyrir tilstilli eftir Hallgrím Thorsteinsson fjárveitingavaldsins. Það var tölvu- risinn sjáífur, IBM, sem tók sig til og gaf Kennaraháskólanum 5 IBM- PC-tölvur. Þessi tölvutegund hefur farið sigurför um heiminn síðasta ár og með henni tók IBM ótvíræða forystu á einkatölvumarkaðinum á skömmum tíma; sams konar for- ystu og fyrirtækið hefur alla tíð haft á sviði stærri tölva. IBM segir engar kvaðir eða skyldur fylgja þessari gjöf, en þeir sem fylgjast með íslenska tölvumarkaðinum em sammála um að gjöfin geri samkeppnisaðstöðu IBM í tölvum fyrir menntakerfið síður en svo lakari en ella hefði verið. Maður sem hefur starfað um margra ára skeið í tölvubransanum hér á landi segir að átök milli ein- staklinga og iýrirtækja sem selja tölvubúnað hérlendis hafi nú magnast svo mjög að „menn svífist einskis". Hann segir að jafnvel megi tala um iðnaðamjósnir í þessu sambandi. Þessi maður, sem ekki vill láta nafns síns getið, bend- ir í þessu sambandi á bréf, sem Jón Hjaltalín Magnússon, ráðgjafi og fyrmrn hluthafi og stjómarmeð- limur í Atlantis hf., sendi skóla- stjómm og kennurum um miðjcui síðasta mánuð. í bréfinu býður Jón ráðgjöf við val á heppilegum tölvu- búnaði fyrir skóla og ráðgjöf við heppilega fjármögnun kaupanna. ,J>að skýtur skökku við,“ segir heimildamaður okkar, ,,að ráð- gjafi skuli bjóða aðstoð sina við val á tölvubúnaði í menntakerfinu á sama tíma og hann er að reyna að selja búnað sjálfur til sömu aðila.“ Meðal tilboðanna sem opnuð vom í síðasta mánuði í tölvukaup freim- haldsskólanna var einmitt eitt frá nýju fyrirtæki Jóns og tveggja ann- arra einstaklinga. Tilboðið snerist um tölvur sem settar yrðu saman hér á landi en Jón Hjaltalín segir að ekkert sam- band sé milli þessa tilboðs og ráð- gjafarinnar sem hann hefur boðið skólastjómm og kennurum. ,Jtáð- gjöfin í skólunum var hafin löngu áður en ég vissi af þessu útboði," segir hann. .J-Iugmyndin með út- boðinu var fyrst og fremst sú að vekja menn til umhugsunar um það að við höfum alla burði til þess hér á Iandi að setja saman okkar eigin tölvur. Við höfum til þess tækniþekkinguna og menntunina." Jón vill að við framleiðum tölvur hér eftir erlendum framleiðsluleyf- um. Þannig sleppum við við allan hönnunarkostnað á tölvunum. Skiptar skoðcmir em um inn- lenda framleiðslu á samskonar tölvum og fjöldaframleiddar em erlendis., J>að er ekki verið að selja íslenskt hugvit með þessu,“ segir Erling Ásgeirsson, sem selur IBM tölvur hjá Gísla J. Johnsen hf. „Hlutimir í Atlantis-tölvuna em all- ir fluttir inn, og bara settir saman hér. Það væri nær að við einbeitt- umokkurað framleiðslu á tölvu- búnaði þar sem innlent hugvit nýttist okkur í útflutningi, t.d. á sviði frystiiðnaðar og sjávarút- vegs.“ Álmennt er viðurkennt að ís- lenskur rafeindaiðnaður sýni nú ótvíræð hraustleikamerki, sérstak- lega á síðæstnefndu sviðunum. Gert er ráð fyrir að framleiðslu- verðmæti í þessum iðnaði nemi um 150 milljónum króna í ár. Aukn- ingin frá því í fýrra er gífurleg, en þá var framleitt fyrir um 50 milljón- ir króna og 1982 var framleiðslu- verðmætið aðeins rúmlega 20 milljónir. Framleiðendur Atlantis tölvunn- ar em hvergi smeykir í samkeppn- inni. „Við stöndum allvel að vígi,“ segir Leifur Steinn Elísson mark- aðsstjóri. „Við teljum framleiðslu okkar þjóðhagslega hagkvæma en við viljum ekki bara keppa á þeim gmndvelli. Við viljum keppa í gæð- um, í verði og í þjónustu. Við höf- um lagt mikla áherslu á hugbúnað fyrir Atlantis-tölvuna og hún hefur reynst vel. Við höfum ekki endilega úr miklu kapitali að spila og ætlum ekki að undirbjóða. Það em dæmi um það úr bransanum hér að menn hafi jarðað sjálfa sig á því. En við teljum okkur ekki vera neina eftirbáta annarra og það lýsir ein- faldlega hreinum fordómum að segja að ekki sé hægt að framleiða einkatölvur hér á landi. Við fömm ekki fram á opinbera styrki; verð- 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.