Helgarpósturinn - 26.04.1984, Page 12

Helgarpósturinn - 26.04.1984, Page 12
Hrafnhildur Valbjörnsdóttir vaxtarrœktarkona í Helgarpóstsviðtali eftir Egil Helgason myndJimSmart Jim Ijósmyndari veit uppá millimeter hvar vaxtarrœktarhúsið í Duggu- vogi er. Hann er loksins farinn að rata um borgina, hugsa ég illgirnislega. Það er innivið Grafarvog og ég sem var búinn að búa mig undir að feta ranghala og öngstrœti Reykjanesskjördœmis. Þarna er vaxtarræktarhús- ið sumsé, ósköp meinleysislegt og í litlu samrœmi við þau átök sem eiga sér stað þar inni, málað í fjörlegum litum. Við göngum upp brattan stiga, nógu brattan og langan til að mœða illa vaxna blaðamenn. Innviðir hússins eru í svipuðum dúr, bleikir, Ijósbláir, Ijósgrœnir, hvítir; pastellitir heitir það víst, - og nœstum einsog allir speglarnir, tólin og tækin sem helst minna á pínubekki frá tíma rannsóknarréttarins, strekkjara, togara og þjappara, stingi í stúf. Að ógleymdum lóðum og stöngum af öllum stœrðum og gerðum við hœfi jafnt amlóða sem berserkja. Og þarna er erindið mœtt í eigin persónu, Hrafnhildur Valbjörnsdóttir vaxtarrœktar- kona, í skjannableikum œfingagalla, buxum og skóm - ósköp sætum og klœðilegum fatnaði, finnst okkurJim - og með stóreflis kraga um hálsinn, afþeirri sortinni sem enginn gengurmeð ótilneyddur. Lentirðu í slysi, spyrjum við að afstöðnum kynningum og formsatriðum. Já. Strætó keyrði á mig. Ég tognaði á hálsin- um, svarar Hrafnhildur. Hvaða leið? spyr ég einsog það sé skárra að láta leið tvö keyra á sig en til dæmis Ieið ellefu. Leið f jögur, svarar hún. Strætó fór miklu verr út úr árekstrinum en hún, bætir nærstaddur karlmaður við, eigandi vaxtarræktarhússins, álítum við. Hrafnhiidur er þó ekki verr haidin er svo að hún leysir af sér kragann til heiðurs ljósmynd- aranum, segir svo sposk: Ég held að minnsta kosti höfði. Ætli það sé mikil þörf á því að kynna Hrafn- hildi frekar, svo mjög hefur hún verið mynduð í bak og fyrir í blöðum og sjónvarpi síðustu þrjú árin. Hún er vöðvastælt, það vita allir, en samt smágerðari og nettari en við Jim áttum von á - huggulegheita stúlka, svo maður bregði fyrir sig afdönkuðu orðfæri og storki öllum jafnréttis- ráðum þessa heims. Minnir hreint ekkert á þá tegund kvenna sem eitt sinn voru uppi og hétu skjaldmeyjar og valkyrjur. Tímamir breytast: vöðvar eru ekkert prívatmál karlmanna lengur, stolt þeirra og stöðutákn, og ekki lengur fær- andi í goðsögur eða þjóðsögur þótt konur séu vel að manni. Við tyllum okkur á einn pínubekkinn útí horni andspænis skelfilega stórum spegli, ég horfi í spegilinn með samblandi af sjálfselsku og viðbjóði, og spyr: Bólgur og veikindi Hvemig stóð eiginlega á því að þú fórst útí þessa vaxtarrækt, Hrafnhildur? Ég hef alltaf haft gaman af því að spekúlera í línunum á fólki. Ég stend mig oft að því að glápa á fólk og velta því fyrir mér hvað það ætti að gera og hvað það ætti að éta til að komast í betra form. Það er kannski illa gert að glápa svona á fólk....? Hrafnhildur horfir stillilega á viðmælanda sinn, svolítið krítískum augum, finnst mér. Eg áræði samt ekki að spyrja hana hvað ég eigi að gera eða éta til að komast í betra form, enda yrði það sennilega langt mál. Þú hefur væntanlega alltaf verið íþrótta- manneskja? spyr ég, minnugur þess að faðir hennar er einhver mestur afreksmaður í íþrótt- um sem landinn hefur alið, Valbjöm Þorláks- son. Ætli megi ekki segja það. Samt er ég sú eina af börnum hans sem eitthvað hef verið í íþróttum að ráði. Ég var níu ára þegar ég byrjaði í ballett í Þjóðleikhússkólanum. Þar var ég í fimm ár en hætti þegar ég byrjaði í frjálsum íþróttum 14 ára, æfði aðallega hástökk í nokkur ár. Ég held ég hafi verið best á sínum tí'ma, svar- ar Hrafnhildur hiklaust spumingunni hvort hún hafi verið góð í hástökki. íslandsmet? Ég átti íslandsmet innanhúss, 1.70. Ekki utan- húss. Svo ég hef kannski alltaf verið soldið sportidjót í mér, en mér hafa alltaf þótt bolta- leikir hundleiðinlegir! Hrafnhildur neyddist tii að hætta keppni í hástökkinu vegna þess að hún átti við þrálát veikindi og meiðsl að stríða, bólgur og slit í hnjám og hælum. Auk þess átti hún í höggi við þann leiða sjúkdóm asma. Ég var skorin upp og var á spítölum meira og minna í heilt ár. Svo þurfti ég sífellt að vera að hakka í mig fúkkalyf, alveg síðan ég var smá- putti, og það hefur komið niður á mér síðar. Það var næstum eins og sum líffærin í mér hefðu sofnað. Ég fékk allar umgangspestir, var alltaf hundlcisin, slæm í nýrunum og leið og þreytt. Ég þurfti bara að losa mig við alian skítinn sem hefur safnast fyrir í líkamanum. Ég kenni þess- um fúkkalyfjum 105 prósent um hvað ég var alltaf sloj. Eftir þessi veikindi fór ég í þriggja mánaða frí til Kaliforníu, segir Hrafnhildur um leið og hún setur sig í myndræna stellingu. Þar kynntist ég vaxtarræktinni. Mjólkurhristingur með sementi Það hefur verið ást við fyrstu sýn? Jú, svona hérumbil. Samt fundust mér lyft- ingar alltaf rosalega leiðinlegar. Þegar ég var í frjálsum mætti ég duglega og samviskusamlega í alla tíma nema Iyftingatí'mana. En svo stóð ég frammi fyrir því að geta hvorki hlaupið né stokkið og þá fannst mér ég þurfa að gera eitt- hvað til að halda mér gangandi. Svo kom líka á daginn að mér fannst þetta algjört æði! Má bjóða herramönnunum eitthvað? er spurt. Það er maðurinn sem við Jim höldum að reki vaxtarræktarhúsið, dálítið suðrænn yfirlit- um. Kaffi eða próteindrykk? bætir hann við. Próteindrykk, svarar Jim. Kaffi, segi ég. Hugsa mig svo um tvisvar og kemst að því að ég get ekki verið þekktur fyrir annað en að drekka próteindrykk fyrst ég er staddur hér í nafla íslensku vaxtarræktarinnar. Hann er á bragðið einsog mjólkurhristingur með skvettu af sementi útí. Akaflega hollur, hugsa ég og sýp hveljur. En síðan ég byrjaði í vaxtarræktinni eitthvað að ráði hefur þetta ekkert háð mér, segir Hrafn- hildur. Svo hef ég líka verið í svæðanuddi og það hefur hjálpað mér mikið. Segðu mér Hrafnhildur - ertu sterk í raun og veru eða eru þessir vcixtarræktarvöðvar Ijara hálfgert frauð? Ja, ég er sterkust af stelpunum sem eru með mér í sportinu.Ég vil vera sterkust. Verð rosa- lega fúl ef ég veit að það er einhver sterkari en

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.