Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 4
A hestbaki um öræfin ☆ ,,Það hafa verið langmest útlendingar sem hafa notfært sér þessa þjónustu okkar, en íslendingar sækja nú í aukn- um mæli í þetta líka. Þeir eru nefnilega farnir að uppgötva öræfin," segir Einar Bolla- son í spjalli við HP, en hann og Guðmundur Birkir Þorkelsson reka hestaleigu í Miðdal við Laugarvatn. íslenska hestaleigan tók til starfa í fyrra og nú hafa þeir félagar alls 80 hesta í sinni umsjá, og bjóða ferðamönn- um upp á margskonar ferða- lög bæði um nærliggjandi sveitir og hálendi landsins. Einar segir okkur að þaul- kunnugir leiðsögumenn veiti leiðsögn um þá staði sem riðið er um og er boðið upp á jafnt stuttar ferðir sem langar. „Fjögurra daga ferðirnar eru sérstaklega vinsælar," segir Einar. „Fólk getur riðið um og skoðað alla þessa fallegu staði, s.s. Geysi, Gullfoss og Þingvelli, en þess í milli dvalist á Edduhótelum. Stærsta ferðin er svo 7 daga ferð yfir Kjöl. Þá er fariö í 20 manna hópum og verða 6 slíkar ferðir farnar í sumar,“ heldur hann áfram, og segir nú þegar vera fullpantað í 4 slíkar. Kjalarferðirnar hafa fengið viðurkenningu norska ferðamálaráðsins í flokki svokallaðra áreynsluferða, sem Einar segir ganga sem eld í sinu víða erlendis og vinsældir slíkra ferða séu að aukast hér. íslenska hestaleigan er í samvinnu við aðra aðila á staðnum svo fólki gefst kostur á fæði og hótel- gistingu, aðgangi að sund- laug og gufubaði, getur not- fært sér seglbrettaleigu sem rekin er á staðnum eða brugðið sér í silungsveiði, svo eitthvað sé nefnt. Og Einarsegirokkurað þeirsem óvanir séu hestum þurfi ekki að láta slíkt aftra sér því leiðsögumenn aðstoði fólk við hrossin og segi því til í hestamennsku.* straumTSÍSSK lLOKUR Out out LANDSINS BESTA ÚRVAL STRAUMLOKUR OG SPENNUSTILLAR í nær allar gerðir bifreiða og vinnutækja á mjög hagstæðu verði HABERG hf Skeifunni 5a. sími 84788. VARAHIUTIR í ALLA JAPANSKA BÍLA Honda, Mazda, Mitsubishi, Toyota og Datsun NP VARAHLUTIR Ármúla 22 — 105 Reykjavík. Sími 31919 Draupnisgötu 2, 600 Akureyri. Sírni 2630.3. Hvergi hagsta'ðara \en\ NJÓTIÐ GÓÐRfi VCITINGfi OG MfiRGS KONfiR ÞJÓNUSTU R stQðnum er: sveínpokQploss sundloug gufuboð félQgsheimili póst- og símstöð og fleira. Verið velkomin. Opiðfrókl. 8.00-23.30. Hótel Vormohlíð SkogQfirði. Símor: 95-6170 og 6130. Gervasoni hjá útvarpsstöð anarkista ☆ Langt er síðan heyrst hefur frá Frakkanum Gervasoni sem hleypti öllu í bál og brand með hingaðkomu sinni fyrir nokkrum árum. Gervasoni flýði heimaland sitt til að sleppa við refsingu fyrir að neita að gegna her- skyldu. Hann fór víða um á flótta sínum en gerði lengstan stans í Danmörku. Þar kynntist hann nokkrum íslendingum sem vildu koma honum hingað til lands. Honum var neitað um land- vistarleyfi hér og gripu vinir hans þá til þess ráðs að smygla honum til Seyðisfjarð- ar með Norröna. Þegar það uppgötvaðist ætlaði Friðjón Þórðarson, sem þá var dómsmálaráðherra, að vísa honum úr landi en þá fór allt í háaloft. Gekk það svo langt að Guðrún Helgadóttir hótaði að hætta að styðja ríkisstjórn Gunnars Thor- oddsen ef Gervasoni yrði vísað úr landi. Gunnar Thoroddsen leysti málið með því að fá loforð kollega síns í Danmörku um að Gervasoni yrði ekki seldur Frökkum í hendur þótt hann sneri til Danmerkurog undu menn þeim málalokum. Gervasoni var þá búinn að fá hér vinnu við hreingerningar og þótti nokkuð spaugilegt að hann þvoði meöal annars gluggana hjá Friðjóni dóms- málaráðherra. En Gervasoni fór aftur til Danmerkur og þaðan svo til Frakklands. „Hann gafst hreinlega upp á þessu stappi og fór heim og gaf sig fram,“ sagði Björn Jónasson hjá bókaútgáfunni Svart á hvítu, en hann var einn af kunningjum Gerva- sonis hér á landi. „Hann neitaði áfram að gegna her- þjónustu og var því settur í fangelsi í einhvern tíma. Þegar Mitterrand varð forseti var hann náðaður og settur í stjórnskipaða nefnd sem fjallaði um mál manna sem neituðu að gegna herþjón- ustu. Hannvannlíkaeitthvað við útvarpsstöð anarkista en ég veit ekki hvað hann er að ^era núna, það er langt síðan ég hef heyrt frá honum.”* 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.