Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 28
SLAKIÐ Á í BOTNI Við bjóðum uppá grillrétti í miklu úrvali. Öltóbak og sælgæti. Kræklingatínsla í nágrenninu. BOTNSKÁLINN E HVALFIRÐI tUOOCAOO ■ J FERÐAMENN Reynið okkar frábæru gistiaðstöðu. Við bjóðum svefnpokapláss á ótrúlega hagstæðu verði: í rúmi kr. 200,- á gólfi með dýnu kr. 70.- Rúmgóð herbergi - mjög góð eldunaraðstaða - setustofa með sjónvarpi. Seljum veiðileyfi í Hópið á kr. 300.- Bifreiðaverkstæði - hjólbarðaviðgerðir. Umboð fyrir Bílaleigu Akureyrar. ESSO þjónusta FÍB þjónusta VÍÐIGERÐI í Víðidal, Vestur-Húnavatnssýslu Símar 95-1592 og 95-1591 Ferðamálanefnd á Hvammstanga: SUNDLAUG, GREIÐASALA OG NÝTT TJALDSTÆÐI HVAMMSTANGI þótti ekki merki- legt pláss fyrir nokkrum árum. Þar í bœ hefur þó margt gerst á stuttum tíma og eiga bœjarfeðurnir, menn af mörgum stjórnmálatrúflokkum, þakkir skildar fyrir það að gera bœinn miklum mun vinalegri en fynr. Á Hvammstanga fær ferðamað- urinn nánast allt sem hann kann að vanhaga um og getur þá ráðið því hvort hann fer til kaupfélagsins á staðnum eða verlsar við bensín- sjoppuna eða hann Kalla Sigur- geirs, einkaframtakið á staðnum, í Verslun Sigurðar Pálmasonar, sem staðið hefur með pálmann í hönd- unum á staðnum allt frá því á síð- ustu öld. Eins og fyrr sagði eru ferðamál í skipulagningu á staðnum og er Flemming Jessen skólastjóri for- maður í ferðamáJanefndinni. Búið er að koma upp greiðasölu með heimilislegan mat í matsal slátur- hússins. An efa munu eidri og reyndari ferðeunennimir fagna því að fá soðningu í stað eldsteiktra krása í bland. Þá er vert að benda fólki á að glæsileg sundlaug er nú risin á Hvammstanga, tveggja ára gömul, þar sem gestir eru velkomnir að skola af sér ferðarykið. Þama em jafnvel heitir pottar, saunabað og sólarlampar. Og ekki nóg með það. Vilji menn eiga næturstað á Hvammstanga, þá vom opnuð tjaldstæði skammt fyrir austan þorpið núna í vor. Tjaldstæðin em í Kirkjuhvammi við Syðri-Hvammsá, veðursælum stað. Ágæt snyrtiaðstaða er við tjaldstæðið. Það ætti því ekki að væsa um ferðalanga á Hvamms- tanga. VEIÐIMAÐURINN Á MIKLA MÖGULEIKA Sannur sportidjót er alltaf með tvennt í farangursrými bifreiðar sinnar: Veiðigræjurnar og golfsett- ið. Það er sama hversu þrengslin eru mikil. Alltaf er þetta tvennt meðferðis. Golfsportið verður varla stund- að að ráði á Norðurlandi vestra, nema einstaka pútt og æfingeir í uppáskotum. En veiðivon er tals- verð hér. Víðidalsá er nafnfrægust veiði- áa, en þar mun trúlega verða erfitt að komeist að. Það má samt alltaf reyna. En hægt er að komast í Sig- ríðarstaðavatn og er þá rétt að koma við hjá Jóhannesi bónda í Ægissíðu. í Hópinu er hægt að veiða og í Vesturhópsvatni er rennt fyrir fisk með ágætum árangri að því okkur er sagt. Leyfi mun hægt að fá í söluskálanum í Víðihlíð. Halldór í söluskálanum mun áreið- anlega vísa á pottþétta staði til að fá fisk í matinn, og hann mun vera með veiðiieyfi til sölu. Vel á minnst, Halldór í Víðihlið er líka með svenpokapláss fyrir þá sem eru scint á ferð og vilja hvíla lúin bein. SÆLKERAHÚSIÐ - RESTAURANT AÐALGÖTU 15, SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 95-5900 OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11 -23.30 SERRÉTTAMATSEÐILL ALLAN DAGINN. RÉTTUR DAGSINS í HÁDEGINU. KAFFI, SMURT BRAUÐ OG KÖKUR. ALLAR VEITINGAR. LIFANDI MÚSIK Á LAUGARDAGSKVÖLDUM. FRA 5. JÚLÍ BJÓÐUM VIÐ EINNIG GIST- INGU í 1-2 OG 4RA MANNA HERBERGJ- UM Á BESTA STAÐ í BÆNUM. VERIÐ VELKOMIN. 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.