Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 15
„Jafnvel hægt að búa til heila gervikóra“ Rabbað uið Þorstein Hauksson um tœknitón- leika á Kjarualsstöðum. eftir Óla Tynes myndJimSmart LISTAP Elektrónisk tónlisl hefur átt frek- ar þröngan hóp aðdáenda hér á landi og raunar einnig erlendis. A þessu erþó að verða nokkur breyt- ing úti í hinum stóra heimi, ef marka má nýjustu fréttir þaðan. Nú um helgina gœti komið í Ijós hvort það sama verður uppá ten- ingnum hér í norðurhöfum þvi þá verður efnt til umfangsmeiri raf- og tölvutónleika en hér hafa áður verið haldnir. Þar verður kynning og sögulegt yfirlit yfir íslenska tæknitónlist og flutt verk eftir átta íslenska höf- unda. Tónleikarnir verða fjóra daga í röð, 27.-30. júní, og haldnir á tveimur stöðum í húsinu. Annars- vegar verða þeir í málverkasalnum þar sem fólki gefst kostur á að hlusta um leið og málverk eru skoðuð og hinsvegar verður tekinn frá lítill salur þar sem hlustandinn getur einbeitt sér að tónlistinni í ró og næði. Það var Þorsteinn Hauks- son, tónskáld, sem undirbjó tón- listardagskrána og þar er m.a. að finna verk eftir hann. HP rabbaði við Þorstein. „Hugmyndin að þessum tónleik- um er gömul en einhvernveginn 'nefur henni ekki verið hrundið í framkvæmd fyrr en nú. Þegar ég kom til landsins fyrir nokkru, eftir margra ára fjéu-veru, var þetta rætt við mig og ég tók að mér að undir- búa dagskrána." - Ég heyrði haft eftir þér að þessi tegund tónlistar væri á upp- leið erlendis. „Það er rétt, enda hafa orðið geysimiklar framfarir á síðustu ár- um. Ég v£ir meðal annars við nám í Stanford-háskóla í Kaliforníu og þegar ég kom þangað fyrst fyrir fjórum árum mátti gera ráð fyrir að 600-700 manns sæktu svona tón- leika. Nú síðast voru þeir komnir upp í fjögur þúsund. Breytingin sem orðið hefur á undanförnum árum er einkum sú að nú eru alvöru tónskáld farin að semja tæknitónlist. Á fyrstu árum hennar var svo flókið að ná hljóð- um úr þessum tækjum að tónskáld komu þar varla nærri heldur voru þetta mestmegnis tæknimenn og það var ákaflega leiðinleg músik. Nú er þetta hvorttveggja orðið miklu einfaldara og fullkomnara. Tæknin er orðin svo mikil að nú er hægt að búa til heila gervikóra. Og þá á ég við fallegar mannsraddir, ekki þetta gervilega „monoton" sem einkennt hefur tölvuraddir. Það er líka hægt að búa til eða öllu heldur líkja eftir öllum hljóðfær- um. Það hefur raunar verið dálítið gagnrýnt að verið sé að herma eftir . hljóðfærum sem þegcir eru til, því það er jú miklu meira sp>ennandi að búa til alveg ný hljóð sem hafa ,aldrei heyrst áður.“ - Tæknitónleikar geta þá þess- vegna verið melódískir? ,Já, mikil ósköp. Nýrómantík hefur gert töluvert vart við sig. Það hefur verið töluvert um að menn hafi viljað gera þetta snoturt og fallegt og í Stanford hafa menn til dæmis verið gagnrýndir fyrir að vera einum of „sætir.“ Ég get til dæmis sagt þér að nýjustu verk Magnúsar Blöndals Jóhannssonar eru rómantísk." - Með þessari nýju tækni getur þá hver sem er orðið tónskáld? ,3vo gott er það nú ekki. Það er að vísu hægt að skella ákveðinni fræði á tölvuna og láta hana um úrvinnsluna eða handverkið. t)g vissulega notfæra mörg tónskáld sér það. En það er bara til að létta sér verkið og það fer auðvitað eftir því hvort um er að ræða gott eða vont tónskáld hvort tónlistin er góð eða vond. Það hefur ekki orðið nein breyting á slíku grundvallar- atriði.“ - Er þetta allt ný tónlist sem við fáum að heyra á Kjarvalsstöðum? „Nei, nei. Þetta er einskonar sögulegt yfirlit yfir þróun þessarar tónlistar hér á landi og efnisskráin spannar tæp tuttugu og fimm ár. Fyrsta verkið var samið um 1960 og saga íslenskrar rciftónlistar nær reyndar ekki mikið lengra aftur í tímann. Það er því mjög fróðlegt að heyra hvað áunnist hefur í þessum efnum hér á landi.“ Auk verka Þorsteins verða flutt verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Helga Pétursson, Kjartan Ólafsson, Lárus Grímsson, Magnús Blöndcd Jóhannsson, Snorra Sigfús Birgis- son og Þorkel Sigurbjörnsson. LEIKLIST ’68-hlátur eftir Gunrtlaug Ástgeirsson Stúdentaleikhúsið: Láttu ekki deigan síga, Guðmundur, eftir Hlín Agnarsdóttur og Eddu Björgvinsdóttur. Söngtextar: Þórarinn Eldjárn og Anton Helgi Jónsson. Leikstjóri: ÞórhildurÞorleifs- dóttir. Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson. Leik- mynd: Stígur Steinþórsson. Búningar: Mar- grét Magnúsdóttir og Ellen Freydis Martin. Ljósmyndir: Valdís Oskarsdóttir. Leikendur: Kjartan Bjargmundsson, Hilmar Jónsson, Ása Svavarsdóttir, Soffia Karlsdótt- ir, Erla Ruth Harðard., Rósa Marta Guðna- dóttir, Rósa Þórisdóttir, EddaArnljótsdóttir, Helgi Björnsson, Arnór Benónýsson, Magn- ús Loftsson, Vigdís Ezradóttir, Jón St. Krist- jánsson, Eiríkur Hjálmarsson, Erling Jó- hannesson, Halldóra Friðjónsdóttir, Valdi- mar Flygenring, Arna Valsdóttir, Ásta Arn- ardóttir, Auður Snorradóttir, Freyja Krist- jánsdóttir, Ágúst Sigurðsson, Daníel I. Pét- ursson, Þór H. Tulinius, Þórhallur Vil- hjálmsson. Allir tímar eru merkilegir þó hverjum þyki sinn tími merkilegri en annarra. Állir tímar eru þess virði að vera skoðaðir sér- staklega þó að sumir tímar fái meiri umfjöll- un en aðrir. Og allir tímar eiga sér goðsagnir sem mismunandi erfitt er að sjá í gegnum. Við þurfum ekki annað en að virða fyrir okkur í fljótu bragði þessa öld á íslandi til þess að sjá að aldamótatíminn á sér sínar goðsagnir, kreppuárin einnig svo og stríðs- árin o.s.frv. Tímarnir sem kenndir eru við ’68 eiga sér einnig sínar goðsagnir og á seinni árum er það orðin töluverð tíska að taka þær til athugunar og umfjöllunar bæði a sviði fræða og lista; sögur, fræðirit, kvikmyndir, ljóð, ritgerðir, dagblaðsgreinar o.fl. um þetta tímabil hafa birst í auknum mæli bæði hér heima og þó einkum erlendis. Vís maður hefúr sagt að við séum það sem við gerum og annar að við séum það sem við hugsum og ætli við séum ekki hvort- tveggja í einhverjum og sjálfsagt mismun- andi hlutföllum. Sem sagt ef við ætlum að átta okkur á því hver við erum verðum við að átta okkur svolítið á því hvað við höfum gert og hugsað. Það er að sjálfsögðu hægt að gera á óteljandi vegu, en á sunnudags- kvöldið bauð Stúdentaleikhúsið ’68-kyn- slóðinni uppá að skoða sjálfa sig í spé- spegli. Sá skoðunarmáti er að sjálfsögðu aðeins einn cif mörgum og hefur bæði kosti og takmarkanir. Kostirnir eru helstir þeir að unnt er að segja margt í stuttu máli eða í stuttum svip- myndum og losna við hátíðleika sem fylgir ýmsum öðrum aðferðum. Helsti annmark- inn er hinsvegar sá að umfjöllunin verður yfirborðskennd og skilur margt útundan sem ástæða væri til að hafa með. I þessari leiksýningu sem hér er til um- fjöllunar er valin leið sem einna helst líkist ferðalagi í gegnum söguna sem hefst 1967 og lýkur um þessar mundir. Kjarni verksins er umfjöllun um hugmyndir, stefnur og hreyfingar sem upp hafa komið á þessum tíma og einkum má kenna við vinstri hlið skoðanalitrófsins. Þar má til nefna náms- mannahreyfinguna uppúr '70, andófið gegn Víetnamstríðinu, villta vinstrið, hippcihreyf- inguna, rauðsokkahreyfinguna, friðun gamalla húsa, paneldelluna og kvenncifrcim- boð, svo fátt eitt sé talið. Að þessu öllu er skopast mismunandi góðlátlega og mín vegna hefðu höfundar mátt vera svolítið kvikindislegri á köflum. Þessi umfjöllun er sett í þann ramma að Guðmundur nokkur færson sinn ca. 17 ára í heimsókn og fer að segja honum frá lífs- hlaupi sínu. Samtöl þeitra með myndum sem brugðið er uppá vegg eru síðan tenging hinna einstöku atriða. Guðmund hefur rekið á milli allra þess- ara hreyfinga og hefur reyndar átt þar lítið hugmyndalegt frumkvæði sjálfur. Höfund- arnir haga því þannig til að það eru einstak- ar konur sem verða tákn hreyfinganna og ekki annað séð en að það sé kynhvöt Guð- mundar sem dregur hann til þeirra. Þetta er veikur hlekkur í bakbyggingu verksins en gefur vissulega margskonar tilefni til skop- færslu. Af þessu leiðir að Guðmundur verð- ur aldrei annað en rekcdd á milli kvenna, frumkvæðislaus með öllu og í rauninni nán- ast persónuleikalaus. Mega þeir sem vilja taka þetta sem dæmi um kvenrembu og karlfyrirlitningu höfunda. Að þessu leyti stenst verkið illa nána skoðun. En ég kýs að líta svo á að það séu ekki persónur sem þarna skipta fyrst og fremst máli heldur umfjöllunin um hugmyndir og athafnir. Á því sviði tekst höfundum mjög vel upp víða, textinn meinfyndinn og mjög ýtt undir húmorinn í sviðsetningunni. Ekki má heldur gleyma söngtextum þeirra Þór- arins Eldjárns og Antons Helga Jónssonar sem krydda mjög þennan ágæta kokteil. Leikendur í þessari sýningu eru 25 og eru þeir blanda atvinnuleikara og áhugaleikara, sem sumir hcifa ekki áður sést á sviði Stúd- entaleikhússins. Sýningin er ákaflega hröð og fjörleg. Leik- ið er á þremur pöllum enda á milli í Félags- stofnun þannig að áhorfandi þarf að hafa sig allan við að fylgjast með. Hópsenur eru margar og skemmtilegar og söngatriðin sömuleiðis. Það er því enginn skortur á lífi og fjöri í sýningunni; leikmátinn kannski fullgassalegur á stundum en það dregur úr mismun á þjálfuðum og óvanari leikurum. Af einstökum leikurum mæðir einna mest á Kjartani Bjcirgmundssyni í gervi Guðmundar og skilar hann því hlutverki vel eftir því sem efni standa tii. Hilmar Jónsson lék hlutverk Gcirps Snæs, sonar Guðmund- ar, og skilaði hann því með óvæntum glæsi- leik. Af karlleikurum má nefna þá Helga Björnsson og Arnór Benónýsson sem skila skemmtilegum týpum auk Jóns St. Krist- jánssonar sem bregður upp mjög svo kunn- uglegum persónuleika. Það mæðir einnig mikið á leikkonunum því þær standa undir (eða liggja) hegðunarmynstri Guðmundar og eru eins og áður segir tákn hreyfinganna. Þær skila sínum hlutverkum yfirleitt ágæt- lega og má þar til nefna Ásu Svavarsdóttur, Eddu Arnljótsdóttur, Rósu Þórisdóttur og Erlu Ruth Harðardóttur sem allar eiga eftir- minnilegar týpur í sýningunni. Jæja þá bræður og systur í ’68, fariði nú í Stúdentaleikhúsið og hlægið í einlægni að sjálfum ykkur, það er enginn vandi á þessari sýningu og svo skulum við setjast niður og ræða málin og spyrja hvað við höfum hugs- að og gert. -P.s. Það er öllum heimill aðgangur því aðrir mega vissulega hlæja að okkur líka. Staðið upp frá stúdentum- hröð og fjörug sýning, en leikmátinn kannski fullgassalegur á á köflum. HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.