Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 31
HALLBJÖRN -kántrýsöngvarinn fraegi í eðlilegu umhverfi á Skagaströnd. Skagaströnd: KÍKT INN HJÁ EINA KANTRYSONGV- ARA LANDSINS Úr Húnaþingi höfum við valið leiðina sem liggur frá Blönduósi um Laxárdal yfir í Skagafjörð. En fyrst leggjum við lykkju á leið okk- ar og förum inn á Skagaströnd og heimsœkjum eina kántrý-söngv- ara landsins, hann Hallbjörn í Kántrýbœ, auk þess sem við förum út áSpákonufellshöfða. Þarmásjá eina afþeim óheppnu tröllskessum sem dagað hefur uppi og er varla einleikið hversu grátt þessar stór- vöxnu konur hafa verið leiknar. Ef valin er leiðin fyrir Skaga herma nýjustu fréttir að sá vegur sé með allra skásta móti. Frá Skagaströnd og fyrir Skaga til Sauðárkróks munu vera um hundrað kílómetrar. Á Skagaströnd gefst fólki sem áhuga hefur á athafnalífi kostur á að skoða aflatogarana Amar og Orvar, ef þeir eru í heimahöfn. Einnig að skoða skipasmíðastöð- ina og rækjuvinnsluna. BÖRNOG FORELDRAR KYNN- AST SVEITINNI Sú var tíðin að borgarbörnin fóru í sveit, hvort heldurþau vildu eða vildu ekki. Sum fóru hrínandi í rútubílinn og horfðu gegnum tára- flóðið á pabba og mömmu, sem veifuðu þeim í kveðjuskyni niðri á gömlu BSÍ. í dag komast aðeins fá börn í sveit. í allri vélvœðingunni er þeirra nánast engin þörf, þau verða bara fyrir. Ferðaþjónusta bænda getur þó bætt úr skák, því það færist í vöxt sem kallað er ferðamannabúskap- ur, svo uggvænlegt sem það orð nú er. Alls eru nú um 40 sveitabæir með í þessari þjónustu. Þama gefst möguleiki á að eyða sumarleyfi í sveit og fá bömin þá væntanlega einhverja innsýn í sveitalífið og læra hvað snýr fram og hvað aftur á blessuðum skepnunum. Aðeins er boðið upp á bæi til dvalar þar sem aðstaða er fyrir hendi, fyrirmyndabæi. Og þessi dvöl er ekkert tiltakanlega dýr. Það kostar til að mynda hjón ekki nema 1200-1300 krónur á sólarhring að dvelja í tveggja manna herbergi með hálfu fæði. Böm á aldrinum 4-11 ára fá 50% afslátt, yngri böm en fjögurra ára fá frítt. Til þessa hafa útlendingar mest notfært sér þessa þjónustu, þeir eru fundvísastir á möguleikana í landi okkar. Ferðaþjónusta bænda er hjá Búnaðarfélagi íslands í Bænda- höllinni í Reykjavík. ERluA^ LEIÐINSf suður- noröur eða vestur ? Fáar þjóðir státa af eins almennri bifreiðaeign og við íslendingar. Við erum því oft á leiðinni, suður - norður eða vestur. En stundum getur verið gott að fá hvíld við aksturinn - og það bjóða þeir okkur hjá m/s Akraborg. I stað enn einnar ferðarinnar fyrir Hvalfjörð býðst okkur 55 mínútna þægileg sigling með m/s Akraborg. Um borð njótum við sjávarloftsins á útsýnisþilfari og þjónustunnar í farþega- eða veitingasölum skipsins. Og bíllinn - hann slitnar ekki á meðan. KYNNUM OKKUR ÁÆTLUN M/S AKRABORGAR! GÓÐAFERÐ mUAGR/MUn. Símtr: 93-2275-93-1095-91-16420-91 -16050 Nafnnr. 8153-1641 - Pósthólf 10 • 300 Akranes . J jfe. o V V \ GOÐUR MATUR í FÖGRU UMHVERFI Við bjóðum uppá fjölbreyttan matseðil. Öl - tóbak - sælgæti - alhliða ferðamannaþjónusta. Bensínafgreiðsla. Veitingaskálinn Brú Hrútafirði HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.