Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 14
vera — Þú ekur marga metra á sekúndu. „Láttu ekki deigan siga, Guðmundur!" ettir Eddu Björgvinsdóttur og Hlin Agnarsdóttur. Söngtextar: Þórarinn Eldjárn. Tónlist: Jóhann G. Jóhanns- son. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Lýsing: Egill Árnason. Leikstjóri: Þór- hildur Þorleitsdóttir. 3. sýning fimmtudag kl. 20.30. 4. sýning föstudag kl. 20.30. 5. sýning laugardag kl. 20.30. Ertu tæpur ( UMFERÐINNI * án þess að vita það? örvandi lyf og megrunarlyf geta valdið því. A <1 SÖLUBÖRN SÖLUBÖRN Helgarpósturinn vill ráða sölubörn í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellssveit. Góð sölulaun. Upplýsingar í síma 81511. HELGARPÓSTURINN ÁRSRIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ÍSLANDS „19. JÚNÍ“ ER KOMIÐ ÚT Fæst í bókaverslunum og hjá kvenfélögum um land allt. Kvenréttindafélag íslands. SYNINGAR Árbæjarsafn Safniö er nú opiö alla virka daga nema mánudaga kl. 13.30-18 og frá kl. 10 laugardaga og sunnudaga. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 Árleg sumarsýning Ásgrimssafns stendur nú yfir. Á sýningunni eru oliu- og vatnslitamyndir, m.a. nokkur stór málverk frá Húsafelli og oliumálverk frá Vestmannaeyjum frá árinu 1903 en það er eitt af eistu verkum safnsins. Sýningin er opin alla daga nema laugardaga kl. 13.30-16 fram i lok ágústmánaöar. Ásmundarsalur við Freyjugötu 41 Arkitektúr á Noröurhjara. Föstudaginn 22. júni sl. opnaöi sýning arkitektanna Elin og Carmen Corniel, sem eru búsett í Kanada. Á sýningunni eru verk þeirra frá norölægum slóöum; Kanada, Noregi, Finnlandi og Vest- mannaeyjum. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-22 og stendur fram á sunnu- dag. Gallerí Grjót Skólavörðustíg 4a Aöstandendur gallerisins, 7 myndlist- armenn, sýna grafík, fjölva og leir- muni, skartgripi og fatnað (model- peysur). Sýningin er opin á virkum dögum kl. 12-18. Gallerí Borg Pósthússtræti Um þessar mundir stendur yfir sýning á myndum 10 grafíklistamanna og auk þess sýnt gler og keramik. Þetta er næstsíöasta sýningarhelgi. Sölusýn- ing. Opiö er fimmtudag og föstudag frá kl. 10-18 og laugardag og sunnudag frá kl. 14-18. Gallerí Lækjartorg Hafnarstræti 22 Laugardaginn 2. júní sl. opnaöi sýning- in GRAFÍK 5 í Galleri Lækjartorgi. Þar sýna Einar Hákonarson, Ingiberg Magnússon, Iðunn Eydal, Jón Reykdal og Ríkharður Valtingojer. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18. Hún.stend- ur fram til 9. júlí. Gallerí Langbrók Amtmannsstíg 1 N.k. laugardag, þann30.6.kl. 14opnar tékkneski listamaöurinn Zdenka Rus- ova sýningu á grafikteikningum sem unnar eru í ætingu. Sýningin sem er sölusýning stendur til 10. júli. Lista- maöurinn hefur veriö búsettur i Osló um árabil og er þar kennari við Listaháskól- ann. Opiö er á virkum dögum frá kl. 12-18 og um helgarfrá kl. 14-18. Háholt Dalshrauni 9b „Saga skipanna, svipmyndir úr sigling- um og sjávarútvegi" nefnist sýning sem nú er i Háholti. Þar er sýnd þróun út- gerðar á íslandi, meö ýmsum munum, s.s. 80 skipslikönum og myndum, nýj- um og gömlum. Einnig gefur aö líta ýmsa merka muni, einsog klippurnar frægu úr Þorskastriöinu. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-22 og stendur til 8. júlí n.k. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar við Sigtún er opiö þriöjudaga, fimmtudaga og laugardagakl. 14-16. Kjarvalsstaðir við Miklatún Laugardaginn 2. júni sl. opnaði sýning á verkum 10 ísl. listamanna sem bú- settir hafa verið erlendis undanfarna áratugi: Erró, Hreinn Friðfinnsson, Jó- hann Eyfells, Kristín Eyfells, Kristján Guömundsson, Lovísa Matthíasdóttir, Siguröur Guömundsson, Steinunn Bjarnadóttir. Tryggvi Ólafsson og Þórður Ben. Sveinsson. Opið er alla dagavikunnarfrá kl. 14-22. Listasafn A.S.Í. við Grensásveg 16 Lokaö i júlímánuöi. Listasafn ísiands við Suðurgötu Sýning sú sem staðið hefur yfir í safninu á verkum hollenska listmálarans Karel Appel er framlengd um eina viku og verður þetta síðasta sýningarhelgin. Verkin á sýningunni spanna timabilið 1959-83 og eru 48 aö tölu; grafik og myndir unnar meö blandaðri tækni. Sýningin er opin daglega kl. 13:30—22. Listmunahúsíð Lækjargötu 2 Steinunn Þórarinsdóttir heldur sína 4. einkasýningu í Listmunahúsinu. Þar sýnir hún 17 skúlptúrverk úr leir, stein- steypu og gleri. Sýningin er opin dag- lega kl. 10-18, um helgar kl. 14-18, en lokað er á mánudögum. Siðasta sýn- ingarhelgi. Mokka Skólavörðustíg 3a 19. júni sl. var opnuð málverkasýning Tryggva Ólafssonar. Þar eru til sýnis 22 akrýlmálverk á striga. Sýningin nefnist SMÁMYNDIR '82-’83. Tryggvi hefur búiö i Kaupmannahöfn í nær 23 ár. Hann er einn 10 gesta Listahátiðar sem sýna á Kjarvalsstöðum um þessar mundir. Opið er alla daga kl. 9.30-23.30 nema sunnudaga kl. 14-23.30. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu Sýning stendur nú yfir i Safnahúsi sem er opið daglega, nema á mánudögum, kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn kl. 10-18 en þar eru til sýnis 24 eirafsteypur af verkum listamannsins. Menningarmiðstöðin Gerðuberg Nú stendur yfir sýning sem unnin er af börnum i Fossvogsskóla í tilefni 40 ára afmælis lýöveldisins. Sýningin er opin á mánudögum til fimmtudaga kl. 16-22 og á föstudögum til sunnudaga kl. 14-18. Síðasta sýningarhelgi. Aö- gangseyrir er enginn. Norræna húsið i anddyri Norræna hússins stendur yfir sýning. Þar sýnir sænski búninga- hönnuöurinn Ulla-Britt Söerlund teikn- ingar og búninga, sýningin stendur til 9. júli. í bókasafni Norræna hússins er nú sýning á hefðbundnu íslensku prjóni, aö mestu leyti byggð upp af munum úr Þjóöminjasafni islands. Sýningin er opin kl. 9-19 virka daga og 14-17 á sunnudögum. Sýningarsalurinn íslensk list Vesturgótu 17 Félagar í Listmálarafélaginu sýna ný og nýleg verk, oliu- og akrýlmyndir svo og skúlptúr. Sýningin stendur fram á mánudag, 2. júlí og er opin á virkum dögum frá kl. 9-17. Sölusýning. BÍÓIN * * ★ ★ framsúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góö * þolanleg O léleg Austurbæjarbíó Bestu vinir (Best Friends) Bandarisk. Árgerö 1982. Handrit: Barry Levinson, Valerie Curtin. Leikstjóri: Norman Jewison. Aöalhlutverk: Burt Reynolds, Goldie Hawn, Jessica Tandy, Kennan Wynn. „Ekkert af þessari sögu er nægilega trúverðugt; sum viðbrögö fólksins eru. . . gjörsamlega óskiljanleg. Og húmorinn er í of smáum og daufum skömmtum." -ÁÞ. Sýnd i sal 1 kl. 5, 7, 9 og 11. Breakdance * Aöalleikarar: Lucinde Dickey, Shabba- Doo, Boogaloo Shrimp o.fl. Sýnd i sal 2 kl. 5, 7, 9 og 11. Regnboginn Hiti og ryk (Heat and Dust) ** f aðalhlutverki m.a. Julie Christie. Drekahöfðinginn Karatemynd. Laugarásbíó Strokustelpan Mynd sem óhætt er að segja aö þjappi fjölskyldunni saman. Aðalhlutverk: Mark Miller, Donovan Scott, Bridgette Anderson. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tónabíó Carny Bandarisk mynd um ungt fólk sem fer að vinna i tivolf. Leikstjóri: Robert Kaylor. Aöalhlutverk: Jodie Foster, Gary Busey, Robbie Robertsson og Svarfdælingurinn Jóhann risi. Bíóhöllin Einu sinni var i Ameríku - s.hl. (Once upon a Time in America, 2): ** Itölsk-bandarísk. Árg. 1984. Handritog leikstjórn: Sergio Leone. Aðalhlutverk: Robert DeNiro, James Woods, Scott Tiler, Jennifer Connelli. SýndísaH kl. 5, 7:40 og 10:15. Sjá umsögn í Listapósti. Einu sinni var í Ameriku -f.hl. (Once upon a time in America, 1): ** ítölsk-bandarisk. Árg. 1984. Handrit: Sergio Leone, Leonardo Benevenuti, o.fl. Leikstjóri: Sergio Leone. Aðalhlut- verk: Robert DeNiro, James Woods, Scott Tiler, Rusty Jacobs. „Rammi myndarinnar er of þungur. Hann sligar efniö. . . Hér er allt fullt af vönduðum, útspekúleruöum sviösetn- ingum, sem sumar eru of leikstýrðar, þannig aö þær veröa óekta. Hér er á feröinni góöur leikur. . . og góö myndataka. En heildarsvipurinn er i skötulíki vegna þess aö hann bókstaf- lega vantar. . . Fyrri hlutinn er aöeins drög aö framhaldi." -ÁÞ. Sýnd í sal 2 kl. 5, 7, 9 og 11. Borð fyrirfimm (Tablefor Five)*** Sýnd í sal 3, kl. 5 og 9. Götudrengir (Rumble Fish)*** Bandarísk. Árgerö 1983. Handrit: Francis Ford Coppola, S.E. Hinton eftir skáfdsögu hennar. Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Aðalhlutverk: Matt Dillon, Mickey Rourke, Diana Lane, Dennis Hopper. Sýnd i sal 3, kl. 7:10 og 11:10. -ÁÞ. James Bond myndin Þrumufleygur ** Sýnd i sal 4, kl. 5, 7:40 og 10:15. Háskólabíó I eldlinunni (Under Fire) *** Bandarisk. Árgerö 1983. Leikstjóri: Roger Spottswood. Aöalhlutverk: Gene Hackman, Nick Nolte, Joanna Cassidy. Sjá umsögn í Listapósti. Sýnd kl. 5, 7:30 og 10. Barnamynd: Stóri Björn Sýnd á sunnudag, kl. 3. Stjörnubíó Spring Break Mynd um unglinga sem halda til Fort Lauderdale i Flórída til aö djamma og djúsa i skólaleyfinu. Sýnd í A-sal kl. 5, 7, 9 og 11. Nýja Bíó Stelpurnar frá Kaliforniu (The California Dolls) Fremur skemmtileg lýsing á gleði og sorgum kvenna sem leggja stund á sér- kennilega atvinnugrein. Leikstjóri: Robert Aldrich (The Dirty Dozen). Aöal- leikarar: Peter Falk, Vicki Fredrick, Lauren Landon, Richard Jaeckel. Sýndkl. 5, 7, 9 og 11. LEIKLIST Hléqarður Mosfellssveit: „I morgen er solen grön" heitir sýning „Musikteatergruppen Ragnarock" en það er danskur áhugaleikhópur ungs fólks, sem sýnir i Hlégarði sunnudags- og mánudagskvöld, þ. 1. og 2. júli, kl. 20:30. Um 30 leikarar á aldrinum 14-24 ára taka þátt i sýningunni sem túlkar framtiðarsýn, þar sem fjallaö er um hvað gæti gerst eftir elda kjarnorkubáls. Fléttaö er saman heföbundnum og nýj- um leikaðferðum og tónlist. Leikstjóri er Joachim Clausen. Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut Láttu ekki deigan síga, Guðmundur! Sýningar Stúdentaleikhússins á verki þeirra Eddu Björgvinsdóttur og Hlínar Agnarsdóttur veröa á fimmtudag, föstu- dag og laugardag kl. 20:30. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir en aðalleikarar eru Kjartan Bjargmundsson og Hilmar Jónsson. Söngtextar eru eftir Þórarin Eldjárn og Anton Helga Jónsson en tón- list eftir Jóhann G. Jóhannsson. Auk þessara er heill herskari manna sem hefur lagt hönd á plóginn. Leikritið er fyrst og fremst gamanverk með ýmsu ívafi, bæði músik og söngv- um. jþviertæptámálumsem erualvar- leg en tekiö á þeim af léttúö, eins og leikstjórinn lýsir stykkinu. Þaö fjallar um tímabilið frá 1967-84 og er séö meö augum aðalhetjunnar, Guömundar. - Sjá umsögn i Listapósti. TÓNLIST Árbæjarsafn Sunnudaginn 1. júlfkl. 15:30 leika Kelt- ar írska þjóðlagatónlist i Eimreiðar- skemmunni. Þeir eru Guðni Fransson, Valur Pálsson og Egill Jóhannsson. Kaffiveitingar eru einnig i skemmunni. Háteigskirkja Unnendum visnasöngva gefst á ný tækifæri til aö hlýöa á sænsku visna- söngkonuna Natanelu á laugardags- kvöld, 30. júní kl. 20:30. Þar flytur hún m.a. gospelsöngva sem hún hefur ekki sungið hér áöur. Kjarvaisstaðir við Miklatún: Efnt veröur til raf- og tölvutónleika sem eru kynning og sögulegt yfirlit yfir is- lenska tæknitónlist. Verk eftir þrjú (sl. tónskáld, Gunnar Reyni Sveinsson (Dropar á Kirkjugarösballi, 1980), Helga Pétursson (Trans I og II, 1984) og Þorkel Sigurbjörnsson (Kappaksturs- braut, 1975), veröa frumflutt dagana 27. og 28. júní en auk þeirra veröa flutt verk eftir Kjartan Olafsson, Lárus Grímsson, Magnús Blöndal Jóhanns- son, Snorra Sigfús Birgisson og Þor- stein Hauksson. Tónleikarnir veröa haldnir á fimmtu- dag og föstudag, 28. og 29. júní kl. 17 og endurteknir kl. 20:30 og síðan á laugardaginn, 30. júní kl. 15 og 17. Ný efnisskrá verður á hverjum degi en tón- leikarnir verða haldnir á tveimur stööum í húsinu. Þorsteinn Hauksson tónskáld, undirbjó tónlistardagskrána. VIÐBURÐIR Fimmtudaginn 28. júni opnaði hús- gagnasýning fyrirtækisins AXIS, Axel Eyjólfsson hf. aö Smiöjuvegi 9. Á sýn- ingunni veröa kynnt húsgögn sem sýnd voru á Bella Center í K.höfn i sl. mán. 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.