Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 44

Helgarpósturinn - 28.06.1984, Blaðsíða 44
Húsavík: EINSTAKT ÚTSÝNIAF HÚSAVÍKURFJALLI Menningin blómstrar á Húsauík Og þar hugsa menn um ferða- mennina og vilja selja þeim ýmsa þjónustu og hafa upp á talsvert að bjóða, satt best að segja. Þar á staðnum er til dœmis eitt forláta hótel, Hótel Húsavík, sem býður upp á mjög góða þjónustu, mun betri en algeng er hér á landi. Og ætli menn að gista ódýrt, þá eru möguleikar á tjaldstæði í bæn- um. Húsavík er vel í sveit sett gagn- vart samgöngum. Þangað liggja margra leiðir, akandi, eða með fiugfélögunum, eða með áætlunar- bílum úr mörgum áttum. Bílaleiga er á staðnum, þannig að þeir sem koma fljúgandi geta fengið farkost til umráða, ef þeir vilja síður cika langcir leiðir til Húsavíkur og Mý- vatnssvæðisins. Sá kostur getur verið ákjósanlegur. Upplagt er að aka upp á Húsa- víkurfjall, þangað liggur vegur fær öllum bílum, útsýni með afbrigð- um glæsilegt. Þá er upplagt að not- færa sér bátsferðir út á Skjálfcinda með Kviku. Fcirið er út í Flatey og fuglalífið skoðað, einnig í veiði- ferðir á kvöldin og þá gripið í sjó- stöng. Þeir sem ekki hafa fengið veiðileyfi í Laxá hugga sig við þennan kost, sem er reyndar mjög skemmtilegur, þegar á reynir. Húsavík býður ferðcimönnum í gott bað og sund ásamt heitum og notalegum potti. Og þeir sem vilja sletta úr klaufunum fara áreiðan- lega á ball í Félagsheimili staðar- ins, sem er sambyggt hótelinu. Kirkjan á Húsavík þykir sérlega áihugaverð, fcillegt mannvirki, byggð snemma á öldinni eftir teikningu Rögnvaldar Ólafssonar. í kirkjunni eru tveir forláta kerta- stjakar frá því um 1600 og listaverk eftir Freymóð Jóhcmnesson, Svein, Þórarinsson og Jóhann Bjömsson. í skrúðgarði Húsvíkinga er mikið fuglalíf og gróðurríki, en garðurinn stendur við Búðará, sem fellur gegnum bæinn til sjávar. Ferðatilboð á Húsavík: FERÐASKRIFSTOFA OPNUÐ Nýlega var stofnuð á Húsavík fyrsta ferðaskrifstofa staðarins, Ferðaskrifstofa Norðurlands, hvorki meira né minna (nú verða Akureyringar illirl). Ungur maður að árum, GuðlaugurLaufdalAðal- steinsson sérleyfishafi, stofnaði skrifstofuna, sem býður uppáýms- ar ferðir út frá Húsavík Þeir sem ætla að kynna sér Mel- rakkasléttu geta t.d. gert góð kaup hjá Guðlaugi og fengið að kynnast setlögunum merkilegu að Hall- bjamarstöðum, fcirið er í Ásbyrgi, þann veðursæla reit sem margir halda upp á. Þá er boðið upp á bæjarferðir, ferðir til Mývatns, að Æðarfossum, Knútsstaðaborg og að Goðafossi. Serleyfið hjá Guðlaugi er til Egilsstaða og Vopnafjarðar, auk þess sem hann er með sérleyfið að Mývatni. Þessi sérleið liggur ekki beinustu leið, heldur um Mel- rakkasléttu. Frá Héraði til Húsa- víkur og Mývatns tekur aksturinn 10-11 tíma, en á leiðinni ber margt fyrir augu, m.a. er ekið framhjá nyrsta odda landsins, Hraunhafn- artanga. Á leið til Mývatns: HLÝLEGUR GRÓÐUR OG DROTTNING LAXVEIÐIÁNNA Svo virðist sem allur asinn i um- ferðinni á norðurleið sé því að kenna að menn séu að flýta sér í góðviðri, sem sagt er loða við Norðausturland, og þá ekki hvað síst í S-Þingeyjarsýslu á Mývatns- svœðinu. Eins og bent hefur verið á er allur asi til hins verra. Betra að taka stuttar dagleiðir og njóta þess að vera laus við öryggisbeltin i bílnum og skoða allt það mark- verðasta á leiðinni. En nú höfum við Húsavík og Mý- vatn í sjónmáli. Vegurinn yfir Vaðlaheiði er sannarlega engin snilldarsmíð vegagerðarmeistara okkar. Man nokkur hvað U-beygj- urnar eru margar? En hvað um það, eftir að komið er upp í 700 metra hæð á efstu brún blasir við fagurt útsýni. Upp- lagt að, fara út og líta vítt um hér- uð. í Bárðardal er komið í Vagla- 20 HELGARPÓSTURINN skóg, einhvem fegursta skóg á ís- landi. Á Sigriðarstöðum skammt frá Edduhótelinu að Stórutjömum er einnig cillnokkurt skóglendi og er Skógrækt ríkisins búin að friða það land. í Fnjóskadal er sömuleið- is hlýlegur gróður; Þegar komið er yfir í Bárðardal blcisir Goðafoss fljótlega við. í þennan fríða foss kastaði Þorgeir Ljósvetningagoði goðalíkneskjum sínum eftir kristnitökuna. Að Ljósavatni er veiðivatn, en þar bjó goðinn og lögsögumaðurinn fyrir um 1000 ár- um. Laxá verður á leið ferðafólksins, fegursta laxveiðiá landsins, um það er vart að villast. Hún rennur úr Mývatni um Laxardal og síðcir Aðaldal í Skjálfandciflóa. í ánni em fjölmargir hólmar og eyjar, gróður- sælar mjög. Líklega verða ekki margir ferðamanna í sumar með veiðileyfi í Laxá upp á vasann. Það kostar skildinginn að fá rými eins og dagpart við þessa miklu lax- veiðiá. En nú er Mývatn framundan. Hér koma á ári hverju hartnær 100 þús- und ferðamenn að því talið er. Og flestir vilja dvelja um hríð við Mý- vatn, sem sannarlega er einn af unaðsreitum þessa lands.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.