Helgarpósturinn - 30.08.1984, Qupperneq 6

Helgarpósturinn - 30.08.1984, Qupperneq 6
INNLEND YFIRSÝN • „Dóttir forseta íslands fær einni kennslustund minna á viku en henni her samkvœmt stunda- skrá vegna niöurskuröar á kennslu. “ Niöurskuröurinn lögbrot? Á síðustu dögum hafa heiftarleg viðbrögð kennarastéttarinnar við sparnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar í útgjöldum til skóla og niðurskurði hennar á kennslu í sumum greinum hert á umræðunni um kjör kenn- ara, sem flestir virðast sammála um að séu óviðunandi. Þess er allverulega tekið að gæta að menntaðir kennarar sæki í önnur störf sem betur eru borguð — það er talað um flótta úr stéttinni. En hagsmunir kennara eru nátengdir hagsmunum annars hóps, og er kannski veigamesta hliðin á þessu máli, en það er skólaæska þessa lands. Mikilvægi þess að hún njóti sem bestrar uppfræðslu hlýtur að vera yfirvöldum ljóst, eða dettur einhverjum í hug að þeir fjármunir sem varið er til menntunarmála skili sér ekki aft- ur? Ætli ekki séu orð að sönnu sem höfð voru eftir einu foreldri í útvarpsfréttum á þriðju- dagskvöldið var: „Æðsta menntastofnun landsins er grunnskólinn." Helgarpósturinn leitaði umsagnar tveggja aðila sem með þessi mál hafa að gera, fulltrúa kennara og menntamálaráðuneytis. Fyrst varð fyrir svörum Gísli Baldvinsson hjá Kennarasambandi Islands: „Mál númer eitt hjá kennurum — það eru kjaramálin. Ef miðað er við byrjunarlaun kennara og þau borin saman við byrjunar- laun sérfræðinga og stjórnenda, sem hafa álíka langa menntun að baki og gengur og gerist með kennara, þá kemur í ljós að um sjötíu prósent grunnskólakennara hafa und- ir tuttugu þúsund krónum í mánaðarlaun, þar með talin laun fyrir yfirvinnu, sem eru tíu prósent. En aðeins um tvö prósent sér- fræðinga og stjórnenda hafa minna en tutt- ugu þúsund á mánuði. Það er ekki nema 1,5 prósent kennara sem ná 30.000 krónum í mánaðartekjur, en því ná aftur á móti um sextíu prósent sérfræðinganna. Þessar tölur eru miðaðar við launakönnun sem gerð var í október síðast liðnum, að viðbættum tíu • prósentum, og þetta mun koma fyrir kjara- dóm. Kennarar eru sem sagt fyrst og fremst óánægðir með of lág laun miðað við mennt- un. Við krefjumst því endurmats á starfi okk- ar, þess að aukið tillit verði tekið til breyttra kennsluhátta, álags og þeirrar ábyrgðar sem á okkur hvílir. Við viljum einnig krefjast lög- verndaðs starfsheitis, sem í raun þýðir að við förum fram á sjálfstæðan samnings- og verk- fallsrétt. Þá æskjum við styttingar á starfs- aldri til lífeyris og að kennsluskyldan verði samræmd. Ef við fáum ekki viðbrögð frá hinu opinbera þá erum við reiðubúin að grípa til þess ráðs að fara út í uppsagnir. Fyrir fyrsta október næstkomandi munum við safna viljayfirlýsingum frá kennurum þar að lútandi. En niðurskurðurinn á kennslu er hreint og beint ógnvekjandi, og tómt mál um að tala að þar sé um að ræða nokkra hagræðingu, heldur felst aðeins í því aukið álag á kenn- ara. Við teljum niðurskurð á kennslu lögbrot og erum að safna saman gögnum um það. Ljóst er að það vantar þrjár vikustundir á bekk í Brekkubæjarskóla á Akranesi til að ná því sem miðað var við í stundaskrá. Fleiri dæmi má nefna. Eina kennslustund vantar á viku í Álftanesskóla. Til gamans má nefna að það þýðir að dóttir forseta íslands fær einni kennslustund minna á viku en henni ber samkvæmt stundaskrá vegna niðurskurðar á kennslu. En þetta er nú aukaatriði. í Víði- staðaskóla var sparað með því að ráða ekki stundakennara. Þarna var spöruð heil staða, hvorki meira né minna! I Reykjavík var kennsla á skólasöfnunum skorin niður í núll — auðvelt að ímynda sér hvaða áhrif það muni hafa, en þessa starf- semi hefur einmitt verið talin þörf fyrir að hlúa að. Svo kemur menntamálaráðherra og segir að enginn niðurskurður eigi sér stað! Kennarasambandið hefur margsinnis ítrek- að við menntamálaráðherra að komið verði á fót samstarfsnefnd skólanna og ráðuneyt- eftir Þórhall Eyþórsson is, en ekki verið sinnt. Eitt er víst: ef ekki verður reynt að hefja viðræður, þá munum við beita aðgerðum sem eru róttækari en verkföll — uppsögnum." Örlygur Geirsson er deildarstjóri í fjár- mála- og áætlanadeild menntamálaráðu- neytisins, hann sagði: „Við höfum verið að skoða þessar fullyrðingar kennara og okkur hefur ekki sýnst vera um að ræða neina skerðingu sem komi niður á nemendum, nema síður sé. Hins vegar teljum við að í þeim aðgerðum sem við höfum beitt felist töluverð hagræðing, að betri nýting náist með því að fjölga í bekkjum, og engir erfið- leikar sem hægt sé að kalla í því sambandi. Því þykir mér þau viðbrögð sem komið hafa fram á meðal kennara nú síðustu daga harkaleg. Auðvitað getur það að saman dregur í kennslu í sumum skólum þýtt að jafnframt dregur úr yfirvinnu einstakra kennara. Þetta er hluti af því sem óhjákvæmilega þarf að gera þegar leitast er við að finna leiðir til að minnka útgjöld. Það er hins vegar ekki rétt sem komið hefur fram að skera eigi niður sérkennsluna, heldur var ákveðið að auka hana ekki frá því sem var vegna þess að vantaði fjármagn. Á þessu er vitanlega nokkur munur, og ég held að samdrátturinn sé ekki jafn stórkostlegur og talað er um. En ef menntamálaráðuneytið hefur brotið lög, sem heyrst hefur fullyrt og væntanlega mun koma í ljós áður en langt um líður, þá er það óviljandi, en menn máttu segja sér sjálfir að gripið yrði til sparnaðarráðstafana þegar boðaður var samdráttur í fjármálum árið 1984. Ég vil að síðustu ítreka, að fullyrðingar um að hætta eigi að kenna heilar námsgrein- ar, standast ekki. Ég get tekið undir að kenn- arar séu með of lág laun, en er það ekki. vandamál flestra opinberra starfsmanna?" spyr Örlygur Geirsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu. %Forsœtisráöherrann er sökuö um aö svífast einskis til aö tryggja œtt sinni völd. Indira býst til kosninga me< adförum sem valda uppnán ERLEND YFIRSYN Ofstopi Indiru Gandhi kom berlega í ljós á fyrra forsætisráðherratímabili hennar á síð- asta áratug. Þá lýsti hún yfir neyðarástandi á Indlandi, lét fangelsa forustumenn stjórn- arandstöðunnar og stjórnaði með tilskipun- um án afskipta þingsins í tvö ár. Ósigurinn sem Þjóðþingsflokkurinn beið í fyrstu kosningum eftir að neyðarástandi var aflétt, hefur ekki nægt til að lægja rostann í Indiru. Enn dregur að kosningum, og hún hefur reynt að styrkja stöðu Þjóðþings- flokksins fyrir þær með aðferðum sem vald- ið hafa uppnámi og blóðugum bardögum í hverju fylkinu af öðru. Frá því Þjóðþingsflokkurinn vann yfir- burðasigur í síðustu kosningum til Indlands- þings, hefur hann orðið fyrir áföllum í kosn- ingum til fylkisþinga hér og þar um landið. Síðustu mánuði hefur verið gengið á röðina að fækka fylkisstjórnum andstæðinga Þjóð- þingsflokksins. Til þess hefur jöfnum hönd- um verið beitt gerræði og múturn. Alríkisstjórnin skipar fylkisstjóra, sem hafa vald til að víkja fylkisstjórnum frá og skipa nýjar, breytist valdahlutföll á fylkis- þingum. Þetta gerðist í fylkinu Jammu og Kashmir í byrjun júlí. Nokkrir af stuðnings- mönnum Farouks Abdullah forsætisráð- herra yfirgáfu hann, og forsprakki þeirra myndaði nýja fylkisstjórn með Þjóðþings- flokknum, sem áður hafði verið í stjórnar- andstöðu í fylkinu. Fullyrt var að fé hefði verið borið á menn til að snúa baki við Abdullah, og stóðu mannskæðar æsingar út af stjórnarskiptun- um vikum saman í Jammu og Kashmir, en ekki fór milli mála að nýja stjórnin hefur meirihluta á fylkisþinginu, hvernig svo sem hann er fenginn. Því er aftur á móti ekki að heilsa í Andhra Pradesh. Þar vann flokkurinn Telegu desam mikinn sigur í fylkisþingskosningum í árs- byrjun 1983 undir forustu N.T. Rama Rao, vinsæls kvikmyndaleikara, sem hafði ákveðið að snúa sér að stjórnmálum. Telegu desam fékk kjörna 200 fylkisþingsmenn af 295, og Rama Rao myndaði fylkisstjórn. Um miðjan þennan mánuð gerðist það svo, að Ram Lal fylkisstjóri vék Rama Rao frá, og kvað ástæðuna þá að nokkrir þing- menn Telegu desam hefðu tilkynnt sér að þeir styddu ekki lengur stjórn hans. Eins og í Jammu og Kashmir var forsprakka brott- hlaupsmanna falið að mynda nýja fylkis- stjórn, og gerði hann það með þátttöku Þjóð- þingsflokksins. Stjórnarskiptin voru gerð án þess að fylkis- þingið kæmi saman, og í ljós kom að forusta Þjóðþingsflokksins hafði verið of veiðibráð. Rama Rao gat safnað um sig 163 fylkisþing- mönnum og fékk þá með sér til Nýju Delhi, þar sem allur skarinn gekk fyrir Indlands- forseta og krafðist að fylkisþingið í Andhra Pradesh yrði kallað saman þegar í stað, til að þeim gæfist tækifæri til að fella nýju valda- ræningjastjórnina. Forsetinn hefur ekki vald til að verða við slíkri bón, heldur aðeins Indira Gandhi for- sætisráðherra fyrir milligöngu fylkisstjór- ans, sem hún skipar. En koma mikils meiri- hluta á fylkisþingi Andhra Pradesh til höfuð- borgarinnar til að sanna óréttmæta brott- vikningu fylkisstjórnarinnar vakti óhemju athygli. Við það bættist, að tíminn til að víkja Rama Rao úr forsæti fylkisstjórnar var val- inn einmitt þegar hann var enn í afturbata eft- ir hjartaaðgerð, og maðurinn er þjóðkunnur fyrir að leika hlutverk guða hindúa í goð- sagnakvikmyndum. Mótmæli brutust út um Indland þvert og endilangt gegn aðförum Indiru Gandhi og erindreka hennar. Höfðu rúmir fjórir tugir manna fallið í viðureignum andófsmanna og lögreglu, þegar síðast frétt- ist. Fylkisstjóri Andhra Pradesh sagði af sér, þegar upp úr sauð, en Indira skipaði þá mann í hans stað sem er henni enn hand- gengnari og úr innsta hring Þjóðþingsflokks- ins. Skammt hlýtur að vera til þess að ákveð- inn verði kjördagur til Indlandsþings, því ný- kjörið þing skal koma saman ekki síðar en 20. janúar í vetur. Stjórnarandstaðan er margklofin og hefur verið heldur máttlítil, en meðferðin á Rama Rao hefur orðið til að færa henni upp í hendur sameiginlegt bar- áttumál ogstóraukinn hljómgrunn í almenn- ingsálitinu. Aðfarir Indiru Gandhi og fulltrúa hennar í Jammu og Kashmir og Andhra Pradesh bæt- ast ofan á mánaðalangt umsátursástand í fylkinu Punjab. Það hefur verið í hers hönd- um, síðan forsætisráðherrann vék fylkis- stjórninni frá og skipaði hernum að leggja til atlögu við herskáa sikha, sem búist höfðu um í helgidóm trúar sinnar, Gullna muster- inu í Amritsar. eftir Magnús Torfa Ölafsson Sikhar krefjast stofnunar nýs fylkis á því svæði í Punjab sem þeir eru í meirihluta, og höfðu sumir gripið til hermdarverka. Indira Gandhi gengur ekki að því gruflandi, að vel er séð meðal hindúa að tekið sé í lurginn á sikhum. Harðar aðgerðir í Punjab eru því einn þátturinn í viðleitni hennar til að styrkja stöðu Þjóðþingsflokksins í komandi kosningum. í ávarpi til indversku þjóðarinnar lagði hún megináherslu á einbeittan vilja til að varðveita einingu ríkisins. Af sama tagi eru ásakanir um að sikhar hafi verið vopn- aðir frá Pakistan. En Indland er í rauninni byggt mörgum þjóðernum, og þess sér mikið mark í fylkja- skipaninni. Andhra Pradesh var hið fyrsta af mörgum fylkjum, sem mynduð voru til að mæta kröfum fólks sem talar sömu tungu um sitt eigið fylki. Stjórnarandstaðan á Indlandi heldur því statt og stöðugt fram, að það sem fyrst og fremst vaki fyrir forsætisráðherranum sé að tryggja sér og fjölskyldu sinni æðstu völd. Indira Gandhi er dóttir sjálfstæðishetjunnar Jawaharlal Nehru, sem stjórnaði Indlandi frá sjálfstæðistöku meðan honum entist aldur. Á fyrra forsætisráðherratímabili Indiru vann hún markvisst að því að búa svo um hnúta, að Sanjay sonur sinn gæti tekið við forustu Þjóðþingsflokksins af sér. Sanjay fórst með listflugvél sinni árið 1980. Beið þá Indira ekki boðanna, heldur tók að dubba annan son, Rajiv að nafni, til þess hlutverks sem bróðir hans hafði fallið frá. Rajiv, sem aldrei hafði komið nærri stjórnmálum lét af flugstjórastarfi, komst á Indlandsþing úr kjördæmi hins látna og er nú orðinn aðalframkvæmdastjóri Þjóð- þingsflokksins. Ekki rekst þó fjölskyldupólitíkin hnökra- laust hjá Indiru. Maneka tengdadóttir henn- ar, ekkja Sanjay, telur sig ekki síður fallna til stjórnmálaframa en mág sinn. Hefur hún safnað um sig gömlum stuðningsmönnum manns síns, stofnað eigin flokk og hyggst bjóða fram í 170 kjördæmum í haust. Sjálf ætlar Maneka að kljást við Rajiv um gamla kjördæmið manns síns sáluga í Uttar Prad- esh. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.