Helgarpósturinn - 30.08.1984, Side 13

Helgarpósturinn - 30.08.1984, Side 13
kvikmyndagerd á medal ungs fólks... „.. .Já, blessunarlega! En því miður er eins og skólar og fræðslukerfi hafi brugðist þeirri skyldu að kenna ungu fólki að iesa úr kvikmyndum og jafnframt kann þetta kerfi ekki að notfæra sér þennan mikla fræðslumiðil. Það er enginn vafi á því að þær aðstæður eru að skapast hérna að hægt sé að gera alvöru kvikmyndir. Það er í rauninni kraftaverk. En það er tvennt sem þetta ævintýri hefur einkum byggst á: Annars vegar þjóðhollustu íslendinga, því hversu duglegir þeir hafa verið að mæta á þær kvikmyndir sem hér hafa verið gerðar að undanförnu — en náttúrlega er spurning hvað þetta ástand varir lengi; hins vegar — merkilegt nokk — hefur komið á daginn að hér er hægt að gera myndir sem eru mörgum sinnum ódýrari en annars staðar í Evrópu. Þar kemur margt til, en mig grunar að ástæðan sé ekki síst að menn geta reitt sig á hjálpsemi náungans hér fremur en víða annars staðar. Það hvarflaði oft að manni hér áður fyrr að fara út í gerð stærri mynda, en þá voru bankarnir fullir tortryggni og tregir til að veita fjármagn til slíkra hluta. Kvikmyndasjóðurinn sem þá var gerði ekki annað en að setja menn á hausinn, því að veitingar úr honum nægðu ef til vill til þess að menn öðluðust kjark til þess að stofna sér í skuldir — en sjaldan nema fyrir broti af heildarkostnaðinum." — Hver er þróunin í íslenskri kvikmyndagerd núna? „Greinilega er jarðvegur fyrir hendi til að gera áfram tvær til þrjár myndir á ári. En það er enn þörf á frekara fjármagni. Það þarf ekki eingöngu fjármagn til að gera hér myndir, heldur þarf líka gífurlegt fjármagn til að koma þeim á framfáeri. Mjög kostnaðarsamar myndir, eins og Hrafninn flýgur eða Útlaginn, verða ekki gerðar nema með erlendan markað í huga. En annað er það sem nauðsynlegt er að athuga betur: Þegar talað er um frjálsa kvikmyndagerð er eins og alltaf sé átt við ieiknar myndir. Ég þykist sjá þess orðið gæta að heimildamyndir verði útundan hjá kvikmyndasjóði. Heimildamyndir eiga venjulega ekki jafnmikla möguleika á því að borga sig og þær leiknu — en enginn efast um að þær eigi rétt á sér fyrir því. Það vantar enn á að menn skilji til fullnustu hvað kvikmyndin er í raun og veru og hvað fræðslumyndin er sterkur miðill og getur verið ódýr í framleiðslu."

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.