Helgarpósturinn - 30.08.1984, Page 15

Helgarpósturinn - 30.08.1984, Page 15
Lunginn úr sýningarhópnum við eitt verkanna, ásamt þremur áhugasömum áhorfendum af þýsku kyni. Hvað er sameiginlegt med Mosfellssveitinni og suður-þýskum gras- högum? Því er senni- lega ekki auðsvarað, en einhverra hluta vegna gat ég ekki var- ist því að Ieyfa mér þessa djörfu samlík- ingu þegar ég kom að Dallandi í Mosfells- sveit fyrir skemmstu — á sjálfan höfuðdag- inn, vel að merkja. Ætli það hafi verið sól- in sem glapti mér sýn? Ekki meira um það, en alltént er umhverfið dægilegt; svo dægilegt reyndar að tíu ungir myndlistarmenn hafa komist að þeirri niður- stöðu að við svo búið megi ekki standa, heldur vilja nytja þetta fagra land — sem bet- ur fer aðeins í þágu listarinnar. Fitt verkanna S ^ * son, Ragnhildur Stefánsdóttir, bókstaílega mam V Á laugardaginn kemur kl. 14 ætla listamennirnir tíu að opna útisýn- ingu við góssið Dalland. Það er heil- mikið sport að komast á sýningar- svæðið, í rauninni tilvalinn laugar- dagsbíltúr. Ekinn er Suðurlandsveg- ur frá Reykjavík, að afleggjaranum við Geitháls, þar sem beygt er til vinstri; þá tekur við á að giska fimm kílómetra langur malarvegur. Til öryggis verður leiðin þó merkt í þágu kaupstaðarfólks á meðal gesta, en aðgangur er ókeypis. Þeir sem sýna eru: Sigríður Elliða- dóttir, Nanna K. Skúladóttir, Gunn- ar Árnason, Þórdís A. Sigurðardótt- ir, Ólafur Sveinn Gíslason, Anna Guðjónsdóttir, Kristinn E. Hrafns- Ragnhildur Helga Júlíusdóttir og Anna Sigríður Sigurjónsdóttir. Eg kom að máli við lungann úr þessum föngulega hópi í sveitasæl- unni — í einhverju sem ég hafði haldið að væri garðhýsi en var upp- lýstur um að væri reyndar hesthús. — Hvað er á seyði hjá ykkur — eins konar umhverfislist, þykist ég vita? „Umhverfislist þykir mér of óná- kvæmt heiti á því sem við erum að gera hér,“ svaraði Ólafur Sveinn Gíslason, einn tíumenninganna, og bætti við: „Auðvitað má segja að öll myndlist sé í ákveðnu umhverfi, ef út í það er farið. En listinni þarf ekkert endilega að koma á framfæri í sýningarsölum, og útisýningar eru síður en svo nýtt fyrirbæri. Nær- tækasta dæmið: höggmyndir úti undir berum himni, svo sem í al- menningsgörðum og víðar. Hitt er annað mál að — eins og margir hafa eflaust tekið eftir — venjulega verð- ur listin að aðlaga sig að umhverf- inu sem hún er sýnd í. Það sem vak- ir fyrir okkkur með þessari sýningu er hið gagnstæða: að laga umhverf- ið að listinni." — Viljið þið ekki segja mér svolítil deili á ykkur? Anna Guðjónsdóttir verður til þess: „Við tengjumst öll í gegnum höggmyndadeild Myndlista- og handíðaskóla íslands og þaðan er- um við útskrifuð. Okkur þykir gott að vinna mörg saman, enda er and- inn í hópnum góður. Við erum enn á fullu við að undirbúa sýninguna, verkin á henni koma til með að fylla annan tuginn eða þar um bil og hafa öll verið gerð af þessu tilefni." „Já, það er rétt,“ segir Ragnhildur Stefánsdóttir og áréttar: „Þetta eru í rauninni verk sem ekki er hægt að vinna með löngum fyrirvara, að minnsta kosti vel flest, heldur eru þau meira og minna unnin með hliðsjón af þeim möguleikum sem staðhættir leyfa. Þau eru þar af leið- andi undirorpin gangi náttúrunnar, vægt til orða tekið — til dæmis var eitt minna verka bókstaflega étið! Uppistaðan í þessu verki var hey, og það kom bara lullandi sauðkind og si svona gerði sér gott af því. ..“ — Ef hann vissi þetta — doktorinn í Ruhr-héraðinu! Kristinn E. Hrafnsson hefur rist torf í túnfætinum þar í Dallandi og gert þar verk sem nefnist Tafl. „Ég sneri grænu hliðunum á þökunum niður, en þeim brúnu upp,“ segir hann. „Síðan ætla ég að fylgjast því hvernig náttúran teflir sitt manntafl. Fyrstu tvo leiki tveggja taflmanna er hægt að leika á 197 þúsund 299 mismunandi vegu, sem leiðir af sér 72 þúsund mismunandi stöður. Fjöldi misjafnlegra skáka á taflborðinu er 2,5x10 í 116. veldi. Mér þykir hnýsilegt að vita hvernig verður mátað.“ Spjallinu lýkur Þórdís A. Sigurðar- dóttir: „Ég held að óhætt sé að full- yrða að það verði fyrirhafnarinnar virði að leggja leið sína hingað. Sýn- ingin verður opnuð eins og við segj- um á laugardaginn, en henni lýkur sunnudaginn 16. september. Við höfum einnig unnið við eins konar landgræðslu hérna: saumað saman einn skurð! Við vinnum í landið, og breytum því, skrifum í sand í orðs- ins fyllstu merkingu. Eitt verk eftir mig heitir Gestabók. Hún er ofan í vatninu hér. I þá bók geta óendan- lega margir skrifað sig, og sakar því ekkert þótt fólk fjölmenni á sýning- una.“ -PE • • „Oll mín verk eru um liti“ Rætt við Ágústu Ágústsson frá Reykjavík og Boston sem opnar sýningu í Ásmundarsal eftir Óla Tynes mynd Jim Smart Á laugardaginn veröur opnuð í Ásmundarsal sýningin Bréf til Islands eftir Ágústu Ágústsson. Ágústa er fædd í Reykjavík árið 1952 en hefur búið mestalla sína ævi í Bandaríkjunum þar sem hún rekur vinnustofu fyrir listamenn, ásamt vinkonu sinni. Vinnustofan heitir „The Graphic Workshop“ og er í Boston. Verk sem frá henni koma,einkum silkiprentud plak- öt, hafa vakiö heimsathygli og hlotið fjöldamörg verölaun og viðurkenningar. Ágústa hefur haldið sýningar víðsvegar um Bandaríkin og mörg verka hennar hafa hlotið verðlaun. Myndir hennar hafa birst í fjölmörg- um bókum og tímaritum og margar þeirra hafa verið keyptar fyrir söfn eða stórfyrirtæki. Á sýningunni í Ásmundarsal verða tuttugu pastel- myndir af íslensku landslagi en Ágústa hefur unnið að gerð lands- lagsmynda, fyrir vestan, síðastliðin átta ár. Hún hefur unnið með mis- munandi efnum, svosem olíu, textíl og pastel. Auk þess verða á sýning- unni 14 veggspjöld (plaköt) sem hún hefur gert fyrir fyrirtæki og stofnan- ir í Bandaríkjunum. Ágústa lærði ekki íslensku nema til fimm ára aldurs og hefur ekki haft mörg tækifæri til að tala hana síðan, þótt hún hafi komið hingað í stuttar heimsóknir. Hún brosir því afsakandi þegar hún talar við ókunnuga landa sína og samtalið fer fram á íslensku og ensku til skiptis. En hvernig bar það til að ís- lensk stúlka eignaðist til helminga og hóf að reka stóra vinnustofu fyrir listamenn í Boston? „Þetta byrjaði 1970 þegar við unnum nokkur saman að plakötum gegn stríðinu í Vietnam og sérstak- lega gegn innrásinni í Kambódíu. Þegar því var lokið fórum við að tala um hvað væri gaman að geta haldið þessu áfram og þar kom hug- Ágústa Ágústsson við eitt plakata sinna. World Wildlife Fund hefur lagt blessun sína yfir plakötin af hætt komnum dýrategundum sem listamiðstöð Ágústu býr til. myndin að þessari vinnustofu. Við erum nú tvær með hana en það er alltaf hjá okkur nokkur hóp- ur listamanna sem vinnur að ákveðnum verkefnum. Þessir lista- menn hafa flestir verið níu talsins og þeir standa við í eitt og hálft ár eða svo. Þá koma nýir.“ — Vinnustofan er einkum þekkt fyrir plaköt, þetta eru þá líklega ekki nein venjuleg fjöldafram- leiðsluplaköt. „Nei, síður en svo. Hvert einasta plakat er í rauninni silkiprentað listaverk sem tekur uppundir ár að búa til. Við höfum notað yfir tuttugu liti í plaköt og hver litur þarf sinn eigin silkiramma. Upplagið er svo mjög takmarkað." — Er þetta gert í hópvinnu? „Að nokkru leyti, en þó þannig, að það er bara einn höfundur að verkinu. Tökum sem dæmi að ein- hverjum listamanni sé falið að gera plakat af einhverju ákveðnu mótífi. Hann gerir þá frumdrög sem svo eru rædd á sérstökum fundum sem við höldum vikulega. Á þessum fundum koma allir með sínar at- hugasemdir og leiðbeiningar en listamaðurinn ræður að sjálfsögðu það miklu að þegar þessu er lokið getur hann sagt með góðri sam- visku, þetta er mitt verk.“ — Hverjir kaupa þessi plaköt? „Yfirleitt eru þetta verkefni sem við vinnum sérstaklega fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir. Það er svo dýrt að gera þessi plaköt að það er ekki hægt að „leika sér“ með þau eða gera tilraunir. Undantekning frá þessu er sería sem við erum að gera af dýrum sem hætta er á að deyi út. Það var nokkuð sem við tókum upp hjá sjálfum okkur en World Wildlife Fund hefur raunar lagt blessun sína yfir þessi verk og við gefum sjóðnum hluta af sölu- andvirðinu." — Nú eru íslenskar landslags- myndir á sýningunni þinni hérna, gerirðu líka landslagsmyndir í Bandaríkjunum? „Já, mikil ósköp. Bæði landslags- myndir og svo „borgarmyndir". Það er einkum af Boston og stöðum þar í grennd. Ég elska að gera lands- lagsmyndir og ekki síst hér á Islandi því litirnir eru svo stórkostlegir. Ég hef fengist við mörg tjáningarform en í rauninni eru öll mín verk um liti.“ — Listamennirnir sem hjá ykkur starfa, eru þeir allir bandarískir? „Hingað til hafa þeir verið það en það er engin óbrjótanleg regla. Verk okkar hafa verið sýnd víðs- vegar um heiminn og við höfum fengið gesti frá mörgum löndum sem vilja skoða það sem við erum að gera. Það er ekkert því til fyrir- stöðu að einhverntíma í framtíðinni fáum við til okkar listamann frá öðru landi." — Þekkir þú eitthvað til íslenskra listamanna? „Ekki mikið. Ég ætla að nota þetta tækifæri til að sjá allar sýning- ar sem ég get.“ — Er margt listafólk í þinni fjöl- skyldu? „Tja, afi minn, Ágúst Lárusson, var listmálari og málaði meðal ann- ars veggmyndirnar í Gamla bíói. Hann kenndi móður minni Svan- fríði Þórðardóttur að mála, en hún hefur það sem frístundagaman. Mamma býr í Brússel og rekur þar kaffihús." — Eru plakötin sem þú sýnir hérna þekkt í Bandaríkjunum? „Já, ég hef fengið verðlaun og viðurkenningu fyrir nokkur þeirra, t.d. frá „Art Director‘s Club of Bost- on“. Önnur hafa birst á prenti, t.d. í „Graphic Posters Annual" og „Best in Covers and Posters". Sýning Ágústu stendur til 10. sept- ember og öll verkin eru til sölu. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.