Helgarpósturinn - 30.08.1984, Side 17

Helgarpósturinn - 30.08.1984, Side 17
Tveir af fjórum — Daði og Kristján Steingrímur. „Aldrei áöur sýnt í september“ „Er ekki alltaf tilefni til sýningar þegar til eru myndir? Að minnsta kosti þykir okkur rétt að leyfa fólki að sjá það sem við höfum verið að fást við að undanförnu." Þetta vildu myndlistarmennirnir fjórir, þeir Arni Ingólfsson, Daði Guðbjörns- son, Kristján Steingrímur og Tumi Magnússon, með ánægju láta hafa eftir sér, þegar þeir voru að því spurðir hvers vegna þeir væru að sýna núna — nánar tiltekið frá 1. til 16. september nk. í Kjarvalssal á Kjarvalsstöðum. „Við höfum aldrei áður sýnt í september," sögðu fjór- menningarnir ennfremur, „þannig að sannarlega er tími til þess kom- inn — ekki satt?“ Hitt er annar handleggur að allir hafa listamenn- irnir haldið sýningar áður, bæði hér heima og erlendis. Þrír þeirra hafa á síðustu árum mjög verið viðloðandi það mjúka Holland: Arni, sem nú mun sýna „stóran skúlptúr en litlar teikningar"; Daði, sem að þessu sinni verður á ferðinni með grafík af ýmsum stærðum; og Tumi, en er í grafík og málverkinu — „stór- um ólíumálverkum". Kristján Stein- grímur, hins vegar, stundar nám við listaháskólann í Hamborg, en hefur í sumarfríinu dvalist mestmegnis á Norðurlandi og bæði gert málverk og grafík. „Enda eru mínar kol- svartar," segir Kristján Steingrímur. Hann hefur líklega horft of mikið í norðlensku sólina... -PE KVIKMYNDIR Skilnadur á ameríska vísu Nýja bíó: A krossgötum — Shoot the Moon Bandarísk. Árgerd 1982. Handrit: Bo Goldman. Leikstjóri: Alan Parker. Adalhlutverk: Albert Finney, Diane Keaton. Alan Parker, einn af þessum flinku Bretum á borð við Ridley Scott og Hugh Hudson sem slógu í gegn í vestrænni kvikmyndagerð fyr- ir fáum árum, gerir hér tilraun til að bæta við túlkunarsvið sitt eftir tvo létta söngleiki (Bugsy Malone, Fame), aflmikinn þriller- rudda (Midnight Express) og brokkgenga rokkfantasíu (The Wall). Shoot the Moon er hjónabandsdrama, gæti flokkast undir „vandamálamynd" ef hún væri skandinav- ísk, þar sem upplausn fjölskyldu er í brenni- depli. Albert Finney er velstæður rithöfundur í öngstræti: Hann er farinn að halda framhjá konunni sinni, Diane Keaton, er að segja skilið við öryggi hinnar vernduðu stofnunar sem er hjónabandið. Þessu ástandi er komið til skila á magnaðan hátt í upphafi myndar- innar. Shoot the Moon fylgir síðan þessari fjölskyldu eftir gegnum sársauka skilnaðar, tilrauna með nýtt líf, nýtt fólk. Þessi lýsing er á margan hátt áhrifarík og full af næmlega athuguðum smáatriðum sem mörg eru sannarlega tímanna tákn. Einkum ná Parker og Goldman handritshöf- undur sterkum tökum á hlutskipti barnanna og stundum konunnar. En það er hlutverk og leikur Albert Finneys sem fella þessa mynd. Rithöfundurinn er svo ósympatísk persóna og svo uppblásinn í meðförum Finn- eys að innri þróun hans, sem í raun er efnis- legur öxull myndarinnar, verður köld og vélgeng <»g hin hörmulegu endalok aðeins vanhugsuð patentlausn. Rannsókn á réttlœti Lík í lestinni Austurbœjarbíó: Borgarprinsinn — Prince of the City. Bandarísk. Árgerd 1981. Leikstjóri: Sidney Lumet. Adalhlutverk: Treat WUliams, Jerry Orbach, Richard Foronjy, Don Billett. Sá óviðjafnanlegi vinnuhestur Sidney Lumet virðist í fljótu bragði ekki vera leik- stjóri af „höfundarskólanum" (auteur), með persónulegan stíl og viðfangsefni. Miklu frekar mætti telja hann eins konar leik- stjórnarsjálfsala sem tekur við hvaða verk- efni sem er og skilar því aftur hratt og örugg- lega. Trúlega hefur Lumet gert á fjórða tug kvikmynda á innan við þrjátíu árum, — þrill- era, gamanmyndir, kvikmyndir eftir þekkt- um leikhúsverkum og alvarlegar dramatísk- ar myndir. Þær eru æði misjafnar, en bera þó allar vitni traustum handverksmanni. At- hygli vekur þegar litið er yfir „höfundar- verk" Lumets hversu oft hann gerir myndir um réttlæti í bandarísku þjóðfélagi, um hin óljósu mörk laga og réttar, glæpa og spilling- ar, um einstaklinginn og þjóðfélagið and- spænis spurningum um rétt og rangt. Svo virðist sem Lumet hafi einlæga þörf fyrir að Treat Williams, til hægri, á hlaupum í Prince of the City. fást við þetta efni, þótt ég viti ekki hvernig honum tekst að skapa sér tækifæri til þess á markaði pöntunarlistanna í Hollywood. Borgarprinsinn er ein af þessum myndum og sú sem gengur lengst í að kryfja efnið til mergjar án afsláttar, — mun lengra en t.d. Serpico á undan og The Verdict á eftir. Eins- og Serpico fjallar Borgarprinsinn um lög- reglumann (vel leikinn af Treat Williams) sem ákveður að fórna vinum og samstarfs- mönnum á altari þess sem hann hyggur að sé réttvísin. Hann fórnar sjálfum sér í leið- inni. Þetta er löng mynd; ágeng og þétt pökkuð, rannsókn í heimildamyndastíl, reynir dálítið á þolinmæði en er svo undan- bragðalaus og ítarleg að áhorfandi fer út með klump í maganum. Sannsögulegt efni fær hér sannferðuga meðferð og Borgar- prinsinn fær prýðis meðmæli. Regnboginn: Sídasta lestin — Le Dernier Metro Frönsk. Árgerö 1981. Leikstjóri: Francois Truffaut. Aðalhlutverk: Catherine Deneuve, Gerard Depardieu, Heinz Bennent, Jean Poiret. Þrátt fyrir stjörnurnar Deneuve og Depar- dieu í framlínunni verður Síðasta lestin aldrei meira en virðingarverð og vönduð saga um stórt stef einsog listina, lífið og frels- ið. Heinz Bennent leikur leikhússtjóra af gyðinglegum uppruna sem neyðist til að stýra leikhúsinu úr felum í kjallaranum þeg- ar Þjóðverjar hafa tekið París 1942. Den- euve er hugrökk eiginkona hans sem heldur leiknum gangandi út á við og Depardieu er ungi leikarinn sem verður skotinn í henni. Alls ekki vond uppstilling fyrir stórt stef. En það vantar neistann í myndina. Hún er óekta; jafn leikhúsleg og sá heimur sem hún sumpart lýsir. Og þótt það þjóni vissum til- gangi kemur það um leið í veg fyrir að áhorf- andi öðlist tilfinningatengsl við söguna á tjáldinu. Síðasta lestin er eklfl Francois Truff- aut upp á sitt besta. Hún er Truffaut upp á sitt dauðyflislegasta. Elskan mín — mamma þín Háskólabíó: Class — Reisn. Bandarísk. Árgerö 1983. Handrit: Jim Kouf, David Greenwalt. Leikstjóri: Lewis John Carlino. Aðalhlutverk: Andrew McCarthy, Jacque- line Bisset, Rob Lowe, Cliff Robertson. Lengi framanaf er Class hefðbundin menntaskólamynd, — sæmilega grínaktug lýsing á gáskafullum strákum sem hafa ekki minni áhuga á að kynna sér kvenlíkamann en algebru. Gott og vel. En þegar önnur aðalpersónan uppgötvar að sú fagra kona á fertugsaldri (Jacqueline Bisset) sem innvígði hann í kynlífið er móðir besta vinarins og herbergisfélagans heldur alvara lífsins inn- reið sína í myndina. Því veldur Class ekki. Höfundar gleymdu nefnilega að skálda sál í efni sitt, gefa persónunum tilfinningalegt svigrúm. Þeir voru of uppteknir af því að reyna að vera sniðugir og djarfir. Enda renn- ur Class út í sandinn. Ef hins vegar strákar vilja verða skotnir í eldri konu liggur beint við að hún sé Jacqueline Bisset. Það er þess virði að sjá Class bara til að fræðast um hvernig Bisset flekar hreinan svein í voða smartri glerlyftu í háhýsi í Chicago. Flugleið- ir eru með áætlunarferðir til Chicago, skilst mér. HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.