Helgarpósturinn - 30.08.1984, Page 22

Helgarpósturinn - 30.08.1984, Page 22
H ELGARDAGSKRAIN Föstudagur 31. ágúst 19.35 Umhverfis jörðina á áttatíu dög- um. 20.00 Fróttir og veður. 20.35 Á döfinni. 20.45 Skonrokk. 21.15 Milton Friedman. Bogi Ágústsson stýrir umræðum. 22.10 Pósturinn hringir alltaf tvisvar s/h. (The Postman Always Rings Twice). Bandarísk bíómynd frá 1946, gerð eftir samnefndri sakamálasögu eftir James M. Cain. Leikstjóri Tay Garnett. Aðal- hlutverk: Lana Turner, John Garfield og Cecil Kellaway. Dáfögur kona og elskhugi hennar koma sér saman um að losa sig við eiginmann hennar og hagnast á því um leið. Þýöandi Bogi Arnar Finnbogason. 00.00 Fréttir í dagskrárlok. Laugardagur 1. september 16.30 Iþróttir. 18.30 Þytur í laufi. 3. Reimleikar. 18.50 Enska knattspyrnan. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Heima er best. (No Place Like Home). Nýr flokkur. Breskur gaman- myndaflokkur í sex þáttum. Aðalhlut- verk: William Gaunt og Patricia Gar- wood. Eftir 24 ár sjá Crabtreehjónin loks fram á náðuga daga. Börnin fjögur eru komin á legg og hverfa úr föður- húsum hvert af öðru. En hjónin komast .í^brátt að raun um það að foreldrahlut- verkinu verður seint eða aldrei lokið. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 00 Petula Clark — síðari hluti. 55 Við skulum elskast. (Let's Make Love). Bandarísk bíómynd frá 1960. Leikstjóri George Cukor. Aðalhlutverk: Yves Montand, Marilyn Monroe, Tony Randall og Wilfrid Hyde White. Auð- kýfingur af frönskum ættum fregnar að hann verði hafður að skotspæni í nýrri revíu á Broadway. Svo fer að hann tekur að sér að leika sjálfan sig í revíunni til að njóta návistar aðalstjörn- unnar sem heldur að hann sé fátækur leikari. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. 00.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 2. september 18.00 Sunnudagshugvekja. 18.10 Geimhetjan. 18.30 Mika. 20.00 Fróttir og veður. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.50 Forboðin stílabók. 21.55 Músfkhótíö f Montreaux. Endur- sýning. 23.40 Dagskrárlok. © Fimmtudagur 30. ágúst 19.00 Kvöldfréttir. Daglegt mál. 19.50 Viö stokkinn. 20.00 Sagan: ,,Júlía og úlfarnir" eftir Jean Graighead George. 20.30 Kórsöngur. 20.45 Nóttin ó sór mörg andlit. Umsjón: Jökull Jakobsson. (Áður útv. 1968). 21.30 Einleikur í útvarpssal. Símon ívars- son leikur. 22.00 Hundadagaljóð eftir Þórarin Eld- jórn. Höfundur les. 22.35 Fimmtudagsumræðan. Föstudagur 31. ágúst 7.00 Fréttir. I bítið. 8.00 Fréttir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 ,,Þaðer svo margtað minnast á". 11.15Tónleikar. 11.35 Tvær smásögur. 12.20 Fróttir. 14.00 „Daglegt líf f Grænlandi" eftir Hans Lynge. 14.30 Miðdegistónleikar. 14.45 Nýtt undir nálinni. 16.00 Fréttir. 16.20 Sfðdegistónleikar. 17.00 Fróttir ó ensku. 17.10 Síðdegisútvarp. 19.00 Kvöldfróttir. 19.50.Við stokkinn. 20.00 Lög unga fólksins. 20.40 Kvöldvaka. 21.10 Tónlist eftir Igor Stravinsky. 21.35 Framhaldsleikrit: „Gilbertsmál- ið" eftir France's Durbridge. End- urtekinn VII. þáttur: „Brófið". (Áð- ur útv. 1971). 22.35 Kvöldsagan: ,,AÖ leiðarlokum" eftir Agöthu Christie. 23.00 Söngleikir f Lundúnum. ö.þáttur: ,,Guys and Dolls" eftir Frank Loesser. 23.50 Fréttir. 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Laugardagur 1. september 7.00 Fréttir. Tónleikar. Þulur velur og kynn- ir. 8.00 Fréttir. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.) 9.00 Fréttir. 11.20 Súrt og sætt. Þáttur fyrir unglinga. 12.2fl#réttir. 1íbróttaþóttur. 44-00 A ferö og flugi. Þáttur um málefni líðandi stundar. F15.10 Listapopp. 16.00 Fréttir. 16.20 Framhaldsleikrit: „Gilbertsmál- ið" eftir Frances Durbridge. VIII. og sföasti þóttur: ,,Hinn seki". (Áður útv. 1971). 17.00 Fróttir ó ensku. 17.10 sfðdegistónleikar. 18.00 Miðaftann í garðinum. 19.00 Kvöldfróttir. 19.35 Ævintýrið um hanann. 20.00 Manstu, veistu, gettu. Hitt og þetta fyrir stelpur og stráka. 20.40 Laugardagskvöld ó Gili. Stefán Jökulsson tekur saman dagskrá frá Vestfjörðum. 21.15 Harmonikuþóttur. 21.45 Einvaldur f einn dag. 22.00 Tónleikar. 22.15 Fréttir. 22.35 Kvöldsagan: ,,Að leiðarlokum" eftir Agöthu Christie. 23.00 Létt sfgild tónlist. 23.50 Fréttir. 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 2. september 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Val Illuga Jökulssonar „Eg er satt að segja mest hræddur um að ég hlusti eiginlega ekkert á útvarp né horfi á sjónvarp um þessa helgi, nema fyrir einhverja tilvilj- un. Þó ætla ég eftir fremsta megni að reyna að missa ekki af Gunnari Salvarssyni, vini mínum og félaga. Hann spilar að vísu hundleiðinlega músík í Listapoppi, en við því er ekkert að gera. í sjónvarpinu er þó mynd sem ég ætla alveg ákveðið ekki að láta fara framhjá mér. Það er „Lets make Love“ með henni Marilyn Monroe. Ég ætla að sjá hana." 10.25 Út og suður. 11.00 Messa í Víðimýrarkirkju. Hádeg- istónleikar. 12.20 Fréttir. 13.20 Á sunnudegi. 14.05 Lffseig lög. 14.50 Islandsmótið í knattspyrnu, 1. deild: Valur—Breiðablik. 15.45 Tónleikar. 16.00 Fréttir. 16.20 Höfundar Njólu. Hermann Pálsson prófessor flytur erindi. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Frá Mozart-hótíðinni í Frankfurt í júnf s.l. 18.00 Það var og. . . méð Þráni Bertels- syni. 19.00 Kvöldfréttir. 19.35 Eftir fróttir. 19.50 ,,Bara strákur úr firðinum". Anton Helgi Jónsson les eigin Ijóð. 20.00 Þá var ég ungur. Umsjón: Andrés Sigurvinsson. 21.00íslensk tónlist eftir Snorra Sigfús Birgisson, Áskel Másson, Karolínu Guðmundsdóttur. 21.40 Reykjavík bernsku minnar — 14. þáttur. 22.15 Fréttir. 22.35 Kvöldsagan: ,,AÖ leiðarlokum" eftir Agöthu Christie. 23.00 Djasssaga. Hátíðarhöld II. — Jón Múli Árnason. 23.50 Fréttir. Áfi] Föstudagur 31. ágúst 10.00-12.00 Morgunþáttur. Jón Ólafsson og Kristján Sigurjónsson. 14.00-16.00 Pósthólfiö. Valdís Gunnars- dóttir. 16.00-17.00 Jazzþáttur. Vernharður Linn- et. 17.00-18.00 í föstudagsskapi. Helgi Már Barðason. 23.15-03.00 Næturvaktin. Ólafur Þórðar- son og Þorgeir Ástvaldsson. (Rásirnar samtengjast kl. 24.00) Laugardagur 1. september 24.00-00.50 Listapopp. 00.50-03.00 Næturvaktin. Kristín Björg Þorsteinsdóttir. (Rásirnar samtengjast kl. 24.00) Sunnudagur 2. september 13.30-18.00 S-2, sunnudagsútvarp. Páll Þorsteinsson og Ásgeir Tómasson. Tjónvarp eftir Guðjón Arngrímsson Fréttirnar stundum slakar Frá degi til dags gerir almenningur sér eflaust miklu minni grein fyrir gæðum fréttaþjónustu ríkisfjölmiðlanna en dag- blaðanna. Ég held að fólk verði vart við samkeppni dagblaðanna um fréttir, það hefur nokkra tilfinningu fyrir því þegar blöð „skúbba" — eru á undan öðrum blöðum með fréttina. Samt held ég að almenningur geri sér enga grein fyrir því að suma daga eru blaðamenn í öngum sínum yfir lélegu blaði og aðra daga him- inlifandi yfir því sem þeir telja vel heppn- að blað. Blöð eru fyrst og fremst, og rétti- lega, metin eftir því hvernig þau standa sig til lengri tíma. En sjónvarpsfréttamenn búa við nán- ast enga samkeppni og ennþá minni fag- lega gagnrýni. Það er einna helst að öfga- menn í stjórnmálum geri athugasemdir við hlutleysisleikinn sem þar á að leika. Enalmennter litið á sjónvarpsfréttir sem einhverskonar sjálfsagðan hlut — eitt- hvað til að stilia klukkuna eftir. Síðan er annað hvort mikið í fréttum eða lítið. Fæstir velta fyrir sér hvort sjónvarps- fréttamenn hefðu getað gert betur — því hvort í raun hafi verið heilmikið frétta- efni í gerjun þennan daginn sem sjón- varpið missti af. Staðreyndin er nefnilega sú að sjón- varpsfréttamennirnir okkar eru bæði Eru sjónvarpsfréttir bara eitthvaö til að stilla klukkuna eftir? góðir og ekki góðir — suma daga gengur þeim allt í haginn en aðra daga, eins og síðastliðinn mánudag og þriðjudag, eru fréttatímarnir hörmung. Fyrsta frétt, burðarfréttin bæði mánudágs- og þriðju- dagskvöld, var um skólamál. A mánu- daginn var því slegið upp að lögboðin kennsla myndi dragast saman vegna sparnaðaraðgerða ríkisins og m.a. yrði ákveðnum börnum á Akureyri ekki kennd enska og danska. Viðtal fylgdi á eftir við talsmann kennara sem hélt þessu fram. Á þriðjudeginum var aðal- fréttin þess efnis að lögboðin kennsla myndi ekki dragast saman, og að börn á Akureyri myndu fá sína dönsku og ensku. Ragnhildur Helgadóttir mætti í viðtal og neitaði lið fyrir lið öllu sem kennarinn sagði kvöldið áður. Fréttin bú- in. Eftir situr áhorfandinn og spyr: Hvað var málið? Þetta er alkunn fréttaöflunaraðferð á íslenskum fjölmiðlum, en ansi ódýr. Vissuiega eru ummæli áhrifamanna stundum fréttnæm. En þarna átti sjón- varpið sjálft að komast að því hvort kennslan drægist saman og hvort Akur- eyrarbörnin fengju enskukennslu. Meta síðan hvort frétt leyndist í málinu, hvort um væri að ræða áróðursbrellu í kjara- baráttu, eða hvort það væri yfir höfuð nokkurt mál. Sjónvarpið hefur nú ekki síður en áður umtalsverða yfirburði til að flytja áhrifa- miklar fréttir. Mér virðist hinsvegar að starfsfólk fréttastofunnar mætti taka sér tak og skerpa svolítið fréttaöflun og framsetningu. Þetta er ekki alltaf spurn- ing um lélega aðstöðu og fámenni. Líka elju og útsjónarsemi. En þegar frétta- mennirnir hafa í raun ekkert til að miða sig við, og vita þar af leiðandi ósköp lítið um það hvort fréttatímarnir þeirra eru góðir eða slakir — þá er kannski varla hægt að búast við miklu. UTVARP eftir Vilhelm G. Kristinsson Dœlustödin við Skúlagötu Stundum hvarflar að mér að ég sé einn örfárra sérvitringa á íslandi sem leggja eyrun við klassískri músík í útvarpinu. í blöðum rekst maður oftsinnis á umsagnir valinkunnra meðborgara um útvarps- dagskrána og mér finnst ekki einleikið hversu margir þeirra segjast slökkva á tækjum sínum með þjósti þegar ein- hverri perlu tónbókmenntanna (oftast nefnd sinfónía í frásögnunum) er skotið út á öldur ljósvakans. En þetta er þó ef til vill engin furða. Þó að útvarpið hafi frá öndverðu lagt metnað sinn í að flytja okkur fagra tón- list, verður ekki sagt að það hafi að sama skapi lagt sig nægilega fram um að setja efnið í aðgengilegan búning fyrir al- menning, þar sem fylgjast að vandaðar og skemmtilegar tónlistarskýringar og tónlistarflutningur. Útvarpið hefur sann- ast sagna starfað sem eins konar dælu- stöð. Plötuhlemmum er dengt á fóninn með formála sem byggist á tölum, bók- stöfum og bunu af ítölskum orðum, sem hvergi er kennt að skilja nema í tónlistar- skólum. Með þessu hefur útvarpið full- nægt tilkynningaskyldu sinni gagnvart rétthöfum og eldheitum áhugamönnum, sem þó oft á tíðum kunna rulluna utan- bókar. En skelfing hlýtur þessi efnismeð- ferð að vera fráhrindandi í eyrum þeirra hlustenda, sem ekki hafa lagt sig eftir að nema útlenskuna. Góð klasslsk tónlist en illa kynnt. Engum fréttamanni dytti í hug að skrifa svona frétt: „Alberto sagði í morg- un, að verðbólguhraðinn hefði verið prestissimo í fyrra. Nú væri hann moder- ato og yrði vonandi lento, ef ekki largo, í lok kjörtímabilsins. Atvinnuástand væri piano og ríkisstjórnin yrði að bregðast við sforzato til að atvinna yrði forte í árs- lok.“ Það er leikur einn fyrir útvarpið að gera betur. Klassíkerar þess gætu til að mynda farið í kennslustund hjá Jóni Múla ■ Árnasyni, höfuðsnillingi jassara, sem áratugum saman hefur á sinn einstæða og alþýðlega hátt sveiflað hlustendum inn í töfraheima jassins. Ég veit um yfirlýsta hatursmenn sí- gildrar tónlistar sem lögðu niður rófuna og hlustuðu í andakt þegar vinur minn, Jón Örn Marinósson, matreiddi í útvarp- inu dýrindis rétti úr klassískri músík, ásamt kryddi og bragðaukum frá eigin brjósti, á síðkvöldum fyrir nokkrum ár- um. Hann hefði mátt halda því áfram eft- ir að hann varð tónlistarstjóri. Góð músík er ekki fyrir þá eina sem láta rigna ofan á skallann á sér á veturna gegnum lekt þakið á Háskólabíói, annan hvern fimmtudag og taka presto og largo beint í æð án þess að blikna. Þess vegna á útvarpið ekki að úða henni út í loftið, umhugsunarlaust, heldur vanda til verka og auðvelda tónlistinni leið að hjörtum almennings. Sem liðsmanni þeirra fylkinga, sem gjarnan vilja aukið frelsi í útvarpsrekstri, gremst mér oft hversu margir virðast setja jöfnunarmerki milli nýrra rása og stöðva annars vegar, og dægurlagaflutn- ings hins vegar. Ég væri alveg til við- ræðu um svo sem eins og eina litla stöð, sem reyndi að rækta fjölskrúðugan gras- garð vandaðrar tónlistar. Kannski yrði það til þess að gamla gufuradíóið rumsk- aði. 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.