Helgarpósturinn - 04.10.1984, Síða 8
„Hann er m jög skapmikill
andstæðingur; harðvítugur
hagsmunagæslumaður, hvorum
megin víglínunnar sem hann er.##
stjómmálanna þótt ekki hafi
verið um að ræða þátttöku hans
sjálfs þá. Sem „víkar“ í stjómar-
ráðinu og þingritari hafði hann
nánast stúkusæti í þessum sjón-
leik sem heitir „Útgerð þjóðar-
skútunnar". Persónuleg þátttaka
var þó ekkert efst í huga hans.
,3vo langt sem ég man hefur
Kristján haft mikinn á huga á fé-
lagsmálum og pólitík," segir
Aðcdheiður Jónsdóttir, eiginkona
Kristjáns, en þau kynntust ein-
mitt á þessum árum. „Hinsvegar
held ég að hcinn hafi cildrei bein-
línis ætlað sér að starfa í pólitík
eða félagsmálum, það er nokkuð
sem hefur komið síðar, vegna
áhuga hans á þessum málum.“
Kristján varð starfsmaður
í fjármálciráðuneytinu
1937, Vcirð fulltrúi 1945
og deildarstjóri í launadeild 1956.
Menn verða að gera það upp við
sig sjálfir hvort þeim finnst það
skondið eða kaldhæðnislegt að
það er einmitt deildarstjóri í
launadeild fjármálaráðuneytis-
ins sem í dag er einn af „prímus
mótoronum" í að skipuleggja
baráttuna við BSRB. Það var
raunar líka svo á tímum Krist-
jáns.
„Þetta er dálítið kómískt", seg-
ir Baldur Möller, ráðuneytisstjóri
í dómsmálaráðuneytinu. ,JCrist-
ján var þá í launamálum en í allt
öðrum skotgröfum. Ég var um
tíma stjórnarmaður í BSRB en
hann í fjármálaráðuneytinu. Nú
hef ég um árabil verið í samn-
inganefnd fjármálaráðuneytisins
en hann formaður BSRB. Af þessu
má ráða að við höfum ekki alltaf
verið á Scima máli.
Kristján er mjög skapmikill og
strembinn andstæðingur. Ég tel
hann harðvítugan hagsmuna-
gæslumcinn, hvorum megin víg-
línunnar sem hann er. Hann erfir
hinsvegar ekki hluti og er samur
vinur manns á eftir, þótt á ýmsu
hafi gengið í baráttunni. í ráðu-
neytinu.var hann vel liðinn af
starfsfólki, enda kurteis maður
og þægilegur í umgengni."
að eru ekki allir sammála
um þessi skipti Kristjáns
milli skotgrafa.
„Kristján er maður sem ætlaði
sér frama í pólitík og var því
ósköp sáttur við að sitja í stól
deildarstjóra í launadeild og
berja þar á launþegum," segir
einn þeirra sem orðið hafa sam-
ferða Kristjáni í gegnum opinber
störf. „Þegar hinsvegar hann sá að
hann myndi ekki ná neinum
frama eftir hefðbundnum ieiðum
og í flokkspólitík, fór hann yfir til
verkalýðsins."
„Þetta er einhver asnalegasta
einföldun sem ég hef heyrt", seg-
ir annar samferðamaður Krist-
jáns. „Kristján er einfaldlega
þannig gerður að ef hann tekur
að sér ábyrgðarstarf vinnur hann
það eins vel og hann getur. Það er
líka tóm vitleysa að segja að hann
hafi „barið á verkalýðnum".
Hann var embættismaður sem
sinnti vel sínum skyldustörfum.
Hann hefur alla tíð borið hag
hinna vinnandi stétta fyrir brjósti
og það er mjög eðlilegt að hann
hafi smám saman tekið að sér
stærra og stærra hlutverk í þeirra
þágu. Það varð engin snögg hug-
arfarsbreyting hjá honum þegar
hann fór að starfa fyrir BSRB og,
tók loks við stjórnartaumum þar.
Það er ósköp eðlileg þróun mið-
að við lífsskoðanir hans og hæfi-
leika."
Lífsskoðanir Kristjáns féllu um
skeið að stefnuskrá Framsókn-
arflokksins, eða þó líklega öfugt.
Hann hóf þátttöku í flokksstörf-
um og frami hans var nokkuð
skjótur. Þessi frami afsannar í
rauninni þá fullyrðingu eins við-
mælenda hér á undan að Kristján
hafi „farið til verkalýðsins" vegna
þess að hann hafi ekki getað hasl-
að sér pólitískan völl með hefð-
bundnum hætti. Árið 1958 er
hann í stjóm Frcimsóknarfélags
Reykjavíkur og árið eftir er hann
orðinn formaður fuiltrúaráðs
Framsóknarfélaganna í Reykja-
vík.
Hann er kominn í miðstjóm
Framsóknarflokksins 1963 og er
þá jafnframt orðinn fyrsti vara-
þingmaður í Reykjavík. Frá 1964
til 1970 situr hann á Alþingi ein-
hvern hluta af hverju ári.
„Hann var nokkuð aðgerða-
mikill á þingi", segir Vilhjálmur
Hjáilmcirsson, fyrrum ráðherra.
„Hann var röskur við að koma á
framfæri ýmsum áhugamálum
sínum og ég man til dæmis eftir
að hann vildi koma á embætti
umboðsmanns Alþingis, sem al-
mennir borgarar gætu leitað til ef
þeir þyrftu á að halda. Persónu-
leg kynni okkar vom ekki mikil en
það sem okkur fór í milli var með
ágætum. Mér líkaði vel við Krist-
ján og það var gott að leita til
hans um einhver verkefni."
Páll Pétursson alþingis-
maður segist alltaf hafa
haft mætur á Kristjáni
þótt honum hafi fundist hann
óþarflega harðskeyttur stundum.
„Hann gengur hart fram í að
sækja rétt umbjóðenda sinna,
sem ekki fer alítaf saman við
þjóðcirhag. Hcinn var töluvert til
vinstri í flokknum og gekk til liðs
við Möðruvellinga á sínum tíma.
Ég þekki Kristján afar lítið per-
sónulega en hef alltaf litið á hann
sem mikilhæfan mann og býsna
slunginn og harðskeyttan ná-
unga.“
Svo fór að lokum að Kristján
sagði sig úr Framsóknarflokkn-
um árið 1974. Ekki eru allir sam-
mála um ástæðuna fyrir því.
„Kristján er einn af þessum
mönnum sem ekki finnst þjóðfé-
lagið hafa leitað til hcins sem
skyldi", segir Indriði G. Þor-
steinsson rithöfundur og fyrrum
ritstjóri Tímans. „Ég hef á tilfinn-
ingunni að hann hafi verið tilbú-
inn en ekki kallaður til þeirra
starfa sem honum fcinnst hann
eiga að gegna. Verkalýðshug-
sjónin er ekki gömul í honum.
Hitt er annað mál að maður sem
hefur sterkar pólitískar hneigðir
þykist eiga ýmsum grátt að gjalda
þegar hann fær ekki sitt fram.
Með BSRB er hann í aðstöðu til
að setja lappirnar fyrir þjóðfélag-
ið. Persónulega er Kristján hins-
vegar lipur við fólk og þægilegur í
umgengni."
„Eg sagði mig úr Framsóknar-
flokknum vegna þess að ég taldi
hann vera að færast frá minni Iífs-
skoðun, sérstaklega í launa-
stefnu", segir Kristján. „Ég taldi
mig cilltcif til vinstri í flokknum, og
það var engin tilviljun að ég tók
að mér störf fyrir verkalýðshreyf-
inguna. Ég fór út í félagsmál um
leið og ég byrjaði í p>ólitík.“
Og í félagsmálapólitík hef-
ur Kristján verið þó-
nokkuð áberandi síð-
ustu árin, svo ekki sé meira sagt.
Hann hefur helgað BSRB starfs-
krafta sína og að sögn samstarfs-
manna unnið þar mikil afrek.
„BSRB var vita máttlaust félag
þegar Kristján kom inn í dæmið“,
segir einn þeirra. „Það hafa að
vísu margir lagt hönd á plóginn
en ég held að flestir geti verið
sammála um að hann eigi mjög
stóran þátt í því að bandalagið er
nú orðið virk og öflug launþega-
hreyfing."
Kristján er sagður ráða nokkuð
því sem hann vill innan BSRB en
því fer fjarri að hann sé þar ein-
hver einvaldur.
„Hann er nú bara ekki þannig
gerður", segir Bjöm Amórsson.
„Hann biður oft um hugmyndir
og gagnrýni og hlustar af athygli
á allt sem menn hafa fram að
færa. Hann tekur það heldur ekki
illa upp þótt einhver mótmæli
honum og ég hef ekki heyrt hann
hallmæla nokkmm starfsmanni
BSRB þótt svo hafi verið. Hann er
einstaklega traustur og vandaður
maður."
.JCristján hefur umboð fyrir
mjög flókinn hóp“, segir Einar
Ólcifsson, einn cif nánustu sam-
starfsmönnum Kristjáns. ,J4onum
hefur tekist merkilega vel að
..súmmera upp“ skoðanir og
velja það besta fyrir þessa flóknu
heild. Þessi samtök vom veik og
smá þegar hann kom hingað og
þótt hann hafi auðvitað ekki
staðið einn að verki þá á hann
stóran hlut í að þau em nú sterk-
ari en bjartsýnustu menn höfðu
látið sér detta í hug að væri
möguiegt."
Flestir þeirra sem falað var
við, hvort sem það vom
vinir eða andstæðingar,
höfðu orð á því að Kristján væri
stífur á meiningu sinni þegar
Scunningamái væm annarsvegar.
„Hann virðist líta á sig sem ein-
hvern alvísan landsföður," segir
einn þeirra sem sitja hinummeg-
in við borðið., Jlann er fyrir saut-
ján þúsund manna félagsskap,
sem er ekkert smáræði, og hann
á það til að vera hrokafullur í
skjóli þess valds sem það veitir
honum. Mér finnst sem upp á síð-
kastið sé hann farinn að keppa
við Gvend jaka í dramatík."
Annar „andstæðingur" Krist-
jáns er sammála því að hann sé
stífur, en neitar algerlega að sam-
þykkja að hann sé hrokafullur.
„Þegar þú ert með sautján þús-
und manns á bakinu þýðir ekkert
að segja já og amen við því sem
að þér er rétt. Kristján er vissu-
lega harður í horn að taka, en
hann er mjög mannlegur og það
er hægt að ræða við hann í róleg-
heitum um hlutina. Hann sam-
þykkir kannski ekki það sem þú
ert að segja en hann virðir rétt
þinn til að hafa þessar skoðanir.
Mér finnst hann ekki skáka í skjóli
þess valds sem BSRB veitir hon-
um.“
„Ég get vel viðurkennt að ég er
fastur fyrir“, segir Kristján. „Ég
tel mig hinsvegar hafa nokkra lip-
urð til að bera í samningum og ég
er alltaf reiðubúinn að hlusta á
gagnrök."
m
hita bcLráttunnar fcdla stund-
um þung orð og kjarabarátt-
an nú undanfamar vikur er
þar engin undantekning. Hvemig
ætli sé að þola þá spennu sem
slíkt skapar?
Kristján er kominn með nokk-
uð sterkan skráp“, segir Aðal-
heiður kona hans. „Hann er
löngu hættur að taka nærri sér
persónulegar árásir. Og hann ber
ekki persónulega óvild til þeirra
manna sem hann er að takast á
við.“
„Mér þykir miður ef persónu-
leg óvild skapast vegna átaka í
samningamálum", segir Kristján.
„Það er líka sem betur fer afskap-
lega sjaldgæft, þótt ég geti ekki
neitað því að stundum vill gæta
nokkurs kulda við einstaka
menn. Mér finnst að persónuleg
kynni og umgengni eigi ekki að
líða fyrir það þótt menn séu
ósammála og deili hart. Nú, al-
þjóð sá að við Albert Guðmunds-
son vorum dálftið fjarri því að
vera á sama máli í sjónvarpinu á
dögunum, en það hefur ekld áhrif
á persónuleg samskipti okkcir. Ég
virði Albert sem mann, þótt lífs-
skoðanir okkar fciri ekki sciman
að öllu leyti.“
Formaður BSRB hefur ekki allt-
af mikinn tí'ma aflögu fyrir sig og
sína. Hvernig er heimilislífið hjá
manni sem stundum verður að
vera burtu frá heimili sínu, nema
yfir blánóttina, lcingtímum sam-
an?
,3em maður og heimilisfaðir
er Kristján svo stór að ég vildi
gjarnan hafa lært eitthvað úr
hans bók“, ,segir Einar Ólafsson.
„Hann kann vel að nota sínar frí-
stundir og eyðir þeim helst með
fjölskyldunni. í góðra vina hópi
er hann einstaklega skemmtileg-
ur og lúmskur brcindcircismiður.
Hann er svo heppinn að eiga
konu sem hefur verið honum
mikil stytta og sem sjálf hefur
mikinn áhuga á félagsmálum."
„Það eru auðvitað mildar annir
hjá Kristjáni en hann hefur lag á
að slappa af þegar hann er
heima", segir Aðalheiður. „Þegar
maður gegnir svona starfi verður
eiginkonan að gera það strax
upp við sig að taka þátt í því.
Kristján ber ekki vandamálin
með sér heim, en við ræðum mik-
ið um störf hans, enda væri þetta
óbærilegt öðruvísi."
Kristján og Aðalheiður
eiga tvö böm; Gylfa, sem
kvæntur er Svölu Thorla-
cius lögfræðingi og Sigríði, sem
gift er Árna Kolbeinssyni sem
starfar í skattadeild fjármála-
ráðuneytisins. Gylfi og Sigríður
eru bæði lögfræðingar. Vinir
þeirra Kristjáns og Aðalheiðar
höfðu margir á orði að fjöl-
skylduböndin væm óvenju sterk.
„Við höfum alltaf haft mjög
gott samband við bömin", segir
Aðcdheiður. „Og þótt faðir þeirra
hafi stundum verið dálítið mikið
fjarverandi hefur það ekki orðið
til þess að nein gjá eða ,Jcyn-
slóðabil" myndaðist. Við erum
öll bestu vinir og samkomulagið
eins og best verður á kosið.“
Pau Kristján eiga auðvitað
fjölmarga kunningja, ekki
síst meðal samstarfs-
manna hans í BSRB. Vinir þeirra
em þó aðallega úr fjölskyldum
þeirra beggja. Sérstaklega var
það oft nefnt hve þeir em miklir
vinir Kristján og Birgir, bróðir
hans. Fjölskyldurnar hafa búið í
sama húsi í hartnær fjömtíu ár og
aldrei fallið skuggi ávinskapinn.
.J^jölskylduböndin em óvenju
sterk“, segir einn af samstarfs-
mönnum Kristjáns í BSRB. ,J>að
staiar kannski að sumu leyti af
því að bæði Kristján og Birgir
hafa gegnt opinberum störfum
og stundum borið töluvert á
þeim. Heimilið er þeirra kastali
þar sem fjölskyldumar geta kom-
ið saman og veitt hvor annarri
stuðning ef svo ber undir. Miðað
við hvemig fjölskyldutengsl em í
dag, þar sem fólk sést helst ekki
nema við brúðkaup og jarðarfarir
em þessi tengsl mjög óvenjuleg.
Ég er ekki frá því að þama eimi
eftir af sveitamanninum í þeim
Kristjáni og Birgi þótt þeir hafi
ungir flust á mölina. Allavega er
víst að þetta em tengsl sem þetta
fólk er öfundsvert af.“
ái
„Kurfeis, þægilegur í umgengnil
og einstaklega skemmtilegur eg
lúmskur brandarasmiður.##