Helgarpósturinn - 04.10.1984, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 04.10.1984, Blaðsíða 11
Y ■ msir starfsmenn Sjónvarps íhuga nú alvarlega að segja upp störfum sínum. Ástæðan fyrir upp- sögnunum er fyrst og fremst smán- cU'leg laun að mati starfsmanna. Við heyrum að allir dagskrárgerð- armenn hjá lista- og skemmtideild og frétta- og fræðsludeild íhugi uppsögn þ. 15. október. Af frétta- stofu sjónvarps er það að frétta í þessu sambandi að Guðjón Eln- arsson hefur hugsað sér til hreyf- ings og Rafn Jónsson fréttamað- ur þegar sagt upp störfum. Rafn mun taka við framkvæmdastjóra- stöðu Nýmyndar, sem er ný mynd- bandatækniþjónusta sem núver- andi og fyrrverandi starfsmenn Sjónvarpsins hafa nýverið stofnað. Að baki hins nýja fyrirtækis standa fyrst og fremst tæknimenn Sjón- varpsins og munu margir þeirra segja stcirfi sínu lausu og helga starfskraftana Nýmynd, m.a. Hannes Jóhannsson tæknistjóri Sjónvarpsins. ^Piðrik Ólafsson skákmeistari m.m. tekur við embætti skrifstofu- stjóra Alþingis er þing kemur sam- an í október. Friðrik er með margar nýjar hugmyndir á prjónunum varðandi starfið. M.a. hyggst Frið- rik tölvuvæða skrifstofuhaldið að hluta og mun innan tíðar verða unnt að fylgjast með stöðu ein- stakra mála í þinginu gegnum tölvu. Þannig má á andartaki sjá hvar mál eru stödd; hvort þau séu til umræðu eða afgreiðslu í efri deild eða neðri, séu í nefndum eða einhvers staðar annars staðar... A mánudagskvöldið í fyrri viku var þáttur á dagskrá sjón- varpsins sem f jallaði um menning- artengsl Ráðstjómarríkjanna og Is- lands. Þáttur þessi er sovéskur og hafði útvarpsráð horft á þáttinn með rússnesku tali og samþykkt hann fyrir sitt leyti. Þegar þýðing- artexti lá fyrir, lásu tveir útvarps- ráðsmenn hann yfir og gáfu enn- fremur grænt ljós á sendinguna. Var þátturinn settur inn á dagskrá og kynning send út til blaða og þátturinn tilkynntur í útvarpi og sjónvarpi. Umrætt mánudags- kvöld tilkynnti sjónvarpsþulan hins vegar að þátturinn hefði fallið út af dagskrá og að önnur mynd yrði sýnd í staðinn. HP heyrir að útvarpsráð hafi kippt út myndinni á síðustu stundu en enn hafa ekki verið gefn- ar neinar upplýsingar eða skýring- ar á því tiltæki... ÍLausn á deilu bókagerðar- manna og útgefenda miðar lítt. Ýmsir útgefendur hafa reynt að liðka til en tveir menn í þeirra hópi munu vera óhagganlegir og harð- neita að ræða kröfur prentara, þeir em Hörður Einarsson (DV) og Haraldur Sveinsson (Arvakur/ Morgunblaðið). Umrætt verkfall kostar þessi tvö blöð enga smá- peninga, t.d. tapar Morgunblaðið um einni milljón á dag í verkfcill- inu... A glýsingastofumar hafa ekki verið verkefnalauScLr þótt dag- blöðin komi ekki út. Tvær stórar sýningar hafa dregið dilk í bú aug- lýsingastofanna; sjávarútvegssýn- ingin í Laugardalshöilinni og Bú- vömsýningin á Artúnshöfða. En nú er þeim lokið og aftur fer að harðna í dalnum. Prentaraverkfallið dreg- ur nefnilega úr umboðslaunum auglýsingastofanna af dagblaða- augýsingum og ennfremur glatast veltufé stofanna í vemlegum mæli... s DDtarfsmenn NT munu margir hverjir vera æfir vegna þess að út- gáfan á ET, blaði blaðamanna NT, var stöðvuð af Hauki Ingibergs- syni og félögum hans í Framsókn. Samstarfsandinn á NT mun vera kominn undir frostmark eftir þessi leiðu tíðindi og hefur Gunnar Kvaran, blaðamaður NT, sem einna mest barðist fyrir tilurð ET, sagt starfi sínu lausu í mótmæla- skyni. Gunnar hefur þegar verið ráðinn aftur til fréttastofu útvarps- ins og mun væntanlega taka þar til staría innan tíðar... A Iþýðuflokkurinn stendur vægast sagt mjög bagalega að vígi gagnvart hugsanlegum alþingis- kosningum. Ákveðin öfl innan flokksins vinna nú leynt og ljóst að því að bylta Kjartani Jóhanns- syni formanni og vilja meina að þar sé sökudólginn að finna að ógöngum flokksins. Það mun eink- um vera Sighvatur Björgvinsson sem beitir sér fyrir hallarbylting- unni og á hann að hafa leitað til eldri flokksleiðtoga um að þeir gæfu kost á sér til framboðs gegn Kjartani. Ekki mun þó þetta „plott“ hafa gengið vel og getur vel farið svo að böndin berist að Sighvati sjálfum varðandi framboð gegn sitjandi formanni. Alla vega sitja byltingarsinnar mikið þessa dag- ana á ákveðnu hótelherbergi í mið- bænum og brugga seið mikinn... V erkfallsógnir fæla nú ýmsa starfsemi úr landi. 52 loðnuskip munu vera að halda á „útlandsveið- ar“, þ.e.a^. þau munu landa aflan- um erlendis, aðallega í Færeyjum eða Hirtshals í Danmörku. Stór hluti togaraflotans mun ennfremur landa í Bretlandi ef fiskverkun stöðvast á íslandi. Löndun erlend- is er að mörgu leyti miklu hag- stæðari fyrir útgerðarmenn, þar eð rekstrarkostnaður, ekki síst olíu- kostnaður, er mun lægri víða er- lendis en á íslandi... P að var ranghermt í síðasta Helgarpósti að flug muni að öllum líkindum leggjast niður vegna þátt- töku flugumferðaratjóra í verk- falli BSRB. Hið rétta er að flugum- ferðarstjórar hafa aldrei haft verk- fallsréttindi. Að vísu kann verkfall- ið að ná til aðstoðarmanna þeirra, en þeir eru að sögn ófúsir til að leggja niður vinnu. Flugumferðar- stjórar segjast munu gera það sem í þeirra valdi standi til að halda fluginu gangandi... lenn spá nú mikið í fram- vindu mála í harðnandi kjaradeil- um. Margir halda að ríkisstjómin setji lög á verkföllin en aðrir meina að bráðabirgðalög verði aldrei sett, því stutt sé í að þing komi saman. Lög um bann við verk- föllum sem sett eru af Alþingi eru mun sterkari en ef ríkisstjómin setur sömu lög. Þá á eftir að sjá hvort samstaða næst á þingi um slík lög. Ýmsir þingmenn og for- ystumenn Sjálfstæðisflokksins eins og Þorateinn Pálsson for- maður, hafa lýst sig andvíga slíkum lögum. Hitt er annað mál að ef rík- isstjórnin bíður ekki eftir þingi heldur skellir á lögum um verkföll, mun hún ekki segja af sér strax. Virði almenningur lögin að vettugi og neitar að mæta til vinnu engu að síður, verður hins vegar erfið- ara fyrir ríkisstjómina að sitja áfram... G iugginn, þáttur sjón- varpsins um listir á líðandi stundu mun halda áfram göngu sinni á skjánum í vetur. Þó mun vera ákveðið að Glugginn skuli hann ekki heita lengur en enn hefur ekki fundist nýtt heiti á þáttinn. Ákveð- ið hefur hins vegar verið að Svein- björn I. Baldvinsson taki einn við stjórn þáttarins í vetur... A Jþýðuleikhúsið mun endurvekja starfsemi sína í vetur. Fyrsta verk leikhússins á nýrri önn verður verk eftir franska skáldið Jean Genet og ber það heitið „Vinnukonurnar". Kristín Jó- hannesdóttir mun leikstýra og er unnið hörðum höndum að því þessa dagana að finna húsnæði fyrir leikhúsið. í sjónmáli er hús- næði í hinu nýja Sigtúni... || I ið geipivinsæla stykki Stúdentaleikhússins „Láttu ekki deigan síga, Guðmundur!" eftir þær Eddu Björgvinsdóttur og Hlín Agnarsdóttur mun rísa upp á ný. í þetta skipti em það ekki stúdentar sem leika í verkinu held- ur atvinnuleikarar sem mynda grúppu um verkið og verður það væntanlega sett upp í Sigtúni hinu nýja... V, ið sögðum frá væntanlegum nýjum ritstjóraefnum Þjóðviljans eftir Einar Karl Haraldsson. Nú hefur staða Össurar Skarphéð- inssonar styrkst mikið og telja flestir á þeim bæ að hann hljóti hnossið. Eldri flokksmenn vilja þó ekki sætta sig við að Össur setjist einn í ritstjórastólinn, heldur sé dyggur flokksmaður honum við hlið sem hafi rétt sambönd við ráð- andi öfl í Alþýðubndalaginu. Hefur nafn Vilborgar Harðardóttur varaformanns oft borið á góma í þessu sambandi og ekki ólíklegt að Ossur verði að flytja sig um set svo að Vilborg geti einnig tyllt sér í ritstjórcistól Þjóðviljans... F ari BSRB-menn í verkfall em örfáir hópar opinberra starfs- manna undanþegnir verkfalli. Einn þeirra er starfsmenn Aiþingins... juk ■ WMeðan launakrafa Verka- mannasambands íslands um 30% hækkun er til umræðu, hefur frést að forystumenn VMSÍ og ýmissa félaga sambandsins hafi samið sín á milli um eigin launahækkanir á bilinu 40-50%... D ■Vjörn Vignir Sigurpáls- son, fyírum ritstjóri Helgarpósts- ins og núverandi meðeigandi og einn stjórnenda í myndbandaþjón- ustunni ísmynd, hefur nú söðlað um og tekið til við blaðamennsku á nýjan leik. Bjöm Vignir mun um næstu mánaðamót hefja störf á Morgunblaðinu þar sem hann vann sem blaðamaður í fjölmörg ár. Hann mun sjá um viðskiptasvið ritstjórnar, þ.e.a.s. ritstýra fréttum og greinum um viðskipti og efna- hagslíf... Kyrírim „ elnu si'”11 KRÉrKJA Enn ÉÍ.A«B09 raest í n*stW matl>öruUerslnn

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.