Helgarpósturinn - 04.10.1984, Page 12
Hafsteinn Austmann listmálari í Helgarpóstsviðtali
eftirÞórhatlEyþórsson mynd JimSmart
Gamli Skerjafjörðurinn er líkastur dálítilli vin íþeirri auðn sem myndast
af einskismannslandi Vatnsmýrarinnar annars vegar og dauðasvæðis
flugbrauta Reykjavíkurflugvallar hins vegar. Húsaþyrpingin sem getur að
líta á þessum stað er einhvem veginn á skjön við önnur hverfi þessarar
borgar, kannski þess vegna tilvalinn staður fyrir listamenn að búa á. Það
hefur að minnsta kosti Hafsteini Austmann listmálara þótt — og hann
hefur ekki látiðþar við sitja að eiga þarna hús, heldur reisti hann sér fyrir
fáum árum forláta vinnustofu sömuleiðis. „Á þetta nokkuð að vera
œvisaga?“ spyrHafsteinn mig á meðan hann skenkir kaffi og meðþví. Ætli
þetta verði ekki fremur svona viðtal af tegundinni „í fáum dráttum“,
málaraferill Hafsteins Austmanns er orðinn alllangur. Á Kjarvalsstöðum
hefur hann að undanförnu verið með sýningu á myndum frá þrjátíu ára
ferli. „Það er ekkert úrval,“ segir hann, „heldur aðeins vörður á lífs-
leiðinni, valdar afhandahófi. “ Samtímis þeirri sýningu opnaði Hafsteinn
sýningu á nýlegum vatnslitamyndum í Gallerííslensk list á Vesturgötunni.
— Fyrst langar mig til að vita hvaða Aust-
mann Hafsteinn hefur að geyma.
„Það var heppileg tilviljun fyrir mig,“ svarar
Hafsteinn sposkur á svip, „að ég skyldi ekki
þurfa að taka mér sérstakt listamannsnafn, en
fá þetta í skírnargjöf: Austmann. Nafnið er lík-
lega síður til komið af því að ég eigi til aust-
manna úr Noregi að teija en af þeirri staðreynd
að ég er fæddur austur á Vopnafirði; ég er hálfur
Austfirðingur og hálfur Sunnlendingur. Ekki er
loku fyrir það skotið að foreldrar mínir hafi
verið með hugann við roðann enn lengra í aust-
urátt þegar þau voru að velja mér nafn, en þau
voru víst heldur á róttækari kantinum þcir sem
pólitík var annars vegar. Allt um það — þrátt
fyrir austrænuna hef ég alið aldur minn meira
og minna hér syðra frá fjögurra ára aldri.“
— í inngangsorðum að listaverkabók um
Kjarval sem Helgcifell gcif út fyrir margt löngu
spurði Halldór Laxness: „Hvert var það undur
sem rak úngan svein á afskektu landshomi fyrir
fimtíu árum til að fara að búa til málverk?”
Þegar Hafsteinn Austmann var að alast upp
voru að sönnu breyttir tímar hér á landi frá því
sem verið hafði í æsku Kjarvals,- engu að síður
var það ugglaust djarft hugsað hjá unglingi í
gagnfræðaskóla í kringum 1950 — jafnvel þótt
drátthagur væri — að einsetja sér að gera
myndlist að lífsstarfi.
Hafsteinn rifjar upp að hann hafi verið fsirinn
að hafa gaman af að n <da eitthvað um tíu ára
gamall. „Og í gagntí , :óla var þetta orðin
ástr Sa. Það er í raunirmi verkefni sálfræðinga
að tinna út hvers vegna þvíumlíkt getur gripið
mann svo gersamlega að ekkert annað komist
■ð. E auk þess átti ekki 'uinnstan þátt í því að
c.g íxí éð að leggja út ssa braut — ég var
orðinnalv.-i ímiim jksextánára—aðég
var af. ::!ega heppin; með kennara. Það var
einkup' rphéðimi idsson teiknikennari
sem mig til a era ódeigur að haida
áfrant lála,- hann hefur verið næmur á
hversu ■ 'inn var bn andi. Hann taldi ekki
eftirsé • ieyfamérað • natilsínmeðmynd-
ir — ei! '■ iíka óspar krítíséra þær. ixtks
kani: á5- vera. að ára.« n sem ég sýndi í
öðrui nsgreinuns i bent til þess að
ég . : frekar.'að hei, dg nhverri þeirra í
framúöinni heiduren; ;..stir ni.“
G.ir/ ■Xt'ao'i knr,.öv>j: Ot,*jS maa. ivt,
• v.j , . i
— En dæmi hverra gat ungur áhugasamur
Hafsteinn Austmann fylgt í list sinni?
„Sextán — sautján ára, líklega á þeim aldri
sem maður'er einna hrifnæmastur, byrja ég að
fara á sýningar. Um það leyti voru margir þeirra
sem síðar kölluðu sig Septem-hópinn að koma
heim frá útlöndum. Það sem þeir voru að gera
þá var fyrir mér svipað því sem ég hugsa að Nýja
málverkið sé í augum ungu mannanna núna:
það var eins og þetta væri það sem ég hefði
alltaf verið að bíða eftir. í Septem-hópnum voru
spámenn þess tíma. Maður leit upp til þeirra
fyrir það hvað þeir voru kjarkaðir og höfðu
mikla ást á listinni. Listin var þeim allt, og fyrir
hana voru þeir reiðubúnir að hætta efnahags-
legu öiyggi, fjölskyldulífi og öllu öðru.
Síðustu og verstu tímar
Eg kynntist snemma Þorvaldi Skúlasyni, og
fann strax og þótti mikið til um hversu heiðar-
legur hann var í list sinni og tók starf sitt alvar-
lega. Menn eins og Þorvald skipti meiru að mála
en sýna. Núna er aftur á móti oft líkast því að
fólk vilji halda sýningu um leið og lágmarks-
kvóta er náð. Og um sölu var þá naumast að
tala; Snorri Arinbjamar, til dæmis, seldi sára-
lítið, og sama var að segja um Gunnlaug Schev-
ing íram undir 1960. En það var til marks um
þann hug sem var í þessum mönnum, og ég
dáðist að, að þeir hvikuðu hvergi, þótt fæstir
þeirra gætu gert sér vonir um nokkur laun fyrir
vinnu sína. Og ef við nú förum lengra aftur í
tímann: Kjarval slær ekki í gegn fyrr en í lok
seinna stríðs, en er útskrifaður úr akademíunni
í Kaupmannahöfn, að mig minnir, í endann á
fyrra stríði!
Mitt eigið stríð hefur hins vegar staðið í þrjá-
tíu ár. Ætli ekki sé óhætt að segja að það hafi
verið indælt stríð, þrátt fyrir að ekki hafi virst
blása byrlega framan af. Mér finnst mikils virði
að hafa tekist að stunda málunina sem aðal-
starf, þótt ég hafi að vísu alltaf þurft að vinna að
öðru meðfram, þá aðallega kennslu. Núna er
gjarnan haft á orði að þetta séu hinir síðustu og
verstu tímar og allt sé að dragast samcin; svo sé
komið að fólk geti ekki lengur leyft sér listina.
En hefur þetta ekki ævinlega verið svona? Að
minnsta kosti voru horfur ekki bjartari þegar ég
var að byr ja minn feril. Það eina sem menn hafa
.luw, u'j auTifctdi
r« r* 'Tt "•>' •« r.» t > *• r- ■ i r* ér' *
upp úr krafsinu með þessu eilífðartali um hvað
allt sé bölvað er að þeim líður verr en vera
þyrfti, ekki satt?“
— Nógu satt, býst ég við. En skyldi ekki okkar
kynslóð samt vera ólánsamciri en hin fyrri,
vegna þess að við þekktum aldrei Laugaveg
ellefu?
Það er kannski ekki að undra að á þessu
augnabliki hringir síminn. Að loknu símtalinu
veltir Hcifsteinn vöngum stundcirkom, en tekur
svo aftur upp þráðinn: „Laugavegur ellefu —
já. Þar kostaði molakaffið túkall, og átti maður
þó ekki alltaf fyrir því. Þetta var kaffihús, eins og
hvorki hefur verið til fyrr né síðar hér í bænum.
Við mynduðum klíku nokkur saman og kölluð-
um okkur Sólskinsdeildina. Þegar ég var í
Myndlistaskólanum umgekkst ég alltaf miklu
meira nemendur Þjóðleikhússkólans en mynd-
listarnema, líklega af því að konuefnið mitt
Guðrún Stephensen var í þeim skóla. Eins og
nærri má geta vom menn óskaplega heitir í
pólitík; þegar farið veir út í þá sálma í samræð-
unum var Geir Kristjánsson rithöfundur jafnan
lífið og sálin í hópnum, rnan ég eftir. Auðvitað
var haft vín um hönd, en það var aldrei neitt
fyllerí að ráði. Það var setið heima hjá þeim sem
réðu yfir skástu vistarvemnum og hlustað á
plötur — svona á milli diskúsjóna.
Grafið fyrir klóaki
Árið 1951 innritaðist ég í Myndlistaskólann,
en hann var þá til húsa á Grundarstíg 4. Vægast
sagt var skólinn mjög frábmgðinn því sem núna
er — nemendur miklu færri og aðstaðan næsta
fátækleg. En við vorum engu að síður látin gera
þar allt mögulegt, meira að segja batík og silki-
þrykk. Synd væri að segja að allir hafi verið jafn
brennandi í andanum. Einni stelpu man ég til
dæmis eftir sem var þama af þeirri ástæðu
einni, að hún sagði, að skólinn var fyrir hádegi;
hún var morgunsvæf með afbrigðum, en vildi
pína sig til að vakna á morgnana.
Eftir að hafa verið í Frístundcimálcu-askólcin-
um gamla tvo vetur fór ég í Handíða- og mynd-
listaskólann, sem svo hét þá; síðar var nafninu
snúið við, eins og kunnugt er, og myndlistir
hafðar númer eitt, en handíðir númei tvö... í
skólanum var ekki verið að halda að manni
neinum stefnum. Maður lærði nauðsynlegustu
undirstöðuatriði í tækni og myndbyggingu; þar
átti ekki síst hlut að máli Sigurður Sigurðsson,
sem þá var kennari við skólann. Hann var ekki
þess konar kennciri sem tekur nemendur og
hengir þá upp á löppunum. Hans kennsluaðferð
fólst fremur í að segja sögur, á meðan hann
sýndi manni hvemig ætti að bera sig að, ef þú
skilur hvað ég meina. Prívat var Sigurður ex-
pressjónisti — Cézanne og Matisse, það vom
hcms postular, og ekki nema gott eitt um það að
segja. Utan skólans málaði maður töluvert, en í
þá daga kom ekki til greina að sýna fyrr en búið
var að klára námið. Erró, til dæmis, og Bragi
Ásgeirsson, sýndu hvorugur héma heima fyrr
en þeir höfðu verið úti. Það var nokkuð viðtekin
regla að fara ekki á flot með slíka hluti fyrr en í
fyllingu tímans, ef þannig má komast að orði.“
— Og þar kom að einnig Hafsteinn Austmann
hleypti heimdraganum og hélt út í veröldina.
Um þær mundir vom ekki námslánin til að
greiða götu námfúsra unglinga með útþrá, ekki
svo mikið sem víxillán... „En ég held,“ segir
Hafsteinn og omar sér við endurminninguna,
Jtí.H .l <c.,,c.i, i i' j'i', i ‘., „c,: <: J.iól
„að tengdamóður minni hafi tekist að pranga
nokkmm myndum eftir mig inn á hrekklaust
fólk sem hún þekkti til. Að auki aflaði ég mér
dálítilla peninga með þvf að vinna í byggingar-
vinnu, grafa fyrir klóaki vestur á Bræðraborgar-
stíg, og loks varð ég svo forframaður að sýsla
við að setja hurðir í viðbyggingu við Elliheimil-
ið. Ég var hálft í hvom farinn að hugleiða hvort
ég ætti ekki hreinlega að skella mér í smiðinn!
íslendingar í París
En haustið fimmtíu og fjögur hélt ég út, og tók
stefnuna á París; þá var eldri dóttir mín nýfædd.
Ég fór á Gullfossi, á öðm plássi að sjálfsögðu;
við vomm þar ekki nema eitthvað um níu tals-
ins farþegarnir. Á fyrsta farrými var hins vegar
aðeins einn einasti maður, sem leiddist að von-
um einveran og veir cillfaf að bjóða okkur fram í
til sín. Þetta var sérstök ferð, maður var að fara í
fyrsta skipti út fyrir landsteinana.
í samfloti við mig alla leiðina til Parísar var
fornvinur minn Jes Þorsteinsson, sem upphaf-
lega ætlaði líka í myndlist, en skipti um skoðun
og fór í arkítektúr.
Eftir þrjátíu og fjögurra stunda lestarferð frá
Kaupmannahöfn stigum við út og vorum í París.
Þcir tóku einhverjir á móti okkur, en ég man
ekkert hverjir það voru; ég kunni ekki orð í
frönsku og var að flestu leyti eins og álfur út úr
hól. Hitt er jafnvíst að vetrardvölin í París var
dýrlegur tími. Ég gæti nefnt þér heila mnu af
íslendingum sem vom samtímis mér í borginni:
Sigfús Daðason, náttúrlega, og Rafn Júlíusson.
Já, og Hilmar Jónsson, nú í Keflavík; hann bjó á
hóteli rétt hjá mér og þreifst helst á allra handa
grösum — einhvers konar náttúmlækninga-
fæði, held ég. Einatt drakk hann bara soðið af
kcirtöflunum sem hann eldaði sér, en ég naut
góðs af — og át þær. Stundum tók hann þó
stífari kúra, fastaði í lengri tímaog neytti einskis
nema blávatns... Þama vom ennfremur lags-
bróðir minn Emil Eyjólfsson og Snorri fiðluleik-
ari Þorvaldsson; og Þorgeir Þorgeirsson kom
einn góðan veðurdag labbandi frá Vínarborg
með eitt handrit í mcil sínum og annað ekki.
Mikill vinur minn var Gunncir Hermannsson
arkítekt, hann settist að í París, býr núna út við
Versali. Á dögunum sendi hann mér tvær mynd-
ir eftir mig sem höfðu verið á sýningu í Salon de
Récdités Nouvelles 1955. Sjálfur sá ég aldrei sýn-
inguna, því að ég var þá farinn burt frá París. Jón
Óskar kom hins vegar út um vorið og sá hana.
Hann sagði mér seinna að myndimar mínar
hefðu hangið á góðum stað og hann skildi ekk-
ert í því að ég væri að æða heim strax.
Það var Nína Tryggvadóttir, sem á þessum
tíma var orðin þekictur listamaður í París, sem
varð völd að því að mér var boðið að taka þátt í
þessari sýningu, og sýndi mér að öðm leyti ætíð
hina mestu vinsemd og áhuga.“
— Aðeins meira af andrúmslofti Parísar,
stefnum þar og straumum!
,J París lét maður innrita sig í skóla,
Academie de la Grande Chaumier. Eg skcil fús-.
lega viðurkenna að ég var þar sáralítið. Þetta
Vcir einkum staður, að mér fannst, fyrir vitlausa
Amríkana sem höfðu mestan áhuga á að sem
oftast væri skipt um módel — vildu cilltaf nýjar
og nýjar stelpur að skoða. En ég vann töluvert á
herberginu mínu, sem var á fimmtu hæð á
hóteli við Rue de Lambre, þar sem Steinn
Steinarr og fleiri góðir menn höfðu búið á sín-
iíp;. .r«./i.r^v tuz.'öh: ó.'c.
; . . -» t' r t r I • i c. V'Jo