Helgarpósturinn - 04.10.1984, Side 13
rauninni sömu form lögð til grundvallar og í
kúbisma, en hér eru þau flött út enn frekar. Eins
og í öllu sem sett er á striga er um að ræða tvær
víddir — eingöngu; hér verður ekki framkölluð
nein þriðja vídd, nema sú sem menn geta haft á
tiifinningunni. Mönnum kann að virðast einn
litur nær og annar fjær; þeir eru vanir því að
hugsa sér blátt sem bláma í fjarska, en rautt
sem rauða þakið á næsta húsi. Þetta ervitaskuld
hverjum og einum í sjálfsvald sett að ímynda
sér; en þegar öllu er á botninn hvolft styðst
þessi myndlist ekki við annað en það sem mað-
ur hefur í höndunum og höfðinu. Taka má sem
hliðstætt dæmi músíkina. í stað tóna höfum við
hér liti. Eins og það er tómt mál að tala um hvað
einn tónn þýði gildir sama hér: rautt er rautt —
en ekki rautt húsþak. Þetta hefur oft verið sagt,
en einhvern veginn gengur mörgum illa áð
skil ja að málverk er ekki annað en línur, form og
litur. Málarinn hefur ekki við neitt að styðjast
nema eigið hugarflug, og hann á heldur ekki að
styðjast við neitt annað — jafnvel þótt ýmsir
góðir vinir mínir séu annarrar skoðunar!"
Þekkti ekki Jónas
En nú kemur í Ijós að kaffið er uppdrukkið, og
Hafsteinn fer fram í eldhús til að hella upp á.
Þegar hann kemur aftur færandi hendi veltum
við því fyrir okkur um hríð hvort hann Davíð
ætli að láta sitja við bamaheimilið sem verið er
að reisa á flötinni á bak við húsið, eða hvort það
haf i aðeins verið notað sem yfirskin til þess eins
að öllum þessum stóra græna bletti verði í kjöl-
farið fómað undir frekari húsbyggingar. — Þá
tekur Hafsteinn ciftur upp þráðinn: „Eftir að
heim kom sumarið fimmtíu og fimm tók við
brauðstritið sem staðið hefur síðan. Ég fékk
fljótlega starf við teiknikennslu á daginn, en
konan mín lék töluvert hjá Iðnó og ég var því
bamapía heima á kvöldin. íbúðin á Bókhlöðu-
stígnum var ekki stór; ég málaði í stofunni og
vann iðulega langt fram eftir nóttu.
Fyrstu einkasýninguna opnaði ég árið 1956 í
Listamannaskálanum við Austurvöll; hans
sakna ég ávallt, þótt maður ætti á hættu að
fara þar niður úr gólfinu sums staðar. Það þótti
viðburður að sýna í þá tíð, og blöðin gerðu
yfirleitt vel við mann; ég hlaut alveg þokkalega
krítík. En ég man þó eftir því að maður nokkur
kom inn, gekk einn hring og fór beint úr aftur,
allsnúðugur. Á eftir Vcir mér sagt að þetta hefði
verið Jónas frá Hriflu; ég var svo mikið blávatn
að ég þekkti hann ekki!
Nei, það var tekið á mér með silkihönskum,
miðað við marga aðra, einkanlega þá sem vom
svo sem eins og tíu ámm á undan mér. Svavar
Guðnason, til dæmis, sagði mér, að á sinni
fyrstu sýningu hefðu myndimar farið svo fyrir
brjóstið á sumum konum á meðal gesta að þær
hefðu hnoðað saman prógrömmum og hent í
sig, æfar af reiði. Hann bætti þó við að þrátt fyrir
að hann hefði ekkert selt hefði hann samt grætt
á aðgangseyrinum; fólk flykktist á sýninguna til
að hneykslast!
Mozart, Debussy —
Austmann!
um tíma. Reyndar var vinnustofan sú ekki
stærri en það að hægt var að teygja sig á milli
veggjanna. Ætli ég hafi ekki mest lært á því að
reika um og skoða söfn.
Júdókappinn Yves Klein
Svo sat maður á kaffihúsum; strax á morgn-
ana var feirið út á Coupole, en á Select seinni
partinn. Það var heilmikill samgangur á meðal
Islendinganna, og á þessum stöðum var oftast
nær margt um manninn. Þama kom Nína
Tryggvadóttir, og Pétur Ben., sem þá var sendi-
herra, rakst meira að segja inn annað veifið og
bauð á línuna. Um jólin bauð svo Sigfús Daða-
son heim til sín, einkum einhleypingum sem
ekki áttu í önnur hús að venda. Eg vil nú heist
hafa sem fæst orð um hvemig þeirri jólagleði
lyktaði, nema hvað á heimleiðinni urðu heil-
mikil áflog á milli okkar boðsgesta og hóps af
Amríkönum, sem vom hinir víghreifustu. Er
aldrei að vita hvemig farið hefði ef lögreglan
hefði ekki verið kvödd til, en við það brast flótti
í liði áflogaseggjanna.
Þær stefnur sem vom helst ráðandi í París á
þessum tíma vom geómetrísk afstraktlist, og
svo stefnur sem ákvörðuðust af mönnum sem
vom ekki eins harðir á ismunum, eins og til
dæmis Hartung og Schneider. Hins vegar lagði
ég mig mest eftir því að kynna mér þá Vasarely
og Poliakoff, en líka þá Dani Mortensen og
Jacobsen. Um þeta leyti var tachisminn svokall-
aði að ryðja sér til rúms,- hann er eins konar
ljóðrænt afbrigði af afstrakt expressjónisma.
Ég get státað af því að hafa kynnst einum
manni sem var heimsfrægur, þótt ég gerði mér
ekki ljósa grein fyrir því þá, en það veir Yves
Klein. Ég held að hann hafi einkum sóst eftir
félagsskap mínum með það fyrir augum að geta
fyrir mína milligöngu komist í tæri við íslenskt
kvenfólk, sem hann hafði heyrt getið að miklu
góðu... Ég vissi aldrei til þess að hann væri
neitt að mála, en hann átti aftur á móti lítinn bíl
sem við rúntuðum um á að kvöldlagi. Hann fór
með mig inn á ótal júdóklúbba, þar sem var
bukkað sig og beygt fyrir okkur — honum, vildi
ég sagt hafa, því að ég komst að því að hann var
frægur júdókappi og hafði hlotið svarta beltið
og hvaðeina. Þetta var annars þægilegheita
maður og hafði víða komið við, meðal annars
hafði hann verið eitt ár á Spáni og þjálfað þar
lögregluþjóna í slagsmálum.
Það kom mér satt að segja á óvart þegar ég
heyrði af skandal-sýningum sem hann var að
halda, og fólk kepptist um að hneykslast á. Eitt
sinn sýndi hann í Róm eingöngu bláan striga, og
í virðulegu leikhúsi í París málaði hcinn bláar
myndir á léreftsdúka, en notaði í stað pensla
berar stelpur."
Rautt er rautt
— En Hafsteinn Austmann leitaði ekki á
sömu mið í list sinni og frægur félagi hcins forð-
um, Yves Klein. Sú liststefna sem hann tileink-
aði sér í París var geómetríska afstraktlistin.
Ætli ekki sé óhætt að fullyrða að afstraktlistinni
hafi hann verið trúr allar götur síðan. Sem þýðir
auðvitað ekki að efnistökin séu einlægt hin
sömu — síður en svo.
,,Ég get trúað því,“ segir Hafsteinn og um
stund stríkkar á tóninum í spjallinu, „að þegar
list þessarar aldar verður gerð upp muni tími
geómetríunncir þykja einna merkilegastur. I
geómetríunni haldast í hendur, þegar best læt-
ur, klár og yfirveguð hugsun og fágað handverk.
Hvert sem mann á eftir að bera í listinni er víst
að maður mun alltaf búa að þeim aga sem
hlaust af því að fást við þessa stefnu. Ég bý að
minnsta kosti að því enn í dag, enda þótt ég sé
að gera allt annað núna en þegar ég var að
byrja, og láti tilviljunina ef til vill meira ráða
ferðinni en áður.
Út frá hvaða prinsipum er gengið? Þar eru í
En auðvitað hefur ekki farið hjá því í gegnum
tíðina að maður fengi að heyra í blöðum sví-
virðingæ frá Iistgagnrýnendum. Fyrir nokkrum
árum fann einn gagnrýnandi sig tilknúinn að
•skamma mig fyrir að hafa hrakað, og var honum
það vitaskuld fullkomlega frjálst. En hann lét
ekki þar við sitja, heldur varaði í gagnrýni litlu
síðcU' annan mcinn við að lenda í „aust-
'mennsku". Það líkaði mér illa, og fannst hcirt ef
ætti að búa til eitthvertskammaryrði úr nafninu
mínu. Merkilegast við þetta mál var þó að sami
maður hafði áður lofað mig upp í hástert og líkt
mér í myndlistinni við Mozart og Debussy í
tónlistinni; það hafði mér jafnvel fallið enn verr,
eins og gefur að skilja, því að skammt er úr oflofi
yfir í háð...
Annars er skrýtið með gagnrýnendur hvemig
þeir éta allt hver upp eftir öðrum. Einhver byrj-
aði á að tala um „lífræn form“, og svo er töhnl-
ast á þesu. Aftur á móti virðast færri hafa staldr-
að við og spurt sig hvað í ósköpunum þessi
„lífrænu form“ eiginlega séu. Ætli viti það nokk-
ur?
Ennfremur hef ég verið spurður að því hvers
vegna ég sé ekki kominn út í Nýja málverkið. Því
er auðvelt að svara: Þótt í því sé margt gott til,
þá hef ég engan áhuga á að mála þannig sjálfur
eins og er. En það er gaman að almennur áhugi
á málverkinu skuli hafa aukist, og það er gífur-
lega stór hópur cif ungu fólki sem er að fást við
að mála núna. Þetta er auðvitað bundið við
ákveðna tísku, eins og gengur, og spuming
hvert framhaldið verður. Hitt er annað mál að
nauðsynlegt skilyrði til árangurs í listrænu
starfi, eins og öllu öðru, er að taka það alvar-
lega, en það er ekki nóg, heldur skiptir úthaldið
líka miklu máli. Annars finnst mér ég vera of
ungur ennþá til þess að vera með prédikanir.
Sjálfur verð ég líklega seint það sem kallað er
popular málari; það er fremur þröngur hópur,
býst ég við, sem ég höfða til. Þetta er eflaust
svipað og í mörgum öðrum greinum nútímalist-
ar — það er enginn hægðarleikur að finna
breiðan hljómgrunn. Mér hefur svo sem cddrei
dottið í hug að ég sé neitt að frelsa heiminn með
því sem ég er að gera, en ég steypi honum varla
í glötun heldur."