Helgarpósturinn - 04.10.1984, Page 26

Helgarpósturinn - 04.10.1984, Page 26
LISTAPÓSTURINN Sameiginlegur tónn Guðný Magnúsdóttir og Edda Jónsdóttir með keramik og grafík í Langbrókinni Eddaog Guðnývið verk sín í Gallerí Langbrók: „Það er einhvertónn í verk- um okkar sem tengir þau fjandi vel saman.“ Myndlistarmennimir Guðný Magnúsdóttir og Edda Jónsdóttir tylltu upp verkum sínum í Gallerí Langbrók fyrir fáeinum dögum, en þar verða þau gestum og gangandi til sýnis allt fram til f jórtánda októ- ber. Þetta em áður ósýnd keramik- verk og grafíkmyndir sem gerðar em í örfáum eintökum. Edda er í grafíkinni og segir að sér sé nánast ómögulegt að lýsa verkum sínum. Það sé svo hættu- Iegt. Þó segir hún allar myndir sín- ar vera óhlutbundnar. ,Jætta em seríur", bætir hún við. - Hvernig vannstu verkin þín? „Hvert þeirra skar ég fyrst í kop- arplötu, en að því búnu fékk ég til liðs við mig alls konar önnur efni og blöndur til að fá það fram á flötinn sem ég óskaði.“ Sem sagt, verk unnin með blcuid- aðri tækni hjá Eddu. En hvað með verk Guðnýjar, þorir hún að lýsa leirverkunum sínum? „Já, og þau em nú eiginlega tvennskonar. Annarsvegar er ég með talsvert stórar og kantaðar skálcU' sem að formi til falla inn á við. Ég lita þær og bregð línum um í samræmi við formið. Ég kalla þetta mótuð skálaform. Hinsvegar er ég með á sýningunni vasa sem að formi til em minni og mýkri en skálarnar." Verk Guðnýjar em unnin í há- brenndan steinleir í rafmagnsofni. Eddu finnst merkilegt hvað verk hennar og Guðnýjar standa vel saman, þrátt fyrir að þær eigi hér við talsvert fjarskyldar listgreinar. „Það er hrein tilviljun. Við unnum verkin hvor í sínu homi, án sam- ráðs, en þegar við leiddum þau hér saman í Langbrókinni og fórum að tylla þeim upp, kom þetta í Ijós; það er einhver tónn í þeim báðum sem tengir þau f jandi vel saman. Við þetta er sjálfsagt að bæta svolitlum upplýsingum um feril beggja þessara listakvenna: Guðný Magnúsdóttir hefur starf- að og verið við nám í Helsinki und- anfarin ár og hefur sýnt víða, auk tveggja einkasýninga í finnsku höf- uðborginni þar sem hún fékk mjög góða dóma. Nú í október stendur fyrir dymm stærri sýning á verkum Guðnýjar í Listmunahúsinu við Lækjargötu. Edda Jónsdóttir stundaði fram- haldsnám sitt í Hollandi og hefur eftir það tekið þátt í fjölda sýninga víðsvegar um heim. Hún hlaut verðlaun á alþjóðlega grafík- biennalnum í Bradford á Englandi árið 1982 og nú í haust á Fredrik- stad biennalnum í Noregi. Hún mun nú í október sýna ásamt fjór- um helstu grafíkiistamönnum Norðurlandanna í virtu galleríi í Stokkhólmi. -SER. ROKK Wonder og stórmerki The Woman In Red—Kuik- myndatónlist eftirSteuie Wonder Það hefur lengi talist til stórtíðinda þægar Stevie'Wonder sendir frá sér nýja breiðskífu en nú em iiðin um það bil fjögur ár frá því að seinast kom frá honum stór plata, en það var Hotter Than July sem kom út árið 1980. Á þessum tíma hefur hann sent frá sér ná- kvæmlega fjögur ný lög, auk nokkurra dú- etta, sem hann hefur m.a. sungið með Paul McCartney. Nú er loks komin frá Wonder ný plata, sem að vísu hefur inni að halda tónlist úr kvikmynd sem heitir The Woman In Red, en plata þessi fer þó nokkuð nærri því að geta talist alvöm plata. Öll lögin, utan eitt, em sungin en Wonder nýtur þó aðstoðar söng- konunnar Dionne Warwick í tveimur lög- um, auk þess sem hún syngur eitt lagið ein. Samanborið við hina ágætu plötu Hotter Than July, verður The Woman In Red víst að teljast heldur þunnur þrettándi. Á henni er að finna átta lög og nákvæmlega helm- ingur þeirra er góður, þ.e.as. þau lög sem Stevie Wonder syngur einn. Fyrsta lagið, sem jafnframt er titillag plötunnar, er nokk- uð gott fönklag. Þá er það ballaðan fallega 1 Just Called To Say I Love you, sem flestir kannast sjálfsagt nú þegar við, vegna þeirra miklu vinsælda sem það hefur notið að undanfömu. Þetta lag er í hópi þessara fal- legu Wonderlaga sem taka sér bólfestu í heilabúi fólks eftir örfáar hlustanir og vilja helst ekki út aftur. Fyrsta lagið á seinni hliðinni heitir Love Light ln Flight, og er þar um millitempó-lag með léttu fönkívafi að ræða. Er söngur Wonders í þessu lagi með því besta á plöt- unni. Don‘t Drive Dmnk er létt og líflegt lag og enn bregður fyrir léttum fönk-áhrifum. Þetta er eitt skemmtilegasta lag plötunnar og í því nýtir Wonder víða skemmtilega möguleika hljómborða sinna. í öllum framantöldum lögum sér Stevie Wonder um allan hljóðfæraleik, nema hvað Lenny Castro bankar í kongatrommur í einu laginu. Leikur Wonders er pottþéttur og góður í einu og öllu og alltaf er gaman að heyra hann leika á trommur, enda stíll hans einfaldur og skemmtilegur. Næst þessum fjórum framantöldu lögum kemur svo It‘s You, sem þau syngja saman Wonder og Warwick. Laglína þessarar bal- löðu er falleg og ekkert út á hana eða söng lagsins að setja. Hins vegar finnst mér undirleikurinn heldur sætur og þá sérstak- lega þessir sykursætu Hollywood-strengir sem lulla undir. Weakness heitir annar dúett sem er voðalega fallegur og svæfandi, sérstaklega þegar haft er í huga að á undan því er önnur svefntafla, sem Warwick syngur ein og heit- ir Moments Aren‘t Moments. Þá er ótalið instrumental-lagið It‘s More Than You, sem er svo sem ekki neitt neitt, en passar sjálf- sagt einhversstaðar ágætlega í kvikmynd- ina. Mér skilst að í náinni framtíð megi eiga von á alvöruplötu frá Stevie Wonder, en það geta allt eins liðið eitt til tvö ár þar til hún lítur dagsins ljós, en The Woman In Red á sjálfsagt eftir að mala honum gull þangað til, þrátt fyrir að hún sé eins og hún er. U2 — The Unforgettable Rain Nú er kominn sá tími árs er vænta má að stórhljómsveitir og söngvarar fari að senda frá sér plötur, enda ekki svo ýkja langt þar til jólascdan fer í gang. Margra merkra (von- andi) platna er að vænta á næstunni, þcir sem vitað er að tíd. David Bowie, Big Country og Dexy‘s Midnight Runners senda væntanlega frá sér plötur og þess má einnig geta að Stranglers verða líka með nýja skífu á næstunni eftir nærri tveggja ára hlé, og margt fleira á sjálfsagt eftir að líta dagsins ljós áður en árið er úti. En þetta var bara innskotsinngangur, því U2 hafa þegar sent frá sér nýja breiðskífu, sem heitir The Unforgettable Rain. Hljómsveit þessi hefur á undcinfömum mánuðum verið jafnt og þétt að auka vin- sældir sínar hér á landi, hverju svo sem það sætir, því alllangt er síðcin þeir sendu frásér síðast stúdíóplötu. Hvað sem þvf líður, þá hafa bæði nýir og gamlir U2 aðdáendur beðið spenntir eftir þessari plötu og þá ekki síst vegna þess að sú fregn hafði borist að Brian Eno stjómaði upptökum og spuming- in var hvort honum tækist að ná meira út úr hljómsveitinni eða eyðileggja hana. Steve Lillywhite, sem stjómað hafði upptökum þriggja fyrstu breiðskífa U2, með dágóðum árangri, var sem sé ýtt til hliðar en þess í stað ráðinn maður sem einkum hefur getið eftir Gunnlaug Sigfússon sér orð fyrir ást sína á hljóðgervlum. En í raun á það einkum við um hans eigin tón- list, því hingað til minnist ég ekki þess að hann hafi bmgðist þeim listamönnum sem hann hefur tekið að sér að pródúsera. Ár- angurinn hefur þvert á móti verið góður og jafnvei hefur náðst meira út úr viðkomandi flytjendum en áður var vitað að byggi í þeim. U2 er engin undantekning þar á og víst er að The Unforgettable Rain er þeirra fjöl- breyttasta og líklega besta plata til þessa. Einkum er það fyrri hlið hennar sem er sérlega góð. Hún hefst á kraftmiklu en ekki sérlega hröðu lagi, sem nefnist A Sort Of Homecoming, en mest áberandi við útsetn- ingu þessa lags er klingjandi gítarleikurThe Edge, eða Dave Evans eins og hann ku víst heita réttu nafni. í næsta lagi er krafturinn og hraðinn meiri, en þar er um að ræða lagið Pride (In The Name Of Love), sem gef ið hefur verið út á lítilli plötu og er áreið- anlega eitt besta lag sem U2 hefur sent frá sér til þessa. í laginu Wire, sem á eftir kem- ur, er hraðinn enn keyrður upp og þegar hér var komið, þegar ég heyrði þessa plötu fyrst, spurði ég sjálfan mig: hvar endar þetta eiginlega? Og það má segja að það hafi þar eð endað, því þau lög sem á eftir komu eru öll mun afslappaðri og rólegri. í fyrstu varð ég meira að segja fyrir miklum vonbrigðum með það sem eftir var af plötunni, eftir þessa kröftugu byrjun. En í raun venjast þessi lög flest mjög vel. Einkum þó lögin The Unforgettable Rain og Indian Summer Sky. Þá eru lögin Bad og Elvis Presley And America einnig ágæt. Það sem þá er óupp- talið eru þrjú lög, sem eiginlega verða að teljast lagabútar og höfða þau lítið til mín. The Unforgettable Rain er fjöibreytileg plata og það má eiginlega segja að það kveði við nýjan tón í hverju iagi og það yfirleitt tón sem ekki hefur áður fyrirfundist á plötum U2. Þá er hljómurinn allur sam- þjappaðri og fyllri en áður. Aðalmunurinn finnst mér þó felast í því hvað söngurinn er miklu betri en oftast áður. Fyrsta breiðskífa U2 var ágæt, en þeir hafa bætt sig méð hverri plötu og ef svo heldur fram sem horf ir, þá verður ekki síður spennandi að fylgjast með þeim í framtíð- inni en hingað til. The Unforgettable Rain er góður kafli að marki sem eflaust hefur verið sett enn hærra.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.