Helgarpósturinn - 13.12.1984, Page 3
Geri aðrir
betur:
Full máltíð á
hundrað kall!
★„Það eru engin sæti hérna.
Fólk rennir bara hingað upp að
dyrunum, pantar og bíður í eina
eða tvær mínútur. Og svo er það
bara farið."
Þannig er það nú á nýjasta
veitingastað borgarinnar. Hann
ber nafnið Kínaeldhúsið og ekki
að ástæðulausu. Kári, kínversk-
ættaður Víetnami stýrir matseld-
inni með dyggri aðstoð Braga
Guðmundssonar, þeir hinir
sömu og ráku Drekann við
Laugaveg. Það er Bragi sem hef-
ur orðið og segir staðinn vera í
Álfheimum sex, „við hliðina á
Álfheimabakarfi. Það var á föstu-
daginn sem við opnuðum þetta.
Viðtökurnar? Tja, eins og ég
segi; fólk kom hingað og var svo
bara farið eftir andartak. í stríð-
um straumum? Já, rétt svo að
við önnuðum öllum."
Svona take-away-staðir eru
vinsælir erlendis; nánast ekkert
lagt í útlit staðanna, en í þess
stað kemur maturinn í fyrsta,
öðru og þriðja sæti: „Við vildum
ekkert vera að því að hækka
vöruverðið með ofsalegum inn-
réttingum. Fólk kemur ekki hing-
að til að borða mubblurnar,"
bendir Bragi skynsamlega á og
segir svo þetta um matinn:
„Við erum með allskonar vor-
rúllur, fisk, kjúklingabita, endur.
náttúrlega hrísgrjón og margvís-
legar sósur og salöt. Allt er þetta
á spottprís, eða frá fjörutíu krón-
um ódýrasti rétturinn. Ég get
nefnt annað dæmi sem er tilboð
dagsins: Þú getur komið hingað
á eftir og fengið þér steiktan
karfa með steiktum hrísgrjónum,
sveppum, ostrusósu og salati á
hundrað krónur sléttar."
Og þá vissi ég það. Og þið hin
líka, hér með.-A
,,Það hefur ekki verið skrifuð
svona saga á ístandi fyrr. Ekki
svona saga. Feðgamir Njörður og
Freyr hafa sagt frá im sem
fæstir íslendingar þekkja af raun
en virðist þó svo iskyggilega
nærri ef liiið er til þess hve
landið er opið og ónumið af
eitri öðru en brennrvíni. Þeir hafa
lagt mikinn metnað í verkið og
sýnt frábært hugrekki. Þess
vegna er frásögn þeirra svo sönn
og fögur í hrikaleik sínum."
Rannveig G. Ágústsdóttir, DV.
„Ég segi fyrir sjálfan mig: fyrir-
fram var ég hálfsmeykur við
þessa frásögn, sem enginn dró
dul á að væri byggð á persónu-
legri reynslu. En sá uggur gufar
fljótlega upp viö lestur bókarinn-
ar...”
Árni Bergmann,
Þjóðviljanum.
„Óhæri er að trúa því að heróín
er á leiðinni hingað tH lands
Nokkrir ístendingar hafa
notað það ertendis og ánetjast
þvi. Við stöndum illa að vigi,
að öllu óbreyttu, þegar heróín
er komið og neytendahópur
myndast i kringum það...
Bókin „Ekkert mál’ á mikið
erindi til íslendinga. Flún lýsir
staðreyndum, hlutum sem hafa
gerst og eru að gerast i
kringum okkur. Aðstæöur, bak-
grunnur, ástæður skipta ekki
máli, ungmenni þessa lands
eru öll i hættu...
Reynir Kjartansson
rannsóknarlögreglumaður
í DV
„EKKERT MÁL á mikið erindi
við eldrisem yngri íslendinga, og
ég vona að munnlegur ritdómur
sem ég heyrði i gær eigi eftir
að tryggja þessari þók lestur.
Ég hafði fylgst með unglingi lesa
hana, heyrt ýmsar athugasemdir
upp úr lestrinum og spurði að
honum bknum hvemig þeim
lesanda þætti bókin. Svarið var
styttra og snöfurmannbgra en
þessi umsögn er orðin: „Hún er
andskoí góðf...
Heimir Pálsson HR
„ Þessi bók er einstæð í sam-
anlögðum ísbnskum bókmennt-
um. Hún er skrifuð af mikilli
ntbikni og jafnframt af sér-
stakri reynsluþekkingu á heimi
eituriyfjaneytenda. Höfundamir
draga ekkeri undan og ganga
heldur aldrei of bngt.. Aöminni
hyggju stendur öll þjóðin íþakkar-
skutd við þá feðga fyrir að hafa
ritað og gefið út þessa bók,
— hún gæti bjargað mörgum.
Þessa bók ætti að gera að
skydulesningu i öllum skólum
bndsns ..
Jón Þ. Þór; NT
„Áður var minnst á siðbrð'r
bgan boðskap En þótt hann sé i
fyrirrúmi er sagan gerð forvitnibg
afbstrar með ýmsum ráðum hins
þjálbða rithcAindar. Njörður P
Njarðvik kann ve/ að byggja upp
sögu svo aö hún nái tökum á
bsandanum. Frásögnin er jafmet
reybrakennd á köftum og er það
ekki sagt til hnjóðs Siður en
svo..
Jóhann Hjálmarsson, Mbl.
Hvernig kanntu
við þig í hópi
kraftajötna?
Sigurbjörg Kjartansdóttir
„Ja, mér líður ágætlega meðal þeirra. Ég held að fólk hljóti
að ímynda sér að ég sé ægileg tröllskessa. Áttuð þið ekki von
á að það tæki á móti ykkur ógurlegt vöðvafjall þegar þið kom-
uð?"
- Við vissum nú ekki vel hverju við máttum eiga von
á, það er ekki vanalegt að konur leggi fyrir sig lyftingar.
„Nei, það er rétt, það hefur aldrei áður verið haldið lyftinga-
mót kvenna, svo þetta er í fyrsta skipti sem ég tek þátt í svona
móti."
- Og þú er þá fyrsta fslenska konan til að sigra á
kraftlyftingamóti hér?
„Já, það er víst. Þetta kom þannig til að ég æfi líkamsrækt
í líkamsræktarstöðinni Orkubót og hef aldrei beinlínis æft lyft-
ingar en var þó smám saman farin að þyngja lóðin sem notuð
eru í líkamsræktinni. Svo þegar farið var að undirþúa þetta mót
þá spurði Óskar Sigurpálsson [ Orkuþót mig hvort ég væri ekki
til í að vera með. Jú, jú, ég var til í það. Mig langaði til að prófa."
- Einhverjir munu sjálfsagt segja að láta ætti karlana
eina um svona aflraunir. Hverju viltu svara úrtölurödd-
um af þvf tagi?
„Við kvenfólkið erum alltaf að reyna að standa í jafnréttis-
baráttu af öllu tagi og út frá því finnst mér þetta alveg sjálfsagt
og bara eins og hvað annað."
- Hvað leggurðu mikið í þetta? Ertu á sérstöku
mataræði og gefur þessu allan þinn frftfma?
„Ég er búin að stunda líkamsrækt í tvö og hálft ár. Ég hef
ekki sérstakt prógramm um það sem ég borða en legg kannski
helst áherslu á að borða mikið grænmeti. Ég hef alltaf æft bara
fyrir mig og ekkert spáð í kroppinn þannig lagað. En það fer
töluverður tími í líkamsræktina. Ég æfi mig fjórum sinnum í
viku og þá skipuleggur maður það þannig að maður þjálfar
hluta Ifkamans í einu. Helming líkamans einn daginn og hinn
helminginn næsta dag, getum við sagt, enda eru allskonar
tæki notuð þarna, þ.á m. lyftingatækin."
- Eru margar konur sem stunda þetta?
„Já, já, þær eru heilmargar, en þó fáar sem æfa svona stíft."
- Þú kepptir fyrir UlA á mótinu. Eru lyftingar mikið
stundaðar af konum á Austurlandi?
„Nei, ég er ættuð að austan, er Fljótsdælingur, en flutti hing-
að suður fyrir 10 árum. Á mótinu þurfti maður að keppa fyrir
sérstakt félag, svo mér fannst sniðugast að keppa bara fyrir
Ungmennafélag Austurlands."
- Hvernig líta kynsystur þínar á að þú skulir fara út f
lyftingar? Hefurðu orðið vör við sérstaka skoðun þeirra
á því?
„Jaá. Þær eru ógurlega hræddar um að ég verði voðalegt
vöðvafjall með því að æfa svona."
- Ert þú ekkert hrædd um það?
„Nei. Ég er ekkert hrædd um það. Mér finnst allt I lagi að það
sjáist einhverjir vöðvar, þó ég sé kvenmaður."
- Þú starfar á spítala. Reynir mikið á kraftana þar?
„Ég er sjúkraliði, já, og það kemur sér vel að vera sterk."
- Hefurðu verið mikið í íþróttum?
„Nei, eingöngu líkamsræktinni og svo auðvitað leikfimi."
- Hvað með framtíðina? Ætlarðu að stunda lyftingar
áfram?
„Já, já, ef einhver vill keppa við mig þá ætla ég að halda
áfram. Ég held að það séu haldin svona lyftingamót á þriggja
mánaða fresti og ef einhverjar konur verða með næst, þá verð
ég þar líka."
- Og þú mæiir með því að konur skelli sér útí lyftingar
af kappi?
„Já, ég mæli eindregið með því. Þetta er hressandi og svo
fer það ekki eins með vöxtinn ef menn stunda líkamsrækt með
lyftingunum. Skoðanir fólkseru mikið að breytast á þessu. Það
er að átta sig á því að það er ekki nóg að vera bara sætur heldur
þarf að hugsa um að bæta vöxtinn líka."
Sigurbjörg Kjartansdóttir er 32 ára sjúkraliði sem um seinustu helgi
vann það afrek að verða fyrst kvenna til að sigra á kraftlyftingamóti
hérlendis. Lyfti hún alls 60 kílóum ( bekkpressu.
HELGARPÓSTURINN 3