Helgarpósturinn - 13.12.1984, Síða 7

Helgarpósturinn - 13.12.1984, Síða 7
Fjöldi fjárglæframanna skiptir um nafn til að dyljast skuldunautum sínum og væntanlegum fórnar- lömbum. Og tölvurnar hjálpa þeim eftir Hallgrím Thorsteinsson Mynd Jim Smart Allir verða að heita eitthvað. Flestir eru bærilega sáttir við nafnið sitt, það er orðið hluti af einstaklingnum, jafn óaðskiljan- legt frá honum og útlit hans eða fingraför, og menn bera það allt sitt líf — lengur, meira að segja. En sumir taka upp á því að breyta nafninu eftir að hafa borið það áratugum saman. Ástæðurnar fyrir slíkum nafnbreytingum fólks eru hinar margvíslegustu. Algengasta ástæða fyrir nafn- breytingum hér á landi er líklega sú krafa íslenskra yfirvalda að út- lendingar sem hingað flytjast þurfi að kasta útlenskum skírnar- nöfnum sínum og taka upp íslensk í staðinn. Önnur algeng ástæða er breyting á hjúskaparstöðu; konur taka sér ættarnafn eiginmanns eða sleppa því að loknum hjúskap. Ættleiðing er líka algengt tilefni nafnbreytingar; nýjum föður fylg- ir nýtt eftirnafn. Allt eru þetta eðlilegar og sjálf- sagðar forsendur fyrir nafnbreyt- ingu. Líf þessa fólks gengur sinn vanagang, ekkert breytist nema nafnið. En til eru þeir sem skipta um nafn til að skera á tengslin við grugguga fortíð sína. Sumir úr þessum hópi skipta um nafn í göf- ugum tilgangi. Þeir byrja nýtt og betra líf undir nýju og flekklausu nafni, og halda því síðan flekk- lausu. Aðrir halda áfram þeirri óheiðarlegu iðju sem þeir svertu sitt fyrra nafn með. Nýja nafnið verður að vísu fljótlega jafn ónot- hæft i alls kyns viðskiptum og það gamla var orðið. En skaðinn er skeður og margir sitja með sárt ennið eftir viðskipti við slíka skuggabaldra sem sigla undir fölsku flaggi út um allt þjóðfélag- ið. Talið er að 15—20 manns hafi leikið þennan nafnaleik á síðustu tveimur til þremur árum. Sjá næstu síðu

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.