Helgarpósturinn - 13.12.1984, Page 21

Helgarpósturinn - 13.12.1984, Page 21
Thorbjörn Egner viö vinnuborð sitt. (Ljósm. Ingólfur Margeirsson). Ræningjarnir þrír og hús þeirra. Teikning Egners af húsinu er nákvæm eftirlíking af húsi á grísku eyjunni Rhodos en það sá hann á ferð sinni um eyjuna. spurningu. En segir gjarnan frá því að hann fæddist 12/12 1912 klukk- an 12 í austurhluta Oslóborgar, nán- ar tiltekið í Kampen-hverfinu sem þá var mikið fátækrahverfi. Húsið var fimm hæða timburhús og búðir á jarðhæðinni, og þar rak faðir hans litla verslun. Nokkrir krakkar í göt- unni bjuggu til götuhljómsveit og þar lék Thorbjörn með sem smápatti. Hann hafði ekki langt að sækja það: Pabbi hans og eldri bróðir léku báð- ir á fiðlu og systirin á píanó — og reyndar Thorbjörn líka. Banjóið gamla á hann ennþá og sýnir mér með stolti: „Sonardóttir mín leikur stundum á það, þegar hún kemur í heimsókn." Thorbjörn lærði nóturn- ar sem strákur en helst vildi hann leika eftir eyranu. Ungur byrjaði Thorbjörn Egner að skrifa. Sem strákur bjó hann til alls kyns blöð, og þegar hann gekk í skátana, var hann sjálfkjörinn rit- stjóri skátablaðsins. Og sem ungl- ingur hafði hann skrifað margar skáldsögur fyrir skúffuna, aðallega ævintýri. Hann byrjaði líka ungur að teikna og mála og þegar skyldu- námi lauk var hann í stökustu vand- ræðum: Hvaða listgrein átti hann að velja? Hann valdi listmálun og gekk t Myndlista- og handíðaskól- ann í Osló. Að loknu námi tók hann svo til starfa sem auglýsingateikn- ari. Á kvöldin lék hann á hljóðfæri, samdi texta og stjórnaði leikritum hjá stúdentum, og ekki leið á löngu áður en fyrstu barnabækurnar komu út. Að loknu stríði sagði hann skilið við auglýsingateiknunina og gerðist rithöfundur, teiknari og lagasmiður með aðalbækistöðvar á heimili sínu. Og það er varla sá angi listgreinar til, sem Thorbjörn Egner hefur ekki hreyft við. „Ég hef meira að segja gert erótískar teikningar við ástarfrásögur Asbjörnsens," segir listamaðurinn og sprettur að bókastæðunum. Og mikið rétt: Þarna eru myndskreytingar sem Thorbjörn hefur gert við forboðin erótísk ævintýri sem ekki hafa birst í hinum miklu norsku þjóðsögu- bindum Asbjörnsens og Moe. „Ég gróf þessi ævintýri sem Asbjörnsen safnaði upp á söfnum, handskrifaði allan textann og myndskreytti og gaf út sjálfur í stríðinu. Þetta voru tvö bindi, annað kom út í 50 eintök- um, hitt í 100 eintökum. Þau eru ófáanleg í fornbókaverslunum en ég rakst á eitt um daginn og verðið var svimandi," segir Thorbjörn. „En eftir að þessi hefti komu út, var mér boðin þátttaka í Bókasafnara- klúbbnum, sem er afskaplega fínt selskap og ég hef verið þar meðlim- ur síðan. Þessar sögur þykja afskap- lega saklausar í dag,“ bætir hann við. Og enn er Egner að. Nú fer mestur tími hans í fjölbreytta útgáfu á verk- um hans. Allir vilja bækur, plötur, uppsetningar, útvarpsþætti (þessa dagana er Thorbjörn að lesa Kardi- mommubæinn í barnatíma norska útvarpsins) og nú sjónvarpsþætti. Fyrir framan okkur á vinnuborðinu liggja 250 teikningar úr Kardi- mommubænum sem eru undir- staða sjónvarpssendingar á leikrit- inu. Thorbjörn verður sjálfur sögu- maður en leikarar lesa raddirnar. Og auðvitað verður tónlistin á sín- um stað. Norrænu stöðvarnar eru búnar að kaupa þáttinn áður en hann er fullgerður og Thorbjörn brosir hlýlega og segist nú leggja dag við nótt svo teikningarnar verði tilbúnar í tíma: „Tempóið mitt er ein teikning á dag,“ segir hann og kímir, „svo að því miður kemst ég ekki til íslands um jólin til að horfa á frumsýninguna, en mikið langar okkur Annie." Nokkru síðar þegar ég bið um síma til að hringja eftir leigubíl, víkur hins vegar hag- kvæmnin fyrir tímaskyninu: „Ertu frá þér! Komdu, ég skal keyra þig!“ Thorbjöm Egner sýnir HP llkanið af Kardimommubænum. í baksýn teikningar listamannsins af aðalpersónum úr leikritum hans. (Ljósm. Ingólfur Margeirsson). r\ n O oo x 2:2 2 ff'ag 69 1 <2 œ u “ 5 a % . > n> R' < = C H CL -» —* ro ; : O O S k) k) cn 03 00 - z §0 5! oj o r* o -n 2 x -. JU, fl) (/»—“« Q) 3 O* oá s tO ju Q) U < (/> 11 1 » o i e < : i|i 99 » i e 28-604 .28-605 28-430 m V / urnar hver af annarri — Soffía frænka, Kamómilla litla, pylsugerð- armaðurinn, kaupmaðurinn, rakar- inn og sporvagnsstjórinn. Og síðast en ekki síst Bastían bæjarfógeti sem bjó til Kardimommulögin: „Engum sæmir aðra að svíkja / allan sóma stunda ber. / Annars geta menn bara lifað / og leikið sér.“ Og þau lög má gjarnan túlka sem lífsheimspeki mína. Annars er Bastían fyrst og fremst skapaður að fyrirmynd hins danska lundernis. Ég hef nefnilega alltaf verið mjög hrifinn af Danmörku og átt mikil samskipti við Dani. Danir segja hlutina á fyndinn og vingjarn- legan hátt og ef Bastían bæjarfógeti og frú hans eru athuguð nánar má greinilega sjá að þarna er danskt par á ferðinni. Mig hefur alltaf langað til að vera eins og Bastían. En sennilega er ég líkari Lilla klifur- mús eða Jónatani ræningja, það segir konan mín að minnsta kosti, af því að við erum báðir svo matglað- ir. Sporvagninn í Kardimommu- bænum er hins vegar alnorskur. Ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan eru spennuvaldarnir í leik- ritinu og algóðir innst inni bara ef þeir fá tækifæri til að sýna hið góða sem í þeim býr. Þess vegna eru þeir alþjóðlegir persónuleikar. Leikum- gerðin — Kardimommubærinn — LM ro 5 (/) w z ^ o > o o P > 7J > 03 rn 2 UJ' c7> rn Tl r 1 5 = Tl 5 c 73 c n> — a5 Thorbjöm Egner hefur verið sýndur margs konar sómi um ævina. Hér ásamt eiginkon- unni Annie er hann hlaut tónlistarverðlaun norska útvarpsins 1982. Hann hlaut sömu verðlaun einnig 1975 og 1977. varð til eftir ferðalög mín um Suður- Evrópu og einkum teiknaður eftir ferðalög í Marokkó. Annars er hús ræningjanna nákvæm eftirmynd af húsi sem ég sá á grísku eyjunni Rhodos og teiknaði í smáatriðum. En að ljóninu frátöldu — en ímynd- unaraflið verður líka að fá lausan tauminn.“ En nafnið sjálft, Kardimommu- bærinn, hvernig skyldi það hafa orðið til? í eldhúsinu kannski? Egner brosir. „Kardimommubærinn," segir hann rólega. „Mig langaði til að finna eitthvert nafn sem var fram- andi, blómlegt og skemmtilegt en hafði ennfremur eitthvað kunnug- legt við sig.“ Útvarpsþættir fyrir börn — og fullorðna Kardimommubærinn var ekki upprunalega skrifaður fyrir svið. Að stríðinu loknu — „þegar við vorum orðin við sjálf aftur“ eins og Thor- björn orðar það — hófust barna- tímar norska útvarpsins og Thor- björn Egner var með frá byrjun. Á skömmum tíma var hann orðinn vinsælasti útvarpsmaður Noregs, hjá ungum sem öldnum, og sögur hans sem iðulega voru fullar af söng og tónlist, orðnar sígildar í Noregi og víöar. Í barnatímum norska út- varpsins urðu Karíus og Baktus til, og Dýrin í Hálsaskógi, Síglaðir söngvarar og mörg önnur verk sem síðar áttu eftir að koma út í bókum og fara á svið. Kardimommubærinn var sendur út í mörgum þáttum árið 1956 en á öðrum í jólum sama ár var leikritið frumsýnt samtímis í þremur leikhúsum í Noregi, Þjóðar- sviðinu í Bergen, Leikhúsi Þrænda- laga og í norska Þjóðleikhúsinu í Osló. Það varð klassískt frá fyrstu stundu. Það sem gerir verk Egners svo sérstæð er heildin. Egner semur nefnilega ekki einungis textann, hann semur einnig alla söngtexta og tónlistina, gerir leiktjöldin og búninga og smíðar helst leiktjöldin ef hann kemur því við. Og hann er mjög nákvæmur með að ekki sé far- ið út af línu hans. Hann talar með bældum hryllingi um bækur sínar sem gefnar hafa verið út erlendis með öðrum teikningum en hans eigin eða leikritin sem hafa verið stílfærð frá upprunalegri mynd. Formúlan er aðeins ein að hans viti. Og hún er hans. Og hvers vegna skyldi krukkað í formúlu sem sann- að hefur vinsældir sínar? En hvaðan hefur Thorbjörn Egner þessa gáfu þúsundþjalasmiðsins? Erótískar teikningar Sjálfur brosir hann bara við slíkri HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.