Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 24
Þ eir sjálfstæðismenn sem einna harðast hafa barist fyrir inn- göngu Þorsteins Pálssonar, for- manns flokksins, í ríkisstjórnina urðu lúpulegir þegar Þorsteinn lýsti því yfir á dögunum að hann gengi aldrei í núverandi ríkisstjórn. Þessir sömu menn höfðu nefnilega loksins fundið ,,patent‘‘-lausnina á þátttöku Þorsteins í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Fléttan var þessi: Geir Hallgríms- son utanríkisráðherra tæki við af Davíd Ólafssyni, sem lætur af störfum sem bankastjóri Seðlabank- ans. Matthías Bjarnason heil- brigðis-, tryggingamála- og sam- göngumálaráðherra færi ennfrem- ur úr ríkisstjórninni. Aibert Guð- mundsson fjármálaráðherra tæki að sér heilbrigðismálaráðuneytið, Birgir Isleifur Gunnarsson yrði viðskiptamálaráðherra en Þor- steinn settist í ráðherrastól Alberts og yrði fjármálaráðherra. Matthías Mathiesen flyttist hins vegar úr viðskiptamálaráðuneytinu yfir í ráðherrastól utanríkismála. Gallinn við plottið var hins vegar að enn vantaði þingflokksmeirihiuta fyrir breytingunni og stærsti þröskuldur- inn var Matthías Bjarnason sem harðneitaði að hreyfa sig um set. Eftir yfirlýsingu Þorsteins þykir hins vegar nokkuð ljóst að af þess- ari stjórnarbyltingu verði ekki en hins vegar munu stuðningsmenn þess að Þorsteinn Pálsson gangi í núverandi ríkisstjórn enn ekki af baki dottnir og plotta áfram.... A Jlar umræður um breyting- ar á ríkisstjórninni hafa iðulega mið- ast við að einhver ráðherrann stæði 24 HELGARPÓSTURINIM upp fyrir Þorsteini Pálssyni. Hins vegar hafa framsóknarmenn rætt um breytingar á ríkisstjórninni af sinni hálfu og þá mun það löngum hafa verið vilji Steingríms Her- mannssonar að Alexander Stef- ánsson félagsmálaráðherra tæki sæng sína og gengi á brott. Hins vegar mun forsætisráðherra ekki hafa lagt í að rétta Alexander far- miðann úr ríkisstjórn ennþá og mun þá útséð um breytingar á ríkis- stjórninni hvað framsóknarmönn- um viðvíkur. . . 1^1 ins og menn rekur eflaust minni til kynnti Davíð Oddsson í sumar nýja hugmynd um ráðhús við Tjörnina en arkitektarnir Gudni Pálsson og Dagný Helgadóttir gerðu uppkast að þeirri skipulagn- ingu og myndi húsið standa við norð-vesturhorn Tjarnarinnar þar sem Félagsmálastofnun Reykja- víkurborgar er nú til húsa og yrði það hús rifið. Mál þetta hefur nú fengið byr undir báða vængi og full- komlega fallið frá þeirri hugmynd að gera Morgunblaðshúsið að ráð- húsi eins og áður var til umræðu, en sömu arkitektar höfðu fest þá hug- mynd á pappír. Umræðurnar og undirbúningurinn að ráðhúsi við Tjörnina er nú á lokastigi og á næstu vikum verður hugmyndin kynnt hagsmunaaðilum hverfisins en síðan fjallað um málið í borgar- stjórn. Fari sem meirihluti borgar- stjórnar vill, er ekki ósennilegt að til framkvæmda gæti komið á næsta ári. Ráðhúshugmyndin er liður í stærra skipulagi gamla miðbæjarins og eru ennfremur uppi hugmyndir um að gera Austurstræti og Aðal- stræti að göngugötum en byggja yf- ir Steindórsplanið og Hallæris- planið. . . A vori komandi rennur ut starfstímabil Guðmundar Magn- ússonar Háskólarektors. Ekki er talið að hann muni bjóða sig fram aftur til starfans og því þegar farið að leggja á ráðin um nýjan rektor Háskóla Islands. Að áliti margra á verkfræðideild tilkall til næsta rekt- ors og munu menn þar á bæ á einu máli um að tefla fram dr. Sigmundi Guðbjarnarsyni prófessor. Hins vegar er ekki víst að hugur hans standi fremur til stjórnunarstarfa sem rektorsembætti felur í sér en rannsóknarstarfa. Þá munu sterk öfl innan Háskólans róa að því að dr. Páll Skúlason, forseti heim- spekideildar, bjóði sig fram í stöðu rektors. . . lí Em v&.ukl sono un grande gruppo. Þetta er ítalska og útleggst: Kukl er stórkostleg hljómsveit. Setningin er tekin upp úr ítalska rokktímaritinu Rockarilla, og er ekki einsdæmi í heimspressu rokksins. Fullvíst má telja að engin íslensk rokkhljóm- sveit, nema kannski Mezzoforte, hefur hlotið jafn víðtækt lof erlendis og Kukl. Rokkblöð beggja vegna Atlantsála hafa keppst við að lofa nýjustu plötu hljómsveitarinnar, sem óð upp lista í haust, og ferðalag Kukls um Evrópu um sama leyti staðfesti erlenda gagnrýnendur enn frekar í trúnni á bandið. Kukl held- ur veglega tónleika í Austurbæjar- bíói við vetrarsólhvörf að kvöldi 21. desember. Á tónleikunum á að taka upp efni á næstu plötu Kuklsins sem er væntanleg fyrir páska og þeir verða líka festir á vídeó. Tón- leikar Kukls þann 21. verða líkast til þeir einu í bráð. Danskurinn lýsir „galdri“ hljómsveitarinnar á þenn- an hátt í blaðinu Information: „Kukls manisk intense festforestill- ing pá randen af det ukendte, min- dede os om, at rockmusik kan være noget langt mere virkeligt og ved- kommende end sá mange af hoved- strommens banale underholdere vil bildeosind.. .Magi er nogleordet til denne islandske gruppe, den bedste jeg har endnu hort fra det land“. .. Bietir hressir kœtir

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.