Helgarpósturinn - 07.02.1985, Blaðsíða 8
Olöglegar fasteignasölur í Reykjavík
Þegar HP setti
sig í spor Guðjóns
Lögfræöingurinn, sem var
kominn og farinn:
,,Nei, hann er farinn og ég á ekki von á honum
aftur í dag.“
Nú, já, hefur hann ekki skrifstofu hjá ykkur?
„Jú, en hann er líka niðri á Skólavörðustíg,
sko, þar sem Fjárfestingafélagið er.“
Vinnur hann þar líka?
,,Já, hann er líka þar, sko.“
Get ég þá náð í hann þar?
,,Já, það gæti verið. . .“
Samkvæmt lögum mega löggiltir
fasteignasalar annast fasteignasölu
að loknu bóklegu og verklegu námi
og prófi. Þá mega lögfræðingar og
viðskiptafræðingar starfrækja fast-
eignasölur án sérstaks prófs utan
háskólagráðunnar.
Það er þessi regla, sem er marg-
brotin. Eigendur fasteignasölu fá
ýmist lögfræðing eða viðskiptafræð-
ing til þess að „leppa" fyrirtækið
fyrir sig og gera það þannig löglegt.
Þannig höfum við til að mynda
dæmi um viðskiptafræðing, sem
vinnur við tölvudeild Ríkisspítal-
anna, en er skráður sem viðskipta-
fræðingur fasteignasölu í Skipholti.
Þetta má viðkomandi ekki; honum
ber að vinna við fasteignasöluna,
því það er einmitt hann, sem gerir
fyrirtækið löglegt. En í raun er hann
aðeins leppur, „ábyrgðarmaður" á
pappirnum, og fær þóknun fyrir
vikið.
Samkvæmt heimildum HP nemur
þessi þóknun yfirleitt 15% af brúttó-
sölulaunum og getur verið á bilinu
30—50 þúsund krónur í aukatekjur
á mánuði fyrir hvern lepp. Sæmileg-
ar aukatekjur fyrir t.d. ríkisstarfs-
manninn hjá Ríkisspítölum. Og þær
eru svo sem ekkert dónalegar held-
ur fyrir starfsmann Skeljungs eða
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna.
Nöfnin „lánuö“
En aðalatriðið er, að þessir menn
„lána“ nöfnin sín til þess að gera
ólöglegt fyrirtæki löglegt. Og vinn-
an sem þeir þurfa að inna af hendi
mun í reynd vera sáralítil. Verkefni
lögfræðings eða viðskiptafræðings
eða löggilts fasteignasala á fast-
eignasölu er frágangur á kaupsamn-
ingi, yfirferð skjala, umsjón og eftir-
8 HELGARPÓSTURINN
lit með þeim fasteignaviðskiptum
sem fyrirtækið annast, að vera til
viðtals fyrir viðskiptamenn o.s.frv.
HP setti sig í stellingar viðskipta-
vinar nokkurra fasteignasala, sem
eru á skrá um lagabrjóta. I engu
þeirra tilvika var skráður lögfræð-
ingur eða viðskiptafræðingur við-
komandi fasteignasölu til staðar og
Guðjóni (en það var nafn viðskipta-
vinarins) annað hvort vísað á síma-
númer úti í bæ eða þá starfsfólk fast-
eignasölunnar fór undan í flæmingi
og kvað hann Sigurð ekki koma fyrr
en eftir tvo daga eða sagði að hann
kæmi bara við og við o.s.frv.
I áranna rás hafa grónir fasteigna-
salar kvartað við dómsmálaráðu-
neytið, bæði formlega og óform-
lega, um að ekki væri allt með felldu
í þessu efni. Út úr því hefur ekkert
komið utan eitt frumvarp til laga,
sem raunar hefur ekki verið lagt fyr-
ir yfirstandandi þing, þar sem bein-
línis er fjallað um „leppanir" og
hvernig megi koma í veg fyrir þær.
Á fund í ráðuneyti
Dómsmálaráðuneytið hefur enn
ekki séð ástæðu til þess að láta til sín
taka. Árið 1983 var Félag fasteigna-
sala stofnað og hafa ungir menn í
forystu þar aflað gagna og upplýs-
inga um þessi mál og kynnt þau
annars vegar William Th. Möller,
fulltrúa lögreglustjóra, og hins veg-
ar Ólafi Walter Stefánssyni, deildar-
stjóra í dómsmálaráðuneytinu. Ekki
eru liðnar nema um tvær vikur frá
því þeir Atli Vagnsson, Þórólfur
Halldórsson og Dan Wium fóru á
fund Ólafs Walters vegna málsins.
í samtali við HP kannaðist Ólafur
við málið, en taldi vandkvæði á því
að gera nokkuð raunhæft í því og
vísaði í áðurnefnt frumvarp um fast-
eignasölu, þar sem „ýjað“ væri að
þessum vanköntum.
William Möller kvaðst hafa vísað
þeim þremenningum á dómsmála-
ráðuneytið. Lögreglan gæti lítið að-
hafzt nema í einstökum, afmörkuð-
um brotamálum. Þá lagði William
jafnframt áherzlu á lagahlið málsins
og kvað mál af þessu tæi í raun snúa
fyrst og fremst að löggjafanum, og
svo þeim hagsmunaaðilum sem mál
þetta sneri að, en það væri Félag
fasteignasala.
Og þetta er einmitt það, sem Félag
fasteignasala hefur verið að vinna
að með upplýsingaöflun alls konar.
Þeir vilja skera upp herör gegn þess-
um „ólöglegu" starfsbræðrum sín-
um, sem þeir segja að sigli undir
fölsku flaggi, brjóti lög og séu sumir
hverjir stéttinni til vansæmdar,
eins og raunar er hægt að sjá af
þeim kærumálum, sem upp hafa
komið nýverið. í nóvember sendi
saksóknari frá sér ákæru á hendur
eiganda fasteignasölunnar Skála-
fells, sem einmitt var ein af þessum
leppuðu fasteignasölum. Fleiri
kærumál eru komin upp og þau
snúa einnig að leppuðum fasteigna-
sölum.
Hinir löglegu í FF
HP ræddi meðal annars við Frið-
rik Slefánsson, eiganda fasteigna-
Skrá um ólöglegu fasteignasalana
Almenna fasteignasalan Laugavegi 18, Rvík — Jóhann Þórðarson hdl.
Anpró Bolholti 6, Rvik — Magnús Þóroarson.
Austurstræti Austurstræti 76, Rvík — Guðmundur Sigurjónsson hdl.
Eignahöllin Hverfisgötu 76, Rvík — Hilmar Viktorsson viðsk.fr.
Eignamarkaðurinn Hafnarstræti 20, Rvík —Skúli Sigurðsson.
Eignaumboðið Laugavegi 87, Rvík — Haukur Bjarnason hdl.
Eignanaust Skipholti 5, Rvik — Hrólfur Hjaltason viðsk.fr.
Bjarg Goðheimum 15, Rvik — Sigurður Þóroddsson lögfr.
Fasteigna- leigumiðlun (Húsaleigufél. Rvík) Hverfisgötu 82, Rvik — Friðrik Friðriksson lögfr.
Míðborg Lækjargötu 2, Rvik — Brynjólfur Eyvindsson hdl.
Fasteignahúsið Inaólfsstræti 18, Rvik — Gústaf Þór Tryggvason hdl. og Hjalti Steinþórsson hdl.
Fasteignahöllin Haaleitisbraut 58—60 — Sigtryggur Heigason viðsk.fr.
Bátar & Búnaður Borgartúni 29, Rvik — Valgarður Kristjánsson.
Fasteignamiðlun Hús verzlunarínnar 6. hæð, Rvik — Hafsteinn Baldvinsson hrl.
Fasteignamiðstöðin Hátúni 2, Rvík — Björn Baldursson lögfr.
Fasteignasalan Hátún Nóatúni 17, Rvík — Ólafur Gunnarsson viðsk.fr.
Fasteignasalan Ösp Hverfisgötu 50, Rvík — Helgi Magnússon lögfr.
Fasteignaúrvalið Sílfurteigi 1, Rvík — Benedikt Biörnsson lög.fs.
Fjárfesting Ármúla 1, Rvik — Pétur Þór Sigurðsson ndl.
Garður Skipholti 5, Rvik — Björn Jónsson hdl.
Markaðsþjónustan Skipholti 19, Rvík — Brynjólfur Bjarkan viðsk.fr.
Samningar & Fasteignir Austurstræti lOa, Rvík — Helgi V. Jónsson hrl.
Hýbýli & skip Garðastræti 38, Rvik —■ Jón Ólafsson hrl., Skúli Pálsson hrl.
Fasteignir s.f. Tjarnargötu lOb, Rvik — Friðrik Siaurbjörnsson lögfr.
Gunnar Björnsson Drápuhlíð 31, Rvik — Sveinn Skúlason hdl.
íbúð Bergur Oliversson
Spax Sigurður Tómasson