Helgarpósturinn - 07.02.1985, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 07.02.1985, Blaðsíða 27
yfir athugun á því, hvort svokallað- ar reikningsskilavenjur séu í heiðri hafðar hjá bönkunum. Það sem rannsóknin beinist að er hvernig skuldbindingar þessara banka vegna lífeyrissjóða eru skráðar í árs- uppgjöri. Eins og nú er í pottinn bú- ið, hafa bankarnir skráð þessar skuldbindingar sem samtals skipta hundruðum milljóna sem gjöld. Meðal endurskoðenda eru ýmsir á þeirri skoðun að þessi aðferð sé röng. Það sem bankarnir séu að gera, sé að breyta arði í gjöld og þannig takist þeim hreinlega að svíkja undan tekjuskatti. Sömu reikningsskilavenjur nota önnur fyrirtæki, t.d. Eimskip. Fyrir árið 1983 nam það sem kallað er eftir- launaskuldbinding rúmum 80 millj- ónum króna hjá Eimskipi. Um þetta er deilt og telja aðrir endurskoðend- ur að þessi bókhaldsaðferð sé í góðu lagi og líta þá gjarnan til þess að við- komandi fyrirtæki og stofnanir séu að gera starfsmönnum sínum gott með því að taka á sig skuldbinding- ar sem þeim ber í raun ekki. Niður- stöðu úr athugun Seðlabankans er að vænta í marslok.. . A ^^^«ram með ölduganginn. Umferðaröldurnar hafa siglt gegn- um öll embættisráð og -nefndir borgarinnar fyrirhafnarlaust. Allir eru fylgjandi „öldum", enda er ljóst að þær eru eina raunhæfa leiðin til að draga úr ökuhraða bíla í íbúðar- hverfum og í kringum skóla. Málið stöðvast hins vegar í borgarráði. Það samþykkti aðeins 16 „öldur“ af 40 sem voru lagðar til í fyrra og nú gengur hægt að fá samþykki ráðsins fyrir 86 til viðbótar. Margir hafa reynt að átta sig á einhverri skyn- samlegri skýringu á stirfni borgar- ráðs í þessu máli, en gengið frekar illa. Nú eru menn þó búnir að koma Barnamyndatökur Tækifærismyndatökur Brúðarmyndatökur Fjölskyldumyndatökur I J()SM\'ND;\ST()FA RKYKIAVIKUR HVERFISGÖTU 105, 2. HÆÐ, RÉTT VIÐ HLEMM. SÍMI 621166. auga á eina þó ljót sé: Borgarráðs- menn eiga allir fína bíla sem þeim finnst gaman að keyra hratt. Þeir, persónulega, vilja vera lausir við ,,öldur“ á götunum. Aðeins er talið að einn borgarfulltrúi sjálfstæðis- manna, Katrín Fjeldsted læknir, sé meðmælt fleiri „öldum“ á götum bæjarins. Alþýðubandalagið gerði „öldurnar" að stefnumáli sínu í fyrra, en hefur lítið haft sig í frammi síðan. Sigurjón Pétursson, borg- arfulltrúi þess, á líka þennan fína Pajero-jeppa, sem hann hefur gam- an af að keyra. Umferðarfræðing- um, skólamönnum, íbúasamtökum og foreldrum er farið að blöskra, og finnst blóðugt að þurfa að greiða fyrir akstursánægju nokkurra manna með lífi og limum reykvískra skólabarna. . . SKÁK Framhald af bls. 22. dugar aðeins til jafnteflis vegna 1. - ab5. Margar snjallar þrautir hafa ver- ið spunnar úr þeirri hugmynd sem laust niður í David Joseph á vetr- armorgni 1921, og væri freistandi að koma að því síðar. En í bili læt ég nægja eina sem hlaut verðlaun 4. Proskurovsky 1964. í keppni sem pólskt skáktímarit, Szachy, efndi til árið 1964, þar sem einmitt átti að spinna úr þessari hugmynd. Þarna er sama þema á ferðinni, í nokkuð breyttu formi, og er lík- lega best að gefa lesandanum sjálfum kost á að glíma við þraut- ina. Ég kem væntanlega að henni síðar. Fyrsta flokks sturtuklefar f rá Keralk Afgreiðum einnig sérpantanir með stuttum fyrirvara Hornklefi 2 hlutar hver hlið Hornklefi 3 hlutar hver hlið Rennihurð f. sturtubotn 3 hlutar Rennihurð á baðkar Föst hlið vinstra eða hægra megin Vænghurð Sturtuhlið á baðkar VATNSVIRKINN/J ÁRMÚLA 21 REYKJAVÍK SÍMAR: 686455, 685966, 686491 SKEIFAN 11 - SÍMAR 82220-82221 HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.