Helgarpósturinn - 07.02.1985, Blaðsíða 11
s.
’teingrímur okkar Her-
mannsson er smiður góður eins og
alþjóð veit, og dundar sér mikið við
smíðastörf í frístundum. Sumarfrí-
um sínum eyðir Steingrímur stund-
um á Þingvöllum í opinberum bú-
stað forsætisráðherra og hefur þá oft
smíðatólin innan seilingar. Síðsum-
ars datt Steingrími það í hug að
smíða vegg aftan við bústaðinn sem
huldi hina opinberu lóð frá lóð ná-
grannans og hófst þegar handa. Inn-
an skamms reis þarna hinn gjörvi-
legasti tréveggur sem skýldi forsæt-
isráðherranum okkar frá augum
nágrannanna. Nágranninn er einnig
í opinberum bústað og gegnir
merku embætti ríkisins, nefnilega
Heimir Steinsson þjóðgarðsvörð-
ur, fyrrverandi prestur í Skálholti.
Heimi leist ekkert á framkvæmdir
forsætisráðherra og fannst eflaust
ótilhlýðilegt að Steingrímur lokaði
sig á jafn veraldlegan hátt frá hinu
geistlega valdi. Mun Heimir hafa
minnst á þessi mál við sveitunga
sína og bíða menn nú spenntir í
Þingvallasveit hvort þarna sé deilu-
mál í uppsiglingu eður ei...
Á
lega deild Alliance Francaise. Þessi
deild var áður til á Akureyri en var
lögð niður í stríðsbyrjun 1939. í
gamalli fundargerð má lesa að starf-
semin hafi verið lögð niður vegna
styrjaldarástands. Til að starfsemin
væri lögleg á ný þurfti formlegt leyfi
frá móðursamtökunum í Frakklandi
og fékkst það skriflega frá París á
nýja árinu. Segja menn því nú að
loksins séu styrjaldarárin liðin á Ak-
ureyri. . .
boði þar í borg hjá Arne nokkrum
Bruun mun Guðmundur hafa keypt
allmargar myndir eftir eldri íslenska
meistara á uppsprengdu verði með
þeim afleiðingum að málarar í
flokki Kjarvals, Ásgríms og fleiri
hafa hækkað um 50—60% á inn-
lendum markaði. . .
B
leira um nýstofnaða deild
Alliance Francaise á Akureyri: í um-
ræddum hópi er að finna Hrafn-
hildi Jónsdóttur (RÚVAK) sem er
formaður, Reyni Antonsson (leik-
listargagnrýnanda HP á Akureyri,
Signý Pálsdóttur (Leikfélagi Akur-
eyrar), Tómas Inga Olrich (rit-
stjóra íslendings), Gísla Konráðs-
son (framkvæmdastj. UA) og eina
Frakkann sem vitað er um á Akur-
eyri, Lucien Messien að nafni. Það
fyrsta sem fólk þetta mun gera á
nýja árinu er að efna til Edith Piaf-
kvölds í Sjallanum þ. 21. febrúar í
tengslum við sýningu LA á sam-
nefndu leikverki um þessa frönsku
söngkonu. Sigurður Pálsson form.
Rithöfundasambandsins talar um
Piaf og sýnir myndband og þar að
auki verða rauðvín og ostar á borð-
um. Sem sagt frönsk stemmning...
'ólinghöllin var opnuð með
mikilli viðhöfn um daginn. Var ýms-
um mætum borgurum boðið til opn-
unarinnar svo og allri pressunni.
Sjónvarpið ætlaði sér að mæta sem
aðrir fjölmiðlar en heldur fór illa.
Fréttastjórinn þennan dag var nefni-
lega búinn að ákveða að senda
sama fréttamann fyrst í viðtal við
Chet Baker djassista en síðan í keilu
til að taka myndir af Davíð, Stein-
grími og fleirum spreyta sig á kúlun-
um og keilunum. Steingrímur okk-
ar Hermannsson er maður vanur í
keilu enda lærður vestanhafs og
kann með svona hluti að fara. Enda
fór svo að um síðir hóf hann kúluna
á loft og þeytti henni kunnáttusam-
lega eftir brautinni og viti menn:
Allar keilurnar féllu í einu! Upphófst
mikið klapp hjá áhorfendum enda
ekki á hverjum degi að Steingrímur
leggi alla andstæðinga sína með
einu höggi. í sama mund og húrra-
hrópin og klappið stóðu sem hæst,
kom stressaður fréttamaður sjón-
varps arkandi inn í salinn, með
tækniliðið á hælunum. Upphófst þá
mikill hlátur og mun fréttamaður-
inn Sigrún Stefánsdóttir hvorki
hafa skilið upp né niður í neinu...
dráttur á opnun skrifast á reikning
tækjanna en við seljum það ekki
dýrar en við keyptum...
S
B
'töðugt skipta fyrirtæki um
eigendur. Nýjasta sagan sem okkur
hefur til eyrna borist er sú, að Einar
Matthíasson framkvæmdastjóri
hjá Agli Vilhjálmssyni hafi keypt
innflutningsfyrirtækið Þrígrip sem
þeir Þorsteinn Þorsteinsson og
Jörmundur Ingi ásatrúarmaður
hafa rekið hingað til. Einar sagði
starfi sínu hjá Agli Vilhjálmssyni
lausu nú um áramótin...
'ólingið vel á minnst: Því er
hvíslað í eyru okkar að tækin séu
10—15 ára gömul og komi ofan af
Velli. En fyrst voru þau víst send til
Bandaríkjanna svo Sölunefnd varn-
arliðseigna kæmist ekki með putt-
ana í kaupin. Eitthvað mun þetta
gamla kerfi vera úr sér gengið og
V
ið heyrum stöðugt um
breytingar á starfsmannaliði sjón-
varpsins. Síðasta fréttin er sú, að
Andrés Indriðason pródúsent hafi
sagt upp störfum. Andrés var í löngu
fríi vegna ritstarfa og hyggst nú
helga sig pennanum enn betur. . .
T
alsvert eru að færast í aukana
kaup almennings á listaverkum eftir
nokkra tregðu á undanförnum ár-
um. Það sem einkum hefur vakið
eftirtekt kunnugra í listabransanum
er hve verðmæti eldri málverka hef-
ur stigið snögglega. Segja hinir
sömu að ástæðan fyrir hinni skyndi-
legu verðhækkun eigi rætur sínar
að rekja til utanferðar Guðmundar
Axelssonar í Klausturhólum í des-
ember til Kaupmannahafnar. Á upp-
ÁSKRIFT
— inn um bréfalúguna á föstudagsmorgni
Fyrir ykkur öll sem ekki getið hugsað ykkur
helgi án Helgarpóstsins
Áskriftarsími 81511
i Akureyri lauk síðari heims-
styrjöldinni þ. 31. janúar 1985. Skýr-
ingin á þessu er sú að umræddan
dag stofnuðu menn á staðnum form-
Nýkomið á mjög hagstæðu verði:
Fiat-stuðarar
Fiat 127 L '78—'81, framan Etaftan.
Fiat 127 CL '78—'81, framan &aftan.
Fiat 132 '78—'81, framan öaftan.
Fiat Ritmo, aftan.
Fiat Argenta, aftan.
STEINGRÍMUR BJÖRNSSON SF.
SUÐURLANDSBRAUT 12, RVÍK. SÍMAR 32210 - 38365.
-«Bílabú6
Benna
Aukahlutir Varahlutir Sérpantanir Sími 685825
VAGNHJ®LIÐ
Vélaupptekningar
Vagnhöfða 23
110 Reykjavík
Vatnskassar og vélahlutir
í ameríska bíla á lager.
Mjög hagstætt verö.
FRÁ
..r
ENSKA
Kvöldnámskeið í verslunarensku
(Buísness English) hefst 14. febrúar.
Kennt verður á þríðjudags- og
fimmtudagskvöldum frá kl. 20.30 —
23.00. Námskeiðinu lýkur 11. apríl.
Tekin verða fyrir hugtök í ensku og
amerísku sem notuð eru í sambandi
við verslun. Einu fyrirtæki er fylgt í
gegnum ýmsa erfiðleika, breytingar og
samninga.
Kennari: Edward M. Swan
BA of Buisness Administration
Verð: 5.900 — greiðslukortaviðskipti
Skrifstofan opín 13—17 Sími: 10004
21655
MALASKOLINN
Brautarholti 4
HELGARPÖSTURINN 11