Helgarpósturinn - 07.02.1985, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 07.02.1985, Blaðsíða 13
Jón Ormur Halldórsson fyrrv. starfsmaður Hjólparstofnunar kirkjunnar: „MATARSENDINGARNAR GETA VIÐHALDIÐ HUNGRINU Sífellt fleiri sérfræðingar í hjálparstarfi gagnrýna þá stefnu sem það hefur tekið og vilja breytingar Frá því fyrir jól höfum við Islend- ingar, eins og fleiri þjóðir í Norður- heimi, horft nær daglega upp á hungur og hörmungar milljóna manna í Eþíópíu. Sjónvarpsmynd- irnar af deyjandi börnum á hungur- svæðunum kremja í okkur hjartað, við verðum máttlaus af máttleysi okkar gagnvart neyð þessa fólks. Við segjum: „Þetta gengur ekki, það verður að gera eitthvað og drífa í því.“ Svo gefum við í söfnunina. Líður aðeins betur þegar við sjáum okkar peninga koma að gagni. Við höfum bjargað fjölda barna frá hungur- dauða — í smátíma. En hvað skeður þegar fjölmiðlarnir beina athygli okkar annað og hætta að „auglýsa“ hungrið í Eþíópíu, hvað þá? Við er- um fljót að gleyma, hættum að hafa áhyggjur af því sem við erum hætt að sjá. En heldur hungursneyðin áfram? Já, að öllum líkindum gerir hún það og að öllum líkindum er fólkið enn verr á sig komið en áður en hjálpin mikla barst. Þeim fer nú ört fjölgandi á Vestur- löndum öllum sem telja hjálparstarf af þessu tagi vera komið út á hreinar villigötur fjölmiðlafárs, þekkingar- leysis og misskilnings og vilja fara í ríkari mæli en nú er gert inn á aðrar brautir sem sannað er að skili mun meiri árangri. Einn þessara manna er Jón Orm- ur Halldórsson stjórnmálafræðing- ur. Hann var sem kunnugt er að- stoðarmaður dr. Gunnars Thorodd- sens, forsætisráðherra á sínum tíma, en hefur starfað að hjálpar- og þró- unarmálum sl. eitt og hálft ár heima og erlendis, nú síðast á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar hér á landi þar sem hann lét nýlega af störfum. Látum hann hafa orðið. Fjölmiðlarnir róða hvar við sjáum hungrið „Almenningur á Vesturlöndum hefur brugðist fljótt við og sent mat til hungursvæðanna í Eþíópíu í gegnum hjálparstofnanir, vegna þess að fjölmiðlarnir hafa verið þar og sýnt hryllingsmyndir þaðan dag eftir dag. Ástandið þar er auðvitað hryllilegt eins og allir sjá, en enginn spyr hvers vegna þetta ástand hefur skapast eða hvernig megi í reynd ráða bót á því og koma í veg fyrir það hungur sem nú ríkir. Það er haldið áfram að senda mat þótt öll- um sem þekkingu hafa á þessum málum beri saman um að svona matarsendingar eru í besta falli að- eins smyrsl á sárin, en í versta falli starfsemi sem kann að viðhalda hungri á þessum svæðum svo árum skiptir. Það eru til óteljandi dæmi um slíkt.“ — Hvers vegna þá þessi gífurlega áhersla á þetta starf? „Fjölmiðlarnir gefa almenningi skakka mynd af þessum heimshluta, áherslan er svo gífurleg á hörmung- ar eins og í Eþíópíu, að hin raun- verulega mynd af lífi fólksins í þriðja heiminum, þessum milljörðum fá- tækra og hundruðum milljóna van- nærða nær aldrei að birtast. Al- menningsálitið er nær undantekn- ingalaust byggt á lítilii þekkingu og misskilningi á raunverulegum að- stæðum þessa fólks, sem eru svo gjörólíkar okkar eigin. Þessi mis- skilningur leiðir til þess að komist er að röngum niðurstöðum. Almenn- ingur bregst við á þessum gefnu for- sendum, hjálparstofnanir svara kall- inu.“ Jón segir að fáir hafi spurt um hungur í Eþíópíu fyrr en breskar fréttastofur hófu samkeppni um fréttir þaðan. „Þannig hafa fjölmiðl- arnir gert hungrið í Eþíópíu að veru- leika fyrir okkur í vetur, en það dóu ekki færri úr hungri í heiminum í fyrravetur en í vetur. Það var t.d. hrikaleg hungursneyð í Mosam- bique í fyrravetur, sennilega ekki minni en í Eþíópíu núna. En hún var „ekki til“ fyrir okkur, hún fór ger- samlega fram hjá fjölmiðlum. Sumir segja að 200.000 manns hafi dáið þar úr hungri, en það bárust engar myndir af því. Það sama gerðist á Sahel-svæðinu fyrir sunnan Sahara — í Malí og Mauritaníu, þar um slóð- ir — fyrir nokkrum árum. Fjölmiðl- arnir ráða því eftir tilviljunum hvar við sjáum hungrið. Alþjóðlegar stofnanir flykkjast svo til þeirra staða sem þær fá fé frá almenningi til að starfa á,“ segir Jón. Hægt að bjarga lífi flestra Með því að horfa á sjónvarpsfrétt- ir og lesa blöð hér á landi fær fólk á tilfinninguna að hungur sé eigin- lega bara á einum stað í heiminum núna, í Eþíópíu. Þar deyi tugþús- undir fyrir augunum á okkur. Það er ekki minnst á Bangla Desh t.d., þar sem Jón segir að búist sé við að enn fleiri farist úr hungri hvert ár en núna í Eþíópíu, líklega um ein millj- ón á þessu ári úr næringarskorti. „Athyglin beinist á einn stað, og hlutföllin eru hrikaleg. Tugir þús- unda farast í Eþíópíu á þessu ári en á sama tíma er búist við að um 20 milljónir manna farist í öllum heim- inum úr beinum afleiðingum vatns- og matarskorts, þar af 15—16 millj- ónir barna. Og 800 milljónir eru vannærðar. Fleiri deyja þó vegna vonds vatns en lítils matar. Og það mikilvæga við þetta allt er svo þetta: Það er hægt að bjarga lífi flestra. Það er hægt að lækka barna- dauða í þriðja heiminum um helm- ing með tiltölulega litlum kostnaði. Með einföldum aðgerðum, sem all- ar stuðla að því að fólkið hjálpi sér sjálft. Hér er t.d. um að ræða að bæta aðgang fólks að vatni, auka hreinlæti, fá fólk til að grafa saur sinn, t.d., fá það til að rækta græn- meti, og stuðla að einföldustu heilsugæslu. Svona er hægt að koma í veg fyrir að fjórða hvert barn deyi á fyrsta ári — lækka það hlutfall um helming." — Hvaða hjálparstofnanir vinna að þessu? „Það eru til fjölmargar stofnanir sem einbeita sér að öðru en matar- sendingum, t.d. Oxfam, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og margar kirkjulegar stofnanir. En þessar að- gerðir sem ég er að tala um eru „ósexý“ fyrir fjölmiðla. Það er ekki hægt að sýna fram á þær með nein- um hryllingsmyndum og það er ein- kennandi fyrir þær, að það eru sjaldnast hvítir menn sem starfa að þessum verkefnum heldur fólk sem hefur verið virkjað á hverjum stað. Þannig er t.d. mjög fátítt að hvítir menn séu í hjálparstörfum í Asíu, og þar hefur starfið yfirleitt gengið mun betur en í Afríku. Og massinn er í Asíu: Ibúar Indlands eru t.d. nær tvöfalt fleiri en allir íbúar Afríku. En þjóðfélög Asíu standa á gömlum merg og menning þeirra er sam- felldari en menning Afríkuþjóða, eða raunar Evrópuþjóða, lífssýn manna er önnur og skýrari. í Afríku verður maður mun minna var við þessa innri dýnamík, þennan innri kraft til sjálfsbjargar. Þar ríkir líka enn þjónustuhugsunarháttur ný- lendutímans, þjóðfélögin hafa ekki fengið að skapa sér þessa nauðsyn- legu dýnamík sjálf. Hvítir menn eru þar enn víða teknir sem hálfguðir þrátt fyrir framferði sitt og nærvera hvítra manna leiðir til vanmáttar- kenndar sem kemur í veg fyrir að sjálfsbjargarviðleitnin fái að njóta sín. Vanmáttarkenndin Setning sem Afríkumaður sagði við mig einu sinni útskýrir þetta, hann sagði: „Við vissum ekki að við bjuggum í kofum fyrr en hvíti mað- urinn kom og byggði sér stórt hús.“ Hvíti maðurinn bjó til þessa van- máttarkennd og viðheldur henni. Það er auðvitað alhæfing, en ég er viss um að í Afríku væri í dag minni örbirgð og minna hungur ef hvíti maðurinn hefði algerlega horfið á braut eftir nýlendutímabilið og eng- in matvælaaðstoð hefði verið veitt síðustu 20 árin. Réttlætanlegar und- antekningar eru e.t.v. Biafra 1968 og nokkur lönd á þessu ári en starf á ekki að miða útfrá slíku, því FAO og World Food Programme eiga að sjá fyrir því sem unnt er að nota." Jón tekur dæmi af okkur sjálfum, íslendingum. „ímyndaðu þér ef ungmennafélagsandinn og sjálf- stæðisvakningin hefðu ekki sprottið upp á sínum tíma hjá okkur, og ein- hverjir útlendingar úr öðrum heims- álfum hefðu fengið að ráðskast með atvinnuvegi okkar og komið hingað til að „þróá' okkur. ímyndaðu þér afskræminguna og þá færðu á til- finninguna það sem hefur gerst í Afríku." Jón segir að hægur vandi sé að framleiða nógan mat fyrir jarðar- búa, og það þó þeir væru tvöfalt fleiri. „Það er varla til það land í heiminum sem ekki getur verið sjálfu sér nægt um matvæli. Vand- inn liggur í samspili flókinna þjóð- félagslegra og efnahagslegra þátta. Það er t.d. flutt meira af matvælum út úr þriðja heiminum en inn í hann. Matvælaaðstoðin hefur þó aldrei verið meiri, 3—4 miiljón tonn á ári. Á Sahel-svæðinu eru flutt út hundr- uð þúsunda lesta af matvælum á ári fyrir miklu hærri upphæðir en sem nemur þeirri matvælaaðstoð sem þar er veitt á sama tíma. Annað dæmi: Matvælabirgðir í Evrópu og Bandaríkjunum, oft óseljanlegar, eru yfir 100 milljón tonn og ti! að anna þeirri matvælaaðstoð sem nú er veitt myndi nægja að flytja á hungursvæðin 2—3% af þessu, og það eru birgðir sem fást gefins. Þetta er yfirleitt spurning um flutn- inga. I Afríku taka þjóðfélagsvandamál- in t.d. á sig þá mynd að borgirnar eru úr aigjörum tengslum við lands- byggðina. Borgirnar eiga meira skylt við Evrópulönd en eigin lands- byggðir. Gjaldeyririnn er notaður við uppbyggingu í borgunum sem þrautpína sveitirnar til að framleiða útflutningsvöru á borð við te, kaffi og banana. Almennu matvælaverði er hins vegar haldið niðri í borgun- um, svo einungis borgar sig að fram- leiða útflutningsvörurnar. Stöðugt sígur á ógæfuhliðina; matvælafram- leiðsla fyrir íbúana sjálfa minnkar, því framleiða þarf meira kaffi, te, eða sykur til að eiga fyrir vöxtum af erlendu lánsfé. Dæmi: Viðskipta- kjör ríkja þriðja heimsins hafa versnað svo mikið á síðasta áratug, að þau hafa tapað meiru á því einu en þau hafa fengið í þróunaraðstoð á þessum tíma.“ Jón segir að tvennt þurfi að breyt- ast. Við þurfum að leggja til hliðar þá afbökuðu mynd sem við höfum af þriðja heiminum, hætta að sjá fyr- ir okkur hjarðir af dökkleitu svelt- andi fólki, sem virðist gersamlega ósjálfbjarga um alla hluti og sem við treystum ekki til að nýta sér aðstoð okkar upp á eigin spýtur. „Og við verðum að fara að miða okkar starf eingöngu við það sem þessu fólki kemur best, sem er í langfæstum tilvikum það sama og kemur sér best fyrir mann sem situr á skrifstofu hjálparstofnunar í vest- rænni höfuðborg. Við verðum að setja okkur í spor þessa fólks og hætta að hugsa þessi mál út frá eigin heimsmyndog hentugleikum. Núna er nákvæmlega ekkert gert til að upplýsa okkur um raunveruleika fólks í þriðja heiminum og ég held að við Islendingar vitum minna um hann núna en í fyrra, þar sem mynd- in hefur enn fengist að skekkjast," segir Jón að lokum. HELGARPÖSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.