Helgarpósturinn - 07.02.1985, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 07.02.1985, Blaðsíða 14
eftir Eddu Andrésdóttur mynd: Jim Smart Hvernig myndir þú lýsa sjálfum þér? Stefán Jökulsson horfir á mig andartak. Tekur síðan til við að tendra pípu sína í mestu rólegheitum. Lítur út um stofugluggann og festir augun á aðalstöðvum lögregl- unnar. Hugsar sig lengi um þar til hann svarar: Ég er blanda af skipulagi og skipu- lagsleysi. Ef til villtogast á íméreinhvers konar rölcnygqja eða skynsemi að öðru leyti og tilfinningar að hinu. Kannski eru tilfinningar líka rök. Svo brosir hann og spyr: Er þetta ekki nóg? Stefán Jökulsson í HP-viðtali Á virkum degi. Rok á Skúlagötunni að venju. Dúðað fólk fýkur bókstaflega inn í útvarpshúsið. Nýr dagur hefur löngu tekið völdin í stúdíói eitt á fimmtu hæð. Stefán Jökulsson er búinn að vekja þjóðina, og minna fólk á að slökkva á hell- unum og taka með sér lyklana. Nú bítur hann í væna samloku, af því að hann er á sérsamningi í eldhúsinu, og fitlar við segulband. Óli H. hjá Umferðarráði var síðasti maður í viðtali að þessu sinni, svolítið syfjaður eins og ég. „Ætl- arðu að ieyfa mér að heyra þetta?“ spyr hann. Stefán kinkar kolli og setur segulbandið af stað. Stúdíóið fyllist af tónum frá heilli hljómsveit og sennilega kór líka. Eða svo virðist. „Hvað er þetta?" spyr ég. Stefán bendir mér á yfirlætis- laust hljóðfæri úti í horni. „Hljóðgervill. Annar tveggja á landinu. Ég fékk hann lánaðan til að fikta svolítið við hann. Mig vantar nokkra eff- ekta.“ Óli er ekki lengi að hugsa sig um. „Get- urðu útvegað mér nokkra í umferðarinnskot- in?“ Ég mæli mér hins vegar mót við Stefán heima hjá honum og sambýliskonu hans á Rauð- arárstígnum. Þrátt fyrir aðvörun niðri, fer ég ekki úr skón- um. „Það skiptir engu máli," segir Stefán. „Það er ekkert frekar ætlast til þess,“ og opnar dyrnar inn í stílhreina ogbjarta íbúð á efstu hæð. Utsýni á annan veginn yfir port sem er alveg eins og í útlöndum, og á hinn vítt og breitt yfir Skúlagöt- una, höfnina og lögreglustöðina. „Ég myndi sakna þessa útsýnis yfir höfnina," segir Stefán þegar við setjumst í bláu sófana, og býður ekki upp á kaffi. — Hljódgervillinn í morgun, byrja ég. Varstu ekki einhvern tímann í hljómsveit? „Jú. Ferillinn hófst í bílsicúrnum hjá foreldrum mínum í Vogunum. í umhverfi sem var skondin blanda af sveitabúskap og nýjum blokkum sem voru að rísa. Ég var líflegur krakki, og á þeim ár- um var talsvert skemmtanahald í bílskúrnum; tónleikar og leiklist, og selt inn...“ Stefán leggst makindalega í sófann, með pípu sína til taks, og heldur áfram: „Við vorum tíu eða ellefu ára, og stofnuðum hljómsveit nokkrir saman. Hljóðfærin voru har- monikka, makintosdollur og flest sem tiltækt var. Við spiluðum dægurlög þessa tíma og loks lög Shadows, sem síðar urðu átrúnaðargoð okk- ar. Upp úr þessu spratt svo skólahljómsveit í Vogaskólanum. Við Snorri Örn Snorrason vor- um samferða í bransanum, og við bættust bróðir hans, Sigurður Ingvi Snorrason, sem nú er skóla- stjóri Tónlistarskólans, og Eysteinn Jónasson skólastjóri í Reykholti. Við tókum mið af Shadows og hljóðfæraskipan var eftir því. Ég spilaði á trommur og við fengum inni í skólan- um til æfinga. Það fór afskaplega mikill tími í þetta. Við byrj- uðum að spila í Breiðfirðingabúð og síðan tals- vert á Keflavíkurflugvelli. Þar þótti í frásögur færandi, að við vorum einu hljómsveitastrák- arnir sem ekki drukku bjór. Við vorum ungir og saklausir, reglusamir og ekkert í partýlífi. Heilt sumar vorum við hljómsveit hússins í gamla Sigtúni, og þá bættist Sigrún Harðardóttir í hópinn." — Sem sagt... Orion? „Einmitt. Þetta var mjög skemmtilegur tími. Efnisskráin var býsna fjölþætt. Við lögðum áherslu á leikna tónlist; suður-ameríska og djass. Það var kannski nokkuð merkilegt í sögu hljóm- sveitarinnar, að við gerðum nokkra sjónvarps- þætti. En eftir að hafa spilað tvo vetur í Leikhús- kjallaranum tvístraðist hópurinn. Sigurður Ingvi og Snorri Örn héldu til náms í Austurríki, en við Eysteinn vorum áfram í skóla hérna heima.“ — Hvadan kemur tónlistaráhuginn? „Úr báðum ættum. Smápolli sat ég fyrir fram- an grammófón og söng með Gittu Hænning. Ég þótti músíkalskt barn, og átti að setja mig til mennta á því sviði. Mér gekk vel í fyrstu píanó- tímunum. Kennarinn spilaði fyrir mig það sem ég átti að læra heima. En lögin voru ekki flókn- ari en svo, að ég lærði þau utanað. Mér fannst skemmtilegra að spila eftir eyranu, og var ófá- anlegur til að halda náminu áfram. Þess vegna les ég ekki nótur.“ — Semuröu tónlist? „Nei, ekkert nema hvað ég spinn stundum í morgunleikfiminni. Þegar við byrjum, hef ég ekki hugmynd um hvað Jónína ætlar að gera. Ég reyni bara að fylgja henni." Stefán þagnar og hugsar sig svolítið um. „En ég hefði gaman af að prófa að semja tón- list, — einhvern tímann — þegar ég verð stór.“ Fórnarlamb þjóðfélagsaðstæðna? — En þegar þú varst minni. Ætlaöiröu aö veröa eitthvaö sérstakt? „Ég hafði aldrei ákveðnar skoðanir á því. Ekki nema á þvt tímabili sem ég las bækurnar um Tom Swift, Ijóshærða, átján ára uppfinninga- manninn. Þá ætlaði ég að verða vísindamaður. Annars hugsaði ég lítið um framtíðina. Ég var ágætis nemandi í barnaskóla. Upp úr því fór áhuginn að hneigjast að flestu öðru en náms- bókunum. Ég fékk hljóðfæra- og hjjómsveitar- maníu sem sumir fá á vissum tíma. Ég sá ekkert annað, lifði og hrærðist í þeirri veröld. Ég lauk landsprófi í Vogaskóla við illan leik. Ég las mikið og hef alltaf gert, en mér leiddist námið, áttaði mig ekki á gildi þess að læra utan- bókar. Hins vegar hafði ég áhuga á tungumálum og félagsfræði, því sem ég sá að nýttist mér í dagsins önn. Ástandið fór enn versnandi í MR. Mér leiddist óskaplega í menntaskóia, þótti námsefnið Ieiðinlegt. Eftir tveggja vetra nám hætti ég, staðráðinn í að gerast hljóðfæraleikari. Við spiluðum í Leikhúskjallaranum um helgar. Þess á milli seldi ég kjöt hjá Silla og Valda. Hvorutveggja var lærdómsríkt. Ég held ég hafi lært mikið í sálfræði á næstu tveimur árum; í skemmtanalífinu og þegar ég seldi fólki vörur yfir borðið. Ég þurfti líka að átta mig betur á sjálfum mér.“ — Hefurðu nýtt þér sálfrœöikunnáttuna? „Ég les mikið um sálfræði, og fylgist töluvert vel með því sem er að gerast í þeim efnum. Af hverju? Líklega af því ég hef gaman af fólki. Jú, þetta hefur komið óbeint að gagni í starfi, raun- ar beint í kennslu. En margt af því sem ég geri byggist fremur á innsæi en kalkúleruðum at-' höfnum." — Hvaö lestu annaö? „Ég les mikið af enskum bókmenntum — pocketbókum. Yfirleitt það sem menn benda á sem þolanlegar skáldsögur." — Skrifar þú kannski sjálfur? „Nei. Ég hef ekki gert það.. . “ Stefán hikar — ég bíð. „Eitt ljóð hefur reyndar birst eftir mig á prenti," viðurkennir hann svo. í Lesbók Morgun- blaðsins fyrir nokkrum árum. Það þvældist þangað fyrir tilviljun." — Pá hefur þú skrifaö? „Meira fyrir sjálfan mig. Kannski maður dundi sér við það í ellinni. Ég hef aðallega verið að elta hugsanir annarra með þýðingum. Eg byrjaði að þýða bækur austur á Hallorms- stað, þar sem ég kenndi í þrjú ár. Ég hafði kennt í fimm ár í Breiðholtsskóla, var kominn í sam- búð og við vildum breyta til. Ég þýddi nokkrar barnabækur fyrir Örn og Örlyg og bókina Sjafn- aryndi. Þetta var peningaspursmál. Það á ekki vel við mig að sitja við skrifborð. Upp úr Hallormsstaðadvölinni varð reyndar vendipunktur í lífi mínu. Skilnaður. En mér fannst gott að vera fyrir austan. Ég hafði áður verið í basli við að koma undir mig fótunum og vann mikið, hálf geðveikislega á köflum. Það var þægilegt að koma þangað sem takturinn var öllu hægari." __ — Basliö? Attu viö íbúöarkaup? „Já. Að sumu leyti varð maður fórnarlamb þjóðfélagsaðstæðna; þess að verja árunum milli. tvítugs og þrítugs í sleitulausa vinnu til að eign- ast þak yfir höfuðið. Ég held að ég hafi ekki haft nægan tíma til að vera til. Mér finnst ekki eðli- legt að svo mikið af orku manns fari í að full- nægja þessum brýnustu nauðsynjum. Síðan er eins og þetta vindi upp á sig. Jafnvel þó fólk hafi komið sér fyrir, þá hættir það ekki en heldur áfram. Þangað til það vaknar upp einn góðan veðurdag innan um ýmsa dauða hluti, og upp- götvar að eitthvað vantar. Vinna er mikilvæg, en má ekki verða of mikil- væg. Fólk má ekki heldur vanmeta vinnuþátt- inn í mannlegum samskiptum. Ég held að vinn- an ein skapi verðmæti. Kannski á það líka við um ástarsamband. Til að það dafni og blómstri verður að sinna því. Kapphlaupið birtist víða. Til dæmis í skóla- kerfinu, alveg upp í Háskóla. Fólk lærir oft til að ná ytri markmiðum, en ekki vegna þess að það hafi gildi í sjálfu sér að læra eitthvað." Ekkert morgunfúll — Hefur lífiö kennt þér meira en skólarnir? „Já. Skóli er í raun og veru fjarstæðukennd stofnun. í námsskrám segir að hann eigi að efla dómgreind fólks, kenna því að vera gagnrýnið á sjálft sig og þjóðfélagið. En ef vel tekst til og nemandinn fer að opna augun og gagnrýna skólann, er risið upp á afturfæturna og ekki tek- ið tillit til þessarar gagnrýni. Skólinn er stofnun. Meðal annars þess vegna er honum svo erfitt að gegna skyldum sínum. I grunnskólalögunum stendur að taka eigi tillit til nemenda sem einstaklinga. Samt eru allir prófaðir í því sama. Áhersla er t.d. lögð á staf- setningarpróf, því útkomuna er svo auðvelt að mæla. Það er aftur erfiðara með ritgerðasmíð. Prófskírteini og stefnuyfirlýsingar stjórnmála- flokkanna eiga það sameiginlegt, að veruleik- inn verður oft annar þegar til kastanna kemur." — Ert þú pólitískur? „Nei, ég get ekki talist það. Ég fylgist sæmi- lega með, og hef skoðun á málum. En mér finnst að það þurfi að skilgreina upp á nýtt þau hugtök sem menn nota í umræðunni. Hugmyndir um pólitískar andstæður; hægri — vinstri, — ég hef oft á tilfinningunni að menn séu að tala í kross." — Aftur á bak í tíma. Þú hélst áfram námi? „Reynsla mín af skólum og þörfin fyrir að gera eitthvað annað en að selja kjötfars og spila á trommur, toguðust á í mér. Ég gat ekki hugsað mér að leggja það fyrir mig til frambúðar. Einn daginn lagði ég því leið mína í Kennaraskóiann að hitta Brodda Jóhannesson. Móttökur hans á þessum tímamótum höfðu mikil áhrif á mig. Hann hafði einhvern pata af spilamennskunni, og spurði gjörla út í trommur og trommuleik. Það lýsti honum vel, manneskjulegur áhugi á svo ótal mörgu. Ég fékk inngöngu og strax að afloknu stúd- entsprófi fór ég að kenna. Það varð mitt aðal- starf. Ég hefði hlegið ef einhver hefði spáð því fimm árum áður. Með kennslunni stundaði ég nám í ensku og sagnfræði í Háskólanum." — Tilheyrandi aukavinna í íbúöarharkinu? „Þýðingar hjá sjónvarpinu í nokkur ár, sem var afskaplega góður skóli hvað íslensku snertir. Tungumál hafa alltaf verið mínar ær og kýr.“ — Spurning sem ekki á heima í viötali: Áttu kaffi? Stefán hlær. „Ég er búinn að vera í startholun- um allan tímann." Snarast fram í eldhús og hellir uppá. Kemur aftur að vörmu spori með rjúkandi kaffi og tvo bolla. — Útvarpiö — ertu morgunmaöur? „Ég taldi mig lengst af vera kvöldmann frem- ur en morgunmann. En ég er ekkert morgunfúll. Mér finnst gott að vera til á kvöldin. Ég legg mig um miðjan dag fremur en að fara snemma að sofa. Ég er oft sofandi um þetta leyti og vakna klukkan fjögur. Mér skilst að Rómverjar hafi haft þennan háttinn á.“ — Hvernig er virkur dagur hjá þér? „Ég vakna klukkan hálf sex og tek tíma í að fara í sturtu og fá mér morgunmat. Síðan fer ég niður í útvarp, að undirbúa útsendingu. Að þætti loknum hefst undirbúningur þess næsta; við setjum meðal annars saman nákvæmt handrit, sem er lykilatriði. Ég borða hádegismat í útvarpinu, og fer svo heim og legg mig. Síðan fer ég út að hjóla eða í góðan göngutúr. Ég geng mikið um gamla bæ- inn. Hvað ég hugsa? Ekki um útvarpið held ég. Kannski hugsa ég sem minnst. Mér finnst gaman að fylgjast með fólki. Að þessu loknu kem ég við í útvarpinu og geng frá lausum endum. Ef það gengur vel, finnst mér gott að fara í sjö-bíó. Þá á ég talsvert eftir af kvöldinu, sem ég nýti til að lesa eða horfa á sjónvarp. Tómstundir eru fáar. Það má eigin- lega segja að morgunútvarpið sé „a way of life“.“ Veit að ég er ekki að tala við vindinn — Hefuröu aldrei sofiö yfir þig? „Nei. Mér gengur vel að vakna, og finnst gott. að vakna snemma í kyrrðinni sem ríkir í borg- inni. Hins vegar nýt ég ekki til fullnustu þessarar sérstöku stemmningar, því mjög fljótlega stilli ég mig inn á útvarpsbylgjuna; hvernig er veðrið, er eitthvað sem ég get notað í upphafi útsendingar. Fyrsti hálftíminn er sérstakur. Við erum í raun-. inni að vekja þjóðina. Það veldur því að tónninn er annar en síðar í þættinum. Óljóst gerir maður sér grein fyrir að þetta er viðkvæmur tími. Ég reyni að vera ég sjálfur fyrst og fremst, að tala við hlustandann fremur en að tala til hans." — Hvernig skynjaröu hlustandann? „Innan þessara lokuðu veggja? Útvarpið er óendanlega flókinn miðill. En ég skynja hlust- andann og veit að ég er ekki að tala í vindinn. Tónninn skiptir jafnmiklu máli og það sem sagt er á þessum tíma sólarhrings. Það er mjög sér- kennilegt — þetta ósýnilega samband milli út- varpsmanna og hlustenda í loftinu." — Hefur svona þáttur ákveönar skyldur? „Hann á að veita hlustendum ákveðnar upp- lýsingar og þjónustu, sem líklegt er að komi að gagni að morgni dags. Og einfaldlega að leika tónlist og flytja annað efni sem léttir lund fólks. Það skiptir miklu máli í skammdeginu." — Mistök? „Það eru alltaf einhver mistök í þessu starfi. Þau eru af hinu góða. í beinni útsendingu ætlast fólk ekki til þess að við séum fullkomin. Ég veit að ég geri mistök og geri hluti verr en ég vildi. I þætti sem þessum ríkir stundum meðal- mennska. Ég veit að það væri hægt að gera svona þátt miklu betur. Ég hitti breskan kollega minn, sem hélt að ég væri bilaður á geðsmunum að halda úti tveggja tíma útsendingu með tveimur manneskjum. Það fer orka í að halda þættinum gangandi. Ég reyni að vinna starf mitt vel, en tek sjálfan mig ekki of alvarlega. Mér finnst ég ekki missa niður um mig buxurnar þó ég geri mistök." — Fœröu mikla gagnrýni? „Nei, viðbrögðin eru yfirleitt góð. Sem merkir ekki að ég sé sáttur við morgunútvarpið eins og það er núna. Þátturinn þarf að breytast. Þann dag sem ég verð ánægður, sný ég mér að öðru!“ — Hvers vegna? „Það hlýtur að tákna stöðnun." Dulur og feiminn — í aðra röndina — Framtíö útvarpsins? „Það er athyglisvert að menntunarmálin hafa alveg gleymst. „Free-lance" kerfið er við lýði, sem hefur ótvíræða kosti. Hins vegar er dag- skrárgerð fag sem krefst menntunar. Sé ætlunin að breyta og bæta þurfum við að sækja okkur menntun, t.d. til nágrannalandanna. Þessi út- varpsstöð er einstök í veröldinni að því leyti að þar starfa engir pródúsentar. „Free-lance“ fólkið nýttist betur ef fagmenn ynnu með því. Margar góðar hugmyndir fara fyrir bí, því fólk hefur ekki næga þekkingu á miðlinum. Ég er ekki að segja að efnið sé lélegt, en það vantar herslu- muninn. Við sem erum að fást við dagskrárgerð, hefðum gott af að læra meira, fá vitneskju um það sem er að gerast í öðrum löndum. í tækni- deild er til dæmis krafist faglegrar menntunar af starfsmönnum, enda mjög góð deiid.“ — A útvarpiö hug þinn aö miklu leyti? „Þar sameinast býsna margt sem ég hef áhuga á; íslenskt mál, tónlist, fólk — þetta er mjög skapandi starf." — Ætlaröu aö halda þig áfram innan veggja þess? „Ég veit það ekki. Satt að segja hefur lengi brotist í mér þörf fyrir að eiga heima annars staðar en í þessu ágæta landi. Það er allt opið. Hins vegar fer að verða tímabært að ég taki ákvörðun um hvað ég ætla að verða. Þó ég hafi ekki haft brýna þörf fyrir að vera eitthvað sér- stakt. En eftir því sem ég eldist, leiðist mér meira að vasast í mörgu." — Hvernig viltu eldast? „Það er afskaplega erfitt að svara þessari spurningu. Ég vildi gjarnan vera nokkurn veg- inn sáttur við sjálfan mig. Finnast sem svo að mér hefði tekist að nokkru leyti að gera eitthvað sem skiptir mig verulegu máli, og kannski aðra í leiðinni. Menn vanmeta oft þær kröfur sem þeir ættu að gera til sjálfra sín, — vegna sjálfra sín." — Ég baö þig aö lýsa sjálfum þér. En hvaöa mynd helduröu aö fólk hafi af þér? „Ég veit það ekki. Ég veit ekki að hve miklu leyti ég kemst til skila í útvarpi. Ég held að hver verði að skilja mig og skynja á sinn hátt. Ég reyni að vera ég sjálfur, að eins miklu leyti og ég get. Það merkir — ef ég er dulur og feiminn — sem ég er í aðra röndina, þá reyni ég ekki að vera eitthvað annað. Ef þú ert ekki mjög upprifinn að morgunlagi í útvarpi, þá ættirðu ekki að reyna það. Það finnst fremur en það heyrist." — Ert þú sáttur viö lífshlaup þitt? „Nei. Ef ég ætti að byrja upp á nýtt, vildi ég vera samkvæmari sjálfum mér. Þá kem ég að því sem ég sagði áðan; um þessar skyldur manns gagnvart sjálfum sér.“ — Hvar hefur þú brugöist? „Ég held það sé ekki hollt fyrir fólk að reyna að gera öðrum til hæfis nema að takmörkuðu leyti. Fólk leiðist oft út í að gera það sem það er ekki sátt við. Um leið fer of mikil orka í að róa gegn andstreymi, og fólk verður ekki aflögufært gagnvart öðrum. í fáum orðum: Ég held að ég hafi verið allt of hræddur við að vera til. Ekki að ég sitji og gráti vegna þess, en mér finnst ég sjá þetta betur núna. Þó held ég að þessi illúsjón sé aigengari meðal kvenna en karla; að það sé af hinu góða að fórna sér.“ Að missa ekki jarðsambandið — Ert þú kvenréttindamaöur? „Ég er ekki kvenréttindasinni." — Af hverju ekki? „Vegna þess að ég sýni það ekki í verkum mín- um. Ég á svo langt í land með að aðlagast þess- um breyttu viðhorfum. Ég skil þau og viður- kenni á borði, og gæti haldið langar ræður þar um. En hérna heima hjá mér gengur það ekki nógu vel. Við vinnum bæði úti og eigum að skipta með okkur verkum, en sú skipting er ekki jöfn.“ — Er konan þín sátt viö þetta? „Nei.“ — Reynir þú aö breyta því? „Já. En þá komum við að því að húsverkum karla fylgir ákveðinn byrjendabragur. Konurnar vilja að þeir vinni störfin á þeirra forsendum, og enda með að segja: Það er alveg eins gott að ég geri þetta sjálf. Eg held að konur eigi sinn þátt í að viðhalda þessu mynstri." — Eg held áfram aö vera persónuleg. Ertu trú- rœkinn, eöa öllu heldur trúaöur? „Ég er ekki trúrækinn. Það er að segja, ég sæki ekki kirkju á sunnudögum. En ég er trúað- ur — einhvern veginn. Enn hef ég þó fremur litla þörf fyrir að skilgreina Guð. Það kemur. Ég held að hver verði að rækta Guð í sjálfum sér. Enda hlýtur hver að skilja hann á sinn hátt." — Attu maroa vini? „Nei.“ — Nójgu marga? „Já. Eg held að einn góður vinur sé alveg nóg. Eg á reyndar fleiri en einn, en þeir eru ekki margir. Ég umgengst marga starfs míns vegna, en ekki þess utan.“ — Ertu sjálfum þér nógur? „Já, nokkuð svo. Ég kann að meta einveru, og þarf á henni að halda stundum.“ Líturöu á þig sem þekktan mann? „Ég upplifi mig ekki þannig. Þó veit ég að býsna margir þekkja nafnið mitt og málróminn. I verunni er ég oft ósáttur við þá mælistiku sem blaðamenn nota í þessu sambandi." -Nú? „Mér finnst ekkert merkilegra að vinna hjá út- varpinu en annars staðar. Ég skal nefna þér dæmi. Ég fer út klukkan sex á hverjum morgni. í hvert skipti sé ég mann í rauðum fötum á leið til vinnu, ég held við sorp- hreinsun. Af hverju ertu ekki að tala við hann?“ — Aha... „Mér finnst það eigi að vera meginhlutverk út- varpsins að þjóna fólki. Ég held það sé mikil- vægt fyrir þá sem starfa í fjölmiðlum að missa ekki jarðsambandið, — að tapa ekki áttum vegna eðlis starfsins.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.