Helgarpósturinn - 07.02.1985, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 07.02.1985, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Rítstjóri: Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaðamenn: Jóhanna Sveinsdóttir, Ómar Friðriks- son Sigmundur Ernir Rúnarsson og Halldór Halldórsson Útlit: Elín Edda Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steen Johansson Markaðsmál: Sigþór Hákonarson Innheimta: Garðar Jensson. Afgreiðsla: Ásdís Bragadóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Um leppalúða Fasteignasalar eru ekki með- al vinsælustu starfsstétta á is- landi. Á þeirri stétt hefur legið vont orð, stundum með réttu, stundum með röngu. Þetta hef- ur metnaðarfullum mönnum í þessari mikilvægu grein sárn- að. Þeir vilja reka slyðruorðið af stéttinni. HP er á þeirri skoðun, að fast- eignasalar ættu og gætu staðið betur að ýmsu í sínu starfi. Ýmsar sannar sögur um óheið- arleika fasteignasala hafa heyrst. Hinar eru færri, ef þeir gera vel. Á höfuðborgarsvæðinu eru á milli 50—60 fasteignasölur, sennilega helmingi of margar. Allar eru þær að bítast um stóra köku upp á nokkra milljarða á ári og því engin furða þótt út af vilji bera og svartir sauðir skjóti upp kollinum. En nú virðist sem fasteigna- salar séu að reyna að taka sln mál fastari tökum en þeir hafa gert hingað til. Þeir hafa stofn- að félag, Félag fasteignasala, þar sem inngönguskilyrði er meðal annars að viðkomandi stundi einvörðungu fasteigna- sölu. Þessi félagsstofnun og þetta skilyrði hefur á óbeinan hátt haft merkar afleiðingar í för með sér. Nú á að hreinsa til. Eins og HP skýrir frá í dag eru að minnsta kosti 27 ólöglegar fasteignasölur reknar í Reykja- vík. Þessar stofur eru í eigu ein- hverra manna, sem ekki hafa réttindi til að reka fasteignasöl- ur. Til þess að komast í kringum lögin fá eigendurnir annað hvort lögfræðinga eða við- skiptafræðinga (og í sumum til- vikum löggilta fasteignasala) til þess að „leppa" fyrir sig fast- eignasöluna. Nöfn þessara manna sem mega reka fast- eignasölu eru keypt upp á ákveðna prósentuþóknun en minna fer fyrir eiginlegri vinnu. Þetta svindl hefur viðgengist lengi og er látið viðgangast. En nú er lag. Til er frumvarp til laga um fasteignasölu, þar sem tekið er á þessum málum og HPsér ekki hvers vegna það hefur ekki verið lagt fram á yfir- standandi þingi. Leppanir lögfræðinga stríða gegn lögum og þær stríða gegn siðareglum lögfræðinga. En skyldu lög, sem munu koma svo mjög illa við lögfræðinga, stríða gegn „siðareglum" lög- fræðinga um góða háttsemi gagnvart öðrum lögfræðing- um? Það ku vera allmargir lög- fræðingar á Alþingi. BREF TIL RITSTJORNAR Bjórinn og bönnin Kæri ritstjóri! Skoðanakönnun HP um afstöðu landsmanna til hvort leyfa eigi sölu áfengs öls sýnir svo ekki verður um villst að þessi afstaða hefur breyst gífurlega undanfarið; um 71,5% vilja ölið! Hvað þýðir þessi breytta afstaða, hvað veldur henni? Það að sala áfengs öls í Fríhöfn- inni var leyfð, veitingahúsaspreng- ingin, tilkoma ölkránna með bjór- líki og nú síðast bjórsamlagið, má líta á sem þætti sem breytt hafa þessari skoðun, en öll þessi atriði eru líka birtingarform breyttrar af- stöðu manna til þessara mála. Eg held samt að þetta skýri ekki fyllilega þá afstöðubreytingu sem hefur átt sér stað. Hugmyndir okkar og afstaða til víns á þessari öld hafa mótast af ógn drykkjusýkinnar — alkóhólismans. Ekkert okkar vill verða alkóhólisti, ekkert okkar óskar öðrum þeirra ör- laga. Fram undir okkar daga litum við á drykkjusýki sem aumingja- skap eða örlög, af því að við vissum ekki betur. Eina leiðin sem við sáum til að berjast við þetta vandamál var með því að takmarka og stjórna að- gangi manna að vínföngum; við reyndum meira að segja bann á sölu áfengra drykkja og komumst að því að vín er staðreynd sem ekki verður þurrkuð út. Alkóhólistinn nær sér í vín (vímugjafa) ef hann viil það. Bannið dugir ekki. Mörg okkar voru töiuvert fordómafull þegar fyrstu alkarnir fóru að fara í meðferð á Freeport og fæst okkar trúðu á að árangurinn sem þar fékkst væri var- anlegur. Síðan hafa þessir þorsta- heftu alkar byggt upp SÁÁ — eina bestu meðferðarstöð fyrir alkóhól- ista í heiminum. Af hverju? Vegna þess að meðferðin byggir ekki á því að banna einstaiciingnum eða þvinga hann á neinn hátt til að hætta. Þeir vita að alkóhólismi er sjúkdómur, meira að segja oft arf- gengur sjúkdómur sem leggst lík- amlega, andlega og félagslega á sjúkdómsberann og þá sem um- gangast hann. Þeir vita að löngun alkóhólistans til að eiga heilt líf er sterkasta lækningaraflið, ekki boð og bönn; að besta lækningartækið er að gefa alkanum þekkingu á því hvernig alkóhól verkar á hann líkamlega, andlega og félagslega, ekki boð og bönn. Boð og bönn voru eina aðferðin sem við þekkt- um fram að þessu, en sú aðferð var gengin sér til húðar enda barn þeirra tíma á fyrri hluta aldarinnar þegar skyn manneskjunnar á sjálfri sér og samfélagi var svo firrt, svo örvæntingarfullt að það bjó til kerfi eins og blindasta kommúnisma og nasisma, sem reyna að stjórna lífi manneskjunnar með endalausum boðum og bönnum. í dag getum við valið þekkinguna og trú á lífsvilja manneskjunnar. Ég trúi að starf SÁÁ hafi breytt skilningi okkar á því að vandi of- dreykkju verði lagaður með boði og bönnum og þar með hverfur höfuð- röksemdin gegn bjórbanninu. Of- stækið læknar ekkert, eykur bara á vandann af því að það þvingar manneskjuna en hjálpar henni ekki að skilja líf sitt og taka sjálf ábyrgð á því. Ég held því að okkar ágæta AI- þingi ætti sem fyrst að viðurkenna þetta breytta viðhorf, leiðrétta þessa firru og samþykkja frumvarp sem heimilar sölu áfengs öls, en ekki vegna þess a það gefi 900 milljónir í ríkiskassann — það eru ekki rök fyrir að leyfa bjórinn. Ég held líka að nýta ætti betur þekk- ingu og reynslu SÁÁ til almennrar fræðslu. Það eitt getur eytt blekk- ingum og fordómum sem eldri af- staða hefur skapað. Slík almenn fræðsla kæmi væntanlegum alkó- hólistum og hinum til góða og myndi breyta brengluðum drykkju- siðum okkar. Pétur Einarsson. starfa í árslok í fyrra og flutti inn áfengissjúklinga frá Færeyjum, er nú komið á fullan skrið. Meðferðar- prógramm Vonarinnar, sem staðsett er í Skipholtinu, varir í 28 daga, þar af fyrsta vikan í afvötnun. Fyrstu Færeyingarnir eru nú að ljúka með- ferð og útskrifast sjö fyrstu á laugar- daginn kemur. Verða þá sex eftir hjá Von, en enn fleiri sjúklingar koma frá Færeyjum innan tíðar enda með- ferðarstarfið á íslandi farið að spyrj- ast út. Færeyska sjúkrasamlagið greiðir allan kostnað af meðferðinni og hefur Von starfsleyfi fyrir 24 sjúklinga. Er meiningin að ná víðar til nágrannalandanna og ekki ólík- legt að í nánustu framtíð komi sjúkl- ingar til íslands frá hinum Norður- löndunum til lausnar áfengisvanda- málum sínum... || ■ itt leikhúsið þarf ekki að kvarta undan dræmri aðsókn: 14. sýningu á Litlu hryllingsbúðinni lauk í gær, miðvikudag, og að sjálf- sögðu fyrir fullu húsi eins og allar hinar sýningarnar. Og ekki nóg með það: Fram að mánaðamótum febrú- ar/mars eru fyrirhugaðar 16 sýning- ar og er að seljast upp á þær allar. Hitt leikhúsið er auk þess farið að selja á fullu miða á sýningar í mars- mánuði. . . ^^^^eira reyndar um Hitt leik- húsið. Miðapantanir á sýningar Litlu hryllingsbúðarinnar hafa farið fram í Gamla bíói en verið stilltar áfram á Þ. Jónsson/Egil Vilhjálmsson hf. vegna þess að þar hefur Hitt leik- húsið skrifstofu og tekur á móti pöntunum. Vegna vinsælda leik- verksins hefur skiptiborð Egils Vil- Best er fyrir vestur að láta lítið lauf. Næst þegar hann er inni í blindum á hjartaásinn, lætur hann lítið lauf úr borðinu. Hækki and- stæðingurinn, lætur hann gosann. Sé suður laufalaus, þá er enn tæki- færi til að svína tígli. Vestur má ekki byrja á því að láta laufaásinn, hjálmssonar verið rauðglóandi og er nú svo komið að aðstandendur fyrirtækisins hafa grátbeðið Hitt leikhúsið að ná sér í nýtt símanúm- er. Já, við vorum hér um bil búnir að gleyma því: Síminn er 685100... || I rafninn flýgur þreyir nú sig- urflug sitt víða. Við heyrum að myndin hafi verið sýnd í hollenska sjónvarpinu fyrr í vikunni og vakið mikla eftirtekt og umtal. íslendingar í Hollandi munu hafa verið spurðir spjörunum úr, hvort þarna væri raunsæ lýsing á íslensku þjóðlífi.. . því spilið er tapað ef norður á tígl- ana. Sé tían hæsta spil norðurs í tígli, er réttast að byrja á ásnum. En væri tían t.d. hæsta spil austurs, væri réttast að láta ásinn fyrst. Það er trygging fyrir því að fá örugg- lega tvo tígulslagi. LAUSN Á SPILAÞRAUT 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.