Helgarpósturinn - 07.02.1985, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 07.02.1985, Blaðsíða 26
HELGARDAGSKRÁIN Föstudagur 8. febrúar 19.15 Á döfinni. 19*25 Krakkarnir íhverfinu. 8. Póturtek- ur áhættu. 1Í.§0 Fróttaágrip ó táknmóii. 20.00 Fróttir og veður. 20.40 Margeir og Agdestein. Þriðja ein- vígisskákin. Jóhann Hjartarson flytur skákskýringar. 20.55 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. 21 .p5 Með grimmdina í klónum — Haukar. Áströlsk náttúrulífsmynd um haukategundir ÍÁstralíu. Einnig er sýnt hvaöa aðferðum kvikmynda- tökumennirnir beita til aö ná jafngóð- um nærmyndum af ránfuglum og raun ber vitni. 21.55 Við freistingum gæt þín (The Marriage of a Vbung Stockbroker). Bandarísk bíómynd frá 1971. Leikstjóri Lawrence Turman. Aðalhlutverk: Richard Benjamin, Joanna Shimkus, Elizabeth Ashley og Adam West. Ung- ur verðbréfasali hefur staðnað í leiðin- legu starfi og dauflegu hjónabandi. Hann styttir sér stundir við dag- drauma um ungar stúlkur og ástar- ævintýri. En svo gerast atburðir sem fá hann til að hrista af sér sleniö. Þýð- andi Björn Baldursson. 23.30 Fróttir í dagskrórlok. 14. Laugardagur 9. febrúar ,45 Enska knattspyrnan. Fyrsta deild: Liverpool — Arsenal. Bein útsending frá 14.55 — 16.45. 15 Iþróttir. 00 Margeir og Agdestein. Einvíginu « lýkur. É5 Ævintýri H.C. Andersens. 1. Tindótinn staðfasti. Danskur brúðumyndaflokkur í þremur þáttum. Sögurnar eru skreyttar með teikning- um og klippimyndum eftir H.C. Andersen. (Nordvision — Danska sjónvarpið). Fróttaágrip ó táknmóli. Fróttir og veður. í5 Við feðginin. Demantsrónið (Hot Rock). Banda- rísk bíómynd frá 1972. Leikstjóri Peter Yates. Aöalhlutverk: Robert Redford, George Segal, Zero Mostel, Paul Sand og Ron Lebman. Fjórir skálkar taka höndum saman um að komast yfir demant, sem vart verður metinn til fjár og varðveittur er á safni í New York. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 0 Ástvinurinn (The Loved One). Bandarísk bíómynd frá 1956, gerð eft- ir samnefndri skáldsögu eftir Evelyn Waugh. Leikstjóri Tony Richardson. Aöalhlutverk: Robert Morse, John Gielgud, Rod Steiger, Liberace, Anjanette Comer og Jonathan Wint- ers. Myndin gerist í Kaliforníu þar sem ungur Breti fer aö fást viö útfararþjón- ustu sem sér um greftranir gæludýra. I myndinni er gert napurt gys að út- fararsiðum í Bandaríkjunum og nær það hámarki með hugmyndum kunn- ingja söguhetjunnar um að sjá ástvin- unum einnig fyrir himnaför. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 00.40 Dagskrórlok. Sunnudagur 10. febrúar 16.00 Sunnudagshugvekja. 16.10 Húsiö ó slóttunni. 11. Mitt er þitt. 17.00 Sinn er siöur í landi hverju. Heim- ildarmynd frá BBC. Múríar nefnist ein- angraður þjóðflokkur á Mið-lndlandi. Margt í siðvenjum múría er ólíkt því sem annars tíðkast meðal Indverja, ekki síst frjálsræði unglinga í ástamál- um. Á endanum eru það þó foreldr- arnir sem ákveða ráðahaginn. 18.00 Stundin okkar. 19.50 Fréttaógrip ó tóknmóli. 20.00 Fróttir og veöur. 20.40 Sjónvarp næstu viku. 20.55 Glugginn. 21.45 Dýrasta djósnið. Þrettándi þáttur. Breskur framhaldsmyndaflokkur í fjórtán þáttum, geröur eftir sögum Pauls Scotts. 22.35 Kvöldtónleikar. Þorsteinn Gauti Sigurðsson leikur píanókonsert nr. 2 í g-moll ópus 16 eftir S. Prokofjev. Upptakan er frá norrænni tónlistarhá- tíð í Osló í október 1984 þar sem sam- an komu ungir einleikarar og ein- söngvarar. Útvarpshljómsveitin f Osló leikur. (Nordvision — Norska sjón- varpið). 23.20 Dagskrárlok. © Föstudagur 8. febrúar 07.00 Fréttir. A virkum degi. 07.55 Dag- legt mál. Endurt. þáttur frá kvöldinu áður. 08.00 Fréttir! 09.00 Fréttir. 09.05 Morgunstund barnanna: „Perla" eftir Sigrúnu Björgvinsdóttur. 09.20 Leikfimi. 09.45 Þingfróttir. 10.00 Fréttir. 10.45 ,,Mór eru fornu minnin kær". (RÚVAK). 11.15 Morguntónleikar. 12.20 Fróttir. 12.45 Veðurfregnir. 14.00 „Blessuð skepnan" eftir James Herriot (2). 14.3Q Á lóttu nótunum. 16.ÖÖ Fréttir.16.20 Síðdegistónleikar. # 17.10 Síðdegisútvarp. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfróttir. 19.50 Daglegt mól. 20.00 Lög unga fólksins. 20.40 Kvöldvaka. a. Af Árna Grímssyni. Benedikt Sigurösson lýkur frásögn sinni. b. MA kvartettinn syngur. Undirleikari: Bjarni Þórðarson. c. Kýr- in hennar Jóu. Alda Snæhólm Ein- arsson flytur frumsaminn frásögu- þátt. 21.30 Hljómbotn. 22.00 Lestur Passíusálma (5). 22.15 Fréttir. 22.35 Úr blöndukútnum (RÚVAK). 23.15 Á sveitalínunni (RÚVAK). 24.00 Fréttir. Val Siguröar G. Tómassonar Ég hlusta yfirleitt mikið á útvarp og þá helst á fréttir. Ég reyni alltaf að ná fréttunum á morgnana, annað hvort klukkan 8 eða 9. Fréttaþáttur- inn Hér og nú á laugardögum finnst mér framfaraspor. Eftir fréttir hlusta ég á Dagiegt mál Valdimars Gunnarssonar; við erum tveir með þáttinn, en ég hlusta hins vegar aldrei á sjálfan mig. Málfarið í útvarpinu? Það er nokkuð mismunandi og fer eftir því hvort handrit hefur verið skrifað og hvort talað er beint í þáttunum. Þegar tal- að er beint er málfarið líklega eins og það gerist og gengur í þjóðfélaginu — bæði gott og vont. Á rás 2 tekur maður eftir alls konar tískufyrirbær- um í máifari í kynningum laga o.þ.h. En annars hlusta ég lítið sem ekkert á rás 2. Þó finnst mér djassþátturinn góður hjá Vernharði Linnet. Hann er skemmtilegur útvarpsmaður og það sama má reyndar segja um alla umsjónarmenn djassþátta í útvarpi, Jón Múla, Tómas R. Einarsson og Ólaf Stephensen. Ég horfi á fréttir í sjónvarpi, en sleppi Kastljósi, sem er oftast leiðinlegt. Laugardagur 9. febrúar 07.00 Fréttir. 08.00 Fréttir. 08.55 Daglegt mól. Ö9.Ö0 Fréttir. 09.30 Óskalög sjúklinga. 11.20 Eitthvað fyrir alla. 12.20 Fróttir. 14,00 Hór og nú. 11.15 Listapopp. 16.00 Fréttir. 16.20 fslenskt mól. 16.30 Bókaþóttur. 17.10 Alban Berg (100 óra minning). a. Atli Heimir Sveinsson flytur inn- gangsorð. b. „Sieben Fruhe Lieder". c. Píanósónata op. 1. d. Fjórir þættir op. 5. Elísabet Erlingsdóttir syngur, Kristinn Gestsson leikur á píanó og Kjartan Óskarsson á klarinettu. 18.10 Tónleikar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfróttir. 19.35 Úr vöndu að ráða. 20.00 Útvarpssaga barnanna: „Ævin- týri úr Eyjum" 20.20 Harmonikuþóttur. 20.50 Björn Jónsson ritstjóri og barótta hans í bindindismólum. Halldór Kristjánsson tók saman dagskrána. 21.35 Kvöldtónleikar. 22.00 Lestur Passíusálma (6). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. 22.35 Þriðji heimurinn. 23.15 Hljómskólamúsik. 24.00 Miðnæturtónleikar. 00.50 Fréttir. Sunnudagur 10. febrúar 08.00 Morgunandakt. £ 08*10 Fréttir. 08.35 Lótt morgunlög. 09.00 Fréttir. 09.05 Morguntónleikar. 10.00 Fréttir. 10.25 Stefnumót við Sturlunga. 11.00 Messa í Hallgrímskirkju á Biblfu- degi. Hódegistónleikar. 12.20 Fróttir. 13.20 Þuríður formaður og Kambsróns- menn. Fyrsti þáttur. Klemens Jóns- son tók saman, að mestu eftir bók Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi, og stjórnar jafnframt flutningi. 14.40 Fró tónleikum Kammersveitar Reykjavfkur f Áskirkju 4. des. sl. 15.10 Með bros ó vör. 16.00 Fréttir. 16.20 Um vfsindi og fræði. Lagasetningar til forna. Sigurður Líndal prófessor flytur sunnudagserindi. 17.00 Frá tónleikum Sinfónfuhljóm- sveitar Islands í Hóskólabfói 7. þ.m. 17.45 „Frósögnin um lestina" eftir Evu Moberg. 18.00 Vetrardagar. Jónas Guðmundsson rithöfundur spjallar við hlustendur. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfróttir. 19.35 Fjölmiðlaþótturinn. 20.50 Um okkur. 21.00 íslensk tónlist (frumflutt). 21.30 Útvarpssagan. 22.15 Fréttir. 22.35 Kotra. (RÚVAK). 23.05 Djassþóttur. 23.50 Fréttir. Fimmtudagur 7. febrúar 20.00-21.00 Vinsældalisti hlustenda rás- ar 2. 21.00-22.00 Nú má ég! 22.00-23.00 Rökkurtónar. 23.00-24.00 Söngleikir. Föstudagur 8. febrúar 10.00-12.00 Morgunþáttur. 14.00-16.00 Pósthólfið. 16.00-18.00 Léttir sprettir. Hlé. 23.15-03.00 Næturvaktin. Laugardagur 9. febrúar 14.00-16.00 Léttur laugardagur. 16.00-18.00 Milli mála. Hlé. 24.00-00.45 Listapopp. 00.45-03.00 Næturvaktin. Sunnudagur 10. febrúar 13.20-15.00 Krydd (tilveruna. 15.00-16.00 Tónlistarkrossgátan. 16.00-18.00 Vinsæidalisti hlustenda rásar 2. SJÓNVARP Sjón og saga Alltaf er maður jafn spenntur þegar sjónvarpið tilkynnir í dagskrá að það ætli að sýna þætti sem það hefur sjálft búið til en ekki bara keypt frá útlöndum. Þannig hiakkaði ég til að sjá Kollgát- una, nýja spurningaþáttinn á laugardag- inn var, og svo Sögu og samtíð, nýja... ja, hvað? Menningarþáttinn sennilega... á sunnudaginn. Það er best að segja það strax: Báðir þættirnir ollu mér vonbrigð- um. Koilgátan er fínt nafn á spurningaþætti og spurningarnar sjálfar voru líka góðar. En þá er líka það skemmtilega við þenn- an fyrsta þátt svo til upp talið. Spurningaþættir geta verið með ýmsu móti, en ég held að flestir séu sammála um að þeir eigi að vera leikur — ekki al- vara. Þessi þáttur var allt of alvarlegur. Hann var svo alvarlegur, að manni fannst hálfpartinn að Árni Bergmann hefði farið með sigur af hólmi með því að þurfa ekki að mæta í annan þátt, en Ólafur Bjarni Guðnason fallið á prófi og þess vegna þurft að þreyta það aftur. Líklega hjálpaðist tvennt að til að gera Kollgátuna jafn dauflega og raun bar vitni. Látum vera með jarðarfararstefið og Sfinxinn í kynningunni. i fyrsta lagi myndaðist engin spenna í þættinum af ýmsum ástæðum: Áhorfendur heima (en engir í sjónvarpssal) voru margir komnir með svarið; engin klukka sást tifa; þátt- takendur kepptu við andstæðing sem þeir sáu aldrei né heyrðu, og því síður voru þeir í lífrænu sambandi við stjórn- andann, Illuga Jökulsson. I öðru lagi var ekkert gaman, vegna þess að Illugi var of alvarlegur, og vegna þessa áðurnefnda skorts á lífrænu sam- bandi þátttakenda og stjórnanda. Eina skiptið sem Iliugi brosti var þegar hann hélt að myndavélin væri á Árna Berg- mann, sem þá átti í erfiðleikum með spurningu. Kannski liggur meinið í því að keppendur eru látnir svara sömu spurn- ingunum og þurfa þess vegna að sitja ein- angraðir inni í tækjunum okkar. En Kollgátan var samt hátíð í sjón- varpsframleiðslu við hliðina á menning- arþættínum kvöldið á eftir. Um hvað á Saga og samtíð eiginlega að vera? Eftir fyrsta þáttinn af ég veit ekki hvað mörg- um er ég litlu nær, en sennilega er mein- ingin að fjalla um íslenska sögu og menn- ingu. Ég hafði leyft mér að vona að þetta feikilega forvitnilega efni, saga og menn- ing þjóðarinnar, yrði nú kannski matreitt á skipulegan og aðgengilegan hátt fyrir okkur, sem höfum yfir að ráða þessum öfluga fjölmiðli, sjónvarpinu, núna í sam- tíðinni. En, því miður, vinnsla þáttarins hefur greiniiega aldrei komist af frum- stiginu. Uppistaðan í þættinum á sunnu- daginn var annars ágæt viðtöl eins um- sjónarmanns þáttarins, Harðar Erlings- sonar, við hina tvo umsjónarmennina, þá Helga Þorláksson, sagnfræðing og Jónas Kristjánsson, forstöðumann Stofnunar Árna Magnússonar. En það átti ekki að sýna þessi viðtöl. Þau voru bara frábær heimildasöfnun fyrir sjónvarpsþátt sem aldrei var gerður. Myndirnar sem fylgdu með voru líka góðar í heimildarmynda- safnið og sömuleiðis falleg grafík sem öðru hverju birtist á skjánum en hvort tveggja virkaði samt eins og afsökun fyrir því að vinnsla þáttarins væri ekki komin lengra. í þessum þætti voru samankomn- ir a.m.k. þrír þættir, einn um vaðmál, einn um bókmenntir, og einn inngangs- þáttur um íslandssöguna. Af hverju halda menn svo að þættirnir um sögu Áfríku í sjónvarpinu á dögunum hafi verið svona góðir? ÚTVARP * A laugardögum Laugardagar eru dagar sem óhætt er að mæla með, þegar dagskrá rásar eitt í Ríkisútvarpinu er annars vegar. Við skul- um segja að við byrjum á því að iúra svo- lítið fram eftir og skrúfum ekki frá út- varpstækinu fyrr en um hádegisbilið til þess að hlusta á fréttirnar. Klukkan tvö er svo þáttur sem er með því besta sem finnst í dagskránni — Hér og nú — með undirtitlinum fréttaþáttur í vikulokin. Að þessum þætti standa frétta- menn, enda fer það ekki fram hjá neinum að þarna eru fagmenn við hljóðnemann. Þetta leiðir aftur hugann að öðrum frétta- tengdum þáttum í útvarpinu, sem eru vægast sagt upp og ofan, sumir hverjir með endemum. Samræming virðist eng- in vera, þannig að stundum er fjallað um sama málið eða jafnvel talað við sama manninn um það sama í tví- eða þrígang á fáum dögum. Sjálfsagt er þetta afleiðing af því að deildaskipting útvarpsins er ekki sem skyldi. Menn verða líka að gera sér ljóst, að í útvarpi sem vill standa undir nafni sem nútíma fjölmiðill, er ekki hægt að setja óreynda áhugamenn við hljóð- nemann og ætla þeim að sjá um þætti. skeið fyrir slíkt fólk. Sumir þeirra þátta sem nú eru á dagskránni bera þess sorg- leg merki, að ekki veitti af að efna til námskeiðs á ný. Samræming umfjöllunar fæst hins vegar ekki nema með því að setja fréttir eða fréttatengda þætti undir einn hatt. Lágmarkskrafa er að minnsta kosti, að samráð sé milli fréttastofu og dagskrárdeildar í þessum efnum. En áfram með laugardagssmjörið. Á eftir Hér og nú kemur Listapopp — ómissandi þáttur á sínu sviði með þaul- revndan útvarpsmann, Gunnar Salvars- son, við tólin og takkana, eins og Páll Heiðar Jónsson myndi orða það. íslenskt mál er einn af þeim dagskrár- liðum sem endast áratugum saman. Þess- ir þættir eru stórfróðlegir og líka svo stuttir, að þeir sem e.t.v. eru svo undar- lega innréttaðir að hafa ekki áhuga á auð- legð og fjölbreytni tungunnar, geta fengið sér annan kaffibolla á meðan — því að þegar hér er komið dagskrá, er líka kom- ið að því að fá sér kaffitár. Þessu næst er komið að Nirði P. Njarð- vík og Bókaþættinum. Þetta er einn af þeim þáttum sem áheyrilegastir eru í út- varpinu. Nirði fatast aldrei tökin á því efni sem hann tekur fyrir og gerir þáttinn þannig úr garði, að jafnan er athyglisvert og smekklega með farið. Hann hefur iíka þann háttinn á — og mættu fleiri gera — að virkja hlustendur til beinnar þátttöku með því að hafa í hverjum þætti eins kon- ar getraun. Annað krydd í Bókaþættin- um er til dæmis umsögn um nýlesna bók, þar sem Njörður fær fólk að til liðs við sig. Þannig mætti út af fyrir sig áfram halda með laugardaginn, en nú ætla ég í göngu- túr í vetrarblíðunni. Af þessu sýnishorni úr dagskránni má samt sjá, að þar er í rauninni um ótrúlega auðugan garð að gresja. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.