Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 02.05.1985, Qupperneq 4

Helgarpósturinn - 02.05.1985, Qupperneq 4
YFIRHEYRSLA nafn: Steingrímur Hermannsson. heimili Mávanes 19f Garðabæ. mánaðarlaun Um 100.000 kr. FÆDDUR: 22.06.1929. heimilishagir: Kvæntur Eddu Guðmundsdóttur. áhugamál Útivera, smíðar, o.fl. staða: Forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. bifreið: Chevrolet Blazer, árg. '84. Hefði hikað við að kjósa Framsókn ... eftir Sigmund Erni Rúnartson myndir Jim Smart — Kjaradóniur. Ertu sáttur við hann? „Ég hef yfirleitt ekki lagt í vana minn að gagnrýna dómstólana. Þeir eru sjálfstæður þáttur í okkar kerfi og ég treysti þeim.“ — Reyndir þú að hafa áhrif á dóminn? „Nei, ekki á nokkurn máta. Ég ræddi aldrei þennan tíma við neinn af þessum mönnum sem dóminn skipa, gætti þess vandlega." — Hefðir betur gert það? „Nei, eins og ég segi; ég treysti þessum dómurum. Hitt er svo annað mál að ég hélt að þeir myndu dæma háskólamenntuðum mönnum meiri hækkun, sérstaklega kannski kennurum." — Hefðir þú viljað þaö? „Viljað,- spurningin er ekki hvað ég vil. Ég mat stöðuna þannig, að ég reiknaði með að hann myndi gera það.“ — En fannst þér ekki ráðherrar og ráðamenn vera með ómaklegar yfirlýs- ingar, áður en dómurinn var kveðinn upp, þess efnis að þjóðarbúið þyldi ekki þessar leiðréttingar á misvægi kjara BHMR-félaga og kollega þeirra í einka- geiranum? „Hvaða menn ertu að tala um?" — Til dæmis Albert Guðmundsson sem tók í þennan streng hér í Yfir- heyrslu fyrir nokkru. „Jú, ég held að út af fyrir sig elgi menn að vera með sem minnstar yfirlýsingar á svona viðkvæmum stundum." — Hljóp Albert þarna á sig? „Nei, ég held það ekki. Ég held að dómur- inn sé það sjálfstæður að hann hafi metið þetta upp á eigin spýtur." — Þú hefur lengi hampað stjórn þinni fyrir þaö að hafa náð verðbólgunni nið- ur og oftiega sagt það vera helsta árang- ur hennar. En þú getur ekki þvertekið fyrir það að sú aðgerð hafi aðallega ver- ið á kostnað launafólks og.„ „Bíddu nú lu*.gur. Ég þvertek fyrir það. Þetta er einhver bábilja sem gengur í gegn. Launafólkið ber fyrst og fremst byrðarnar af minnkandi þjóðarframleiðslu og þjóðartekj- um. Þegar þær falla um átta tU níu af hundr- aði, þá á það að koma niður á öllum jafnt..." — En hefur einmitt ekki gert það! „Ja, þar er ég hræddur um að þú hafir rétt fyrir þér. Ég er viss um að sumir einstakling- ar hafa sloppið vel í gegnum þetta, til dæmis þeir sem gátu breytt eignum sínum í fjár- magn og fengið háa vexti..." — Á að negla þá næst? „Ég er hræddur um að það verði erfitt, sér- staklega vegna þess að hér í þessu þjóðféiagi er meirihluti fjármagns orðinn erlent fjár- magn. Og við það ráðum við ekki neitt." — Fyndist þér óeðlilegt af mér að segja að stjórn þín væri búin að gera tvær þjóðir úr ísiendingum með aðgerð- um sínum? „Ég held að það sér rangt. Ef hér búa tvær þjóðir, þá hefur svo verið lengur en nemur lífdögum minnar stjórnar. Mér er til dæmis tjáð að flestir sem nú eiga peninga hafi áður átt miklar eignir. Má þá ekki segja að þær ríkisstjórnir sem sátu þegar vextir voru nei- kvæðir hafi klofið þjóðina í tvennt, annars- vegar í þá sem lögðu fyrir og töpuðu og hins- vegar þá sem tóku lánin og græddu." — Þetta hefur þá bara snúist viö, eða hvað? Ja, kannski gagnvart þeim launþegum sem hafa lagt í fjárfestingar." — En hversvegna hefur þetta tveggja þjóðatal aðeins heyrst að undanfðrnu? Er fólk bara eitthvað að rugla? „Fólk er að tala um þetta núna vegna þess aö stór hópur fólks finnur ákaflega mikið fyrir þeim tekjumissi sem hann hefur orðið fyrir að undanförnu á meðan það hefur horft upp á aðra sleppa betur út úr ástandinu..." — Annað mál. Var þér kunnugt um að bankastjórar ríkisbankanna greiddu ekki eyri í lífeyrissjóði en fengju engu að síður greiddan 90 prósent lífeyris að loknu starfi? „Nei, ég hafði aldrei heyrt það fyrr en þið fóruð að skrifa um þetta." — Hvernig geta svona hlutir við- gengist þegar til dæmis bankaráðs- menn — sem margir eru jafnframt þing- menn — vita af þessu? „Ég hef svo sem undrast þetta á sama hátt og spurning þín gefur til kynna. Ég verð nú að segja það, með fullri virðingu fyrir banka- stjórum og fleiri mönnum í mikilvægum stöðum í þjóðfélaginu, að þetta er ótrúlegt." — Á að láta þetta óátalið eða refsa viðkomandi mönnum sem að þessu stóðu? „Það eru líkast til engin lög sem ná til þess að refsa mönnum fyrir þetta. Bankaráðs- menn hafa samkvæmt lögum ákvörðunar- rétt um kaup og kjör bankastjóra og eru þar engin takmörk sett..." — Þetta er spilling?! „Ég veit ekki hvort þetta er spilling, út af fyrir sig." — Þetta er lögbrot! „Ja, það getur vel verið að svona nokkuð sé lögbrot, ég veit það ekki alveg..." — Þetta er víst iögbrot! „Ja, ef svo er, þá er það kannski dómstóla að athuga þetta." — Gefur þetta ekki ástæðu til að ætla að víðtæk spilling þrífist í kerfinu? „Það er undir því komið hvað á að kalla spillingu. Ég hef svo sem ástæðu til að ætla að víða í kerfinu sé mönnum hyglað á ein- hvern máta. En ég er líka alveg sannfærður um að það er ekkert minna um þetta í einka- geiranum." — Ertu með öðrum orðum að halda því fram að fyrst svolítil spilling þrífist í einkageiranum, sé réttlætanlegt að svo sé í svipuðum mæli hjá ríkinu? „Nei, alls ekki, enda hef ég ekki orðið var við það í hinum raunverulega ríkisgeira að ekki liggi allt hreint á borðinu. Ríkisbankarn- ir eru hinsvegar sjálfstæðar stofnanir sem eru ekki innan stjórnarráðsins. Og ég verð að segja í því sambandi að mér finnst banka- ráðin hafa farið óeðlilega að í þessum málum sem að undanförnu hefur verið Ijóstrað upp, einkanlega vegna þess að þau hafa haldið þeim leyndum." — Bankaráðin hafa sem sagt verið að hygla sínum mönnum? „Þarna er greinilega verið að bæta kjör manna eftir öðrum reglum en giida ella í þjóðfélaginu, enda virðist svo sem þess hafi ekki verið krafist. Og það er rangt." — Hvað þýða þær ásakanir formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi aö æ meira sé farið að bera á því hjá Fram- sókn að hún 'noti stjórnarsamstarfið til að gæta hagsmuna SÍS? „Eg leitaði eftir dæmum um slíka hags- munavörslu í ræðu minni á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins. Ég hef ekki heyrt neitt ennþá." — Ég nefni íslandslax! „Það er bara alrangt. Það er ekki neinum hyglað þar." — Ég bæti hér við skeytum varafor- manns Sjálfstæðisflokksins í þá átt að helsta einkenni Framsóknar í stjórn sé að vera þar eingöngu til að gæta sjóö- anna sinna...“ „Hvaða sjóða? Hann hefur aldrei tilgreint við hvaða sjóði hann átti..." — Þú verður aö taka hann tali! „Nei, ég held nú að þetta sé bara eins og hvert annað buli, sagt fyrir landsfundinn, svona til þess að ná kosningu." — Þú segir nokkuð. En svo sagði hann líka að Framsókn væri „púra“ hags- munaklúbbur á meðan aðrir flokkar væru þó prinsippflokkar. „Ég ætla ekki að fara að kenna öðrum um að gæta hagsmuna sinna fylgismanna, en gæti þó nefnt ýmis dæmi um það. Við viljum gæta hagsmuna hvers þess fyrirtækis sem okkur finnst vera þjóðhollt og gott í þessu landi." — En Steingrimur, öll þessi skeyti milli stjórnarflokkanna —■ þú varst að senda Friðriki eitt þarna áðan — er þetta ekki dæmi um að tekið sé að hrikta í samstarfinu? „Þú getur nú farið yfir þessi tvö ár stjórn- arinnar og séð ýmsar yfirlýsingar. Varafor- maðurinn var nú með eina úti á Seltjarnar- nesi fyrir ári. Ég held að hún hafi nú ekki verið neitt skárri en þessar sem þú ert hér að tíunda." — Hversvegna alltaf þessi þráseta Framsóknar í stjórn? „Það er ekkert markmið hjá flokknum að sitja í stjórn. Við látum bara málefni ráða hverju sinni." * — Samfleytt í stjórn síðan 1971, að nokkrum mánuðum undanskildum. Er þetta ekki rétt „krítík“ hjá Friðriki að þið megið ekki við því að vera utan ráð- herratignar? „Við vorum utan stjórnar í ellefu ár á Við- reisnartímabilinu..." — Hann sagði þann tíma einmitt hafa verið ykkar „eyðimerkugöngu“! „Síður en svo fór af okkur fylgið þá. Ég get heldur ekki séð annað en Sambandið hafi komist vel í gegnum það tímabil. Kannski þeir hafi hugsað svo vel um SÍS í Viðreisn- inni? Sko, ég er orðinn dálítið þreyttur á því að vera spurður út í ummæli Friðriks Sop- hussonar, því sannast sagna er ég hættur að nenna að lesa þau.Staðreyndin er bara sú að hreyfing eins og SÍS með meðlimafjölda um fjörutíu þúsund, langtum fleiri en fjölda framsóknarmanna nemur, stenst alveg menn eins og Friðrik. Jafnvel hann getur ekki komið henni á kné. Ég held að það sé alveg borin von." — Hvernig skýrirðu það greinilega misvægi á gengi stjórnarflokkanna sem komið hefur fram í hverri skoðanakönn- uninni á fætur annarri? „Mér finnst alveg eðlilegt að Framsóknar- flokkurinn hafi misst töluvert fylgi eftir koll- steypuna í haust. Ég hefði þá verið hikandi sem óbreyttur framsóknarmaður, alveg tví- mælalaust..." — Ertu að gefa í skyn að þig hafi þá langað til að segja þig úr Framsóknar- flokknum? „Ég er bara að segja að ég hefði verið hik- andi, ekkert annað."

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.