Helgarpósturinn - 02.05.1985, Side 6

Helgarpósturinn - 02.05.1985, Side 6
INNLEND YFIRSYN Eftir 14 mánuði eru Svavar og Ásmundur farnir að tala saman! Umræðuefnið: Ritstjórnarstefna Þjóðviljans. • • Ossur sigraði í fyrstu lotu Sexdálka forsíöufrétt NT 27. apríl sl. olli miklum skjálfta í Alþýðubandalaginu, á rit- stjórn Þjóðviljans og meðal forystunnar í ASÍ. í fréttinni stóð að forseti ASÍ og formað- ur Alþýðubandalagsins hefðu í sameiningu lagst á ritstjóra Þjóðviljans, Össur Skarphéð- insson,í því skyni að knýja hann til að taka upp í Þjóðviljanum jákvæða umfjöllun um samráð ASÍ og VSÍ. Eins og NT skýrði rétti- lega frá, hafði leiðari Össurar 10. apríl farið mjög fyrir brjóstið á Ásmundi Stefánssyni, forseta ASÍ, og hann tilkynnt Svavari Gests- syni, formanni Alþýðubandalagsins, að áframhaldandi skrif af þessu tagi myndu leiða til úrsagnar hans og fleiri verkalýðsfojr:- kólfa úr Alþýðubandalaginu. Svavar hét Ásmundi stuðningi flokks og málgagns við samráðið. Jafnframt var talað um nýjan rit- stjóra við hlið Össurar og nafn Helga Guð- mundssonar, ritara Alþýðubandalagsins, nefnt í því sambandi. Össur hafði greinilega farið yfir markið að mati ýmissa forystu- manna í Alþýðubandalaginu. Þegar Össur Skarphéðinsson var ráðinn í ritstjórastól Þjóðviljans í október á síðasta ári, var ráðning hans til þriggja ára. Slagur- inn um ritstjórastólinn hafði staðið í margar vikur og kandídatarnir verið þrír; þau Össur, Óskar Guðmundsson, fréttastjóri blaðsins, og Vilborg Harðardóttir, varaformaður flokksins. Eftir mikil átök á fundum útgáfu- félagsins varð Össur fyrir valinu, og þá aðal- lega vegna þrýstings frá Úlfari Þormóðssyni og Svani Kristjánssyni, fyrrum kosninga- stjóra og stjórnarmanni í útgáfufélagi Þjóð- viljans. Svavar Gestsson, formaður útgáfufé- lagsins, sættist loks á rök Úlfars og Svans um sjálfstæða stefnu Þjóðviljans í vaxandi sam- keppni í fjölmiðlaheimi og að vænlegt væri að setja mann í ritstjórastólinn sem ekki væri um of litaður af flokkspólitík. Nokkrum dög- um eftir ráðninguna sagði Össur í viðtali við HP: „Blaðið hefur sjálfstæða rödd. Það er engin spurning. Það verður ekki tekin upp nein lína frá einum eða neinum." Össur hefur að mestu staðið við orð sín. Hann hefur aðallega beitt penna sínum í leiðaraskrifum og var svo komið að mörgum í flokksforystunni, þó einkum Ásmundi Stefánssyni, var farin að blöskra hin sjálf- stæða lína blaðsins í skrifum um verkalýðs- forystuna. Leiðari Össurar 10. apríl sl. var dropinn sem fyllti mælinn. Leiðarinn, sem bar nafnið ,,Nú þarf baráttu", var fyrst og fremst óþvegin kveðja til Ásmundar þar sem samráðsstefna ASÍ og VSÍ var rifin niður. Tónn leiðarans gefur í skyn að Ásmundur sé að verða þægur og undirgefinn kjölturakki VSÍ-leiðtoganna. Skömmu eftir að leiðarinn birtist, var haldinn fárra manna fundur að undirlagi Ásmundar. Þar voru, auk AST-for- setans, saman komnir þeir Svavar Gestsson og Össur. Á fundinum hellti Ásmundur úr skálum reiði sinnar og talaði um skemmdar- verkastarfsemi Þjóðviljans í garð ASÍ, sem væri að byggja upp málefnalega samninga við VSI. Össur, sem er mikill skapmaður ef því er að skipta, varði sjálfstæða stefnu blaðsins og benti m.a. á hve ASÍ-forystan væri farin að fjarlægjast venjulegt launafólk. Niðurstaða fundarins varð sú, að Össur fór með sigur af hólmi og engar ákvarðanir voru teknar um breytingar. Helgi Guðmundsson hefur verið nefndur sem arftaki eða meðritstjóri Össurar ef flokkslínan verður ofan á í næstu lotum. Helgi er ritari Alþýðubandalagsins, vinnur að hálfu sem blaðamaður við Þjóðviljann og að hálfu sem starfsmaður Alþýðusambands- ins. Hann og Ásmundur eru góðir vinir, og það er dæmigert að þegar Ásmundur lætur loks hafa við sig viðtal í Þjóðviljanum í gær, 1. maí, er það Helgi sem fær að taka viðtalið. Það er reyndar mjög dæmigert að í 1. maí- viðtalinu segir Ásmundur: „Það er nokkuð sérkennilegt að nokkrir forystumenn Al- þýðubandalagsins hafa verið að tjá sig um þessi mál (samskipti Svavars og Ásmundar) í öðrum blöðum en Þjóðviljanum." Að mati Ásmundar á öll flokksumræða og deilumál um verkalýðsmál greinilega að vera í einu blaði sem hægt er að stýra og kontrólera. Helgi Guðmundsson yrði því hinn ákjósan- legasti ritstjóri Þjóðviljans í augum Ásmund- ar og annarra flokksmanna í ASÍ-forystunni. Össur hefur mikið til síns máls í gagnrýni sinni á Ásmund. ASÍ-forystan hefur fjarlægst grasrótina hvað hugmyndafræði varðar, og einangrað Alþýðubandlagið sem launa- baráttuflokk. Þetta er ein meginástæðan fyr- eftir Ingólf Margeirsson ir fylgishruni Alþýðubandalagsins í skoðana- könnunum að undanförnu. En gagnrýni Ásmundar á Þjóðviljann er einnig rétt: Rit- stjórn Þjóðviljans hefur nú, og raunar allan síðasta áratug, mjög lítil samskipti við vinn- andi fólk í landinu. Blaðamennirnir eru fyrst og fremst menntamenn og könnun SÍÁ á lestri dagblaðanna sýndi að Þjóðviljann les fyrst og fremst menntafólk. Það má því segja með nokkrum sanni að láglaunafólk hafi hvorki áhuga á ASÍ né nenni að lesa Þjóðvilj- ann. Þegar Ásmundur og Svavar mættu á fund- inn eftirminnilega, höfðu þeir ekki talast við í 14 mánuði. Þeir eiga nú sameiginlegra hagsmuna að gæta; nefnilega að verja eigin völd. Ásmundur hefur ekki efni á því að hafa Svavar gegn sér í Þjóðviljamálinu, einfald- lega vegna þess að Svavar er sá maður sem einna helst gæti dempað gagnrýni blaðsins á ASÍ og forðað því að alið sé á þeirri pólitísku óánægju sem tekin er að gera vart við sig í neðri lögum ASÍ. Svavar vill hins vegar hafa Ásmund góðan til þess að hinn hugmynda- fræðilegi grunnur flokksins,ogþar með áróð- ursafl hans, gufi ekki endanlega upp í vasa- tölvum hagfræðinganna í ASÍ. Þessi sam- trygging getur hins vegar reynt á þolrif Þjóð- viljaritstjórans. En hér er einnig kynslóðabil á ferðinni. Svavar og flokksforystan er öll yfir fertugt. Össur og hans menn eru um þrítugt. Og Svavar gerir sér grein fyrir því að mennirnir sem erfa flokkinn hafa engan áhuga á sögu- legri fortíð íslensks sósíalisma. Hér þarf Svavar því að brúa enn eina kynslóðagrjána, sem þýðir m.a. að hann þarf að fara dipló- matískt og varlega að ritstjórn Þjóðviljans og Össuri. En fréttin í fyrradag um endalok NT-ævin- týrisins hefur vakið ugg í brjósti blaðamanna á Þjóðviljanum. Eða eins og einn þeirra sagði við HP: „Fyrst Framsókn læstist nú um NT, því skyldi ekki Alþýðubandalagið læsast um Þjóðviljann ?“ ERLEND YFIRSÝN Forsetinn og kanslarinn nema ekki boðskap ógnanna sem minnst er. Afleiðingin af að finna ekki hvenær leikaraskap á að linna Árlegur fundur æðstu manna sjö helstu iðnríkja utan sovétveldisins er venjulega haldinn í júní. Þetta árið er brugðið út af vananum. Forsetar Bandaríkjanna og Frakk- lands koma saman í Bonn ásamt forsætisráð- herrum Bretlands, Ítalíu, Japans, Kanada og Vestur-Þýskalands dagana 3. og 4. maí. Gest- gjafinn, Helmut Kohl kanslari, fékk að ráða dagsetningunni. Markmið hans með að flýta fundinum er að reyna að hafa áhrif á fylkis- þingskosningar í fjölmennasta fylki landsins, Rínarlöndum-Vestfalen, þar sem sósíaldemó- kratar fara með stjórnarforustu og kristilegir demókratar eiga á brattann að sækja. Kosið verður í Rínarlöndum-Vestfalen 12. maí. Sunnudaginn á undan, 5. maí, valdi Kohl til að baða sig í ljómanum af gesti sínum og vini, Ronald Reagan Bandaríkjaforseta. Reagan vildi ekki vera í Vestur-Þýskalandi 8. maí, þegar stöðvunar vopnaviðskipta í Evr- ópu í heimsstyrjöldinni síðari verður opin- berlega minnst, en féllst á að taka þátt í at- höfnum sem tengdust því að 40 ár eru liðin frá stríðslokum. Sjálf hugmyndin, að gera minningu fórnar- lamba mesta blóðbaðs sögunnar að skipti- mynt í vestur-þýskri hreppapólitík, er svo lít- ilsigld, að hún hlýtur að niðurlægja hvern þann sem nærri slíkri óhæfu kemur. Það sem síðan hefur gerst ber því líka vott, að smá- mennsku frumkvöðlanna eru naumast tak- mörk sett. Lítill fyrirboði var heimkoma háttsettra embættismanna úr Hvíta húsinu, sem Reagan hafði sent til að undirbúa opinbera heimsókn sína til Vestur-Þýskalands. Frétt- næmt varð að Michael Deaver, aðstoðar starfsmannastjóri Reagans, notaði tækifærið til að kippa heim með sér í forsetaflugvélinni þýskum glæsibíl á diplómataverði. Meðal tillagna sem Deaver flutti frá Þjóð- verjum, var að forseti og kanslari gerðu að hátindi opinberu heimsóknarinnar komu í fangaðbúðasafnið í Dachau, rétt fyrir utan Munchen, og he magrafreit í Bitburg, nærri landamær^..am við Luxemburg. Dachau-fangabúðirnar urðu alræmdar skömmu eftir valdatöku Hitlers, fyrir með- ferðina á pólitískum andstæðingum nasista, sem þar voru hafðir í haldi. Mest voru það kommúnistar og sósíaldemókratar, og kann það að skýra mótbárur Franz-Josef Strauss, forsætisráðherra fylkisstjórnarinnar í Bajern, við að þurfa að taka á móti Kohl og Reagan á slíkum stað. Strauss þurfti ekki lengi að kvíða, því á fréttamannafundi í Washington 21. mars Iýsti Reagan yfir, að hann vildi hvergi nærri Dachau né öðrum slíkum kvalastöðum koma í Þýskalandsferð sinni. Hann kvaðst telja Þjóðverja „haldna sektarkennd, sem hefur verið troðið upp á þá, og mér finnst bara að hún sé óþörf." Síðan bætti hann við til frekari rökstuðnings ákvörðun sinni, að í Þýskalandi væru „afar fáir á lífi, sem svo mikið sem muna eftir stríðinu, og áreiðan- lega ekki neinn þeirra sem fulltíða voru og tóku nokkurn þátt í því.“ Bandaríkjaforseti er kunnur fyrir að bera sér í munn af mikilli einlægni hverja þá fjar- stæðu sem ráðunautar hans finna upp ákvörðunum hans til framdráttar, en hér var of langt gengið. Þegar hann bætti svo við, að fallnir, þýskir hermenn í grafreitnum í Bit- burg væri engu síður fórnarlömb nasism- ans en gyðingar og aðrir sem myrtir voru í fangabúðum, tók steininn úr. Komið hafði í ljós við eftirgrennslan, að grafirnar í Bitburg skýla ekki aðeins mönn- um sem báru grænan einkennisbúning þýska hersins og gegndu herskyldu, heldur hvíla þar einnig svartklæddir sjálfboðaliðar, merktir með hauskúpu og krossleggjum, menn úr einkaher Himmlers yfirböðuls. Willy Brandt, sem vissulega er bæði á lífi og man allan valdaferil nasista, segir skjallegar sannanir fyrir því að í hópi manna úr Waffen- SS í grafreitnum í Bitburg séu sumir þeir, sem brytjuðu niður bandaríska stríðsfanga við Malmédy í jólasókninni 1944 í Ardennafjöll- um. Sérhver tilraun Reagans og manna hans til að fegra afglöp sín hefur orðið þeim til auk- innar hneisu. Staðhæft var í Hvíta húsinu, að Kohl kanslari hefði aldrei lagt til heimsókn í fangabúðasafnið í Dachau. Þegar kanslara- skrifstofan í Bonn rak þetta ofan í forseta- skrifstofuna í Washington, reyndu Banda- ríkjamennirnir að ná sér niðri með því að fræða fréttamenn á því, að Kohl hefði grát- andi sárbænt Reagan að koma með sér til Bitburg. Tvær grímur runnu loks á Reagan, þegar samtök uppgjafahermanna, gyðingar og þingmenn á Bandaríkjaþingi hundruðum eftir Magnús Torfa Ólafsson saman, hans eigin flokksmenn engu síður en andstæðingar, lögðu að honum að hætta við förina til Bitburg. Associated Press hefur eft- ir embættismönnum í Hvíta húsinu, að í sím- tali að kvöldi 19. apríl hafi Bandaríkjaforseti beðið þýska kanslarann að fella niður heim- sóknina í hermannagrafreitinn og krans- lagningu við minnismerkið þar, en Kohl hafi svarað að slíkt kæmi ekki til greina úr þessu. Þegar svo var komið lét Bandaríkja- forseti það boð út ganga, að hann gæti ekki látið um sig spyrjast að láta undan and- blæstri, enda væri málið fyrst og fremst upp- sláttur óhlutvandra fjölmiðla. Þetta lætur forsetinn sér um munn fara, eftir að hafa hlýtt á Elie Wiesel í Hvíta hús- inu. Wiesel, sem sat ungur í fangabúðum og hefur lýst reynslu sinni í áhrifamiklum bók- um, er nú forseti Minningarráðs Helfarar- innar og Bandaríkjaþing sæmdi hann afreks- merki, hinu æðsta sem það veitir. Eftir af- hendinguna í Hvíta húsinu sagði Wiesel: „Herra forseti, ég hef séð börn, ég hef séð þeim fleygt lifandi á eldana. Orð, þau deyja á vörum mér. Hér er ekki um stjórnmál að ræða, heldur gott og illt. Við megum aldrei ruglast á þessu tvennu. Því ég hef séð SS-sveitirnar að verki. Og ég hef séð fórnarlömb þeirra. Þau voru vinir mínir. Þau voru foreldrar mínir... Þú sagðir áðan, þegar við töluðum saman, að þú hefðir ekki vitað af SS-gröfunum í graf- reitnum í Bitburg. Auðvitað vissirðu ekki af þeim. En nú er okkur þetta öllum ljóst. Má ég, herra forseti, særa þig, ef nokkur leið er, að finna ráð, finna annað ráð, annan stað. Þessi staður, herra forseti, er ekki þinn stað- ur. Þinn staður er við hlið fórnarlamba SS- sveitanna." Eftir þessa tölu tók Bandaríkjaforseti þegj- andi í hönd ræðumanns og yfirgaf sem skjót- ast Roosevelt-salinn, en þangað hafði athöfn- in verið færð, þegar starfsmönnum forseta varð ljóst, að Wiesel ætlaði að segja hug sinn, en þar rúmast aðeins 40 manns. Aust- ursalurinn, sem rúmar 300, hafði áður verið frátekinn fyrir athöfnina, og við skiptin urðu vinir Wiesels, margir fyrrum fangabúða- fangar eða afkomendur þeirra, frá að hverfa. 6 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.