Helgarpósturinn - 02.05.1985, Síða 13

Helgarpósturinn - 02.05.1985, Síða 13
Matthías Viðar Sæmundsson í HP-viðtali Lagði inn opnuviðtalsbeiðni fyrir nokkrum vikum hjá Matthíasi, helst um eitthvað annað en bókmenntir. Hann tók því fremur dræmt. Hringdi svo í mig hálfum mánuði seinna, kom- inn af Hellisheiðinni, nýbúinn að skila af sér stóru verkefni á vegum Bókmenntastofnunar, upplagður í viðtal á vertshúsi nokkru. Þangað gæti ég komið ef ég vildi viðtal. Blaðamaður hlýddi, en pakkaði fljótiega saman ritföngunum eftir að Matthias hafði haldið langa tölu um að lífið væri speglasalur og sett fram snjalla kenn- ingu um að Bakkabræður væru hinir einu sönnu, íslensku Sysifosar — og sagt við gengil- beinuna: „Eina saumavél, takk!“ Viðtalið frest- aðist því fram í næstu bæjarferð. Til að liðka um málbein Matthíasar reyndist samt sem áður nauðsynlegt að byrja á bókmenntaspjalli. Þar sem hann hefur mikið skrifað um einfara og ut- angarðsmenn er lógískt að fyrsta spurningin hljóði svo: — Hefuröu fremur hallast að bölsýnum bók- menntum en öðrum? „Nei, þær eru ekki bölsýnni, hins vegar eru þær hugrakkari og lífsskoðun þeirra ósvikin og í húmanískum anda okkar tíma af því að þær fást við manneskjuna, hverja og eina og hvar í stétt sem hún stendur. Þar að auki hef ég áhuga á þeim þar sem ég hef áhuga á sjálfum mér og lít svo á að allir þurfi á sjálfsskoðun að halda til að geta komist lifandi í gegnum lífið og sæmi- lega af við aðrar manneskjur. Talandi um böl- sýni þá er engin slík fólgin í því viðhorfi að lífið sé slagur við dauðann eða dauðaslagur. Þvert á móti felur það í sér bjartsýna hugsun um að augnablikið gefi sjálfu sér gildi, að vonin búi í lífsandanum eða hvað við köllum það.“ íslendingar enda sem tilfinningalegar druslur — Er lífsskoðun þín þarna lifandi komin? „Stór partur af henni, já, og margra íslend- inga. Fólk leitar langt yfir skammt þegar það heimfærir þessa lífsskoðun upp á franska spek- inga eða aðra slíka. Menn eins og Albert Camus skrifuðu digrar bækur um efni sem íslendingar hafa fyrir Iöngu, fyrir öldum síðan, komið að í örfáum ljóðlínum og stuttum sögum. Hvað eru allar bækur Sartre til að mynda á móts við sög- una um Gunnar Gjúkason sem Atli, sá vondi Húni, lét varpa í ormagryfjuna? Hann var fjötr- aður að öllu öðru leyti en því að hann gat hreyft tær annars fótar og spilaði á hörpu stanslaust, því honum var bráður bani búinn hætti hann að slá, því ormarnir biðu til að höggva. Samt hélt Gunnar áfram að slá og kannski þess vegna. Gunnar þessi nam hvaða gildi lífið hefur. Ég held að íslendingar yrðu hamingjusamari, fylgdu þeir fordæmi hans en leituðu ekki að gæfu í hlutum, sólarlandaferðum, metorðum og þar fram eftir götum. Gæfan býr nefnilega fyrst og fremst í manneskjunni sjálfri, líkt og ógæfan, en ekki í umhverfi hennar. Þessa hugsun vantar marga og afleiðingarnar hafa verið hryllilegar. Myndi kjarnorkusprengjum til dæmis hafa verið varpað ef menn hefðu skynjað hvers virði lífið er? Þetta verkar kannski naíft en hugsi menn málið til hlítar, skynjir þú þína eigin mennsku hlýtur þú að virða mennskan rétt annarra." — íslendingar eru semsé óhamingjusamir sama hvað öllum skoðanakönnunum líður? „Já, það er nú það. Ætli hamingjan sé ekki ógæfa þeirra flestra. Og þá meina ég þessa glæru hamingju sem ekki vex að innan heldur stafar af hlutum umhverfis þig. Ég hef ekki enn kynnst hamingjusömum fslendingi. Ég heyrði þó gamlan mann lýsa því í útvarpinu um daginn hvað hann væri yfrið hamingjusamur. Ég lagði auðvitað við hlustir en þá kom í ljós að öll hans gæfa tengdist því að honum hafði gengið vel efnalega. Svona hugsun skil ég ekki. Samkvæmt þessu er gæfan háð kaupgjaldsvísitölu, Seðla- bankinn paradís á jörðu og Steingrímur Her- mannsson leiðin til lífshamingju. Gamlir menn halda oft að þeir viti betur en óráðnir unglingar, en ég efast stórlega um það og held því sé öfugt farið. Og mig grunar að margir aldurhnignir fslendingar séu léttgeggj- aðir eftir lífskjarabyltinguna á sínum tíma. Og kannski er í raun ekkert undarlegt við það að menn missi sína andlegu heilsu í lífsgæðakapp- hlaupi þar sem þeim ber skylda til að safna öllu öðru en lífi. Og enda sem tilfinningalegar druslur." — Hvernig viltu lýsa skapgerð íslendinga? „Ég held að lund íslendinga sé mótsagna- kenndari eða tvískiptari en nálægra þjóða og ef til vill orsakast það af kjörum þeirra í gegnum aldirnar. í þessu sambandi skulum við gæta þess að aðstæður meginlandsbúa til að mynda hafa verið allt aðrar. Þeir hafa getað læst náttúruna úti, byrgt sig innan þykkra borgarveggja og á þann hátt eytt þessari sveiflukenndu hrynjandi sem íslendingurinn hefur búið við fram á þessa öld. Borg íslendingsins hefur takmarkast við kotbæinn, hann hefur staðið nánast berskjald- aður gagnvart náttúrunni, sjaldnast vitað hvað dagurinn ber í skauti sínu. Hann hefur lifað sumar með miklu ljósi en langan vetur með miklu myrkri. Skapgerðin, held ég, hefur mótast af þessum andstæðum og mér finnst það koma vel fram í þjóðsögunum. Ef við berum saman álfasögurnar og drauga- sögurnar, þá er þetta gjörólíkur skáldskapur hvað snertir hugblæ og tilfinningu en báðar teg- undirnar lýsa þó tengslum fólks við náttúruna. í þeim fyrri býr fátækt fólk til skáldskap úr draumi sínum um eilíft sumar. Það er alltaf gott veður í álfasögum. í hinum síðari birtist vetrar- ríkið í öllu sínu veldi með sínum vættum og það er alltaf vont veður i draugasögum. Þessar sögur lifðu hlið við hlið og voru sagðar sama fólki af sama fólki. Ég held að með þeim hafi menn reynt að koma sinni þverskiptu tilveru heim og saman, sætta mótsögnina á milli Ijóss og lífs ann- ars vegar og myrkurs og dauða hins vegar. Sé þetta rétt, þá hafa þjóðsögurnar sem heild gegnt líku hlutverki og goðsagan til forna, sem var til- raun manna til að skýra hið óskiljanlega og koma reglu á óreiðuna." Reyni að varðveita eigin óhamingju Matthías fer greinilega létt með að hrista kenningar fram úr erminni. Ekki laust við að blaðamaður sé farinn að klóra sér í kollinum. — Hvar stöndum við svo í dag? „Nútímamenn hafa að mestu týnt þessari að- ferð og ef við horfum yfir bókmenntirnar á þess- ari öld er eins og þær hafi storknað í farvegum sem liggja til tveggja öndverðra átta. Annars vegar er mikið um ljósfælnar harmstunubók- menntir þar sem hvergi sér til sólar, hins vegar myrkfælnar raunsæisbókmenntir. Hrynjandina eða sveifluna vantar oftast, vitundina um að líf ið er bæði ljós og skuggi, að ekkert er einhlítt. Ég held jafnvel að lýsa mætti lífinu með þremur litl- um orðum: hvorugt, annað tveggja og hvort tveggja. En ég tek þó fram að margar undan- tekningar eru frá þessu sem betur fer.“ — Hver er þín leið til að sœtta Ijós og skugga í þinni sálarkyrnu? íhverju felstþín hrynjandi? „Ég eltist við hamingjuna eins og hinir en reyni jafnframt að varðveita eigin óhamingju. Ég reyni að lokast ekki inni í fúkkuðum komp- um, heldur halda alltaf dyrum opnum og lofta út öðru hverju, altso mygla ekki. Annars sagði Byron einu sinni: „The best of life is but intoxi- cation." Hann sagði þetta eftir að hann varð feit- ur, held ég, en það er gott samt. Ég er hjartan- lega sammála þessu, hins vegar finnst mér að þú þurfir vímu hverja af sínu tagi svo þú bætir ekki eitt böl með öðru verra. Víma getur falist í svo mörgu: þú getur horft á sólarlagið, synt hunda- sund, ort ljóð, fengið þér í glas o.s.frv., gefið þig að einhverju viðfangsefni og verið einlægur og heill í því, þú verður aðeins að gæta þess að lok- ast ekki af í því.“ — Maður verður sem sagt að víma sig á að minnsta kosti tveimur gjöfum í einu? „Já, og aldrei að dragast um of að einum vímugjafa svo þú verðir of háður honum, sért húsbóndi hans en ekki þræll.“ — Hverjir eru helstu vímugjafarnir í lífi þínu þessa stundina? Nú hlær Matthías hátt og lengi. „Þeir eru ósköp margir, en ég ætla ekkert að segja lesend- um Helgarpóstsins frá þeim. En í sem stystu máli get ég ósköp einfaldlega svarað að tveir helstu vímugjafarnir í mínu lífi séu ég sjálfur og annað fólk.“ — Er þetta ekki full almennt? Eiga svona frœðingar eins og þú ekki bara erfitt með að vera opinskáir í umrœðu um persónu sína? Hœttir þeim ekki til að fela sig á bak við aðra? Finna hliðstœður með eigin lífi og sítötum ein- hverra annarra eins og þú vitnaðir áðan í Byron? Þar sem sltkur samanburður er þér svona tamur, þá liggur kannski beinast við að spyrja þig Iwort þú sjáir þig í Gunnari Gjúka- syni... „Já, það geri ég og ég vona að sem flestir geri það. Annars er Gunnar Gjúkason frægur fyrir annað en listsköpun í sögunni, en þessi athöfn, sköpunin, getur birst á svo ótal mörgum sviðum eins og ég sagði áðan. Það skiptir höfuðmáli að menn séu heilshugar í verki sínu og að þeir séu að því fyrir sjálfa sig en ekki fyrir umhverfið." — Hvað fjötrar þig? „Ég veit mín takmörk, Jóhanna mín, og minn vitjunartíma," segir Matthías og glottir helblár. „Mér finnst að lífið sé sjálfu sér nóg. Það er ekki ástæða til að trúa á eitt eða neitt fyrir utan okkur sjálf. Grafarvistin er dásamleg og eyðileggingin skapandi þótt þögnin hérna niðri sé hávaðasöm á stundum." Get aldrei lifað regluföstu lifi til lengdar — En hvernig togast Ijósfœlnin og myrkfœln- in á í þér? „Það hlýtur að vera endalaus togstreita. Mér finnst sú manneskja vonlaus sem ekki er bæði ljósfælin og myrkfælin og í raun lít ég ekki á þetta tvennt sem neinar andstæður. Það eru af- skaplega margar manneskjur sem óttast myrkr- ið í sjálfum sér og reyna að gleyma dauðanum, slíkar manneskjur nálgast það í mínum huga að vera ómennskar og þær eru hættulegar lífi ann- arra, eins og ég sagði áðan.“ — Hvernig viltu lýsa lífsstíl þínum? „Ég held ég geti aldrei unað regluföstu lífi til lengdar. Akveðin regla er náttúrulega nauðsyn- leg, en mín regla verður að vera breytileg. Þjóð- félagið er reyndar byggt upp á því að binda fólk við ákveðin hlutverk, búa þvi til hlutskipti. Mér finnst hinsvegar að þú eigir að búa sjálfur til þitt hlutskipti, rækta frelsi þitt. Tökum hjónabands- stofnunina sem dæmi. Það er alltof algengt að fólk sem stendur ekki undir sjálfu sér sem ein- staklingar leiti öryggis í því að stjórna annarri manneskju eða láta aðra manneskju stjórna sér, reyni með því að eyða sinni óreiðu. Ég held að þau hjónabönd séu afar fá þar sem fullt jafnræði ríkir milli maka. Það sagði a.m.k. Sartre, en hann er nú víst dauður og grafinn og nábítarnir farnir að sjúga líkið eins og sá illi á DV orðaði það svo fallega um daginn. Ég er þó ekki sammála Sartre, ég held að ég og aðrir getum ræktað okkar frelsi með annarri manneskju og kannski hvergi nema þar.“ — Hver er þín „uppskrift“ að tveggja manna „raektuðu“ frelsi? Hverjar eru þtnar hugmynda- legu og tilfinningalegu forsendur fýrir sltku í svipinn? „Sumir halda því fram að ástin sé kyrrð, það er, ástand sem báðir aðilar eru sameinaðir í. Fromm sagði það til dæmis. Aðrir halda því fram að ástin byggist einungis á hreyfingu, þar sem báðir aðilar eru fullkomlega frjálsir hvor frá öðr- um. Ég held hins vegar að ástin sé kyrrð á hreyf- ingu, póesía augnabliksins. Hún er upphaf í leit að sínum endalokum. Ég hef enga trú á því að fólk geti sameinast án þess að skerða hvort ann- að, ég held að það sé andstætt mannlegu eðli. Hins vegar er fólk alltaf að reyna og það er gott. En að þjið sé eitt eða annað lokatakmark til, það tel ég firru.“ Matthías flissar skelmislega. „Ég er alltaf á leiðinni, alltaf á leiðinni. Hins vegar finnst mér alltof margir vera komnir á leiðarenda." — Á hverju hafa þín sambönd við konur einna helst strandað? „Oft hef ég fyllst leiða. Vegurinn milli kyrrð- arinnar og hreyfingarinnar er mjög vandratað- ur, og okkur hættir til að tapa áttum. Fólk í föstu sambandi verður að halda ákveðinni spennu í samskiptum sínum innbyrðis. Ef það hættir að bíða hvort eftir öðru, hættir að búast við, verði spennufall, þá er allt dauðadæmt." — Gerirðu í því meðvitað að skapa spennu? „Já. Hvað heldur þú?“ — Ertu það sem kallað er í daglegu tali „kvennamaður“? „Nú verður Matthías fyrst demónískur á svip- inn og rekur upp hlátur. „Hver er þessi kona sem allir eru alltaf að tala um? Er hún örvhent eða rétthent, þykk eða þunn, hálslöng eða svíra- digur? Konur eru manneskjur, einstaklingar eins og karlmenn og ég get ómögulega tjáð mig um konuna með stóri K-i. Þeim hefur þó heldur farið aftur frá því á landnámsöld, held ég. Vissulega hef ég þekkt nokkrar konur eins og hinir. Ég hef reynt að vera sannur í samböndum mínum við þær og ég held að engin þeirra sé óvinkona mín af þeim sökum." Auqnablikssamhljómar hafa dýpri óhrif en langar sambúoir — Þú sœkist eftir sívirkri athöfn með „kon- unni" og því að komast út úr einsemdinni. Var- anleiki athafnarinnar skiptir þá ekki endilega máli? „Nei. Það sem ég sækist eftir í samskiptum við konur og almennt reyndar í lífinu er samruni til- finningalega, andlega og kynferðislega. Og augnablikssamhljómar hafa haft miklu dýpri áhrif á mig heldur en langar sambúðir. Ég held að varanleiki skipti í sjálfu sér engu máli." — Finnst þér ekkert óþœgilegt við það að eiga svona mörg sambönd að baki? „Nei, ég hef reynt að vera sannur. Reynsla getur verið misánægjuleg þegar maður upplifir hana en þegar frá líður verður öll reynsla gef- andi, gerir mann ríkari, hvernig sem hún hefur verið í upphafi. Og framar öðru og öllu þá ber hver maður ábyrgð á sjálfum sér og ég virði ekki þann sem skirrist slíkt. Þótt leiðir tveggja mann- eskja skarist á tímabili og þær eignist saman líf, þá verða þær samt sem áður að halda í sjálfar sig.“ — Svo að við víkjum aftur að bókmenntun- um. Hvað hefur ráðið vali þínu á viðfangsefn- um? Er það að einhverju leyti tengt samsömun við aðalpersónur viðkomandi verka? „Já, ég held reyndar að fræðimaður eða gagn- rýnandi verði að geta samsamað sig viðfangs- efninu. Að öðrum kosti kemur yfirleitt lítið út úr starfi hans. Maður sem skrifar um einsemdina til dæmis, hann verður að vita hvað einsemd er, og svo er um martröðina, gleðina og svo framvegis. En innlifun í bókmenntarannsóknum hefur ekki verið í tísku um alllangt skeið, menn hafa til dæmis tekið trú á strúktúralískar aðferðir, og gleymt því stundum að aðferðirnar eru aðeiris hjálpartæki. Ekkert kemur í staðinn fyrir innlif- unina." — En nú hafa áherslurnar breyst nokkuð und- anfarið hjá þér í rannsóknum. Aður skrifaðirðu mikið um einfara og utangarðsmenn t.d. í verk- um Gunnars Gunnarssonar og Thors Vilhjálms- sonar, en nú leitar þú uppi birtingarmyndir ást- arinnar og bjartsýninnar. Af hverju stafar það? „Á tímabili var mér sama.“ — Sama um hvað? „Sama um hvernig þetta allt veltist. En núna er mér alls ekki sarna." Sektin er alltaf þín Var það eitthvað eitt öðru fremur sem fékk þig til að breyta um farveg? Hamleskt hik kemur á Matthías. „Nei... Jú, reyndar. Við vorum að tala um kompur áðan. Stundum rekast menn inn í eina slíka og læsa lyklana úti. Ég hafði mína með mér inn og komst út. Kíkti inn í aðrar og á vonandi eftir að skoða fleiri. Það er grundvallarskilyrði fyrir mig að geta bætt við mig meira lífi eða safna reynslu, með öðrum orðum. Það eru alltaf einhver ytri atvik sem hafa áhrif á hvaða stefnu þú tekur, en frumorsökin býr þó alltaf í sjálfum þér.“ — Svo þú ert svona í og með að afneita að ein- staklingurinn sé fyrst og fremst félagslega skil- yrtur? „Nei, ekki með öllu. Það eru margar kynslóðir inni í mér og þér. Við komumst aldrei undan for- tíðinni. En þó held ég að lífið sé okkur í sjálfsvald sett, endanlega geturðu valið hvaða leið þú ferð. Þú getur ekki varpað sökina á aðra, sektin er alltaf þín.“ — Hvað olli þessum breytingum hjá þér? „Mikil einvera, sjálfsmorð vinar, myrkur í um- hverfinu. Og fleira reyndar." — Búa ekki allir íslenskir borgar- eða bœjar- búar við þessa innri sem ytri togstreitu, jafnvel skítsófreníu, hvort sem þeir búa í Reykjavík, á Selfossi, ísafirði eða Höfn í Hornafirði? „Jú! Forfeður okkar tókust á við myrkrið og ljósið í sér með tjáningu, reyndu að sætta þessar mótsagnir í skáldskap. Nú kunnum við ekki lengur að hugsa í þverstæðum. Okkur finnast þverstæður vera merkingarlausar. í vestrænni nútímaheimspeki hafa menn jafnvel útskúfað hugtökum eins og lífi og dauða þar sem þeir töldu þau of almenn, þokukennd og jafnvel merkingarlaus. Þess í stað fóru menn að skil- greina orð. f sjálfu sér er það ágætt, en ég man að þessi merkingarleit kenndi mér ekki nokk- urn skapaðan hlut. Hún kenndi mér ekki „heim- speki, hún kenndi mér „skólaspeki". Hún kenndi mér að horfa með augum moldvörpu- anda sem magnast hefur í skólum Vesturlanda síðastliðin þrjúhundruð árin.“ — En nánar samt sem áður um vendipunkt- inn: frá einförum og utangarðsmönnum yfir í „ástina"? „Ég hef reyndar verið að fást við fleiri en eitt verkefni undanfarið. Til dæmis Kristján Fjalla- skáld. Það er margt svipað með honum og lón- erum Gunnars Gunnarssonar. Mjög heillandi heimur, þar sem er heimur einfarans, göngu- mannsins. Er þetta ekki fullnægjandi svar, ha?“ — Ég á samt sem áður erfitt með að skilja hvernig hœgt er að skipta sér svo hektískt á milli nokkurra vímugjafa eins og þú virðist gera... „Ég tek skorpu í þessu og ég tek skorpu í öðru enda nenni ég ekki að standa í þessu rölti út og suður um litrófið. Fólk á að gefa sig allt í það sem það er að gera hverju sinni. Mín víma er ég sjálfur."

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.