Helgarpósturinn - 02.05.1985, Side 16

Helgarpósturinn - 02.05.1985, Side 16
JAZZ eftir Vernharð Lmnet Ungar stjörnur og gamlar Pat Metheny: First Circle (ECM 1278) Dreifing: Grammið Art Blakey: Live at Bubba’s (Kingdom Jazz 7003) Dreifing: Skífan Það er dáiítið gaman að því að íslenskir skuli loksins hafa uppgötvað Pat Metheny — að vísu þurfti David Bowie til, en hvað um það: This is not America heyrist sífellt í út- varpi og það sem betra er, ýmis verk af nýj- ustu skífu Methenys, First Circle, og jafnvel af eldri skífum. Þar er af miklu að taka og góðu, því Metheny hefur hljóðritað 11 skífur fyrir ECM. Af þeim má nefna Bright Size Life með Jaco Pastorius, 80/81 með Mick Brecher og Dewey Redman, og Rejoicing þarsem Metheny fer á djasskostum ásamt Charlie Haden og Billy Higgins. Nýja skífan er af bræðingsætt, en betri en flest annað er ég hef heyrt af slíku. Sem fyrr er Lyle Mays á hljómborð og semur sumt með Methney; Pedro Aznar syngur, flautar, slær gítar og slagverk; Steve Rodby er á bassa og Paul Wertico á trommur. Aznar, sem er argentísk- ur, ljær tónlistinni latneskt líf með falsettu- söng sínum líkt og Nana Vasconcelos á Offramp og upphefur rafmagnið. Allt frá upphafsverkinu, sem er bráð- skemmtilegur mars, hæfilega falskur og kómískur, til lokaverksins Praise, þarsem sálmastíll ríkir, er slegið á marga strengi: ljóðrænar bailöður, sömbur og bræðingsstef eru umgjörð hinna ágætustu sólóa, að ógleymdri sönggleði Pedros. Bubba’s nefnist djassklúbbur í Flórída. Þar var tekin upp skífa með djassboðberum Art Blakeys. Þar leika aitistinn Boddy Watson og píanistinn James Williams sem komu með Blakey til íslands fyrst er hann kom; tenorist- inn Billy Price og bassaleikarinn Charles Fambrough er komu í seinna skiptið — sjötti maðurinn í sveitinni hefur aldrei komið til ís- lands: Sá er trompetleikarinn Wynton Marshalis, sem nú er einn vinsælasti djass- leikari heimsins. Þetta er ekta klúbbpiata og verkin þekkt: Moanin, Soulful Mister Timmons og Free for all úr smiðju Sendiboð- anna, svoog My funny Valentine og tríóút- gáfa á Au Private eftir Parker. Þetta er hljóð- ritað 11. október 1980 og með því fyrsta er Marshalis blés með Blakey. Því verður ekki neitað að hann er hörkublásari og sólóar hans magnaðir — þó finnast mér einleiks- kaflar píanistans James Williams bera af öðru á þessari skífu og það besta er ég hef heyrt hann gera — þar fara saman hug- myndaríki og formfesta í túlkun á gamal- kunnu efni. Það er önnur skífa í þessari seríu tekin upp á Bubba’s með Wynton Marshalis og Art Blakey og þar er faðirinn á píanó: Ellis Marshalis. Af öðrum skífum má nefna skífur með Carmen McRae og Ahmal Jamal, en langt er síðan hægt hefur verið að nálgast þaðan ágæta píanista á plasti, tvær skífur eru með Eddie Lockjaw Davis, Sonny Stitt og Harry Edinson og eru þetta síðustu hljóðrit- anir Stitts, svo er frábær skífa með Paul Desmond og Modern jazz kvartettinum og er það í eina skipti sem slík samkoma var hljóðrituð. Nokkrar skífur eru frá Miden jazz festivalinu með Brubeck kvartettinum, B.B. King og Heath bræðrum ásamt Pat Metheny frá 1983, með Ahmad Jamal og Garry Burton 1981 og Stan Getz og Paul Horn 1980 og svo er úrval af skífum með Lionel Hampt- on en frásögur af þeim verða að bíða næsta pistils. Það er að lifna yfir djassplötuinnflutningi og er það ekki nema eðlilegt í borg þarsem djassað er öll kvöld! BARNABOKMENNTIR ) Elsku barn! Bækur og jól fara (enn) saman í huga flestra, og vísast seljast jafnmargar bækur á Þoriáksmessu og mörgum mánuðum fyrri hluta árs. Þjóðin birgir sig upp til ársins í des- ember, og frá janúarbyrjun til októberloka koma út fáar bœkur, sem menn kalla svo hér á landi: bundnar inn og klæddar í litprentaða kápu, spariföt. Þó hefur þetta verið að breyt- ast. Skólafólk kaupir margar bækur, einkum kiljur, í september og janúar, og undanfarin ár hafa bókaklúbbar skotið rótum og dafnað vei, sumir. „Sjoppubókmenntir" Iifa góðu iífi, blöð og vasabrotsbækur, og gott ef iðunn gaf ekki út einn Alistair McLean í jólafötum á miðju ári — en síðan ekki söguna meir. Og nú sendir Mál og menning nýja barnabók á markaðinn, Elsku barn! eftir Andrés Indriða- son. Ekki veit ég hvernig þessi nýbreytni mælist fyrir, en hún ætti að vera fagnaðar- efni þeim sem kaupa bækur handa börnum sínum þótt ekki séu jól. Barnaafmæli eru auk þess haidin allt árið, og bækur er betri gjöf en margt annað. í fréttatilkynningu útgef- enda var líka vakin athygli á sumardeginum fyrsta: „Fyrr á árum tíðkaðist að gefa börn- um sumargjöf — og má minna á að sumar- dagurinn fyrsti er á næstu grösum." Semsé: bók= gjöf og á reyndar fremur við um bæk- ur handa börnum en fullorðnum þar sem þau hafa ekki fjárráð. Elsku barn! lýsir skini og skúrum í daglegu lífi sjö ára Reykjavíkurtelpu og dregur nafn sitt af upphrópunum foreldra hennar í tíma og ótíma. Ólafía heitir hún og er ósköp venjulegur krakki sem býr við algeng kjör barna: foreldrar hennar hafa iítinn tíma af- lögu handa henni og ber ýmislegt til. Faðir hennar er slökkviliðsmaður og sefur stund- um þegar aðrir vaka: „En það er svona að eiga pabba sem er slökkviliðsmaður og vinn- ur á vöktum, pabba sem er stundum á nætur- vakt og þarf að sofa fram á næsta dag. Og það er svona að eiga mömmu sem er óperu- söngkona, mömmu sem kemur seint heim þegar hún er að syngja á kvöldin og þarf að sofa úr sér þreytuna á morgnana.” Stundum gefst tími til að vera saman, og þá líkar Ólafíu lífið. En það er sjaldan. Oftast er hún í pössun hjá Árnýju móðursystur sinni, stundum leng- ur en áformað er. Það er ekkert gaman. Að einu leyti svipar þessari sögu til Lykla- barns, sem Andrés hlaut barnabókarverð- laun Máls og menningar fyrir 1979. Kjarni þeirra er hinn sami: Börn verða útundan í brauðstritinu og iífsgæðakapphlaupinu, þarfir þeirra verða að víkja fyrir kröfum og duttlungum hinna eldri. í Lyklabarni er fremur dimmur tónn og söguhetjan sér fram á sama baslið í bókarlok. Elsku barn! er hins eftir Sölva Sveinsson vegar notaleg saga þrátt fyrir allt, þökk sé Tobba trúð og ævintýrinu . Ólafía kynnist Tobba trúð í sirkusnum einn sunnudag; hann gefur henni blöðruhund. Og í einverunni langa sumardaga ímyndar hún sér að Tobbi sé kominn að leika við hana, galdratrúður. Þau slökkva eld úr fijúgandi brunabílum sem sækja vatn í skýin, töfrablý- antur teiknar myndir af pabba og mömmu og þau lifna í einum litlum skó o.s.frv. Þessi ævintýraveröld er uppbót fyrir kaldan veru- leika, en auk þess á Ólafía athvarf hjá roskn- um hjónum í næstu blokkaríbúð. Brian Pilkington teiknar myndir í bókina, svart/hvítar nema á kápu. Þær eru haglega felldar inn í textann þar sem við á, eins og vera ber í bókum fyrir börn. Þau horfa á myndina og textinn styður við bakið á henni; mynd. bls. 6 er þó á skökkumstað, því textinn í opnunni stangast á við myndefnið. Algengasta sjónarhornið er þannig, að börn sjá inn og niður á myndefnið, ef svo má segi. Mér virðist þetta algengast í barnabókum yf- irleitt. Oft fer líka ágætlega á þessu, sbr. mynd á bls. 20, þar sem lesandi tekur sér sæti meðai áhorfenda í sirkusnum, en í þessu sem öðru mætti vera meiri fjölbreytni, teikna t.d. veröldina frá sjónarhóli barns, upp. Þannig hygg ég að myndir geti e.t.v. verið trúrri text- anum, ekki sízt þegar frásögninni er miðlað um huga barns og lýst er samskiptum við fullorðna. Myndirnar í bókinni eru annars skemmtiiegar og lýsandi nema fjölskyldu- myndin á Þingvöllum (117) þar sem foreldr- arnir eru heldur gelgjulegir fyrir minn smekk. Andrés Indriðason skrifar lipran stíl sem fellur vei að efninu. Hér er Ólafía að bíða eft- ir að foreldrarnir vakni, óþolinmóð og þreytt: „Hún andar í rúðuna og teiknar í móðuna, þurrkar út, andar aftur, teiknar aðra mynd. Og aðra og aðra. Meðan tíminn líður og líður og líður.” Setningar eru hafðar sér í línu, ef leggja þarf áherziu á eitthvað og eykur stundum hraða frásagnarinnar. Sums staðar er borið í málið með líkingum: „Sum- arið kemur hikandi yfir borgina." Loks er þess að geta, að nöfn persóna eru hnyttilega valin: Logi slökkviliðsmaður, Grettir lyftinga- maður, Ormar prakkari, a.m.k. þegar leið- indapúkinn tók sér bólfestu í honum, og mál- glöð, hávær kona frá Hornafirði heitir Mar- grét Borghildur, og gustar af nafni. Elsku barn! er snotur saga handa litlum börnum og þeim sem farin eru að lesa upp á eigin spýtur, letur stórt og skýrt, sagan lífleg og sólskinið meira en myrkrið, eins og vera ber í barnasögum. Og síðast en ekki sízt: ís- lenzk bók er afbragðs sumargjöf. KVIKMYNDIR Máttlaus ástarþríhyrningur eftir Ingólf Margeirsson og Sigmund Erni Rúnarsson Regnboginn! Bostonbúar (The Bostonians): Ensk-bandarísk. Árgerð 1984. Leikstjórn: James Ivory. Handirt: Ruth Jhab- vala; byggt á sögu eftir Henry James. Kvik- myndun: Walter Lassally. Tónlist: Richard Robbins. Aöalleikarar: Vanessa Redgrave, Christopher Reeve, Madeleine Potter, Jessica Tandy, Nancy Marchand, WesleyAddy, Linda Hunt. The Bostonians er áhrifalítil og átakalaus kvikmynd. Hún sver sig í ætt við fyrri mynd- ir James Ivory sem kunnar hafa orðið í Evr- ópu, þ.e.a.s. The Europians og Heat and Dust: Umgjörðin er afar fáguð og viðeigandi. inn- takið klént. Saga Henry James um Bostonbúana sem þessi mynd er unnin upp úr (og reyndar var Henry James einnig höfundur The Europi- ans) tæpir á kvenfrelsisbaráttunni í Banda- ríkjunum á síðari hluta síðustu aldar. Sögu- sviðið er Boston þar sem miðaldra pipruð rauðsokka fær í fóstur unga konu sem hún telur vera mikið efni í ræðuskörung, og þar af leiðandi góðan málsvara kvennabarátt- unnar á komandi tímum. Sú pipraða á fjar- sk yldan frænda frá Suðurríkjunum sem legg- ur stund á lögfræði í New York. Hann kemur í heimsókn til Boston og fellur fyrir ungu konunni. Inn í þetta fléttast lesbískar til- hneigingar frænkunnar í garð ræðuskör- ungsins. Þessi sérstæði ástarþríhyrningur er þungamiðja verksins. Þessi róman Henry James er hvorki svo Stjörnubíó: Pað illa sem menn gjöra (The Evil That Men Do). Bandarísk. Árgerö 1984. Handrit: Lee Henry/John Crowther eftir sögu R. Lance Hill. Leikstjóri: J. Lee Thompson. Aðalhlutverk: Charles Bronson, Theresa Saldana, Joseph Maher, Raymond St. Jaques, Jose Ferrer o.fl. Jarðýtan Bronson er kominn af stað enn einu sinni. Þessi hægláta drápsvél með stein- fésið er nú löngu orðin heimsþekkt fyrir að taka lögin í eigin hendur og útrýma óæski- myndrænn né samtöl hans svo beitt og upp- byggileg að það réttlæti kvikmyndun. Fram- setning Ivory á efninu er afskaplega mátt- laus og lítilfjörleg, ef undanskilin eru stjórn hans á helstu leikurunum, og þá einkanlega Redgrave; meira að segja Reeve kemst úr of- legum samfélagsþegnum sem á einhvern hátt uppfylla ekki móralkvóta vestrænnar siðmenningar. Þarafleiðandi fékk Bronson á sig orð fyrir að vera fasisti. í myndinn Það illa sem menn gjöra er þessari ímynd snúið við og sláturvélin óhagganlega látin snúa sér að böðli herforingjastjórna bananalýðvelda í S-Ameríku. Sem fyrri daginn er ódæðismað- urinn látinn vaða dálítið uppi áður en Bron- son skerst í leikinn, en steinfésið grípur alltaf í taumana þegar harmarnir beinast að hon- um persónulega. í Death Wish I og II er það eiginkonan, síðar dóttirin, sem verður fórn- arlamb ofbeldismanna og réttiætir því út- urmennishamnum. En meira hefði þurft til. Og þegar stígandinn er svo hæg að hún stendur nærfellt í stað, er vart við öðru að búast en áhorfendur geispi. Sú er raunar reyndin. -SER. rýmingarherferðir Bronsons. Þetta er meira en lítið vafasöm formúla, og ýtir náttúrulega undir þá hugsun að fyrst lögin gera ekkert, sé best að þurrka pakkið út sjálfur. í nýjustu mynd Bronson er það fréttamaður — vinur aðalhetjunnar — sem verður fyrir barðinu á pyntingameistara herforingjanna og þar með getur ballið hafist. Eltingarleikur Bron- sons með ekkju og dóttur hins myrta á bak- inu er afskaplega flókinn og á köflum absúrd og er gjörsamlega laus við spennu, aðra en þá að sýna gjöreyðingartækni Bronsons. Og það er nóg af henni sem fyrri daginn. -1M Drápsvél meö steinfés 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.