Helgarpósturinn - 02.05.1985, Side 20

Helgarpósturinn - 02.05.1985, Side 20
SKOÐAIMAKOIMNUN HELGARPÓSTSIIMS 4. Albert Guðmundsson menn stjórnmálaflokka, þau Jóhanna Sig- urðardóttir og Friðrik Sophusson. Stefán Benediktsson hefur komið fram í fjölmiðlum til jafns við Guðmund Einarsson og Kjartan Jóhannsson var formaður Alþýðuflokksins fram til október s.l. Þá er aðeins ótalinn Helgi Seijan. Með hliðsjón af fjölmiðlaframkomu má benda á, að talsvert hefur borið á Helga á ný, og mun meira en títt er, vegna andstöðu hans við bjórfrumvarpið. Þannig er hægt að skýra listann með hlið- sjón af því hvort menn eru áberandi í fjöl- miðlum eða ekki. Hins vegar er þetta ekki einhlítur mæli- kvarði, því margir aðrir þingmenn hafa verið áberandi, að ekki sé talað um ráðherra. Þetta kann þó að vera hluti skýringarinnar. I heild er þetta listi yfir karla og konur sem bera ábyrgð í eigin flokki, hafa verið áber- andi í fjölmiðium og þykja annað hvort ske- legg í málflutningi og/eða ábyrg. Traustir en hljóðir þingmenn virðast ekki eiga upp á pallborðið hjá þjóðinni. Fyrir svo utan þá sem eiga almennt og yfirleitt lítt upp á pall- borðið! I þessari samanburðarkönnun um þá sem kjósendur telja trausts verða, eru einungis taldir til þeir sem sitja á Alþingi. í könnun- inni kom á óvart hversu sjaldan sumir voru nefndir eða alls ekki nefndir á nafn. Þannig fengu Alexander Stefánsson og Jón Helga- son, ráðherrar Framsóknarflokksins, aðeins þrjú atkvæði hvor, og raunar fékk Páll Péturs- son þingflokksmaður einnig jafnfá atkvæði. Sex þingmenn Framsóknarfiokksins komust ekki á blað. Hjá Sjálfstæðisflokknum komust Ragn- hildur Helgadóttir, Matthías Á. Mathiesen og 5. Halldór Ásgrímsson 6 . Svavar Gestsson ■ f: 7. Sverrir Hermannsson 8. Stefán Benediktsson Matthías Bjarnason ekki á blað yfir fimmtán efstu. Af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins voru 19 af 23 nefndir og komust t.d. þeir Halldór Blöndal og Eggert Haukdal ekki á blað. Hjá Alþýðubandalaginu voru allir þing- menn með eitt eða fleiri atkvæði. Einnig hjá Kvennalistanum. Hjá Bandalagi jafnaðar- manna komst Kristín Kuaran á blað með tvö atkvæði en Kolbrún Jónsdóttir fékk ekkert. Hjá Alþýðuflokknum voru allir þingmenn flokksins nefndir. Eins og við var að búast nefndu svarendur í skoðanakönnuninni ýmsa aðra en þá sem ekki sitja á Alþingi íslendinga og var það skráð lauslega. þar voru m.a. nefndir þessir í. Geir Hallgrímsson og í þessari röð: Davíd Oddsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Magnús H. Magnússon, Kristófer Már Kristinsson, Árni Gunnarsson, Gudmundur H. Gardarsson, Kristjana Milla Thorsteinsson, Magnús L. Sveinsson, Sig- hvatur Björgvinsson, Rolf Johansen (hefur ekki haft opinber afskipti af stjórnmálum), Björg Einarsdóttir og Styrmir Gunnarsson. Athygli vekur, að konur virðast ekki njóta mikils trausts. Að vísu lenda tvær konur, þær Jóhanna Sigurðardóttir og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, á 15 manna listanum, en að öðru leyti voru þau fá atkvæðin, sem féllu á konur, og sumar voru aldrei nefndar. Ef litið er á heildina er styrkur stjórnmála- manna eftir kynjum þannig, að af atkvæðum sem konur greiddu féllu aðeins 15,5% á konur, en 84,5% á karla. Atkvæði karla féllu hins vegar þannig, að einungis 1,8% at- kvæða þeirra féllu á konur en 98,2% voru greidd körlum. Að vísu ber að taka tillit til þess, að á Al- þingi sitja fáar konur og því ekki um margar að velja fyrir þá sem spurðir voru. En samt hefði mátt ætla að konur bæru meira traust kynsystra sinna en raun ber vitni. Sjö konur á þingi fengu atkvæði, og aðal- lega frá konum. Jóhanna Sigurðardóttir naut mests trausts, þá Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir og síðan Guðrún Helgadóttir, Ragn- hildur Helgadóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Kristín Halldórsdóttir og Kristín Kvaran. Hinar fjórar síðastnefndu fengu færri en 10 atkvæði og sú neðsta aðeins tvö. Fyrir þá, sem hafa gaman af því að skoða niðurstöður frekar birtum vjð hér töflu með einstaklingum úr 15 manna hópnum ásamt hlutfallstölum um stuðning úr eigin flokki og öðrum, ásamt skiptingu þessa hóps í stjórnarsinna og stjórnarandstæðinga. Styrkur stjórnmálamanna eftir kynjum Atkvæði kvenna alls: 406 Atkvæöi greidd konum: 63 15,5% Atkvæöi greidd körlum: 343 84,5% Atkvæði karla alls: 439 Atkvæði greidd konum: 8 1,8% Atkvæði greidd körlum: 431 98,2% Staða stjórnmálaflokkanna ef miðað er við persónulegan styrk einstakra þingmanna og ráðherra Fiokkur Karlar Konur Fjöldi alls Stig Kjósa eigin flokk Kjósa annan flokk Ekki viss Styðja rfkisstj. Styðja ekki rfkisstj. Taka ekki afstöðu Alþýðuflokkur 76 85 161 250 92 43 26 34 105 22 Framsóknarflokkur 92 80 , 172 258 50 83 39 114 37 21 Bandalag jafnaöarmanna 24 25 49 60 20 22 7 10 32 7 Sjálfstæðisflokkur 196 132 328 472 201 79 48 227 65 36 Alþýðubandalag 49 55 104 152 45 36 23 17 78 9 Samtök um kvennalista 2 29 31 38 16 10 5 1 29 1 439 406 845 1230 424 273 148 403 346 96 Stuðningur við flokk — stuðningur við stjórnmálamann Hlutfall í % Kjósa eigin flokk Kjósa annan flokk Ekki viss Styöja ríkisstj. Styðja ekki rfkisstj. Taka ekki afstööu Jón Baldvin Hannibalsson 52,9 31,1 16,0 25,2 61,3 13,5 Steingrímur Hermannsson 29,8 47,9 23,3 73,4 12,8 13,8 Halldór Ásgrímsson 27,0 52,4 20,6 55,6 33,3 11,1 Stefán Benediktsson 36,7 46,7 16,7 16,7 66,7 16,7 Þorsteinn Pálsson 61,5 27,0 11,5 69,7 18,0 12,3 Albert Guömundsson 56,3 20,3 23,4 67,2 25,0 7,8 Svavar Gestsson 39,6 34,0 26,4 18,9 75,5 5,6 Sigr. Dúna Kristmundsdóttir 50,0 40,0 10,0 5,0 95,0 0,0 Þessi tafla lesist þannig, að t.d. Jón Baldvin Hannibalsson nýtur trausts 52,9% fólks sem ætlar jafnframt að kjósa Al- þýðuflokkinn, en 31,1% þeirra sem ætla að kjósa annan flokk o.s.frv. Slðan koma dálkar sem sýna stuðning við Jón meðal stjórnarsinna og stjórnarandstæðinga. 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.