Helgarpósturinn - 14.11.1985, Side 7

Helgarpósturinn - 14.11.1985, Side 7
OKURMÁLIÐ PERSÓNUR I „POTTI" HERMANNS BJÖRGVINSSONAR: ^HOKRARARHi ■VIRTIR BORGARARi ■HOG DÓPISTARH RANNSÓKNIN HEFUR STÖÐVAÐ HJÓL NEÐANJARÐARHAGKERFISINS y/ÞAÐ ER í TÍSKU AÐ GRÆÐA Á OKRI," SEGIR FÖRNARLAMB A 3. HUNDRAÐ MILLJÓNIR FUNDUST HEIMA HJÁ HERMANNI HEFUR RLR MISST NOKKRA STÓRA ÚR GREIPUM SÉR? eftir Halldór Halldórsson, Ingólf Margeirsson og Sigmund Erni Rúnarsson myndir Jim Smart BBi^^HHBBIBBBi^^^llB / nóvember fyrir tveimur árum var fundur í Seblabankanum. A þessum fundi var forrádamönnum Sedlabankans skýrt frá því, aö í hús- inu Hafnarstrœti 20 á annarri hœd viö Lœkjartorg starfadi okurlánari. Okurlánarinn héti Hermann Björg- vinsson og okurfyrirtœkið héti Verd- bréfamarkaðurinn. Þetta mun hafa verið fœrt í fund- argerðabók Seðlabankans Athugasemdin fór fyrir ofan garð og neðan, því ekkert var gert og Verðbréfamarkaður Hermanns Björgvinssonar dafnaði. Ári síðar, eða fyrir u.þ.b. ári, var Seðlabankanum gert viðvart í ann- að sinn. En ítrekunin haggaði ekki seðlabankamönnum. Og áfram fékk okurlánarinn Hermann að spinna okurlánavef sinn í friði fyrir bankayfirvaldinu og lögreglu. Og það var ekki fyrr enum þarsíðustu helgi, sem lögregla lét til skarar skríða gegn margfrœgum okurlánaranum og er uppgefin ástœða kœra ungs manns. Tengda- faðir hans, bóksali, mun hafa fengið lán hjá Hermanni vegna erfiðleika í litlu fyrirtœki sínu. Þúfan, sem velti hlassinu hljóðaði upp á 80 þúsund krónur. Síðan hefur „hvítflibbadeild" Rannsóknarlögreglu ríkisins með aðstoð eins lögfræðings og afskipta bankaeftirlitsins unnið að rannsókn málsins. Hjá RLR er gerð ráð fyrir, að amk. 120 manns komi við sögu í Her- mannsmálinu, en samkvæmt heim- ildum Helgarpóstsins eru mun fleiri viðriðnir viðskipti við manninn. Helgarpósturinn hefur kannað sjálfstætt nokkra þætti þessa máls og jafnframt okurlánamarkaðinn í Reykjavík og víðar og samkvæmt samantekt okkar gætum við nafn- greint um 100 karla og konur, sem eru viðriðin okurlánastarfsemi í Reykjavík einni með einum eða öðr- um hætti. Þessi hópur er þó örugg- lega mun stærri, því nafnaskrá okk- ar er afrakstur aðeins einnar viku vinnu. Sumir þessara einstaklinga tengjast okurlánastarfsemi Her- manns Björgvinssonar, en þeir eru þó mun fleiri, sem stunda sams kon- ar starfsemi og Hermann. HP hefur það eftir öruggum heim- ildum, að þrír menn hafi verið lang- stærstir í „potti" Hermanns. Sá sem á mest mun hafa lagt í púkk um 30 milljónir og er hér um að ræða verk- fræðing hjá Reykjavíkurborg. í þess- um þriggjamannaklúbbi er líka kjöt- kaupmaður austur í bæ. Hlutur hans nemur fjárhæð, sem er á bilinu 20—25 milljónir króna. Skuldugustu lántakendurnir voru hins vegar tveir ungir menn, sem stunduðu m.a. hótelrekstur. Skuld þeirra var mest um 20 milljónir, en þeim mun hafa tekizt að grynnka á skuldinni, þar sem þeir ákváðu að leigja hótelreksturinn. Tekjurnar af því munu hafa runnið til Hermanns. Við húsleit heima hjá Hermanni fundust 198 milljónir króna í ávísun- um, sem voru greiðslur frá lántak- endum, og 8 milljónir í erlendum gjaldeyri auk lítillar upphæðar í ís- lenzkum krónum. Þá átti Hermann inni fé á reikningi sínum í Sam- vinnubankanum. Samkvæmt þess- um tölum var veltan í okurlána- banka Hermanns Björgvinssonar á bilinu 200—240 milljónir króna á mánuði. í Samvinnubankanum klóra starfsmenn sér í hausnum og spyrja hvernig það megi vera, að þessi maður skuli athugasemdalaust hafa getað velt í gegnum ávísanareikn- ing sinn yfir 200 milljónum króna í hverjum einasta mánuði. Þegar Hermanni verður sleppt væri það að líkindum þjóðráð hjá honum að fá einhverja vernd, því eftir því sem HP heyrir hugsa marg- ir honum þegjandi þörfina fyrir að kjafta frá og veita upplýsingar jafn- greiðlega og hann gerir. Fjármagnaði fíkniefnaheiminn Uppgefin ástæða fyrir aðgerðum lögreglunnar er kæra einstaklings. HP hefur hins vegar jafnframt heim- ildir fyrir því, að starfsmenn Fíkni- efnalögreglunnar hafi fylgzt með Hermanni Björgvinssyni í nokkra daga áður en hann var handtekinn. Þá hefur HP það eftir staðfestum fregnum, að lögfræðingur nokkur hér í bæ hafi gert RLR viðvart um starfsemi Hermanns Björgvinsson- ar skömmu áður en hann var kærð- ur. Um þetta ber lögreglunni ekki sam- an. Hitt er víst, að við yfirheyrslur hjá Fíkniefnalögreglunni hefur nafn hans komið upp, þegar spurt var um fjármögnun á eiturlyfjum erlendis. Þá mun vitni hafa sicýrt frá því, að hægt væri að fá okurlán hjá jjessum Hermanni. Helgarpóstinum er kunnugt um dæmi þess, að blankir fíkniefnaneytendur hafi slegið okur- lán hjá Hermanni og öðrum okur- lánurum, til þess að fjármagna fíkni- efnakaup erlendis. Hjá mönnum í þessum bransa virðist einnig vera auðvelt að fá gjaldeyri. Hér er komin ein skýringin á al- gengum ummælum fíkniefnaneyt- enda, að á bakvið stórkaup á fíkni- efnum stæðu fjársterkir aðilar. í til- felli Hermanns Björgvinssonar hef- ur okurstarfsemi hans snúizt í kring um eins konar „pott" sem alls kyns fólk með afgangsfé hefur lagt í til þess að ávaxta það fljótt. Þessi hóp- ur er mislitur og er þar bæði að finna svarta sauði viðskiptalífsins og svo kunna borgara, sem hafa orðið græðginni að bráð. Sumt af þessu „sómakæra" fólki hefur fjármagnað dópsmygl til landsins, vitandi eða óafvitandi. Þessi dópangi okurmarkaðarins virðist með öllu ókannað mál hjá lögreglu og er óhætt að fullyrða, að margur „virðulegur" borgarinn, sem lagt hefur til fé í „pott" okur- lánara yrði svolítið hissa á sjálfum sér, ef hann vissi, að hann ávaxtaði ekki peningana sína eingöngu með því að nota sér bágindi eigenda fyr- irtækja eða fátækra húsmæðra, sem furðu algengt er að slái fyrir matn- um ofan í fjölskylduna, heldur stæði hann á bak við eiturlyfjasmygl! Hermanns saga Björgvinssonar Hermann Björgvinsson er maður um þrítugt, sem lengst af ævinnar hefur unnið sem afgreiðslumaður í Kjötmiðstöðinni hjá Hrafni Bach- mann, en þeir eru náskyldir. Her- mann hefur gagnfræðapróf en hugði á frekara nám, en af því varð ekki. Hins vegar mun hann í sögu- sögnum undanfarinnar viku hafa hækkað í þjóðféiagsstiganum og verið orðinn viðskiptafræðingur eða lögfræðingur. Eftir að hann hætti hjá frænda sínum stofnaði hann fyrirtækið Verðbréfamarkað- inn og hellti sér strax út í okurlánin., Hann opnaði skrifstofukompu í hús- inu við Lækjartorg, þar sem hann hafði eitt skrifborð og tvo stóla. íburðurinn var ekki mikill. Til að byrja með var hlutverk Her- manns fyrst og fremst það að sinna eins konar umboðsstörfum fyrir umsvifamikla okurlánara. En smám saman jukust umsvifin og hann sjálfur aflaði sér fjármuna með því að þjóna fleiri og fleiri mönnum, sem vildu ávaxta fé sitt með ólög- mætum hætti. Hermann efnaðist fljótt og braggaðist og hann fór að vanda til klæðaburðarins. Nú á hann heima í raðhúsi í Kópavogi, hann á nýjustu tegund af BMW bif- reið uppá svona eina milljón eða svo og frúin ekur um á glænýjum Colt- bíl. Raðhúsið er stórt og þar hefur Hermann látið innrétta allt upp á nýtt. Hann lætur ekki bera mikið á sér opinberlega og sést t.d. aldrei á dansstöðum lengur, því það gerðist æ oftar hér áður fyrr, að skuldarar hjá honum lemdu hann hreinlega í spað. Þannig einangraðist þessi ungi og nýríki maður. En hann hefur látið sig dreyma um meiri umsvif, því nokkrum dög- um áður en lögreglan lét til skarar skríða á föstudegi fyrir hálfum mán- uði hafði hann uppi miklar ráða- gerðir um nýtingu á helmingi efri hæðarinnar í Hafnarstræti, sem hann var búinn að festa kaup á. Þar hugðist hann innrétta allt og setja í stand og stofna í kjölfarið inn- heimtufyrirtæki og „alvöru" verð- bréfaskrifstofu. HELGARPÖSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.