Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 14.11.1985, Qupperneq 17

Helgarpósturinn - 14.11.1985, Qupperneq 17
LISTAPÓ! Árni Tryggvason að borða hafragrautinn sinn (hlutverki nirfils- ins Scrooge í upp- færslu LA á Jóla- ævintýri Dickens. Ljósmynd Gísli Sigur- geirsson „Ekkert jafnslæmt og jól“ segir nirfillinn Scrooge í uppfærslu LA á jólaævintýri Dickens Nálgast jólin nú náöar þörfnumst við. Glöð við syngjum sönginn um sátt og frið. Þennan yljandi texta kyrja norðanmenn hástöfum um þessar mundir þótt enn sé einn og hálfur mánuður til jóla. Á föstudagskvöld, 15. nóvember, mun Leikfélag Akureyrar frumsýna eitthvert viðamesta stykki sem fært hefur verið upp í sögu félagsins, en það er Jólaœvintýri Charles Dickens. Leikritið byggir á sögu sem Dickens skrifaði 1842. Á þeim tíma var mikil barnaþrælkun í Bret- landi og Dickens hafði verið að kynna sér þau mál. Honum rann til rifja hvað fátækl- ingar höfðu litla möguleika á menntun og mannsæmandi lífi. Fyrst hafði hann í bígerð að gefa út bækl- ing fyrir jólin til að hvetja fólk til að gefa í söfnun handa fátæklingum. Síðan fékk hann hugljómun þar sem hann var í Manchester að halda fyrirlestur um málið og ákvað að skrifa sögu, hristi hana fram úr pennanum á tveimur vikum og lauk henni 15. nóvember. Sagan kom út 17. desember og á aðfangadag jóla hafði hún þegar selst í sex þúsund ein- tökum. Hún fékk fádæma viðtökur og hafði mikil áhrif, til dæmis var vinnulöggjöfinni breytt í sambandi við barnaþrælkunina. Með því að skrifa fremur sögu en bækling áleit Dickens að hann ætti auðveldara með að kynna kjör fátæklinganna fyrir ríka fólkinu sem sat við arininn og las upphátt jólasögur hvert fyrir annað. Ótal leikgerðir hafa verið gerðar eftir skáldsögunni og nokkrar kvikmyndir, bæði leiknar og teiknaðar, og aðalsöguhetjan, Scrooge er með frægustu nirflum heimsbók- menntanna. Hann er talinn vera fyrirmynd Walt Disneys að Jóakim frænda en hann er einmitt kallaður Scrooge á ensku. Fljótlega eftir útkomu skáldsögunnar varð orðið „scrooge" samheiti fyrir nirfil. HP sló á þráð- inn norður til Signýjar Pálsdóttur leikhús- stjóra en hún þýddi þá dönsku leikgerð sem hér er um ræðir en Kristján frá Djúpalæk þýddi söngtextana. „Leikritið gerist á aðfangadagskvöld, jóla- nótt og jóladagsmorgun," sagði Signý. „Jólin eru tími ljóss og endurfæðingar og segja má að Scrooge endurfæðist þessa jólanótt. Þessi harðbrjósta, samansaumaði nirfill lærir að öpna hjarta sitt fyrir lífinu og verður góður maður. En þetta gerist á dálítið furðulegan hátt. I upphafi sjáum við að ekkert fer jafn- mikið í taugarnar á honum og jólin: „Af öllu tilstandi ársins er ekkert jafnslæmt og jól,“ syngur hann. Síðan fer hann heim samanbit- inn, neitar öllum jólaboðum og jafnframt að taka þátt í fjársöfnun handa fátæklingum. Þá birtist honum andi — þetta er heilmikil draugasaga. Sá andi er fyrrverandi sam- starfsmaður hans. Hann segir Scrooge að nú sé ekki seinna vænna en að hugsa sinn gang því hann eigi eftir að dragnast með allar syndir sínar, ekki bara í þessu lífi heldur líka því næsta. Þessi fyrrverandi samstarfsmaður segist ætla að senda honum þrjá anda sem hann gerir. Allt sem eftir lifir sögunnar er fleygiferð gegnum tíma og rúm fyrir tilstilli þessara þriggja anda. Fyrst kemur andi liðinna jóla sem sýnir honum alls kyns atburði frá æsku hans og unglingsárum og honum verður Ijóst hvern- ig gróðahugsjónin hefur náð yfirhöndinni hjá honum smám saman. Scrooge hefur meira að segja fórnað hinni einu og sönnu ást á altari gróðafíkninnar. Síðan kemur andi þessara jóla og sýnir honum hvernig fólk er hvarvetna að fagna jólunum, glaðvært og gott. Að lokum kemur andi komandi jóla sem sýnir honum hvernig fara muni ef hann hugsi ekki sinn gang. Eg vil taka fram að Jólaævintýrið er ekki beinlínis barnaleikrit vegna þess að Dickens skrifaði þessa sögu fyrir fullorðna. Hún á að höfða til allra aldurshópa eða barnsins í okk- ur sjálfum." — Hvað starfar margt fólk að sýningunni? „Það eru sextíu manns sem koma nálægt sýningunni á einn eða annan hátt. Til dæmis er geysimikill söngur í sýningunni, söng- atriðin eru yfir þrjátíu. Mjög skemmtilegur, raddaður barnakór fer með ýmis smáhlut- verk, samtals taka sautján börn þátt í sýning- unni. Þá eru átján fullorðnir á sviðinu, bæði leikarar og dansarar, sem langflestir fara með fleira en eitt hlutverk. Og við erum með sex manna hljómsveit undir stjórn Roars Kvam. María Kristjánsdóttir leikstýrir." — Stœrstu hlutverk? ,,Arni Tryggvason er í aðalhlutverkinu, hann leikur Scrooge. Theodór Jálíusson ieik- ur fátækan skrifara, sjö barna föður á sultar- launum, Þráinn Karlsson er Luktar-Gvendur. Af leikstjórans hálfu er hann hugsaður sem fulltrúi leikhússins og tengir sýninguna frá upphafi til enda. Ýmis töfrabrögð eiga sér stað fyrir hans tilstilli. í sýningunni leika jafn- framt fjórir leikarar sem hafa útskrifast á síð- astliðnum fjórum árum: Vilborg Halldórs- dóttir, Barði Guðmundsson, Erla B. Skúla- dóttir og Pétur Eggertz. Þá eru á ferðinni tveir gamlir leikarar sem voru stjörnur í ára- raðir en hafa ekki leikð í nokkur ár: Björg Baldvinsdóttir og Jóhann Ögmundsson. Þórey Aðalsteinsdóttir og Marinó Þorsteins- son leika líka stór hlutverk. Þá má ekki gleyma að nefna Hlín Gunnars- dóttur sem gerir leikmyndina, Helgu Alice Jóhanns sem hefur samið dansana og Unu Collins sem gerir hina fjölmörgu búninga en hún er íslendingum fyrir löngu að góðu kunn fyrir fagra og hugvitsamlega búninga. Hún þekkir líka þetta tímabil út og inn.“ — Svo þið eruð komin í jólaskap fyrir norðan? „Já, þetta mannúðlega stykki er svo sann- arlega mótvægi við til dæmis jólaauglýsing- arnar í sjónvarpinu sem eru farnar að hellast yfir mann,“ sagði Signý Pálsdóttir leikhús- stjóri á Akureyri. JS BÓKMENNTIR Um Maó og hans fólk eftir Helga Skúla Kjartansson Ragnar Baldursson: KÍNA. FRÁ KEIS- ARAVELDI TIL KOMMÚNISMA, Rvk. (Mál og menning) 1985. Ragnar Baldursson er ungur maður sem var fjögur ár við nám austur í Kína, svo að bæði þekkir hann til aðstæðna og hugsunar- háttar og er læs á bækur landsmanna. Kynn- um sínum af Kínasögu hefur hann síðan haldið við, m.a. kennt hana í háskóla, og nú sent frá sér frumsamda bók, nær 340 síður. Mál og menning gefur hana út sem pappírs- kilju í skemmtilega blóðrauðu bandi, dálítið myndskreytta (myndgæði lítil og ekki getið heimilda að myndunum; grámóskunnar vegna gætu þær verið upp úr bókum), með annál, heimildaskrá (um rit á ensku; kín- verskar bækur þýðir ekki að nefna hér) og einu korti sem er afar gagnlegt við lesturinn (en fleiri kort myndu að vísu létta lesturinn enn meira). Sagan er látin hefjast fyrir alvöru með ópíumstríðinu um 1840, þegar fyrst kom í ljós að Evrópuveldin áttu í hernaði alls kost- ar við hið mikla Kínaveldi. Síðan er hnign- unarsaga keisaradæmisins rakin til loka og einna mest rækt lögð við að lýsa innlendum andspyrnuhreyfingum gegn keisarastjórn- inni og gegn yfirgangi útlendinga. Hér er far- ið allhratt yfir sögu, komin aldamót eftir 70—80 síður. Síðan verður lýsingin ná- kvæmari. Fyrri helmingur 20. aldar fær um 130 síður, og þokast kommúnistaflokkur Maós þar smám saman í aðalhlutverk, enda lauk tímabilinu með valdatöku hans 1949. Loks er fjallað um „rauða Kína“ á um 120 síð- um, og nær sú frásögn allt til 1983. Ragnar kýs að rita nokkuð eindregna stjórnmálasögu, fjallar þó í stuttu máli um þjóðfélag og efnahagsmál sem baksvið að valdabaráttunni, en um önnur þjóðlífssvið eru aðeins örstuttar athugasemdir hér og þar (t.d. furðu víða getið um hreyfingu esper- antista í Kína). Sem lesandi vildi maður auð- vitað njóta leiðsagnar hins kunnuga höfund- ar sem allra víðast um tíma og rúm Kínasög- unnar, því að flest er þar forvitnilegt. En þeg- ar skrifað er fyrir mjög ókunnuga lesendur verður mikil yfirferð líka yfirborðsleg, svo að hin tiltölulega þrönga mörkun efnisins er vafalaust skynsamleg. Ragnar hefur samt frá nógu að segja og það heimssögulegum stór- viðburðum. Líklega er allra forvitnilegast að sjá hvern- ig Ragnar túlkar hinar miklu umbyltingar Kínasögunnar á valdaskeiði kommúnista. Þar standa upp úr hin tvenn hrikalegu mis- tök Maós, „stóra stökkið fram á við“ og „menningarbyltingin", nokkur ár * hvort sinn, en þar fyrir utan er alls ekki talað um Maó sem neinn einræðisherra, varla einu sinni sem eindreginn þjóðarleiðtoga. Stjórn- málalífi landsins er lýst sem valdastreitu klíkuberserkja í æðstu forustu kommúnista- flokksins, og virðist höfundur lýsa því af mik- illi þekkingu og leitast við að gæta jafnvægis í dómum sínum. Hins vegar er það dálítið gallað hvað frá- sögnin dettur stundum niður í makalausa hlutdrægni þegar kommúnistar eiga í hlut annars vegar en útlendingar eða aðrir Kín- verjar á hinn bóginn. Kannski er þetta nú samt meira í orðalagi en efni. Það er víða hvimleitt að fyrir bregður orðalagi af áróð- ursætt, jafnvel þar sem Ragnar er ekki að reka neinn áróður; það er bara eins og ís- lenski textinn spegli óvart einhvern barna- skap heimildarritanna, alveg niður í her- manninn „sem alltaf hafði þjónað alþýðunni á einfaldan og hjartnæman hátt þar til hann lést í slysi". Hér er ekki hægt að reifa langan lista af hlutdrægnisdæmum. Látum nægja það sem sagt er um Tíbet á bls. 212—213 (fyrirsögn: „Friðsamleg frelsun Tíbet") og 245—247. Sagt er frá samningi sem um það var gerður 1951 að „tíbesk yfirvöld héldu fullum völd- um í innansvæðismálum". Síðar bætt við að „kommúnistar . .. héldu þetta loforð sitt að mestu leyti... Það var svo ekki fyrr en árið 1955 að kommúnistar sendu viðbótarher- sveitir" sem m.a. áttu að „þjálfa embættis- menn í stjórnmálum, menningarmálum og efnahagsmálum". í rauninni stendur hér að kommúnistar hafi strax rofið samninginn að nokkru og eftir aðeins fjögur ár hafi þeir hernumið landshlutann og virt samninginn að vettugi. Enginn þarf að kvarta undan að Ragnar segi ekki söguna eins og hún er. En af hverju með þessu undirfurðulega orða- lagi? Kína er alveg sæmilega læsileg bók, skipt á skýran hátt í stutta undirkafla og samin á einföldu máli, en ekki sóst eftir tilþrifum í stíl. Málhnökrar („ef hann ákveddF, „vopna- hléð") kunna að stafa af prentvillum. Annars er lítið um stafavillur, en á a.m.k. tveim stöð- um vantar eitthvað inn í, orð eða jafnvel lín- ur. Um nákvæmni í efnismeðferð kann ég ekki að dæma, sé a.m.k. ekki ástæðu til tor- tryggni, nema þar sem sami atburður er tímasettur á tvennan hátt (bls. 161 og 172). Þrátt fyrir vissa annmarka er mjög veru- legur fengur að bókinni um Kína og mjög skemmtilegt að hún er frumsamin af Islend- ingi. HELGARPÖSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.