Helgarpósturinn - 14.11.1985, Page 19

Helgarpósturinn - 14.11.1985, Page 19
„Sálræn spennumynd“ segir Hilmar Oddsson um „Eins og skepnan deyr“ Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri. Eins og skepnan deyr er fyrsta mynd hins unga kvikmyndaleik- stjóra Hilmars Oddssonar, en um þessar mundir er hann aö útskrifast úr Hochschule fúr Fyrnzehen und Film í Munchen. Myndin fjallar um tvær manneskjur sem dveljast í eyðifirði um nokkurra vikna skeið og lýsir baráttu þeirra bæði við eig- in veikleika og utanaðkomandi öfl. Hilmar var spurður hvort þetta væri spennumynd. „Já, að sínu leyti er hún það, þótt ' atburðarásin gangi ekki út á að af-'" hjúpa morðingja eða neitt í þeim dúr,“ sagði Hilmar. „En ég reyni að byggja upp sálræna spennu sem myndast annars vegar milli tveggja persóna og hins vegar á milli þeirra og þess sem er utanaðkomandi. Ég verð því miður að láta mér nægja að útlista myndina í svona almennum klisjum, því annars skemmi ég eftir- væntinguna fyrir áhorfendum. En þótt tekið sé á mjög alvarlegum málum í myndinni má húmorinn aldrei gleymast. Það yrði mér mikið áfall ef hann færi forgörðum." — Adalhlutuerk? „í stærstu hlutverkunum eru Pröstur Leó Gunnarsson, Edda Heiörún Bachmann og Jóhann Sig- urðarson. Önnur eru nánast statista- hlutverk. Edda og Þröstur þurfa að halda uppi spennunni í myndinni 80% af tímanum og því mæddi mik- ið á þeim. Þetta var sannkölluð eld- raun fyrir Þröst sem útskrifaðist úr Leiklistarskólanum í vor. En hann stóð sig vel.“ — Tónlist? „Aðalkvikmyndatónlistin er eftir Hródmar Sigurbjörnsson og er flutt af /slensku hljómsveitinni. Hróðmar semur tónverk samnefnt myndinni fyrir altsöngkonu og hljómsveit. Þetta er frekar ólagvís nútímatónlist en mér finnst Hróðmar mjög efni- legt tónskáld og mér þótti mjög vænt um að geta notað tónlist eftir mann sem er að stíga sín fyrstu skref í listsköpun eins og ég. ' Ég átti mér þann drautn að nota annars konar tónlist en þessa dæmi- gerðu hljóðgervlamúsík sem allir eru méð, égvildi helst að i myndinni hljómúðu alvöru hljóðfæri. En ég gerði mér grein fyrir því að þetta væri ekki hægt nema ég kæmist að hagstæðum samningum við ís- lensku hljómsv'éitina — þetta var spurning um u.þ.b. hálfa milljón,' giska ég á. Það tókst að vekja vel- vilja Gudmundar Emilssonar stjórn- ánda og ýmissa stjórnarmeðlima og þeir eru reiðubúnir að láta af ýms- um kröfum í þessu sambandi. En síðan taka þeir verkið inn á efnis- skrá hljómsveitarinnar og halda tónleika i janúar þar sem allur ágóði rennur óskiptur til þeirra. Á tónleik- unum mun Ragnar Björnsson stjórna verkinu en Guðmundur Emilsson stjórnar því í myndinni. En til að brjóta þetta upp nota ég svo nokkurs konar popptónlist sem ég sem sjálfur og er flutt af hinum og þessum. Söngvarar eru Bubbi Morthens, Edda Heiðrún Bach- mann, Jóhann Sigurðarson og Karl Roth. Það er einmitt verið að taka tónlistina upp þessa dagana og hún kemur út á plötu fyrir jólin. Popp- tónlistin er ekki effektatónlist, hún er fremur hugsuð sem hluti af at- burðarásinni." — Hvenœr verdur „skepnarí' frumsýnd? „1. febrúar. Um þessar mundir er ég að vinna við klippingu þótt plötu- upptakan tefji dálítið fyrir," sagði Hilmar Oddsson kvikmyndaleik- stjóri. JS BARNABÓKMENNTIR Súrt og sœtt í Vesturbœnum Gudlaug Richter: Þetta er nú einum of Myndir eftir Önnu Cynthiu Leplar Málog menning 1985. Aðalþersónan í þessari sögu er Kristján Snorrason, 9 ára strákur í Vesturbænum. Sagan hefst haustið 1960 í rútunni (hjá Ólafi Ketilssyni?) á heimleið úr sveitinni, lýkur vorið eftir á svipuðum slóðum. Hins vegar hefur ýmislegt drifið á dagana um haustið og veturinn, nýr bróðir bætzt í fjölskylduna, endalaus barnagæzla, draugaveiðar, eplaát að næturlagi, skólaganga með misjöfnum ár- angri, misheppnuð tívolíferð o.fl. o.fl. Faðir Stjána var farmaður, sigldi um höfin út og austur á Brúarfossi og staldraði við í landi litla hríð. Á hinn bóginn voru landlegur hans viðbúrðaríkar fyrir börnin. Þeir voru til dæmis fáir strákarnir í Vesturbænum sem áttu amrískan leðurjakka sem brakaði í. Eða belti með kábojasylgju og mynd af Roy. Jafn- vel ekki Geir tannlæknisins. En lífið er ekki alltaf ein sæla. Stjáni þarf að gæta yngri systkina sinna, Völu 7 ára, Boggu 5 ára, Þuru þriggja ára, Maju eins árs og loks Snorra pínubróður á fyrsta ári. Fjölskyldan býr í kjallaraíbúð, en í sögulok er pabbi kominn í land og farinn að innrétta verkamannaíbúð inni í Smáíbúðahverfi og flutningar standa fyrir dyrum þegar Stjáni fer í sveitina aftur. Þessi saga hefur á sér blæ bernskuminn- inga að nokkru leyti, og þar eru dregnar upp ýmsar snotrar myndir: „Húsgögnin voru fá, en flest nýleg: sófi, sem var hægt að breyta í tvíbreitt rúm /.../. Borðstofuborð og fjórir stólar, aðeins notað á jólunum og við önnur stórtækifæri. Skápur, sem pabbi hafði smíð- að. f honum voru geymd sparimatarílát, gamlar ljósmyndir og yfirleitt allt sem taldist til dýrgripa á heimilinu. Bókahillur með fs- lendingasögunum og mörgum Halldór Kilj- an Laxness bókum, nokkrum plöntum, út- varpi og styttum. Tveir hæginidastólar og einn standlampi." (14-15) Lífið hjá Stjána er eilíf togstreita milli leiks með öðrum drengj- um og skyldunnar við fjölskylduna: hann átti að passa tvo til þrjá tíma á dag. Beztu kaflar sögunnar finnst mér þeir sem einmitt lýsa þessum átökum. Hvernig sárindin verða stundum skyldurækninni ofviða og dag- draumar verða uppbót fyrir dapurleikann: Drengur þykist fótbrotna og Roy og Trigger koma til bjargar. „Hann ákvað að láta Völu færa sér stafla af hveitibrauðssneiðum með bananabitum...“ Vitaskuld koma ýmsar aðrar persónur við sögu: móðirin Inga sívinnandi, ákveðin en skilningsrík þegar á reynir, Snorri farmaður og húsbyggjandi, faðir drengsins, góður við börnin þegar hann. hittir þau endrum og eins, óþolinmóður og kröfuharður þegar hann er kominn í land, Dadda vinkona sem býr á heimilinu til að hjálpa uppá með alla ómegðina, Engilbert prófessorssonur, ein- birnið í lakkskónum sem gekkst upp í að gæta barna, afi blindi en með munninn á sín- um stað, Þórður kjaftur kallaður og skýrist í sögunni, afi fisksali og amma, sem einungis vann litla hríð í kjötvinnslunni svo pylsu- veizlur urðu færri en ella. Allt saman lifandi fólk, trúverðugt og þó án verulegra tilþrifa. Ég fékk ekki varizt því, að mér fannst ver- öld bókarinnar fjarlæg þótt hún eigi að ger- ast fyrir einungis aldarfjórðungi, staðhættir, félagslegt umhverfi, siðir og venjur, allt hefur breytzt — jafnvel lyktin af delesíus eplunum! Stíll sögunnar er látlaus; líkingar eru fáar og málfar yfirleitt við hæfi ungra lesenda, 10—12 ára eða svo og þó rekur þau vísast ein- hvers staðar í vörðurnar, eins og vera ber. „Á sunnudagsmorgnum á meðan lærið steiktist í ofninum og messan sönglaði í útvarpinu fóru krakkarnir í bað.“ Og steikarlyktin „smámagnaðist og að lokum bættist við lykt af rauðkáli og grænum baunum". Og sums staðar fær lesandi þá tilfinningu, að höfund- ur sé að lýsa eigin reynslu: „Allt var öðruvísi en venjulega. Mamma hafði þrifið herbergið og fært til húsgögnin. Músastigarnir héngu í loftinu og það var einhvern veginn öðruvísi lykt... Allt í einu fann hann greinilega epla- lykt. Stjána varð hugsað til kassans í þvottahús- inu, og hann langaði allt í einu óstjórnlega að sjá eplin, bara rétt að kíkja á þau. Hann var þó ekki tilbúinn að standa einn í slíkum myrkraverkum...“ o.s.frv. Svarthvítar teikningar Önnu Cynthiu Lepl- ars eru felldar inn í meginmálið þar sem við á, og ítreka efnisatriði, t.d. hrifningu þeirra feðga yfir leðurjökkunum sínum, eplaátið mikla, samkenndina með Boggu nýflengdri o.s.frv. Þetta er nú einum of... er í flokki þeirra bóka, sem lýsa á köflum býsna dapurlegum dögum. í þessari sögu eru þó ánægjustund- irnar fleiri. Atburðir eru hversdagslegir og ' einmitt þessvegna eru þeir trúverðugir, flest- ir, og stundum er gáski með í för. Þetta er nú einum of... er notaleg bók handa börnum og reyndar þeim sem eldri eru, ekki sízt ef þeir muna líka eftir lyktinni af delesíus epl- unum inni í geymslu. BÓKMENNTIR Erfiöisfólk á Eskifiröi eftir Gunnlaug Ástgeirsson Einar Bragi: Af mönnum ertu kominn. < Endurminningar. r 195 bls. Mál og menning, 1985. Einar Bragi er eitt listfengasta ljóðskáld okkar, en á seinni árum hefur hann í æ ríkara mæli snúið sér að ritun verka í lausu máli. Fyrir nokkrum árum setti hann saman frá- söguþætti i þremur bindum af lífi fólks fyrr á tímum og kallaði Þá var öldin önnur. Und- anfarin ár hefur hann verið að skrifa sö'gu Eskifjarðar og eru út komin fjögur bindi af Eskju. Sker það verk sig nokkuð úr öðrum byggðarlagasögum vegna vandaðra vinnu- bragða og listræns framsetningarmáta. Einar Bragi verður því ekki sakaður um að hafa ekki goldið heimabyggð sinni fóstur- launin. En hann hefur greinilega ekki lokið máli sínu um uppruna sinn og heimaslóðir. Naf ngiftin Afmönnum ertu kominn varpar nokkru ljósi á kjarna þessara endurminn- inga. Höfundur leggur ekki mikla áherslu á atburðarakningu heldur er hann fyrst og síð- ast að lýsa fólki. Fólki sem er í bernsku- umhverfi hans, trúr þeirri kenningu að manneskjan mótist öðru fremur 'af þeim mannlegu samskiptum sem hún á og þá ekki síst í æsku. Þungamiðja þessara endurminn- inga liggur ekki á því að lýsa höfundinum sjálfum heldur fólkinu sem í kringum hann er. Auðvitað greinir höfundur frá ýmsu'sem fyrir hann kom, en oftar en ekki þjónar það þeim tilgangi að lýsa viðbrögðum einhverra í umhverfinu. Þannig lýsir höfundur sjálfum sér og sínum þroska í gegnum aðra eða í gegnum samskipti sín við aðra. Af þessari afstöðu leiðir sú aðferð höfund- ar að bregða upp heilum mannlýsingum og fylgja fólkinu sem kemur við sögu uppvaxtar hans fram á þennan dag eða meðan það lifir. Þannig rýfur höfundur oft tímaramma frá- sagnarinnar, gefur sér svigrúm til að fylgja fólkinu eftir og fyrir vikið verða margar þess- ar mannlýsingar mjög eftirminnilegar. Fyrir vikið verða persónurnar heilli og stærri. Einar Bragi leiðir lesandann inn í veröld erfiðismanna á Eskifirði á árunum á milli styrjaldanna. í höndum hans verður þessi veröld lifandi heild með fjölbreyttu mannlífi þar sem skiptast á skin og skúrir. Að sumu leyti er þessi veröld séð með augum barnsins „Einar Bragi verður ékki sakaður um að hafa ekki goldið heimabyggð sinni fósturlaun" sem et; að vaxa upp og út frá því sjónarmiði er um heillandi ævintýraveröld að ræða, en að öðru leyti sýnir hinn þroskaði höfundur erfiða lífsbaráttu þar sem hver einstaklingur verður að strita í sveita síns andlits til þess að hafa ofaní sig og sína. Þessi bók er feikivel skrifuð. Á yfirborðinu er stíllinn fremur látlaus og skýr, en í raun er hann nákvæmur og mjög myndrænn svo sem von er á hjá ljóðskáldi. Höfundur kemur oft með persónuleg innskQt og hugleiðingar sem tengjast bæði fortíð og nútíð og gefur það frásögninni skemmtilegan blæ, því hóf- lega er með farið. Sögumaður er því fremur frjáls og setur sér ekki þröngar skorður. Mér sýnist nokkuð ljóst að hér er um fyrsta bindi af stærra verki að ræða. Þetta bindi skiptist í tvo jáfna hluta og heitir sá fyrri Á grundinni en sá seinni Fáðir minn. Ekki ætla ég að reyna að geta mér til um hvað margir hlutar eru eftir en trúað gæti ég að þeir væru þó nokkrir. Við eigum því væntanlega von á meira góðgæti frá Einari Braga því hann hef- ur víða farið og margan hitt. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.