Helgarpósturinn - 11.09.1986, Side 4

Helgarpósturinn - 11.09.1986, Side 4
INNLEND YFIRSÝN Hagfræðingar óttast timburmenn á næsta ári — eftir kosningar. Launaskriði mjög mis- skipt á landslýð. Kaup- taxtarnir hækka mun minna en heildartekjur. Skattarnir draga úr aukningu ráðstöfunar- tekna. Koma einnig misjafnlega niðrá fólki. | ÞJÚÐHAGS frétt STOFNUN Nr.10 t f náttiq ihorfur n ok k r 4 r hrlllu nlður 4r 1 grrln 'tMu^rra fyrlr prttrrl tl PJóan^y^^Vf nun4r, tgrlpl úr ( *»(•* »tu"»pi*f ti Prtl4 .4 f*r« rprll, rð4 um S\ l >t4a t(». fq't rr»»t rekjo tll 4ukln» 4fl4 og »lu »J4*4r4furðr. Prr »rn ifrra rr tJ ( > Ið jk lpt 4k Jor u«, Itefur Oettr J^j^fOtk 1 pt 4h4 1 1 Inn yC’4 • 111J4 rfl4 r k rói Vla»k|pt4h4lllnn J'jfr »t4Í ?(%. rðj 1 *4»t4grria«ln4 f ritoldui y rO1 t. \ 1 »trð rúnlegð S\. |>r»»u irl er nú tellnn verðe »u» «4r nrð ( tíðustu »pi, (,( í »t4ð J.S ■!11Jerðr. rðl p 4 1|\ 4 f 1rnd » f r 4 r1r1ð11u ( nnl rn iöur i prttun irrtug. Sea erientfua tkuldun. Aa peln Irgr « ■llljrrðr króne áfgrnjur i Talnafyllirí í góðærinu Góðærið sem gert hefur verið opinbert í vikunni hefur gefið öllum aðiljum tilefni til að hrósa sér; ríkisstjórnin þakkar árangurinn vandaðri stjórnarstefnu, A-flokkarnir og verkalýðsforystan kalla góðærið „ávinning verkalýðshreyfingarinnar" o.s.frv. Sjálfsagt eru þeir einir óhressir sem ekki getað hrósað neinum — lifa af strípuðum launatöxtum og fengu fréttirnar um góðærið sjálfum sér að óvörum. í talnafylliríinu sem fylgt hefur góð- ærisfréttunum í vikunni er átakanlegast að sjá og heyra hvernig meintar launahækkanir eru túlkaðar af stjórnmálamönnum, verka- lýðsforingjum og fréttamönnum. Kaupið hefur hækkað og hækkað, stendur uppúr þeirri síbylju frétta sem heyrðust um málið í vikunni. En konan sem hringdi í einn samtalsþáttinn í útvarpinu og sagðist ekkert skilja í þessu tali, þar sem vörurnar í búðinni hefðu hækkað mun meira en næmi launa- hækkunum hennar, fékk heldur daufar und- irtektir. Fyrst er til að taka um góðærið að það er engum sérstökum að þakka eða kenna. Hitt hefur ráðið mestu og öllu, að farið hafa sam- an mjög hagstæð atriði fyrir þjóðarbúskap- inn; veiðst hefur mjög vel og ekki efnt til meiriháttar fjárfestinga á fiskiskipum, af- urðaverð hefur verið mjög hátt og mun hærra en nokkur átti von á, — samtímis varð verðhrun á olíumarkaði heimsins og við nut- um góðs af því — og vextir á alþjóðamarkaði fóru lækkandi, þannig að heildaráhrifin voru afar hagstæð fyrir þjóðarbúið. ,,Það er afar sjaldgæft að svona margir „happdrættis- vinningar" fari saman og auðvitað er skýr- ing góðærisins fólgin í þessum atriðum," seg- ir Birgir Arnason hagfræðingur hjá Þjóð- hagsstofnun í samtali við HP um málið. Laun mjög margra hafa ekkert hækkað í líkingu við þær tölur sem nefndar eru í fjöl- miðlunum. Ástæðan er sú að þær eru heild- artölur — og þar eru þeir spyrtir saman sem njóta launaskriðs og þeir sem njóta þess ekki. Hugtökin eru ennfremur villandi. Atvinnutekjur eru tekjur bæði atvinnurek- enda og launafólks, og er kaupmáttur þeirra talinn aukast um 8% á árinu. Inní at- vinnutekjur vantar atriði einsog lífeyri og örorkubætur — og það er ekki búið að draga frá skatta. Rábstöfunartekjur eru allar tekjur með teknu tilliti til beinna skatta og tilfærslna. Sagt er að ráðstöfunartekjur séu atvinnutekj- ur mínus beinir skattar plús tilfærslutekjur. Kaupmáttur ráðstöfunartekna eykst ekki nema um 6,5%. Ástæðan er m.a. skatta- hækkanir Þorsteins Pálssonar. Og skatta- hækkanirnar koma mjög misjafnlega niðrá fólkinu. Kaupmáttur kauptaxta þess sem samið er um í heildarsamningum var áður reiknaður útfrá berum töxtunum, en Kjararannsókna- nefnd reiknar nú sérkjarasamninga inní dæmið. Að sögn Helga Tómassonar hjá kjararannsóknanefnd verður í næsta frétta- bréfi endurskoðuð kauptaxtavísitala og sér- kjarasamningar síðasta árs reiknaðir inní vísitöluna. Hann kveður kaupmáttinn í dag (september 1986) vera um 80 miðað við 100 árið 1980, þ.e. að kaupmáttur taxtakaups sé um 80% af því sem hann var 1980. Sam- kvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar hækkar kaupmáttur kauptaxta aðeins um 4% frá meðaltali síðasta árs í hinni nýju end- urskoðuðu þjóðhagsspá. Allt þetta gefur vísbendingu um að kaup- hækkanir hafi komið mjög misjafnlega niður á hópa í landinu. Sú staðreynd að kaupmátt- ur atvinnutekna hafi aukist meira en kaup- máttur ráðstöfunartekna, og að kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist meira en kaupmátt- ur kauptaxta þýðir að þeir sem notið hafa launaskriðs hafi hækkað laun sín mun meira en áðurnefndar heildartölur segja til um. Misskiptingin er þeim mun meiri. Nú mun væntanlega hvorki verkalýðshreyfing né stjórnmálaflokkar þakka sér þessa þróun — en hún er engu að síður staðreynd. Verka- lýðshreyfingin er hætt að semja um launin, þannig að nýjustu tíðindi um að ekki verði efnt til heildarsamflots í næstu samningum er tæpast annað en staðfesting á ástandi sem ríkt hefur í nokkur ár. í fréttum Þjóðhagsstofnunar í júnímánuði um hækkun atvinnutekna á síðasta ári var getið nokkurra skýringa á hækkuninni um- fram taxta: í fyrsta lagi hefur vinnutími lengst. í öðru lagi meira launaskrið með yfir- borgunum og einstaklingsbundnum samn- ingum. í þriðja lagi meiri vinna kvenna á hin- um almenna vinnumarkaði. Tæpast vildu stjórnmálaflokkar, Vinnuveitendasamband eða skrifstofur verkalýðsfélaga þakka sér sérstaklega það sem sumir kalla aukna vinnuþrælkun í landinu? Eða aukna mis- skiptingu launanna? eftir Óskar Guömundsson Hvað á að gera við góðærið? Síðustu daga hafa þeir aðiljar sem þakka sér góðærið keppst við að nefna hvað eigi að gera við ár- angurinn. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra og allra flokka menn hafa nefnt eftirtalið: a) Lækka skatta, b) eyða halla ríkissjóðs, c) auka kaupmátt, d) ná jöfn- uði í viðskiptum við útlönd og borga erlend- ar skuldir. „Þetta gengur því miður ekki upp. Ef menn hafa ekki aðgát er veruleg hætta á að þetta fari úr böndunum á næsta ári og ég ótt- ast mjög þessar yfirlýsingar," segir hagfræð- ingur í samtali við HP. „Samsvarandi bati og í ár er nánast útilokaður afþví einfaldlega að svona margir happdrættisvinningar koma svo sjaldan saman," segir Birgir Arnason. Hvað telur hann að eigi að gera við þenn- an nýfengna ,,stríðsgróða“? „Það er búið að nota þetta — það er enginn afgangur. Hitt er svo annað mál, að auðvitað er óþolandi hversu góðærið hefur skilað sér misjafnlega til þjóðarinnar. Til eru hópar sem hafa nán- ast ekkert af því að segja. Það er ekki leið í þessu dæmi að lækka skatta, en það er líka útilokað að leggja frekari skatta á þá sem nú borga skattana. Það sem þarf að gera er að ná skatttekjum af þeim sem ekki greiða af tekjum sínum. Ég held að það hafi ekkert verið reynt í alvöru, að það sé í raun enginn pólitískur vilji fyrir því. Auðvitað er alltaf verið að tala um að herða viðurlög við und- anskotum allverulega. í flestum löndum eru viðurlög mjög þung. Ég vek athygli á því, að ísland er meðal þeirra landa sem lægsta hafa beina skatta og opinber þjónusta er af skorn- um skammti. Það verður að nota ríkið til að jafna tekjunum, til þess á skattakerfið að vera,“ segir Birgir Arnason, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun. Víst er að konan sem átti bágt með að skilja talið um góðærið i vikunni hefur rétt- ara fyrir sér en margur í „halelújakórnum". Og hætt er við að „talnafylliríið" í góðærinu kalli á timburmenn á næsta ári — en það verður ekki fyrr en eftir kosningar. ERLEND YFIRSYN eftir Magnús Torfa Ólafsson Urrað er á Corazon Aquino, forseta Filipps- eyja, bæði af búgarði Bandaríkjaforseta í Kaliforníu og úr forustu hersins á Filippseyj- um. Reagan dvelur nú í Santa Barbara, og stælir sig fyrir veturinn með reiðmennsku og viðarhöggi. 1 síðustu viku komu talsmenn hans á framfæri við fréttamenn, sem fylgja forsetahirðinni til Kaliforníu, þeim boðskap að Bandaríkjastjórn hefði vanþóknun á stefnu Aquino, að leggja sig alla fram að leita sátta við uppreisnarhreyfingar á Filippseyj- um. Þegar Aquino svaraði fullum hálsi frá Manila, og fylgdi því eftir með því að fara til fundar við foringja uppreisnarhreyfingar múslíma á suðureyjunum, lét sá ráðherra í stjórn hennar, sem áður þjónaði Marcos þeim sem hrökklaðist frá völdum, frá sér heyra. Enrile landvarnaráðherra sagði í ræðu yfir hersveit í fyrradag, að ekki mætti viðgangast að menn í stjórninni köstuðu rýrð á herinn, og bætti við að fara yrði að öllu með mestu gát og hægð í viðleitni til að semja frið við Nýja alþýðuherinn. Enrile streittist á sínum tima á móti þeirri ákvörðun Aquino, að byrja friðun Filippseyja með því að láta lausa pólitíska fanga, þar á meðal handtekna forustumenn Kommún- istaflokks Filippseyja og annarra stjórnmála- hreyfinga, sem að Nýja alþýðuhernum standa. Andstaða hans kom þó fyrir ekki, og honum tókst ekki heldur að hindra að Aquino setti á stofn nefnd sem rannsakar dráp á óbreyttum borgurum á valdatíma Marcos, þar sem herinn kom mjög við sögu. Tilraun Marcos til að þrjóskast við og berja niður andstöðu fjöldans við tilraun sína til að falsa úrslit síðustu forsetakosninga, rann út i sandinn þegar Enrile landvarnaráðherra hans og Ramos yfirhershöfðingi snerust á sveif með Aquino og almenningi. Ramos er atvinnuhermaður, og hafði reynt að hamla gegn því að forsetinn gerði herinn að póli- tísku handbendi. Enrile var Marcos hand- genginn fram undir það síðasta, en söðlaði um þegar ljóst varð, að Bandaríkjastjórn treysti sér ekki lengur til að styðja hann. Fljótt kom upp sá kvittur í Manila, að Enrile hefði augastað á æðstu völdum fyrir sjálfan sig, hvenær sem að því kæmi, að Aquino fötuðust tökin á landstjórninni. Er mönnum ekki grunlaust um að hann reyni Corazon Aquino kveðst ekki ætla að láta sér lynda bandarískan yfirgang eins og Marcos. Samræmd atlaga að Aquino fyrir Bandaríkjaferð undir niðri að stuðla að þvi, að til slíks dragi fyrr en seinna. Einkum vakti athygli framkoma Enrile í júlíbyrjun, þegar Tolentino, varaforsetaefni Marcos, lagði undir sig hótel í Manila með fulltingi fjögurra hershöfðingja og liðsmanna þeirra. Lýsti Tolentino sig rétt kjörinn for- seta, vann embættiseið og þóttist ætla að fara að stjórna landinu. Þegar uppreisnartil- raunin fór út um þúfur, refsaði Enrile her- mönnunum sem í hlut áttu með þvi einu að láta þá gera 25 armlyftur, og tók sjálfur þátt í líkamsæfingunni með þeim. Rannsóknarnefnd, sem Aquino forseti skipaði, komst að þeirri niðurstöðu, að upp- reisn Tolentino hefði verið vel undirbúið samsæri um valdatöku. Studdist nefndin meðal annars við upptökur á símtölum við hótelið, sem uppreisnarmenn gerðu að bækistöð sinni. Kom í Ijós að Marcos hafði staðið í tíðu símasambandi við uppreisnar- menn frá aðsetri sínu í Honolulu, gefið fyrir- mæli og fylgst með framvindu áður undirbú- inna áforma. Með þessum afskiptum af stjórnmálum á Filippseyjum hefur Marcos fyrirgert rétti sín- um til landvistar í Bandaríkjunum, en Reagan, gestgjafi hans og fornvinur, er ekki að fetta fingur út í slíkt. Þvert á móti hefur Bandaríkjaforseti látið vitnast, að hann tali stundum í síma við manninn sem hann, þvert gegn vilja sínum, varð að hvetja til að sleppa illa fengnum forsetadómi. Því þótti tíðindum sæta í Manila í síðustu viku, þegar embættismenn Bandaríkjafor- seta létu berast frá Santa Barbara yfirlýsing- ar um bandaríska vanþóknun á stjórnar- stefnu Aquino, sér í lagi viðleitninni til að semja frið við Nýja alþýðuherinn og aðrar uppreisnarhreyfingar. Fréttamenn í föru- neyti Bandaríkjaforseta í Kaliforníu höfðu eftir samstarfsmönnum forsetans, að þessi mál hlyti að bera á góma, þegar Aquino kæmi í heimsókn 17. september. „Þetta gátu þeir nú látið vera, hálfum mán- uði áður en hún leggur af stað,“ hefur New York Times eftir filippseyskum háembættis- manni. „Þeir koma svona flugum á loft til að setja hana í varnarstöðu, en það verður hún aldrei. Það er engu líkara en þeir vilji ekki láta hana ná árangri, svo þeir eigi betra með að ráða yfir henni." Og á fimmtudag í síðustu viku veitti Corazon Aquino sjálf fréttamanni New York Times í Manila, Seth Mydans, viðtal til að svara opinskátt nafnlausum málpípum Bandaríkjaforseta. Það sem henni lá einkum á hjarta, var að koma því á framfæri við Bandaríkjastjórn, forsetann sér í lagi, að ekki þýddi að reyna að segja sér fyrir verkum frá Washington, hvernig stjórna ætti Filippseyj- um. Það hefðu Bandaríkjamenn komist upp með í tíð Marcos, og allir vita með hverjum afleiðingum. „Svo er mál með vexti, að það er ég og enginn annar, sem tek ákvarðanir um, hvað gert verður hérlendis," sagði Aquino við Mydans. Hún kvaðst ekki taka mark á gagn- rýni frá Bandaríkjunum, settri fram í skjóli nafnleyndar, vildi Reagan við sig tala ætti hann þess brátt kost augliti til auglits, og þá myndi hún fúslega skýra honum frá, hvers vegna hún ætlaði að fara sínu fram. Marcos laut bandariskum fyrirskipunum, sagði Aquino, af því „hann naut ekki lengur stuðnings filippseysku þjóðarinnar og varð að fá utanaðkomandi stoð undir völd sín“. Hún kvað stjórn sína af öðrum toga, og hún vænti þess að Bandaríkjastjórn virti rétt Filippseyinga til að ráða sjálfir sínum málum, þar á meðal að taka herstöðvasamningana við Bandaríkin til endurskoðunar, þegar þeir renna út árið 1991. Eftir þetta viðtal við fréttamann New York Times fór Aquino forseti rakleitt til fundar við Nur Misuari, foringja Moro þjóðfrelsis- fylkingar múslíma á suðlægu eynni Jolos. Þar hefur uppreisn ríkt á annan áratug, og Misuari er nýkominn heim úr útlegð í Saudi- Arabíu til að þiggja boð Aquino um friðarvið- ræður. Hún hafnar kröfu um ríki múslíma á Mindanao og nærliggjandi eyjum, en er til viðræðu um sjálfstjórnarsvæði. Eftir heimkomu Áquino til Manila blossaði svo upp deila, milli samningamanna hennar um frið á aðaleyjunum við fulltrúa Nýja al- þýðuhersins annars vegar og Enrile land- varnaráðherra hins vegar. Samningamenn sökuðu menn landvarnaráðuneytisins um að gera sitt til að torvelda friðarviðræður og spilla fyrir árangri þeirra. Enrile sakar á móti embættismenn sem rannsaka hryðjuverk í borgarastyrjöldinni um að rýja herinn tiltrú. Ekki kæmi á óvart, að samband væri á milli spjótanna sem á Aquino standa, frá landvarnaráðherra sjálfrar hennar og tals- mönnum Reagans í Santa Barbara. 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.