Helgarpósturinn - 11.09.1986, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 11.09.1986, Blaðsíða 7
SUMARHÚSASALINN SEM SVEIK MILLJÓNIR KRÓNA ÚT ÚR VIÐSKIPTAVINUM SÍNUM LEYSIR FRÁ SKJÓÐUNNI í SAMTALI VIÐ HP: SVIKAFENI • 13 aöilar telja sig hafa verið svikna um allt að 7 milljónir króna • 2 af viðskiptavinunum sitja upp með falsaða kaupsamninga að húsum sem aldrei hafa verið til • Svikamyllan óx þar til um- boðsmanninum var sagt upp • Hann hyggst nú stefna viðskiptafélaga sínum fyrir að hafa skotið sölulaunum undan og vegna brota á hlutafé- lagalögum • 14 af viðskiptamönnum umboðs- mannsins gerðust sekir um brot á gjaldeyrislög- um. Þetta er mynd af samskonar raðhúsum og Páll Jónsson seldi. Margir þeirra sem keyptu af honum hyggjast nú kæra hann fyrir fjárdrátt. Síöastlidinn fimmtudag lagöi Jón Gunnar Zoéga, lögfrœöingur, fram kœru á hendur Páli Jónssyni, fyrr- verandi umboðsmanni Soumi Sun Spain á íslandi, til Rannsóknarlög- regtu ríkisins fyrir hönd skjólstœö- ings síns Arna Sörenssonar, verksm. stj. Kœran hljóöar upp á skjalafals og fjárdrátt í tengslum viö umboös- sölu Páls á sumarhúsi til Árna á Costa Blanca strönd Spánar. Árni greiddi húsiö aö fullu en Páll mun ekki hafa skilaö greiöslunum til Soumi Sun Spain og falsaö undir- skrift Antonio Calvo, forstjóra fyrir- tœkisins, á kaupsamning er hann lét Árna fá sem staöfestingu á viö- skiptunum. Meö þessum hœtti haföi Páll um 670 þús. kr. af Árna. Þessi kæra nær einungis yfir hluta af þeim svikum er Páll beitti við- skiptamenn sína. í samtali við HP viðurkenndi hann að hafa falsað undirskrift forstjóra Soumi Sun Spain á annan kaupsamning og haft með þeim hætti kaupverð annars sumarhúss af viðskiptavini sínum. Auk þess viðurkenndi hann að hafa haldið eftir áfangagreiðslum til Soumi Sun Spain frá fimm öðrum viðskiptamönnum sínum. Að sögn Páls nemur fjárdrátturinn hátt á þriðju milljón króna. Frásögn Páls stangast á við þær upplýsingar er Guömundur Óskars- son, verkfræðingur og fyrrverandi viðskiptafélagi Páls, hefur frá Soumi Sun Spain, en hann er nú umboðs- maður þeirra hérlendis. Samkvæmt þessum upplýsingum vantar hátt á sjöundu milljón króna upp á að þær greiðslur sem viðskiptavinir Páls telja sig hafa greitt hafi verið færðar inn í bókhald Soumi Sun Spain. Alls eru það 13 manns sem telja sig hafa verið hlunnfarna í viðskiptum sín- um við Soumi Sun Spain í gegnum umboðsskrifstofu Páls Jónssonar. EKKI ALLT EINS OG SÝNIST Soumi Sun Spain hefur neitað allri ábyrgð á gjörðum fyrrverandi um- boðsmanns síns í samningum við Ragnar Aöalsteinsson en hann er lögmaður allra þeirra er sviknir hafa verið í þessum viðskiptum, að Arna Sörenssyni undanskildum. Samkvæmt heimildum HP virðist sem fyrirtækið hafi gengið lengra en að neita allri ábyrgð á Páli, nán- ast þurrkað hann út af sínum papp- írum og skuldfært sölulaun er hann hafði tekið á reikning viðskipta- manna hans. Einnig virðist sem nokkrar greiðslur frá Páli til Soumi Sun Spain hafi aldrei verið bókfærð- ar þar. Lögmaður Páls, Hilmar Ingi- mundarson, telur auk þess að Guð- mundur Óskarsson, fyrrverandi viðskiptafélagi Páls í Orlofsferöum h/f, hafi vanefnt hlutafjárloforð sitt til fyrirtækisins og þannig komið í veg fyrir að Páll gæti endurgreitt því fólki er hann hafði svikið. Þá mun Guðmundur hafa brotið hlutafélaga- lög er hann krafðist innköllunar á hlutafjárloforði Páls með tæplega þriggja klukkustunda fyrirvara. Páll telur auk þess að Guðmundur hafi í félagi við son sinn, Guömund Rafn Guömundsson, rænt öllum bók- haldsgögnum hans þann 6. ágúst og þannig komið í veg fyrir að hann gæti varið mál sitt. Einnig telur Páll að Guðmundur hafi haft af sér um- boðslaun með því að fresta því í 20 daga að tilkynna honum að hann væri ekki lengur umboðsmaður Soumi Sun Spain, en á þessum tíma gekk Páll frá sölu á 7 sumarhúsum. Hér virðist því um allflókið mál að ræða og ljóst er að kæra Árna Sör- enssonar á hendur Páli Jónssyni er einungis sá hluti ísjakans sem stend- ur upp úr. Þegar við bætist að nær allir viðskiptavinir Páls, að Árna meðtöldum, hafa gerst sekir um brot á gjaldeyrislögum verður málið enn torveldara. GJALDEYRISLÖGGJÖF- IN ÞVERBROTIN Páll Jónsson auglýsti fyrst sumar- hús í Torrevieja á Costa Blanca strönd Spánar til sölu hérlendis í nóvember 1984. Á þeim tíma var ís- lendingum óheimilt að eiga fast- eignir erlendis og benti Páll í þess- um auglýsingum tilvonandi við- skiptavinum sínum á aö kynna sér gjaldeyrislöggjöfina. Þrátt fyrir að kaup á þessum sumarhúsum væru ólögleg seldi Páll að eigin sögn ein 15 hús til 14 aðila frá því í nóvember 1984 og þar til Seölabankinn breytti þessu ákvæði í gjaldeyrislöggjöfinni með reglugerð þann 26. janúar 1986. Frá þeim tíma er félagasam- tökum sem hafa fleiri félagsmenn en 50 heimilt að kaupa sér slík sum- arhús erlendis. Það fólk sem keypti hús af Páli fyr- ir 26. janúar 1986 greiddi honum ýmist gjaldeyri í reiðufé eða ferða- tékkum. Gjaldeyrinn áttu kaupend- urnir ýmist sjálfir, keyptu hann á svörtum markaði eða fólu Páli að sjá um öflun hans. Viðurlög við brotum á gjaldeyrislöggjöfinni eru sektir, en ef brotið er margítrekað má dæma sökunaut í allt að fjögra ára fangelsi. Samkvæmt upplýsingum Erlu Jónsdóttur, deildarstjóra hjá RLR, er rannsóknin á kæru Árna Sörensson- ar enn á frumstigi og því of snemmt að segja til um hvort RLR muni kafa ofan í brot Páls og viðskiptavina hans á gjaldeyrislöggjöfinni. SKJALAFALS OG FJARDRATTUR í desember 1985 þótti Páli Jóns- syni ljóst að einhver rýmkun á gjald- eyrislöggjöfinni væri væntanleg og bjó sig því undir að auka umsvif sín. Hann leigði þotu hjá Arnarflugi og fór með 70 manna hóp í dagsferð til þess að skoða sumarhúsin á Torre- vieja. Að hans sögn reisti hann sér með því hurðarás um öxl. Leigan á þotunni kostaði 1,2 milljónir kr. en af þeim 70 sem fóru í kynnisferðina reyndust ekki nema 6 hafa áhuga á að kaupa hús og greiddu 30% kaup- verðsins sem útborgun. Páll sagðist í samtali við HP hafa sent þessar greiðslur til Soumi Sun Spain að frádregnum umboðslaun- um sínum. Hinsvegar hafi spánska fyrirtækið einungis sent honum fjóra af þessum samningum undir- ritaða til íslands en tvo óundirritaða og því ekki gengist við þeim. Ástæð- una fyrir þessu segir Páll þá að Soumi Sun Spain hafi ekki fallist á að hann tæki umboðslaunin af út- borguninni og því talið þá greiðslu sem Páll sendi út ekki nægja fyrir út- borgun nema í fjögur hús. Páll hafði þegar hér er komið sögu þegar notað þau umboðslaun sem hann tók af húsunum sex til að greiða rekstrarkostnað umboðs- skrifstofunnar. Þegar viðskiptavinir hans fóru að krefja hann um undir- ritaða samninga falsaði hann undir- skrift Antonio Calvo, forstjóra Soumi Sun Spain, á þá tvo samninga sem hann hafði fengið óundirritaða frá Spáni. Annar þeirra sem fékk þannig falsaða staðfestingu á að verið væri að byggja fyrir hann sum- arhús á Spáni var Árni Sörensson sem kært hefur Pál til rannsóknar- lögregjunnar. Páll hélt þessu leyndu fyrir Árna og þeim er hann hafði svikið á sama hátt allt þar til þeir voru búnir að greiða húsin að fullu í ágúst síðastliðnum. Hann hafði því samtals um 1,4 milljónir kr. af þeim án þess að nokkurn tímann væri hafist handa við að byggja sumar- húsin er þeir töldu sig vera að kaupa. Skjalafals er mjög alvarlegt brot og viðurlög við því er fangelsi allt að 8 árum. FJÁRDRÁTTUR í ANNAÐ SINN Eftir reglugerðarbreytingu Seðla- bankans þann 26. janúar 1986 seldi Páll þrjú hús til viðbótar til félaga- samtaka og fékk vegna þessara við- skipta gjaldeyrisyfirfærslu. í febrúar sagðist Páll í samtali við HP hafa verið kominn í þrot með rekstrarfé. Hann dró sér þá að eigin sögn fé af fjórum viðskiptavinum sínum, um eina milljón kr. Enn sem fyrr er um alvarleg brot að ræða og getur refsing vegna fjárdráttar num- ið allt að 6 ára fangelsisvist. Þessir aðilar hafa þó enn ekki lagt fram kæru til RLR á hendur Páli Jónssyni né sá sem sat uppi með kaupsamning með falsaðri undir- skrift á sama hátt og Árni Sörens- son. Ragnar Aðalsteinsson er lög- maður þessa fólks og sjö annarra aðila er telja sig svikna í viðskiptum við Soumi Sun Spain með milli- göngu Páls Jónssonar. Ragnar er nú nýkominn til landsins frá samninga- viðræðum við forsvarsmenn Soumi Sun Spain en í þeim lagði hann fram kröfu um að fyrirtækið tæki ábyrgð á umboðsmanni sínum og bætti því fólki sem hafði verið svikið í við- skiptum við hann þann skaða sem það hafði orðið fyrir. Ragnar hafði ekki erindi sem erfiði í þessari ferð en hann vildi ekki upplýsa í samtali við HP hvort hann hygðist reyna þessa leið til þrautar eða hvort hann myndi fyrir hönd umbjóðenda sinna leggja fram kæru á hendur Páli Jónssyni til RLR. FUNDIN LEIÐ ÚTÚR VANDANUM Páll hélt áfram að kynna sumar- húsin á Spáni þrátt fyrir að hann væri kominn í greiðsluþrot. í mars fóru þrír aðilar á hans vegum til Spánar að skoða hús og var einn þeirra Guðmundur Óskarsson verk- fræðingur. Hann keypti ekki hús en þess í stað hófu þeir Páll samninga- viðræður um inngöngu Guðmundar í fyrirtækið. Guðmundur er sterk- efnaður maður og hefur verið um- svifamikill í viðskiptum. Hann átti hlut í ísmynd þegar ísfilm keypti það 'fyrirtæki, Burstageröinni og Sœ- plasti, hann áAlfa, plötupressuna, á móti Jóni Ólafssyni í Skífunni, hann var sölumaður fyrir Siglufjaröarhús HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.