Helgarpósturinn - 11.09.1986, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 11.09.1986, Blaðsíða 14
STEFÁN INGÓLFSSON HJÁ FASTEIGNAMATI RÍKISINS UM NÝJA KERFIÐ: VERSIFYRIR M SEM UKAST STANDA Stefán Ingólfsson er deildaruerk- frœöingur á Fasteignamati ríkisins. Hann er einn þeirra manna sem þekkja fasteignamarkaöinn mjög vel. Hann gerdi á sínum tíma at- hugasemdir uiö þaö nýja húsnœöis- lánakerfi, sem ná ergengiö ígildiog gagnrýndi forsendurnar sem þetta kerfi byggist á. Stefán telur ad lána- kerfiö nýja uerði endurskoöaö inn- an tueggja ára. Nýja HÚSNÆÐISKERFIÐ er eink- um sniöið fyrir þá sem eru í for- gangshópi — fyrir þá sem eru aö kaupa eða byggja í fyrsta sinn — huað er þessi hópur stór? — Á hverju ári kaupa 1400—1500 fjölskyldur íbúð í fyrsta sinn, ef marka má kannanir Fasteigna- mats ríkisins og fleiri aðila. Álíka fjöldi er að kaupa í annað sinn og einnig svipaður fjöldi að kaupa í þriðja sinn eða oftar. Þá vitum við að ungu fólki, sem er að kaupa sína fyrstu eign hefur farið fækkandi eft- ir 1980. Á síðustu árum gæti sam- kvæmt því hafa safnast upp hópur 300—500 fjölskyldna, sem hafa orð- ið að slá fasteignakaupum sínum á frest. Þegar rofar til í lánamálum má búast við því að þessi hópur komi fljótlega út á markaðinn, til viðbótar þeim sem ég hef þegar nefnt. Huaða aðrir hópar eiga lánsrétt samkuœmt þessu nýja lánakerfi? — Ég er enginn sérfræðingur í þessu nýja lánakerfi. Mér skilst hins vegar að menn öðlist á ný rétt á láni til endurkaupa þegar fimm ár eru liðin frá síðustu kaupum. Varlega áætlað hafa um 1200 manns af kaupendum átt þennan rétt síðustu ár. Það eru um 40% þeirra sem eru að kaupa í annað sinn eða oftar. í þessum hópi er fólk sem alls ekki átti rétt samkvæmt gamla kerfinu. Þar má til dæmis nefna fólk, sem komið er yfir miðjan aldur og býr í rúmgóðu skuldlausu húsnæði. Þessi hópur er að mig minnir um sjötti hluti allra fasteignakaupenda. Nú- orðið er fólk í þessum hópi almennt að minnka við sig húsnæði. Ef það notfærir sér nýfenginn lánsrétt gæti það þýtt, að hátt i 300 milijónir króna verða lánaðar fólki, sem býr í það stóru húsnæði að það vill minnka við sig. Huaða hópar fara illa út ár nýja kerfinu? — Sá hópur, sem fyrst kemur upp í hugann og er örugglega sá stærsti sem nýja kerfið fer illa með eru þeir húsnæðiskaupendur sem átt hafa við mestu vandamálin að stríða síð- ustu árin. Þeir sem keyptu sína fyrstu íbúð síðustu þrjú til fjögur ár lentu í mikl- um erfiðleikum, eins og flestir vita. Sama máli gegnir reyndar einnig um ýmsa sem skiptu um húsnæði á þessum tíma. Við vitum að yngstu kaupendurn- ir keyptu minni íbúðir á þessum ár- um en áður þó að húsnæðisþörfin hafi verið sú sama. Þetta fólk keypti íbúðir sem voru um 40% minni á fjölskyldumeðlim en almennt ger- ist. Þetta er fjölmennur hópur, senni- lega um sjö þúsund fjöiskyldur. Þessir kaupendur eiga ekki rétt á láni til endurkaupa frá Húsnæðis- stofnun fyrr en eftir nokkur ár og lánamöguleikar hjá lífeyrissjóðun- um eru varla miklir. Eigið fé þessa hóps er iítið og óvíst um bankalán. Hér til viðbótar kemur að há lán hvíla á íbúðum þessa fólks. Þegar þess er gætt að áhvílandi G-lán og F- lán dragast frá lánarétti væntanlegs kaupanda er nokkuð ljóst að íbúð- irnar verða erfiðari í sölu en skuld- lausar íbúðir. Eini ljósi punkturinn Stefán Ingólfsson. fyrir þessa eigendur er að með hækkandi fasteignaverði mun hlut- ur þeirra í íbúðunum aukast meira en skuldirnar. Hvenœr heldurðu að þetta kerfi muni hrynja, eða vankantarnir koma í Ijós? — Mér sýnist meginhugsun í nýja húsnæðislánakerfinu vera sá, að byggja upp sterkan lánasjóð, sem geti annað nær allri lánsfjárþörf húsnæðiskaupenda, auk þess að beina fjármagni þangað sem áætluð þörf er mest. í þessu sambandi sýn- ist mér að mönnum hafi yfirsést hversu gríðarlega fjárfrekur fast- eignamarkaðurinn er. Það fjármagn sem sýnilegt er að kemur inn í hús- næðislánakerfið er einfaldlega ekki nógu mikið til að endar nái saman. Til viðbótar því fé, sem fyrirsjáan- legt er að kemur frá lífeyrissjóðun- um má ætla að það þurfi 2,5—3,0 milljarða króna á núgildandi verð- lagi. Og ég er ekki bjartsýnn á að ríkissjóður ráði við að veita þetta miklu fjármagni til húsnæðismála næstu 10—20 árin. Til þess að nýju lögin nái yfirlýst- um tilgangi sínum verður að minnka fjárþörf markaðarins. Þetta má gera með því að breyta greiðslu- kjörum á fasteignamarkaðnum. Til dæmis má ætla að ef útborgun fer niður í 50% af söluverði og eftir- stöðvalán væru veitt til 10 ára þá myndi slík aðgerð duga til að endar næðu saman í nýja kerfinu. Að öllu óbreyttu tel ég öruggt að lögin verði endurskoðuð innan tveggja ára. Upp úr næstu áramót- um verður þó endanlega ljóst hvert stefnir, en mér finnst heldur ósenni- legt að lögin verði tekin upp fyrr en eftir kosningar á næsta vori. Enda þótt mönnum tækist að komast fram hjá byrjunarerfiðleik- um hef ég ekki trú að þessi lög séu framtíðarlausn. í verðbólgu síðustu áratuga færðu neikvæðir raunvextir húsnæðiseigendum tugmilljarða króna í verðbólguhagnað. Á einum áratug 1971—1980 hafa til dæmis um 40—50 milljarðar króna flust úr ýmsum sjóðum í þjóðfélaginu til húsnæðiskaupenda. Á þessum ár- um hrundi gamla húsnæðislána- kerfið. Ég tel útilokað að unnt sé að endurreisa kerfið með opinberu fé eingöngu. Þeir húseigendur sem fengu drjúgan hluta eigna sinna á silfurfati á verðbólgutímum verða einnig að leggja sitt af mörkum. Það geta þeir gert með því að lána meira í eignum sínum við sölu og hér er ég að tala um lækkun útborgunar i fasteigna- viðskiptum. Stjórnmálamenn og ná síðast verkalýðshreyfing og atuinnurek- endur hafa uerið að reyna að leysa hásnœðismál í nokkur ár án sýni- legs árangurs. Huaða uitleysur gera menn? — Ég held að menn hafi einfaldlega ekki gert sér grein fyrir því hversu gríðarlega fjárfrekur húsnæðis- markaðurinn er. Vitneskja um veltu fasteignamarkaðar og fjármögnun hans lá fyrst nýlega fyrir. Það eru einnig örfá ár síðan opinberar tölur voru unnar sem sýndu að við búum nú þegar í einhverju stærsta og besta húsnæði í heimi. Hingað til hafa menn einblínt á sömu leiðirnar og farnar hafa verið í húsnæðismálum frá stríðslokum. Þær hafa falist í því að byggja sífellt ný hús. Það er ekki tilviljun að lána- sjóðirnir heita Byggingasjóður rík- isins og Byggingasjóður verka- manna. Þá hafa menn alls ekki skilið hversu mikla þýðingu fasteigna- markaðurinn hefur núorðið í hús- næðismálum. Heldur ekki hversu slæmar þær venjur eru sem skapast hafa á honum. Reynsla undanfar- inna ára ætti þó að hafa kennt mönnum að húsnæðismálin verða ekki leyst með einu snöggu alls- herjarátaki. Hvernig verður umhorfs á hás- nœðismarkaðinum eftir fimm ár? — Ég spái því að eftir fimm ár búi hlutfallslega færri i eigin húsnæði en nú. Bæði er að færri munu hafa bolmagn til þess að kaupa og eins verður það ekki eins eftirsótt og var. Þessu fylgir síðan vaxandi skortur á leiguhúsnæði. Ég spái því lika að næstu árin verði viðvarandi vöntun á litlum íbúðum og að þær verði hlutfallslega dýrar. Ég reikna með að óverðtryggð lán þekkist ekki í fasteignaviðskiptum eftir fimm ár og vona að útborgun verði komin niður í 50%. Nýjar íbúðir verða minni en nú tíðkast og það mun fær- ast í vöxt að endurnýja eldri hús. Söluverð íbúðarhúsnæðis verður 5—10% hærra en það er nú, spái ég. Menn hafa verið seinir að átta sig á þeirri þörf sem aldraðir hafa fyrir húsnæði. Bæði varðandi sérhannað húsnæði og eins húsnæði á almenn- um markaði. Ég hef verulegar áhyggjur af því að húsnæðismál aldraðra verði orðin mikið vanda- mál og mjög vaxandi eftir fimm ár. Huernig œtti að leysa þessi hás- nœðismál að þínu áliti? — Þetta er spurning um stjórn- málaskoðanir og lífsviðhorf og ég reikna ekki með því að lesendur Helgarpóstsins hafi áhuga á minni pólitísku sannfæringu. Við kjósum okkur fulltrúa á þing og í bæjar- stjórnir og felum þeim það hlutverk, að marka stefnu í húsnæðismálum, ekki síður en í öðrum mikilvægum málum. Hlutverk okkar sem vinnum að þessum málum er að veita upplýs- ingar og faglega aðstoð til að þeir geti metið valkosti óháð því hvort við erum sammála þeim í pólitík eða ekki. Mér hefur hingað til þótt umræða um húsnæðismál oft ein- kennast meira af óskhyggju og góð- um ásetningi stjórnmálamanna, en raunhæfu mati á staðreyndum. Sem fagmaður vildi ég gjarna sjá það breytast. ; » ‘ j y/. <,v'. ) NYJA HUSNÆÐISLANAKERFIÐ STEN VANTAR TIL HÚSI „Einn hópur manna hefur uerið að þjarma að stjórnmálamönnum í hásnœðismálum á undanförnum árum. Það er Sigtánshópurinn svo- kallaði. Eg sé í þessum nýja hás- nœöispakka enga lausn fyrir þenn- an hóp. Ég hef oft bent á það, að auðuitað œtti að gefa þessu fólki peninga nákuœmlega eins og gerð- ist með viðlagasjóðstryggingu vegna Vestmannaeyjagossins. Það er miklu einfaldara fyrir sam- félagið, að gefa þessum einstakling- um einhverja peninga til þess að þeir glati ekki öllu í senn, heilsu og eignum sínum, í stað þess að setja allt lánakerfi þjóðarinnar á hvolf. Þetta nýja hásnœðiskerfi þýöir nefnilega, að allur sparnaður manna í lífeyrissjóðum uerður bundinn í steinsteypu í stað þess að fara át í atuinnulífið — þaðan sem við höfum tekjur okkar." (Pétur Blöndal tryggingastœrð- frœðingur í samtali uið Helgarpóst- inn um hásnœðismál.) Helgarpósturinn hélt því fram í síðustu viku að nýja húsnæðislána- kerfið hvíldi á veikum forsendum. Eftirspurn eftir lánsfé til húsbygg- inga og ibúðakaupa væri stórlega vanmetin. Miðað við þörf fyrir láns- fé má gera ráð fyrir að biðlistar leng- ist umfram það sem nú er, en síð- sumars voru á sjöunda hundrað manns á biðlistum hjá Húsnæðis- stofnun. Eina lausnin er að dæla fé inní þetta kerfi. Fjöldi fólks hefur þegar gert tilboð í ibúðir og sumir skrifað undir kaup- samninga í trausti þess, að lánsum- sóknir verði afgreiddar fljótlega frá Húsnæðisstofnun. Menn hafa ekki reiknað með biðtíma uppá 12 mán- uði, eða þaðan af lengri tíma. Þá virðist hafa láðst að kynna mönnum að G-lán — hámarkslánin — skerð- ast samkvæmt nýja kerfinu í hlut- falli við áhvílandi G-lán á þeirri eign sem keypt er. Einstaklingur sem á hámarkslánarétt og festir kaup á íbúð sem hvíla á G-lán fyrir 500 þús- und fær ekki nema 1 milljón króna í lán frá Húsnæðisstofnun. Ýmsir hafa vart mátt vatni halda af hrifningu yfir nýja kerfinu. Einn er Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ. Hann sagði í kvöldfréttatíma útvarps s.l. föstudag, að þetta nýja kerfi myndi hafa í för með sér „geysilega aukningu á því fé sem þarna verður um að ræða". Þetta er rétt svo langt sem það nær. Fyrir takmarkaðan hóp er nýja kerfið mikil framför, en miðað við það að eftirspurn aukist eftir þessum lánum og verði svipuö því sem fram hefur komið í könnunum að undanförnu, m.a. í könnun Félagsvísindadeildar Háskóla íslands, sem gerð var fyrir félagsmálaráðuneyti, þá dugar fjár- magnið hvergi og afleiðingar nýja kerfisins kunna að verða allt aðrar en menn e.t.v. ætluðu í upphafi. í forsendum nýja húsnæðislána- kerfisins er gert ráð fyrir að um 1100 manns kaupi sína fyrstu íbúð á fast- eignamarkaði og að þetta sé sá fjöldi sem lendir í forgangshópi. Tala þessi er miðuð við eftirspurn eftir gamla kerfinu, en í því voru stórir hópar útilokaðir frá því að fá lán, lánskjör núna betri, og lánstími lengri. Með nýju lánakerfi hafa allar forsendur breyst. Ásókn þeirra sem eiga lánarétt eykst. Sérfræðingar í húsnæðismálum, sem HP hefur leitað til, telja fullvíst, eftir Helga Má Arthursson myndir Jim Smarti 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.