Helgarpósturinn - 11.09.1986, Side 19

Helgarpósturinn - 11.09.1986, Side 19
Og fyrr en varir erum við aftur farnir að tala um tónlistarlífið á fsafirði. Ekki langt frá Tún- götu 1 er grunnur að húsi Tónlistarskólans sem allt til þessa dags hefur hvergi átt inni. En þær framkvæmdir stranda á peningaleysi. Hvorki ríki né bær láta sér annt um framtakið þrátt fyrir fögur fyrirheit bæjaryfirvalda þegar af stað var farið. Jónas og Sigríður hafa búið vestra í rúm 12 ár, eða frá 1972 til 76 og aftur frá 78. í millitíðinni voru þau við háskólanám í Múnchen í tónvís- indadeild.. . „.. .var þar mest að stúdera forna músík, helst af handritum. Þetta var ótrúlega mikið grúsk og ekki mikið um nútímatónlist þarna við skólann. Ég notaði samt tímann mikið til að semja.‘“ Og einhvern veginn er á viðmælanda okkar að heyra að tónlistarlífið á ísafirði sé miklu meira heillandi en það sem fannst í þýskri stórborg. „Það hafa alltaf verið tónskáld hérna. Á fyrri tíma voru til dæmis Jón Laxdal, Jónas afi, Gísli Kristjánsson, Ragnar H. Ragnar samdi töluvert og marga fleiri mætti nefna. Sigurður Egiil Garð- arsson bjó hér í tvö ár, Leifur Þórarinsson í eitt. Nú, Jakob Hallgrímsson bjó hér alllengi, sömu- leiðis Hjálmar og hann kemur hingað á hverju sumri til þess að semja. Þetta er alveg enda- laust." Það rifjast líka upp fleiri þjóðkunnir menn sem hafa búið á ísafirði á ailra síðustu árum. Þar voru samtíma Jón Baldvin og Bryndís, Hjálmar H. og Sigríður Dúna, Guðjón Friðriksson blaða- maður, Jökull Jakobsson viðloðandi og fór meðal annars á rækjuvertíð, Þorsteinn frá Hamri kom að sumarlagi og fleiri og fleiri og fleiri. Áður en við gefum tónskáldinu næði til list- sköpunar fáum við að skoða blöðin sem liggja á borðinu. Tónverk fyrir flautu, selló og píanó sem Koibeinn Bjarnason ætlar að flytja ásamt Hólm- fríði Sigurðardóttur píanóleikara og einum sellóleikara. „Það eru 10 blaðsíður komnar og þá um 40 til 50 eftir. Ég er samt búinn að semja helminginn af verkinu og ætli ég klári það ekki í næstu viku. Þau geta þá byrjað að æfa þetta eftir svona 2 til 3 vikur. Ef til vill fæ ég Hólmfríði til að kíkja yfir þetta, en hún er hérna í bænum núna. Kannski breytist þetta þá eitthvað. Og getur líka breyst þegar þau fara að æfa...“ Blaðamaður og ljósmyndari kveðja tónskáld- ið sem aftur grúfir sig yfir torráðin nótnablöð og spilar með penna og bleki, heyrir einn sam- hljóm ótrúlegustu tóna um leið og þeir raðast á blað. Tónskáld að skrifa.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.