Helgarpósturinn - 11.09.1986, Side 20

Helgarpósturinn - 11.09.1986, Side 20
Til ungra myndlistarmanna 35 ára og yngri í tilefni af 20 ára afmæli IBM á íslandi, hyggst fyrirtækið standa fyrir sýningu á verkum ungra myndlistarmanna, 35 ára og yngri. Yfirskrift sýningarinnar er „Ahrif tölvuvæðingar í 20ár“. I tengslum við sýninguna hyggst fyrirtækið veita verðlaun einum listamanni að upphæð kr. 100.000,- og jafnframt áskilja sér rétt til kaupa á sýningarverkum. Ætlast er til að send séu inn ekki færri en þrjú verk eftir hvern listamann og geta þau verið úr hvaða listgrein sem er innan myndlistar- innar. Miðað er við að verkunum sé skilað inn fyrir 10. janúar 1987 til IBM, Skaftahlíð 24. Sýningarnefnd skipa: Gunnar M. Hansson forstjóri, formaður Daði Guðbjörnsson, myndlistarmaður Einar Hákonarson, listmálari Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Halldór B. Runólfsson, listfræðingur SKAFTAHLÍÐ 24 REYKJAVÍK SÍMI 27700 | dag, fimmtudag, hefst fyrir bæjarþingi Reykjavíkur málflutn- ingur í skuldastaðfestingarmáli Sig- ríðar Ingvarsdóttur gegn bræðr- um sínum Jóni og Vilhjálmi Ingv- arssyni er ganga undir nafninu Is- bjarnarhúnarnir. Sigríður telur að þeir bræður hafi vanefnt greiðslur samkvæmt samningi er þeir gerðu við hana til að bæta henni það tjón er hún varð fyrir eftir að bræðurnir höfðu kafsiglt ísbirninum, sem hafði verið stöndugt fyrirtæki er hún eignaðist 24,5% hlut í því. Upp- haflega ætluðu bræðurnir að greiða Sigríði út hlut hennar í ísbirninum með hlutabréfum í Granda h/f en hún hafnaði því þar sem hlutabréf í frystihúsi væru verðlausir pappírar og hún hefði lítið fengið fyrir þá annað en svimandi háan eignar- skatt. Jón Oddsson, lögmaður Sig- ríðar, hóf því samningaviðræður við þá bræður um hreinar skaðabætur og eftir að hann hafði hótað að setja fjármál og bókhald ísbjarnarins til endurskoðunar hjá Coopers & Lybrand sáu bræðurnir þann kost vænstan að greiða Sigríði um 50 milljónir króna í skaðabætur. Hún fékk í sinn hlut húseign föður síns, Ingvars Vilhjálmssonar í Skild- inganesi, lausafé og hlutabréf í nokkrum af þeim fyrirtækjum er ís- björninn hafði átt hlut í, m.a. í Hampiðjunni. Sigríður teiur að hún eigi að fá bréf í Hampiðjunni að nafnverði 950 þús. kr. sem með út- gáfu jöfnunarbréfa yrðu metin á 2,2 milljónir kr. Bræðurnir hafa hins- vegar látið hana fá bréf að nafnverði 450 þús. kr. og vilja meina að það nægi til þess að greiða þær 2,2 millj. kr. sem eftir standa af skaðabótun- um. Þessu hefur Sigríður ekki viljað una og hefur því Jón Oddsson lagt löghald á hlutabréf Isbjarnarins í Tryggingamiðstöðinni sem trygg- ingu fyrir greiðslu á eftirstöðvum skaðabótanna, auk vaxta og verð- bóta. Málflutningur í þessu máli hefst í dag og þá mun Jón flytja mál Sigríðar en Benedikt Blöndal mál Jóns og Vilhjálms... kynhneigðra á íslandi, hafa átt í Iöngu stríði við útvarpsstjóra ríkis- útvarpsins, sem hófst í tíð Andrés- ar Björnssonar. Markús Örn Antonsson hefur haldið baráttunni dyggilega áfram og stendur stríðið um notkun orðanna hommi og lesbía, sem útvarpsstjórarnir hafa ákveðið að skuli aldrei lesin í aug- lýsingatíma útvarpsins. í gegnum tíðina hafa samtökin margsinnis komið með auglýsingar til lesturs, en þar sem þeim hefur verið gert að fella niður hin umdeildu orð, hefur ekkert orðið úr viðskiptunum. Fyrir síðustu helgi sneru forsvarsmenn samtakanna sér hins vegar til Bylgj- unnar með auglýsingu um dansleik fyrir homma og lesbíur og var hún lesin án nokkurrar tilraunar til rit- skoðunar af hálfu Einars Sigurðs- sonar. Það er annars hjákátlegt, að á meðan auglýsingadeild ríkisfjöl- s Lada Samara er meðalstór, 3ja dyra rúmgóður og bjartur bíll. Hann er framdrifinn, með tannstangarstýri, m júkri og langri fjöðrun og það er sérstaklega hátt undir hann. Sem sagt sniðinn fyrir íslenskar aðstæður. Lada Samara hefur 1300 cm3, 4ra strokka, spræka og spar- neytna vél, sem hönnuð er af einum virtasta bílafram- leiðanda Evrópu. Bensín- eyðsla er innan við 61 á hundr- aðið í langkeyrslu, en við- bragðstfmi frá 0-100 km hraða er þó aðeins 14,5 sek. Lada Samara er 5 manna og mjög rúmgóður miðað við heildarstærð. Aftursætið má leggja fram og mynda þannig gott flutningsrými. Hurðirnar eru vel stórar svo allur um- gangur er mjög þægilegur. Það er leitun að sterkbyggð- aribíl. Sérstök burðargrind er f öllu farþ egarýminu, sílsareru sérstyrktir og sama er að segja um aðra burðarhluti. Lada Samara hentar jafn vel á rnal- bikuðum brautum Vestur Evrópu, sem á hjara norðurslóða. '2-bO-OOO: itMb" Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hf Suöurlandsbraut 14 Slmi 38600 - 31236 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.