Helgarpósturinn - 11.09.1986, Side 26

Helgarpósturinn - 11.09.1986, Side 26
HVERJUM SINN DOKTORSRITGERÐ EYJÓLFS KJALARS EMILSSONAR HEIMSPEKINGS GEFIN ÚT HJÁ CAMBRIDCE UNIVERSITY PRESS í BRETLANDI Fílabeinsturn er í rauninni kynlegt og allt að þuí Iwimleitt orð — en það flökrar engu að síður að mér þegar ég hef verið leiddur inn í vistarveru á annarri hœð aðalbyggingar Há- skóla íslands. Par er til húsa hvorki meira né minna en Heimspekistofn- un heimspekiskorar Háskólans, en sú staðreynd kemur þó ekki í veg fyrir að út sjáistyfir Öskjuhlíðina og glitti í Skerjafjörðinn. Aftur á móti hangir á einum veggnum málverk — sem ég velti fyrir mér um stund eftir hvern muni vera — af þýska heimspekingnum Hegel á besta aldri, en hugsun hans kvað fylla tuttugu bindi vœn. Við vegginn gegnt hinni miklu mynd standa tveir bókaskápar, sem eflaust geyma Brot úr verkum forsókratísku heimspek- inganna í útgáfu Diels, ritsafn Plat- óns, Ævir heimspekinga eftir Díóg- enes Laertíos og önnur nauðsynleg atvinnutœki þeirra sem hafa fest ást á viskunni. A eins konar sófaborði liggur innbundin ritgerð: Plotinus on Sense-Perception, doktorsþesa Eyjólfs Kjalars Emilssonar; Prince- ton 1984. Sjálfur situr Eyjólfur, sem núna er starfsmaður Heimspeki- stofnunar, andspœnis mérogskenk- ir óhjásneiðanlegt kaffið úr könnu sem fortakslaust er ekki gjör af neinu fílabeini. „Plótínos var uppi á þriðiu öld eft- ir Krist," segir mér Eyjólfur, „og skrif- aði á grísku. Tiltölulega mikið er varðveitt eftir þennan forna höf- und, sem oft er kallaður síðasti miklu heiðni heimspekingurinn. Hann var upphafsmaður svonefnds ný-platónisma og hafði gífurlega mikil áhrif á hugsun manna í lok fornaldar og á miðöldum, svo og á endurreisnartímanum." — „Sense-perceptiorí' merkir skynjun: hvaða skoðun haföi Plótín- os á henni? „Það er mjög erfitt fyrir mig að gera grein fyrir því í fáum orðum, til þess stendur þetta efni mér of nærri eins og er. Plótínos gengur út frá hugsun Platóns og þróar hana, var jafnvel eindregnari tvíhyggjusinni en meistari hans. Það sem er þó kannski athyglisverðast er ótrúiegt næmi hans á fyrirbæri sálarlífsins, og er skynjunin þar auðvitað með- talin.“ Ritsmíð Eyjólfs um heimspeking- inn Plótínos verður innan tíðar gef- in út á vegum hins virta breska bókaforlags Cambridge University Press. Þegar samtal okkar átti sér stað var Eyjólfur á leið utan til Bret- lands til setu á bókasöfnum, þar sem hann hugðist ganga endanlega frá handriti sínu áður en það yrði sent útgáfufyrirtækinu. — En verkið er skrifað sem doktorsritgerð við Princeton-háskóla í Bandaríkjun- um, ekki satt? „Jú,“ er svarið. „Þar var ég við nám í heimspeki frá árinu 1977. Ég lauk við kúrsa haustið 1979. Eftir það vann ég að doktorsverkefninu ýmist úti eða hér heima, það er að segja á Hólmavík, en konan mín, Hjördís Hákonardóttir, var þá sýslu- maður Strandasýslu." — Var betra að einbeita sér á Hólmavík en í Princeton? „Mér hefur óvíða fundist betra að einbeita mér en á Ströndum," segir Eyjólfur trúverðugur á svip, „og kyrrðin þar hæfði heimspeki Plótín- osar einkar vel.“ — Þú hefur heillast sérstaklega af heimspeki fornaldar: hvers vegna? „Þegar ég var í heimspeki í há- skólanum hérna var ég í fyrstu óákveðinn hvaða aukafag ég ætti að taka með. Ég tók fyrst frönsku, en leiddist hún, og fór þá — fremur seint — í forn-grísku. Ég vissi ekkert út í hvað ég var að fara, en grunaði að af þessu máli myndi ég hafa gaman, sem líka gekk eftir. Þegar kom að því að velja sér BA-verkefni langaði mig til þess að tengja þessi tvö fög, heimspeki og grísku, og datt þá í hug að þýða samræðuna Gorgías eftir Platón og skrifa um hana rit- gerð. Þegar hér var komið sögu var ég orðinn ákveðinn í að gera forn- öldina að sérsviði, og þá kom há- skólinn í Princeton strax sterklega til greina fyrir framhaldsnám. Þar er geysisterk heimspekideild, og innan vébanda hennar er stofnun sem leggur aðaláherslu á fornaldarheim- speki." — Hver er rás viðburða i samrœð- unni Gorgíasi? „Gorgías er samræða um sið- fræðileg efni. Þar er tekið á klass- ísku sókratísku vandamáli: hvernig á að lifa lífinu. í ritinu er vikið að mörgu, en að sumu leyti eru athygl- isverðastar fyrir okkur spurningar sem þar er varpað fram um hlutleysi tækninnar. Sókrates ræðir við mælskukennarann Gorgías um hans fag. Gorgías stærir sig af því að geta sannfært hvern sem er um hvað sem er; þetta geti hann meira að segja án þess að hafa nokkurt vit á viðfangsefninu. Sókrates hnýtur um þetta og fær hann til að játa að hann geti notað list sína bæði til góðs og ills; en ef svo er og ef mælskumaðurinn hefur sjálfur ekki vit á því hvað er til góðs og hvað til ills á viðkomandi sviði, þá sé undir hælinn lagt hvort útkoman af iðju hans er góð eða slæm. Þetta atriði vekur spurningar sem skipta máli á okkar dögum — um mátt áróðurstækni af ýmsu tagi og jafnvel um mátt vísinda og tækni al- mennt. Margir myndu ugglaust gefa nákvæmlega sömu svör um sínar starfsgreinar og Gorgías um mælskulistina: að í þeim búi yndis- legur máttur, en þær séu þó í sjálfu sér alveg hlutlausar hvað varðar gott og illt. Þetta svar er opið fyrir sama andófi og Sókrates hefur fram að færa.“ — Hvað er heimspeki, Eyjólfur? „Alltaf er þessari spurningu nú skellt á mann! Margir heimspeking- ar forðast að gefa ákveðin svör við þessari spurningu, telja jafnvel að það sé ekki hægt. Ég er þó til í að reyna." — Lát heyra! „Að mínum dómi er heimspekin samansafn allra áhugaverðra spurn- inga — og tilrauna til svara við þeim — sem ekki falla undir einstakar vís- inda- eða fræðigreinar eða önnur af- mörkuð svið mannlífsins. Slíkar spurningar geta vaknað út frá vís- indum og fræðum, en alveg eins út frá lífinu sjálfu. Þær geta verið víð- tækar eða afmarkaðar, varðað marga eða fáa, en eiga sér það þó sammerkt að ekki liggur fyrir nein viðtekin tækni til þess að taka á þeim — hvað þá klár svör.“ — En hvert er þá hlutverk heim- spekinnar? „í rauninni eru allir menn heim- spekingar, að minnsta kosti í þeim skilningi að allir velta einhvern tíma fyrir sér spurningum af því tagi sem ég var að nefna. En ég tel að það sé mikilvægt að til sé fólk sem gerir þetta markvisst. Það ætti að geta komið öðrum að gagni og hefur vafalaust gert það.“ — Þú álítur að heimspeki sé ekki vísindagrein? „Eftir því sem ég sagði er heim- speki ekki vísindi. Hver vísinda- grein hefur gefnar aðferðir og kenn- ingar sem iðkendurnir hafa komið sér saman um og vinna út frá. Þetta á ekki við um heimspeki." — Siðfrœði er, þykist ég vita, veigamikill þáttur heimspekinnar: er hœgt að líta á heimspeking sem sérfrœðing í því hvað er rétt og hvað rangt? „Mér finnst að heimspekingar séu í svolítið skrýtinni afstöðu að því er þetta varðar. Maður verður stund- um var við að litið sé á okkur sem slíka sérfræðinga. Ég held þó að það sé staða sem enginn okkar vilji í raun og veru gegna. En hitt er rétt að heimspekin getur lagt mönnum í hendur vopn til að hugsa skýrar og betur um siðferðileg vandamál." — Ætli eitthvað sé til í því, sem stundum hefur heyrst, að Islending- ar eigi ekki að fást við heimspeki? „í Islenskri menningu hefur Sig- urður Nordal þetta eftir Finni Jóns- syni, og Laxness hefur látið svipuð orð falla, að mig minnir. En þetta eru auðvitað eintómir sleggjudóm- ar. Staðreyndin er sú að heimspeki hefur verið stunduð hér frá því á miðöldum og oft með ágætum árangri. Eftir að farið var að kenna hana að ráði við Háskólann upp úr 1970 er óhætt að segja að greinin hafi blómstrað hjá okkur — sem væntanlega er til marks um að hún eigi sér hljómgrunn á meðal þjóðar- innar." — Þú varst íhópi þeirra fyrstu sem útskrifuðust í heimspeki héðarí? „Já,“ rifjar Eyjólfur upp. „Ætli ég hafi ekki verið annar á eftir Guð- mundi Heiðari Frímannssyni. Þetta var bráðskemmtilegur hópur sem maður var þarna í, og andinn eftir því. Þarna voru meðal^ annars kollegi minn Vilhjálmur Árnason, Ingimar Ingimarsson fréttamaður, Halldór Halldórsson ritstjóri Helg- arpóstsins, Jón Laxdal Halldórsson á Akureyri og fleira ágætis fólk. Kennararnir voru þeir Páll Skúla- son, Þorsteinn Gylfason og Mikael Karlsson. Auk þess að kenna okkur, sem þeir gerðu með ágætum, voru þeir alveg til í að blanda geði við okkur stúdentana, enda ekki löngu komnir frá námi sjálfir og sjálfsagt verið með talsvert af stúdentablóði í sér ennþá." — Um þessar mundir ertu starfs- maður Heimspekistofnunar. Hvaða starfsemi fer fram á vegum hennar? „Verkefnin eru óþrjótandi og til er nóg af góðum mannskap, en við gætum notað meiri peninga. Ég held að ég sé ekki að ljóstra upp neinu leyndarmáli þegar ég segi að næsta stórverkefni á vegum stofn- unarinnar sé aukin og endurbætt útgáfa á Sögu mannsandans eftir Ágúst H. Bjarnason; markmiðið með þessari endurbættu útgáfu er að úr verði fyrsta flokks heimspeki- saga á íslensku." — Hvað ertu að glíma við prívat og persónulega? „Auk þess að vera að ganga frá bókarhandritinu, þá hef ég unnið að því undanfarin þrjú ár að þýða Rík- ið, sem er eitt af mestu verkum Plat- óns. Þetta er nú mjög langt á veg komið, og ætti Ríkið að geta komið út á næsta ári.“ — Er Heimspekistofnun fílabeins- turn? „Ég vona það. Fílabeinsturnar eru yndislegar byggingar sem hver maður ætti að hafa hjá sér — þær eru líka afskaplega ódýrar. Það er ennfremur mesti misskilningur, sem sumir eru haldnir, að úr fílabeins- turnum sjáist allt vitlaust. Hitt er rétt að þaðan sjást hlutirnir frá öðru sjónarhorni en í daglegu amstri — en hvað er að því?“ Mín vegna: ekkert. Önnur saga er að ég hef ekki verið beðinn um að þegja yfir því — þótt þess hafi að sönnu heldur ekki verið farið á leit við mig að ég segði frá því — sem ég veit nú betur en áður en til þessa spjalls var stofnað: myndina af Hegel á léttasta skeiði sem prýðir vegg Heimspekistofnunar málaði fyrir allmörgum árum Eyjólfur Kjal- ar Emilsson. leftir Þórhall Eyþórsson mynd Jim Smart 26 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.