Helgarpósturinn - 11.09.1986, Blaðsíða 31
]
LISTAP
Hrafn Jökulsson
stofnar bókaforlag
Fyrstu bækur forlagsins, Flugur Jóns
Thoroddsen og Náttvirki eftir Margréti Lóu
Jónsdóttur koma á markaðinn innan tíðar.
Nýtt bókaforlag hefur litið dags-
ins Ijós, forlagid Flugur. Á bak uiö
það stendur ungur athafnamaður,
Hrafn Jökulsson sem er aðeins 20
ára gamall. Hann hefur fram til
þessa lagt gjörva hönd á margt,
m.a. einn þriggja aðstandenda
Besta uinar Ijóðsins sem staðið hefur
fyrir eftirminnilegum og fjölsóttum
Ijóðakvöldum í höfuðborginni.
Fyrstu bækur forlagsins eru að
koma út um þessar mundir, ljóða-
bækurnar Flugur eftir Jón Thorodd-
sen og Náttuirkið eftir Margréti Lóu
Jónsdóttur.
„Forlagið mun fyrst um sinn ein-
göngu gefa út ljóðabækur," sagði
Hrafn í samtali við HP. „Það er í
raun stofnað til að koma Flugum
Jóns Thoroddsen aftur út. Framtíðin
ræðst síðan af markaðnum og nei,
ég er ekkert voðalega hræddur um
að forlagið verði þungur fjárhags-
legur baggi á sjálfum mér.“
— Segöu mér af Flugum Jóns.
„Bókin kom út árið 1922 og hefur
ekki verið endurútgefin fyrr en nú.
Hún var fyrsta prósaljóðabókin sem
gefin var út á íslandi og markaði að
þvi leyti tímamót. En bókin vakti
litla athygli og hvergi birtist ritdóm-
ur um hana. Menn virðast ekki hafa
skilið hvað hér var á ferð. Ljóðin eru
mjög frumleg og sérkennileg og oft
bráðfyndin. Ég held að menn hafi
litið svo á að Jón væri bara að segja
brandara."
— Var hann þá eitthvert skoffín?
„Nei, það var hann fráleitt. Hann
fæddist árið 1898 og var sonur
Skúla og Theódóru. Þegar hann var
í Menntaskólanum í Reykjavík var
hann talinn einn snjallasti ræðu-
maður skólans og hann skrifaði og
flutti þar ritdóma um verk félaga
sinna. Og það var hlustað á hann
þegar hann hvatti sér hljóðs. Að
loknu stúdentsprófi lærði hann lög-
fræði og lauk prófi árið 1924. Hann
lést á gamlársdag sama ár af slysför-
um í Kaupmannahöfn. Hann var
helsta vonarstjarna Alþýðuflokks-
ins og var eitt sinn í framboði fyrir
hann til Alþingis þótt hann næði
ekki kjöri. Hann var og náinn vinur
Þórbergs Þórðarsonar og þeir
þýddu saman ýmis austurlensk
heimspekirit. Fyrst og fremst minnt-
ust félagar Jóns hans fyrir hina
miklu mannkosti hans og Tómas
Guðmundsson skáld og skólabróðir
hans í lögfræðinni orti um hann
minningarljóð sem birtist í Fögru
veröld og er eitt fegursta erfiljóð
sem ort hefur verið á íslenska
tungu.“
Ljóðabókin Flugur hefur auðvitað
lengi verið algjörlega ófáanleg og ef
hún hefur slæðst inn á fornbóka-
markaði hefur hún selst á dýru
verði. Gísli Sigurðsson bókmennta-
fræðingur ritar inngang að núver-
andi útgáfu, rekur æviferil Jóns og
fjallar um skáldskap hans. Að auki
birtist í Flugum eitt sögubrot og eitt
prósaljóð sem hvort tveggja birtist í
tímaritum á svipuðum tíma og
ljóðabókin kom fyrst út. Þá er í bók-
inni minningargrein Þórbergs Þórð-
arsonar um Jón. Bókin er 64 síður
og kostar aðeins 600 krónur."
— Og hin bókin?
„Margrét Lóa Jónsdóttir, höfund-
ur Náttvirkis, er aðeins 19 ára
gömul. Hún gaf í fyrra út Ijóðabók-
ina Glerúlfa sem vakti verðskuld-
aða athygli. Bandið var líka óvenju-
legt, hún var bæði úr plasti og
pappír og tveir skrúfboltar reknir í
kjölinn. Náttvirki er í hefðbundnara
bandi. Hún skiptist í einn ljóðakafla
og tvö prósaljóð sem heita Leyni-
skjal Alexíu og Dagbók Alexíu.
Bókin er myndskreytt af höfundi,
kostar 400 krónur og sýnir veruleg-
ar framfarir hjá efnilegu ungskáldi."
Og þá óskar HP Hrafni bara góðs
gengis og væntir þess að mikið og
gott framhald verði á ljóðabókaút-
gáfu hans í framtíðinni. Mrún
JAZZ
Borgardjass sem bragð var að
eftir Vernharð Linnet
Það var sannarlega gaman á Hótel Borg á
laugardaginn var — þegar þrír helstu gítar-
leikarar okkar er nú starfa léku saman af
hjartans lyst. Jón Páll Bjarnason, Friðrik
Karlsson og Björn Thoroddsen eru ólíkir gít-
arleikarar en samleikur þeirra var heilsteypt-
ur. Tómas R. Einarsson bassaleikari og Pétur
Grétarsson trommari voru líka betri en engir
í rýþmanum. Herlegheitin upphófust á blús
eftir Bjössa Thor sem hann tileinkaði
Mandólínhljómsveit Reykjavíkur — enda
kallaði hann tríóið gjarnan mandólíntríóið.
Þarna kom hinn óliki stíll gítarleikaranna vel
í ljós. Bjössi þandi gítarinn rokkaður, Frissi
með tóninn milda og svo bíbopparinn Jón
Páll. Þú ert allur andskotinn er þýðing FK á
All the thing you are og verkið var leikið í
klassískum anda Mingusar með Racmanin-
off á sínum stað — svo kom Donna Klara
einsog kynnirinn orðaði það — að sjálfsögðu
Donna Lee og þrímenningarnir léku laglín-
una léttilega og þykir hún ekki sú léttasta í
heimi. Þarna fór Jón Páll á kostum í dökkum
sóló. Svo voru líka einleiksnúmer og Bjössi
Thor á la Hendrix í Blue Monk. Kannski var
fegursta túlkun tónleikanna dægurlagið
gamla Darn that dream í höndum Jóns Páls
— þá saknaði maður þess að rýþminn var
ekki eins náinn einleikaranum og þurfti, —
einleikur með rýþma í stað einnar heildar —
annars stóðu Tómas og Pétur sig með prýði.
Tómas mætti kannski vera grimmari en Pét-
ur sló sterkt og sveiflan góð hjá þeim félög-
um. Confirmation var síðasti ópusinn á efnis-
skránni og það var mikið klappað og mikið
stuð. Ég held ég hafi ekki verið á jafn góðum
íslenskum djasstónleikum síðan á Hótel
Sögu í september sl. á djasshátíð — en það
var greinilegt að Borgarmenn bjuggust ekki
við fullum sal. Ætli laugardagseftirmiðdagar
séu ekki hinir heppilegustu djassdagar og á
laugardaginn kemur kl. 16, verður djasstríó-
ið Súld og Hljómsveit Guðmundar Ingólfs-
sonar á Borginni.
Svalt en ekki kalt
Lennie Tristano/Tadd Dameron:
Crosscurrents; Shorty Rodgers/Gerry
Mulligan: Modern sounds (Affinity/Skífan).
Þessar tvær breiðskífur hafa að geyma
upptökur er gerðar voru fyrir Capitol á árun-
um 1949—53. Það var líka árið 1949 að
Shorty Rogors and his Giants
Gerry Muiligan Tentette
MODERN SOUNDS
Capitol hljóðritaði fyrstu upptökurnar með
níumanna sveit Miles Davis er seinna voru
gefnar út undir nafninu: Birth of the cool.
Hinn svala djass má rekja til Lester Youngs
og Miles Davis, John Lewis og Tadd Damer-
on voru boðberar hans innan boppsins.
Lennie Tristano var höfuðpostuli hins svala
djass á austurströndinni — Shorty Rodgers,
Gerry Mulligan, Jimmy Giuffre og Shelly
Manne á vesturströndinni.
Það er ekki mikið sem er til hljóðritað með
Lennie Tristano samanborið við flesta aðra
stórmeistara djassins. Upptökurnar sjö á
Crosscurrents frá 1949 eru í hópi þess besta
er hann gerði. Lee Konitz og Warne Marsh
blása með honum og þarna eru tvö verk í
frjálsu formi, hvorki tóntegund né hljómar
ákveðnir; trúlega fyrstu djassverk í frjálsu
formi hljóðrituð.
Upptökurnar með hljómsveit Tadd Damer-
ons eru líka frá 1949 og er helstur einleikari
Fats Navarro. Hann var nú ekki á hinni svölu
línu — ekta bíboppari — en fer vel við sval-
ann í útsetningum Tadds. Dexter blæs þarna
einn sóló kornungur og JJ Johnson, Kai
Winding, Sahib Shiab og Cecil Payne. Gaman
er að heyra gítarleikarann John Collins er
lengi vann með Tadd og hann skrifaði John’s
delight fyrir. f Casbah notar Tadd sópranrödd
söngkonunnar Rae Pearl á ellingtoniskan
hátt.
Tristano varð 59 ára gamall — Dameron
48. Þeir eru í hópi stórmeistara djassins þó
ekki hafi nöfn þeirra flogið hátt á síðari árum
— það er stórkostlegt að geta náð í þessar
Capitolupptökur þeirra nú.
Modern sounds geymir upptökur með
Shorty Rodgers 1951 og Gerry Mulligan
1953. Með Shorty Rodgers & his Giants eru
helstir einleikarár auk trompetleikarans
sjálfs: Art Pepper á altó, Jimmy Giuffre á
tenór og Hampton Hawes á píanó. Svo er
trommarinn enginn annar en Shelley
Manne. Það er sveifla af Basie-ættinni er
blandast svölum útsetningum og blæstri og
hefur slíkt gjarnan loðað við Shorty Rodgers
eða Milton Rajonský einsog hann heitir réttu
nafni. Öll verkin eru eftir Rodgers utan eitt
eftir Giuffre og svo standard: Over the rain-
bow sem Art Pepper blæs meistaralega.
Mulliganhliðin geymir ópusana átta er
hann hljóðritaði fyrir Capitol með Tentett
sínum 1953 og fengust allir á tíu tommu
breiðskífu í Fálkanum fyrir margtlöngu:
Gerry Mulligan and his Ten-Tette. Það var
fyrsta breiðskífa sem ég festi kaup á og er
löngu spiluð upp til agna. Þarna voru helstir
einleikarar utan Mulligans Chet Baker á
trompet og Bud Shank á altósaxafón. Þetta
var í fyrsta sinn sem Mulligan hljóðritaði
með svona fjölmennri hljómsveit síðan hann
skrifaði Jeru, Godchild, Venus De Milao ,og
Rocker fyrir Miles Davis 1949. Rocker er eitt
af verkunum er Tentettinn leikur og ekki
hafa útsetningarnar á Westwood walk og
Walking shoes verið sjaldnar leiknar. Þessi
verk eru löngu orðin klassísk og gott til þess
að vita að gömlu geggjararnir geti endurnýj-
að eintökin sín slitnu og að ný kynslóð fái
notið þeirra. Svalur djass sem hitar!
HELGARPÖSTURINN 31