Helgarpósturinn - 11.09.1986, Blaðsíða 32
Besti vinur ljóðs-
ins á Borginni
Fjörmenni og
önnur stuðmenni
hittast í Höllinni 12. september á eldfjörugum,
margbreytilegum rokktónleikum
Besti vinur ljóðsins ætlar enn að
bjóða ljóðaunnendum til veislu. Að
þessu sinni á Hótel Borg, miðviku-
daginn 17. september kl. 21. Þrjár
kynslóðir Ijóðskálda sitja þar við há-
borð og tveggja liðinna skálda verð-
ur minnst.
Þessir koma fram: Þorgeir Þor-
geirsson, Jóhann Hjálmarsson,
Steinunn Sigurdardóttir, EinarKára-
son, Sueinbjörn Þorkelsson, Magn-
ús Gezzon, Hafliði Helgason, Bragi
Ólafsson, Margrét Lóa Jónsdóttir,
Arnór Gísli Olafsson og Gerður
Kristný, sem er yngst þeirra allra,
aðeins 16 ára gömul. Skáldin tvö
sem kynnt verða eru þeir Kristján
Jónsson Fjallaskáld og Jóhann
Gunnar Sigurðsson. Sá fyrrnefndi
fæddist árið 1842. Ævi hans var oft
dapurleg og kvæði hans bera þess
vott. Flest eru þau þunglyndisleg,
enda átti hann við féleysi, drykkju-
hneigð og heilsuveilu að stríða. En
ástsælt skáld var hann og Ijóð hans
enn á allra vörum. Jóhann Gunnar
Sigurðsson varð þó enn skammlíf-
ari. Hann fæddist á ofanverðri 19.
öld og lést aðeins 24 ára gamall úr
erkifjanda allra sannra listamanna
fyrr á tímum, tæringu. A dánarbeði
orti hann nokkur kvæði sem halda
munu nafni hans á lofti. Viðar Egg-
ertsson leikari flytur ljóð þeirra,
Matthías Viðar Sœmundsson lektor
fer nokkrum orðum um Fjallaskáld-
ið en Hrafn Jökulsson kynnir Jó-
hann Gunnar.
Ljóðakvöld Besta vinar Ijóðsins
hafa verið einkar vinsæl, enda hin
besta skemmtun. Og nú bryddar
besti vinurinn upp á nýjungum:
Klassískum píanóleik. Flytjandi að
þessu sinni er Jóhanna Vigdís Arn-
ardóttir, nemandi í Tónlistarskól-
anum í Reykjavík.
Aðgangseyrir eru 250 krónur og
ljóðabækur verða til sölu á staðn-
um. Og svo má auðvitað ekki
gleyma guðaveigunum á vínbörun-
um...
Mrún.
Haustfagnaður, Spermi Gnirrk,
fjöregg, rasskynnar? Huað er eigin-
lega að gerast? Jú, haustfagnaður
mikill verður haldinn í Laugardals-
höllinni föstudaginn 12. september.
Þar verður miklu fjöreggi kastað á
loft og haldið þar allt kvöldið en
það er annars svo stórt aö því hefur
ekki enn verið fundinn staöur. En
verður úr traustu efni svo það
springi ekki því annars er ekkert fútt
í tónleikunum.
Hér er sumsé um rokktónleika að
ræða. Og hljómsveitirnar sem fram
koma eru þessar: Stuðmenn, Skrið-
jöklarnir, Sykurmolarnir, Sniglarn-
ir. Sérstakur gestur kvöldsins verður
svo bókmenntafræðingurinn, húm-
anistinn og fatahönnuðurinn Leonc-
ie Martin sem stígur léttklæddan
dans við eigin undirleik og söng.
Hvað segirðu, léttklœddan dans?
„Já, Leoncie kemur tvisvar fram
og fyllsta siðgæðis verður gætt, því
það má ekki ala á ósiðferðilegum
kenndum áhorfenda," sagði Spermi
Gnirrk fréttafulltrúi tónleikanna
þegar hann kom við í kaffi á HR „í
sumar hafa mjög margar hljóm-
sveitir starfað og komið saman fram
og við viljum halda þessu áfram.
Það er miklu skemmtilegra að fara á
tónleika þar sem margar hljóm-
sveitir spila því þegar fáir eru, fara
svo margir í fýlu. Og í staðinn fyrir
að standa í nístingsgaddi á einhverj-
um hól í bæ þá verður boðið upp á
mikla skemmtan innandyra í sjálfri
Höllinni. 12. september er líka mjög
POPP
Fagmenn og fjörugir strákar
eftir Ásgeir Tómasson
EURYTHMICS - Revenge
RCA/Skífan
Nafn plötunnar þýðir hefnd en mér er
ómögulegt að koma því heim og saman við
neitt sem á henni er. Eitthvað verða plötur að
heita og nöfnin þurfa svo sem ekki að hafa
neina sérstaka merkingu. — Revenge er
ósköp blátt áfram, einföld og látlaus rokk-
plata. Mun einfaldari en fyrri plötur Euryth-
mics. Enda er Dave Stewart sjálfsagt önnum
kafnasti poppari í heimi um þessar mundir
og má tæpast vera að því að velta hlutunum
mjög fyrir sér. Fyrir bragðið vantar alla ævin-
týramennsku í tónlist Stewarts og Anníar
Lennox að þessu sinni. Þar af leiðandi tapast
nokkuð af þeim sjarma sem hefur einkennt
þennan skemmtilega dúett allt síðan hann
spratt upp úr rústum hljómsveitarinnar
Tourists og til síðustu plötu, Be Yourself To-
night sem kom út í fyrra. Eftir stendur sú
staðreynd að Dave Stewart og Annie Lennox
eru skrambi góðir lagasmiðir og hittin á
skemmtilega króka. Samanber lögin When
Tomorrow Comes, The Miracle Of Love,
Thorn In My Side og fleiri.
A Revenge spilar sami kjarni tónlistar-
manna öll lögin. Stewart sér um allan gítar,
Patrick Seymour leikur á hljómborð, Clem
Burke á trommur og Joe Zavala blæs í sax
og munnhörpu. Bassaleikarar eru nokkrir:
John McKenzie, Jannick Top og Phil Chen.
Allt kapp er greinilega lagt á að ná fram
hljómsveitarhljómi á plötunni. Það tekst og
fyrir bragðið er tónlistin ferskari en ella og
kemst áreiðanlega vel til skila á tónleikum.
Ómögulegt er um það að segja hvort
Annie Lennox og Dave Stewart eru horfin frá
sinni gömlu ævintýramennsku í tónsmíðum
og hljómum og alfarið komin út í einfalt
rokk. Alltént eru þau fyrsta flokks fagmenn
og senda aðeins frá sér vöru í samræmi við
það. Því er óhætt að mæla með Revenge
þrátt fyrir hraðsuðubragðið og það að nafnið
virðist bara í engu samhengi við efni plötunn-
ar. En það skiptir akkúrat engu rnáli.
ÞÁ SJALDAN MAÐUR LYFTIR SÉR UPP -
Pétur og Bjartmar
Útgefandi: Steinar
Samstarf þeirra Péturs Kristjánssonar og
Bjartmars Guðlaugssonar hófst á plötunni
Venjulegur maður. Þar sungu þeir saman
Iagið Stúdentshúfuna. Ágætis rokkara með
háðskum texta Bjartmars. Síðan lá leið
þeirra á skemmtanir um allt land. Dúndur
stemmning í Eyjum. Annað eins dúndur á
Akureyri. Sveitaböllin voru svipuð svo að
það lá beint við að stofna hljómsveitina
Dúndur og fara að gera eitthvað feitara en að
syngja við undirleik kassettusegulbands.
Hljómsveitin Dúndur er sem sagt fædd og
þykir með þeim kraftmeiri sem hafa komið
fram á sjónarsviðið síðan Start leið undir lok.
Til að fylgja eftir stofnun hljómsveitarinn-
ar þótti Pétri og Bjartmari rétt að senda frá
sér plötu. Afraksturinn varð Þá sjaldan mað-
ur lyftir sér upp. Fjögurra laga hraðskreið
skífa með tveimur erlendum lögum og
tveimur eftir Bjartmar. Annað erlenda lagið,
Ástaróður, er eftir liðsmenn Shu-bi-dua. Hitt
er eftir Ken Taylor sem ég þekki hvorki haus,
miðhluta né sporð á og nefnist Draumadísin.
Lög Bjartmars eru Fimmtán ára á föstu og Ég
mæti.
Sem textasmiður er Bjartmar samur við
sig. Honum tekst að þessu sinni einna best
upp í Fimmtán ára á föstu, hálfgildings ádeilu
á unglingabækur Eðvarðs lngólfssonar
Fimmtán ára á föstu og Sextán ára í sambúð.
Eða kannski má túlka viðlagið sem hug-
myndir Bjartmars að fleiri titlum í ritröð
Eðvarðs:
Hún var fimmtán ára á föstu,
sextán ára I sambúð,
sautján ára fríkaði hún út.
Hún var átján ára lamin,
nítján ára skilin,
tvítug bœld og komin í kút.
Já, rómantíkin getur verið sjúk eins og þær
geta vitnað um konurnar í Kvennaathvarf-
inu.
f þessu lagi þykir mér Bjartmari hafa tekist
einna best upp á tónlistarferli sínum. Flutn-
ingurinn er góður (í hróplegu ósamræmi við
textann) og Bjartmar sleppir rembingnum úr
rödd sinni og syngur eins og hann á að sér.
Um hin þrjú lögin er svo sem ekki mjög
margt að segja. Ég mæti er típískt lag að
hætti Bjartmars. Hálfgildings afsprengi
Hrútsins af síðustu plötu þó að yrkisefnin séu
ólík. Pétur sleppur ágætlega frá Draumadís-
inni og sýnir að hann hefur engu gleymt frá
því að hann var á hátindinum á síðasta ára-
tug. Tilvist Ástaróðsins botna ég ekki al-
mennilega í. Bjartmar hefur samið nýjan
texta við lagið — bévítans bull reyndar — en
lætur viðlag Shu-bi-dua halda sér: I don't
wanna rock your mother, 1 don’t wanna roll
your brother. I just wanna hurry home and
fuck you! — Dýrt kveðið á gervihnattaöld. —
Það er sjálfsagt einhver prívathúmor sem
býr að baki því aö hafa Ástaróð með á plöt-
unni. Ég hygg þó að tilvist þess verði flokkuð
undir mistök í framtíðinni.
Hljóðfæraleikur á Þá sjaldan maður lyftir
sér upp er stórfínn. Útsetningar einfaldar og
tónlistin skilar sér vel. Enda er rúmt um hana
á tólf tommu plötu. Lífið hjá Pétri og Bjart-
mari er auðheyrilega næs og melló. Við
skulum bara vona að pían sé sjúk í tipparilló
svo að vitnað sé í áðurnefndan texta Ástar-
óðs.
BLÁTT BLÓD — Greifarnir
Útgefandi: Steinar
Vonandi verður fyrsta Greifaplatan ekki
jafnframt þeirra síðasta. En ef af þeirri næstu
verður er þeim bráðnauðsynlegt að fá sér
upptökustjóra sem getur komið einhverri
heildarmynd á strákana, gefið þeim hug-
myndir með útsetningar og síðast en ekki
síst aðstoðað við hljóðblöndun. Allt þetta er
í ólagi á Bláu blóði.
Greifunum hefur skotið upp með miklum
hraða. í byrjun ársins voru þeir með öllu
óþekktir. Einhverjir höfðu að vísu hugmynd
um hljómsveitina Special Treatment og
nokkrum þótti hún meira að segja efnileg.
Svo gerðist það í vor að Special Treatment
skipti um nafn. Greifarnir urðu til, tóku þátt
í Músíktilraunum í Tónabæ — og bingó. Fyrir
fyrstu verðlaunin tókst þeim að taka upp
nokkur lög og gera þau nógu vel úr garði til
aðjæir fengu plötusamning.
Á Bláu blóði eru fjögur lög. Útihátíð er að
sjálfsögðu aðalsmeliurinn. Frísklegt rokklag
með sumarlegum texta. Ég er hins vegar
sannfærður um að hægt hefði verið að gera
lagið helmingi betra en það hljómar á plöt-
unni. Sama er reyndar að segja um hin þrjú
lögin og sannast enn hið fornkveðna að það
er ekki nóg að hafa gott byggingarefni ef
gleymist að fá meistara til að skrifa uppá.
Sem hljóðfæraleikarar eru Greifarnir
þokkalegir. Fremstur fer Kristján Viðar gítar-
leikari og hinir eiga áreiðanlega eftir að æf-
ast til jafns við hann. Textar strákanna lofa
bara góðu. Yrkisefnin rista að vísu ekki djúpt
en mér sýnist sem Greifarnir hafi betri til-
finningu fyrir dægurlagatextum en margir
aðrir. Menn þurfa ekki alltaf að syngja ljóð.
Og ef marka má Sólskinssönginn er hið þing-
eyska brageyra til staðar í hljómsveitinni.
Það þarf bara að þjálfa eins og hvað annað.
32 HELGARPÓSTURINN